Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. 7 Heimsmeistarinn. Éggeri svona... ^í.Arnason HEIMSMEISTARINN OG BÖRNIN HANS TUTTUGU KRAKKAR sitja við hvíta reiti og svarta. Taflmennirnir eru í viðbragðsstöðu og það eru krakkarnir líka. Ljósin úr verslun- argluggunum við Laugaveginn varpa birtu yfir litlu kollana og Jón L. Árnason skúkmeistara sem stendur eins og riddari við risastórt taflborð sem hangir uppi á vegg. í hinum enda saiarins stendur skák- maðurinn Torfi Ásgeirsson og býður börnin velkomin í fyrsta tímann í Skákskólann. Það ýngsta er fjögurra ára, það elsta enn í barnaskóla. Svo hrópar Torfi allt í einu: „Þekkið þið kennarann ykkar?“ „Jááááá!,“svara krakkarnir ein- um rómi. „Hvað heitir hann?“ „Jón L. Árnasooooon,“ svara krakkarnir af enn meiri krafti en áður og í kjölfarið fylgir hávært lófaklapp lítilla handa. „Hvaða titil hefur hann?“ „HEIMSMEISTARI!" æpa krakkarnir og allt ætlar um koll að keyra. ÞAR MEÐ getur fyrsti barna- tíminn í Skákskóla Jóns L. Árna- sonar, heimsmeistara í áldurs- flokknum 17 ára og yngri, Torfa Ásgeirssonar, Helga Ólafssonar, Margeirs Péturssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar hafist. HEIMSMEISTARINN byrjar á því að kenna börnunum að hrók- era. Reyndar virðist það vera óþarfi ef miða skal við svörin sem berast utan úr sal þegar Jón L. spyr hvort Einar 4 eða Finnur 3? Orri Ómarsson er aðeins 4 ára og með mannganginn á hreinu. DV-myndir KAE. ...þá geri ég svona. einhver kunni þá flóknu list. Það er löng hrókun og stutt og nemend- ur og kennari verða að lokum sammála um að hrókun þjóni þeim tilgangi að koma kónginum i skjól svo og að tengja hrókana saman. ÞÁ ERU ÞÁÐ peðin. Þau ganga einn reit í einu, nema í upphafi; þá mega þau fara fram um tvo. Heims- meistarinn kennir börnunum fram- hjáhlaup, þegar peð drepur framhjá án þess að snerta reitinn þar sem drepna peðið stendur. Það má reyndar aðeins gera i fyrsta leik á eftirbyrjun. „ÞETTA ER SVINDL," æpir einn finim ára og 75 prósent af skólafé- lögunum taka undir. Heimsmeist- arinn stendur hins vegar fast á sínu og börnin verða að kyngja fræðun- um hvort sem þeim líkar betur eða verr. Heimsmeistarar hljóta að kunna sitt fag. TVÖFALT UPPNÁM er næst á dagskrá. Þegar sett er á tvo menn í einu; reyndar hin mesta klípa að komast i og enn erfiðari að komast úr. „Mér finnst best að geyma kónginn því ef hann er drepinn þá er skákin búin,“ segir lítill hnokki og virðist vera að hugsa um eitt- hvað annað en tvöfalt uppnám. „Frændi minn gefur alltaf skákina þegar hann er búinn að leika fyrsta leikinn," segir annar og sá þriðji bætir um betur: „Drottningin getur allt nema það sem riddarinn get- ur.“ HEIMSMEISTARINN virðist vera að missa tökin á bekknum. Börnin eru farin að kenna hvert öðru. Áhuginn vaknar aftur þegar kennarinn fer að tala um gaffla; það er eins og nemendurnir haldi að þeir eigi að fá eitthvað að borða: „Það er kallað riddaragaffall þegar riddari setur á drottningu og kóng samtímis. Jafnvel er hægt að setja á hrókinn samtímis og þá heitir það fjölskyldugaffall,“ segir Jón L. og dauðaþögn ríkir í salnum. Tvö garnagaul kveðast á í litlum mögum. „ALGENGUSTU BYRJANIR" „Takið nú vel eftir: Peð á Einar fjórir, riddari á Finnur þrír, 'það heitir Napóleonsbyrjun og svo peð á Ceres þrír. Þetta er algengast og markmiðið er að sjálfsögðu að koma mönnunum út og ná tökum á miðborðinu." Heimsmeistarinn færir stórumennina á veggnum ótt og títt um borðið þar til hann er truflaður með spurningu utan úr sal: „Hvers vegna sagðirðu að skákin væri unnin þegar drottningin væri dauð? Er það ekki kóngurinn sem ræður?“ HEIMSMEISTARINN nær rétt að svara þessu áður en næsta spurn- ing skýst í gegnum loft Skákskól- ans: „Hvað með bisjoppinn?" Og enn ersvarað. Þá er komið að skemmtilegu skákdæmi svona rétt áður en nemendurnir fá að æfa sig í að tefla í heila klukkustund undir hand- leiðslu Jóns L. Heimsmeistarinn segir þetta skemmtilega skák, kennda við Morphy nokkurn sem var Bandaríkjamaður. „Hefurðu teflt við hann?“ spyr bekkurinn. „Nei, Morphy var uppi á 19. öld.“ Jón L. leikur peði fram um tvo reiti og er strax stöðvaður af börn- unum: „Ef hann var uppi í gamla daga þá má hann ekki færa peðið fram um tvo reiti. Það mátti ekki í gamla daga.“ „Það var á 11. öld sem það breytt- ist,“ svarar heimsmeistarinn, „Morphy varuppi á 19. öld.“ ÞEGAR AÐ skákæfingunum kemur vita börnin að peðið hefur eitt stig á skákmáli, biskup og ridd- ari 3 stig, hrókur 5 stig og drottn- ingin 9 stig. „Vægi mannanna fer þó að sjálfsögðu einnig eftir hvar þeir eru staddir á borðinu,“ segir Jón L. Árnason. VÆGI HEIMSMEISTARANS i hugum barnanna liggur hins vegar á bilinu frá 10 til 20 og skiptir þá engu máli hvar í kennslustofunni hann er staddur. Skák! EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.