Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Side 20
20
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta I Fálkagötu 20, þingl. eign önnu F. Sigurðar-
dóttur og Hans Gústafssonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Á. Jónsson-
ar hdl., Valgeirs Pálssonar hdl., Gjaldheimtunnar l 'Reykjavik, Lands-
banka islands, Guömundar Jónssonar hdl., Sveins H. Valdimarssonar
hrl., Skúla J. Páimasonar hrl., Veödeildar Landsbankans og Búnaöar-
banka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 27. nóvember 1985 kl.
10.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta I Fornhaga 19, þingl. eign Siguröar Björnsson-
ar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miövikudag-
inn27. nóvember 1985 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og slöasta á hluta I Ránargötu 11, þingl. eign Daöa Kristjánsson-
ar og Hafdisar Leifsdóttur, fer fram eftir kröfu Guöjóns Steingrimssonar
hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og slöasta á hluta I Hólmgaröi 50, þingl. eign Jakobs V. Hafstein,
ferfram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn
27. nóvember 1985 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 171., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i As-
vallagötu 15, þingl. eign Elsu Jóhannesdótturog Péturs Jóh. Guðlaugs-
sonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri
miövikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Háaleitisbraut 43, þingl. eign Hilmars Sigurbjartssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri miövikudaginn 27.
nóvember 1985 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í
Borgargeröi 4, þingl. eign Einars A. Péturssonar og Kolbrúnar Thomas,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri miö-
vikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Háaleitisbraut 42, þingl. eign Gunnars Jónssonar og Ingibjargar Gunn-
arsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri miövikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Bakka-
geröi 16, þingl. eign Ingimundar Konráössonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 27. nóv-
ember 1985 kl. 14.45.
Borgarfógetaembælttið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Gnoöarvogi 50, þingl. eign Gunnars Ingólfssonar, fer fram eftir kröfu
Veödeildar Landsbankans, Gjaldheimtunnar I Reykjavik og Ólafs Gúst-
afssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 27. nóvember 1985 kl.
16.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og slöasta á hluta I Hringbraut 109, þingl. eign Ómars Imsland,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri miö-
vikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
SYNGJAIMDIBELGAR
ÁÍSLAIMDSn/HÐUM
Belgíski sönghópurinn „Ijslandsuite" heíur sent frá sér hljómplötu þar sem eingöngu eru
sungin lög við texta sem byggja á skipsbókum, bréfum og sögum af belgískum sjómönnum
sem sóttu íslandsmið á síðustu öld og jafrtvel íyrr. Hefur hljómplatan notið töluverðra vin-
sælda í Belgíu og heyrist oft leikin í útvarpi.
Plötuumslagið er helgað íslandi, kort fylgir þar sem lesa má skringilegar nafhgiftir á annars
alþekktum stöðum hér á landi. Snæfellsjökull heitir Sneeuwkegel, Ingólfshöfði Engelsch
Hoofd og Selvogur Sulferbronnen.
Þegar plötuumslagið er opnað blasir við mynd af belgískum kútter, landslagsmyndir frá ís-
landi og kort sem sýnir sjóleiðina frá Dunkirk til Papeyjar. Ekki stutt sjóferð það.
Kristján Bemburg, fréttaritari DV í Belgíu, hefúr snarað texta sem fylgir hljómplötunni þar
sem gerð er grein fyrir lífi belgískra sjómanna við íslandsstrendur. Fer hann hér á eftir.
-EIR.
Dauði og vosbúð
— þrælavinna við íslandsstrendur
Hvað voru menn að flækjast til
Islands á síðustu öld? Tæpast til
að líta eldfjallið Heklu augum,
skoða Geysi eða Reykjavík né þá
að eiga 2-3 þægilega daga á .eyju
íss og elda á leið til Bandaríkjanna.
Nei, þá komu menn til íslands til
að veiða fisk. Það var hart líf sem
ekki var tekið út með sældinni.
Árið 1826 fórust 56 belgískir sjó-
menn á íslandsmiðum. Tíu árum
síðar fórust 132 landar þeirra ó
sömu miðum. Árið 1839 var tala
drukknaðra Belga hér við land 185
og 163 árið 1888. Svona mætti lengi
telja.
Vot gröf
Sumir urðu ruglaðir í þessum
ferðum. Dæmi eru um unga menn
sem bundnir voru niður í stóla svo
þeir færu sér ekki að voða. Venju-
leg ferð tók 6 mánuði og voru þessir
menn jafnvel bundnir allan þann
tíma. Aðrir þoldu ekki vosbúðina
og enduðu í íslenskum kirkjugörð-
um, til dæmis á Fáskrúðsfirði.
Margir urðu veikir í þessum ferð-
um eins og Cissen Ooms sem barð-
ist við dauðann svo dögum skipti
á hafi úti, skammt undan fslands-
ströndum. Að lokum lét hann í
minni pokann og gaf upp öndina.
Þá var ekki annað til ráða en kasta
líkinu fyrir borð: Einn, tveir, þrír,
í guðs nafni - og líkinu var varpað
ísjó.
Sá Belgi sem komst í 33 íslands-
siglingar var álitinn sterkur sem
björn. Því marki náðu menn ekki
nema byrja siglingarnar á unga
aldri. Einn þessara manna var
Corteel frá Oostudemerke sem náði
36 ferðum. August sonur hans fór
í 28 ferðir, Henry bróðir hans í 20
og barnabarnið Emil hafði það
af að sigla á íslandsmið 22 sinnum.
Bamabamabarnið Leopold lét sér
nægja8ferðir.
Framhlið belgísku hljómplöt-
unnar, úfinn sær og snjór í fjöll-
um.
Bakhlið plötunnar. Kort af
íslandi þar sem helstu staðir eru
merktir jafnt á íslensku sem
belgísku.
Corteel með stóra nefið
Corteel gamli varð 85 óra og naut
mikillar virðingar vegna afreka
sinna við sjósókn. Hann varð
þekktur maður í frosthörkunum
1888 þegar nefið á honum fraus
með þeim afleiðingum að það
stækkaði svo hroðalega að með
eindæmum þótti. Var lítið við því
að gera og þurfti hann að burðast
með kjötköggul á stærð við epli á
nefinu það sem eftir var.
Þeir sem komust í 30 ferðir á
íslandsmið voru álitnir miklir
harðjaxlar. Þeir sem náðu 20 ferð-
um fengu á sig orð fyrir að vera
sterkir og 10-ferða menn nutu virð-
ingar sjómanna og fólks i landi.
En þetta var þrælavinna i orðsins
fyllstu merkingu.
Sá er fór til íslands fékk greitt
fyrirfram upp í þau laun sem búist
var við að ferðin gæfi af sér. En
oft var veiðin lítil og þá þurfti
margur maðurinn að endurgreiða
hluta af fyrirframgreiðslunni. Þess
utan urðu sjómennirnir sjálfir að
greiða fyrir svefnpláss, mat, tóbak
og drykk.
Konur og börn biðu heima og
urðu að vinna fyrir sér sjálf. Á
meðan reyndu eiginmennirnir að
fiska sem mest þeir máttu og sagt
er að þeir hafi ekki farið í land ó
íslandi nema í eitt skipti í bverri
veiðiferð. Var það yfirleitt í maí-
mánuði og þá til að ná sér í ferskt
vatn, þvo föt, raka sig og snyrta
eftir margra mánaða sjávarseltu,
svita og drullu. Sjúkir voru settir
í land og tóbaki og áfengi smyglað
til innfæddra sem gáfu ull á móti.
íslandsplatan rokselst
Belgísku sjómennirnir á ísland-
smiðum voru við veiðar dag og
nótt. Færið var alltaf úti. Allt sem
veiddist var nýtt. Ef mikið veiddist
var fiskurinn saltaður um borð og
fiskhausarnir taldir. Þeir voru síð-
an soðnir og étnir af áhöfninni. Ef
einhver varð uppvís að því að stela
þorskbita var honum hegnt með
því að binda hann við mastrið í
einn dag. Að auki missti hann laun
þann dag.
Um þetta og margt annað syngur
belgíski sönghópurinn „Ijsland-
suite“við góðar undirtektir í
heimalandi sínu. íslandsplatan
rokselst.
Þegar hljómplötuumslagið er opnað getur að líta belgískan kútter, landslagsmyndir frá Islandi,
sjóleiðina frá Belgíu og texta þar sem kjörum sjómannanna er lýst.
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu