Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. ! 11 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Einar kosinn íþróttamaður ársins með fullu húsi stiga — kosinn íþróttamaður ársins 1985 í gær. Eðvarð í öðru sæti „Ég vil þakka íþróttafrétta- mönnum sérstaklega fyrir þann heiður sem þeir sýna mér með þessu kjöri. Ég lít björtum augum til framtíðarinnar, framtíðar tækifæra, ástundunar og af- reka,“ sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari í ræðu eftir að hann hafði verið kjörinn íþróttamaður ársins af samtökum íþrótta- fréttamanna með fullu húsi at- kvæða. Kosningin fór fram að Hótel Loftleiðum í gær og það var faðir Einars, Vilhjálmur Einars- son, sem afhenti Einari bikarinn en Vilhjálmur hefur oftast unnið til hans síðan farið var að veita hann fyrir þrjátíu árum, eða flmm sinnum. Það þarf ekki að efast um réttmæti kosningar Einars, allir fjölmiðlarmr sjö settu hann í fyrsta sæti. Á síðasta ári vann hann tólf sigra á 22 al- þjóðlegum mótum í spjótkasti og varð í öðru til þriðja sæti á öðrum átta. Einar hafði lengi forystuna í stigakeppni Grand Prix-mótanna þar sem flest besta frjálsíþróttafólk heims tók þátt. Meiðsli gerðu sitt til þess að keppnistímabilið endaði ekki jafnfarsællega og vonir voru bundn- ar við. Hann missti af forystu sinni í stigakeppninni og hafnaði að lokum sem íjórði stigahæsti keppandinn í grein sinni á Grand Prix-mótunum. Það að fjórða sætið hafi verið von- brigði sýnir hve miklar vonir hafa verið bundnar við Einar en fjórða sætið í frjálsíþrótt verður þó að telj- ast mjög sérstakt afrek á íslenskan mælikvarða. Einar kastaði spjótinu lengst 91,82 metra sem er áttundi besti árangurinn í heiminum ó síð- astliðnu ári. Árið 1985 mun lengi verða minnis- stætt fyrir Eðvarð Eðvarðsson sund- mann sem hafnaði í öðru sæti. Eð- varð vann eitt mesta afrek sem ís- lenskur sundmaður hefur unnið er hann varð í 5. sæti í 100 og 200 metra baksundi í Evrópubikarkeppninni í Hollandi í desember. Eðvarð lenti í sjötta sæti í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í Sofia, Búlg- aríu. Hann sigraði í þremur greinum í Kalottkeppninni, hann hlaut fern gullverðlaun á ólympíuleikum smá- þjóða í San Maríno og tvenn á Ulst- STIGIN Tuttugu og tveir einstaklingar fengu atkvæði í kjörinu um iþróttamann ársins og skiptust atkvæðin þannig á tíu efstu sætin. 1. Einar Vilhjálmsson.....70 2. Eðvarð Eðvarðsson......62 3. Sigurður Pétursson.....43 4. Guðmundur Þorbj örnsson. .37 5. KáriElíson ............31 6. Kristján Arason........30 7. BjarniFriðriksson......21 8. Þorgils Ó. Mathiesen...17 9. Einar Þorvarðarson.....11 10. ÓmarTorfason............9 Torfi Ólafsson..........9 Aðrir ellefu einstaklingar fengu atkvæði en það voru þau Guðrún Kristjánsdóttir skíðakona, körfu- knattleiksmennimir Pálmar Sig- urðsson og Valur Ingimundarson, frjálsíþróttakonurnar Svanhildur Kristjánsdóttir og Helga Halldórs dóttir, Jónas Óskarsson, íþróttafé- lagi fatlaðra, sundkonan Bryndís Ólafsdóttir, handknattleiksmennirn- ir Kristján Sigroundsson og Sigurður Sveinsson, frjálsíþróttamaðurinn ■Oddur Sigurðsson og karatekappinn |Ævar Þorsteinsson. -fros erleikunum. Auk gulls í þessum keppnum hlaut hann einnig mörg silfurverðlaun. Árangur Eðvarðs í loo metra baksundi er sá 23. besti í heiminum á síðasta ári. Aðeins tveir af þeim keppendum, sem eru fyrir ofan hann, eru yngri og hann er fremstur Norðurlandabúa í grein- inni. Ætla má því að Eðvarð takist að klífa ofar á afrekstinda íþróttar sinnar í framtíðinni. Sigurður Pétursson var sá ein- staklingur sem óumdeilanlega sá mest um að auka veg og virðingu golfmanna á árinu. Hann varð ís- landsmeistari, sigraði á stigameist- aramótinu og náði besta skori sveitar Golfklúbbs Reykjavíkur sem náði þeim frábæra árangri að lenda í fjórða sæti í sveitakeppni Evrópu sem fram fór á Spáni. Lengi vel leit út fyrir að Sigurður yrði fyrstur Is- lendinga til að hljóta atvinnumanna- skírteini í golfi en hann féll út á næstsíðasta þrepi í keppni i desemb- er. Sigurður varð þriðji í kjörinu. Guðmundur Þorbjömsson varð í. fjórða sæti í kjörinu. Hann var kos- inn knattspyrnumaður ársins af leik- mönnum 1. deildar og KSl. Hann varð íslandsmeistari með V al og mörk hans fyrir Val gegn franska liðinu Nantes og markið, sem hann skoraði á Spáni er Island lék þar gegn heimamönnum í september, sáu um að nafn hans bar oft á góma á alþjóðlegum vettvangi. Það kom, ekki á óvart er svissneska félagið ' Baaden sýndi honum áhuga en með j því leikur Guðmundur nú. i Það er ekki oft sem íslendingar , geta státað af því að eiga mann í j öðru sæti á heimsmeistaramóti. Kári1 Elíson, lyftingamaðurinn frá Akur- eyri sem keppir í 67,5 kílóa flokki, vann það afrek á árinu. Hann hlaut einnig silfurverðlaunin á Evrópu- meistaramótinu, varð stigahæsti kraftlyftingamaðurinn á íslandsmót- inu og vann að sjálfsögðu gullið í sínum flokki. Kári hefur verið jafn- besti lyftingamaður landsins undan- farin ár og ljóst er að hann stefnir enn hærra. Hann hafnaði i fimmta sæti. Kristján Arason handknattleiks- maður varð í sjötta sæti. Hann varð íslandsmeistari með FH á árinu og markahæsti leikmaður Islandsmóts- , ins. Hann héfur staðið sig mjög vel | með íslenska landsliðinu í leikjum þess á árinu. Síðasta sumar gerði Kristján samning við þýska 2. deild- arliðið Hameln og leikur nú með því liði. Hann hefur verið máttarstólpi liðs síns og er markahæsti leikmaður þess. Bjarni Friðriksson, sem lenti í sjö- unda sætinu, hefur lengi verið fremsti júdómaður landsins. Hann varð Islandsmeistari í 95 kílóa flokki og í opnum flokki sjöunda árið í röð. Hann vann til silfurverðlauna á alþjóðlegu móti i Japan snemma á árinu, silfurverðlauna á opna skoska meistaramótinu og bronsverðlauna á skandinaviska meistaramótinu. I áttunda sæti varð Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður. Þorgils lék stórt hlutverk í sigri FH-inga á íslandsmótinu og átti afbragsleiki með landsliðinu á'síð- asta ári. Hann hefur tekið geysileg- um framförum og ef svo heldur áfram sem horfir þá verða ekki margir línu- menn í heiminum í sama gæðaflokki. Einar Þorvarðarson handknatt- leiksmarkvörður lenti í níunda sæti. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins á síðasta ári og staðið sig vel í landsleikjum. Tveir íþróttamenn urðu jafnir i tíunda sætinu en það voru þeir Ómar Torfason knattspymumaður og Torfi Ólafsson lyftingamaður. Ómar átti sitt besta keppnistímabil til þessa í fyrra. Hann var einn aðalburðarás- inn í liði Fram sem vann bikarmeist- aratitilinn og stóð sig þar að auki vel í Evrópuleikjum Fram gegn n-írska liðinu Glentoran þar sem hann skoraði tvö mörk. Hann varð markahæsti maður 1. deildar á sið- asta surnri. Ómar skrifaði undir at- vinnumannasamning við svissneska liðið Luzern sem hann leikur með nú. Torfi Ólafsson er Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistari unglinga í yfirþungavigt í kraftlyftingum. Hann vann til allra þeirra titla á árinu. Hann er íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki og á staðfest heimsmet í réttstöðulyftu í unglinga- flokki. Val íþróttamanns ársins er uppgjör íþróttafréttamanna við íþróttaafrek hvers árs fyrir sig. Iþróttaifréttamenn hvers fjölmiðils koma sér þá saman um val á tíu bestu íþróttamönnunum á sameiginlegum atkvæðaseðli. Sjö fiölmiðlar höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni og efsta sætið á hverjum hinna sjö seðla gaf tíu stig. Þvi er ljóst að í þessari kosningu hafa íþróttafiréttamenn verið mjög ein- huga. Einar hlaut efsta sætið hjó öllum sjö fiölmiðlunum og Eðvarð annað sætið hjá sex þeirra. Margir fleiri íþróttafréttamenn en hér hafa verið nefndir komu vel til greina en þá er það alltaf spumingin um að velja og hafna. Það er von okkar íþróttafréttamanna að unnendur íþrótta líti með hlutlausum augum á þetta val. Vitanlega finnst einhverj- um að valið hefði getað verið á annan veg en dómur hefiir þegar verið kveðinn upp. -fros Einar Vilhjálmsson sést hér taka við bikarnum fyrir íþróttamann ársins úr hendi föður síns, Vilhjálms Einarssonar. Þeir feðgar hafa báðir verið stór nöfn í íþróttasögu íslendinga. Einar hlaut kosningu nú í annað sinn og faðir hans var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins og hefur því unnið hann oftast. DV-mynd Bj.Bj Nokkuð var um forföll hjá íþróttafólki í kjörinu. Af þeim ellefu efstu voru aðeins sex íþróttamenn er komust í athöfnina. Vinir og vanda- menn tóku við viðurkenningum hinna en ellefu stigahæstu íþróttamennirnir fengu ljósmyndina Hafið eftir Ragnar Axelsson með Ijóði Matthíasar Johannessen. Talið frá vinstri í neðri röð: Torfi Ólafsson, Sigurður Pétursson, Einar Vilhjálmsson, Eðvarð Eðvarðsson og Þorgils Óttar Mathiesen. Efri röð frá vinstri: Þorbjörn, faðir Guðmundar, Sigríður Einarsdóttir, móðir Einar Þorvarðarsonar, Þorgerður Gunnarsdóttir, unnusta Kristjáns Arasonar, Hákon örn Halldórsson, form. Júdósambandsins, sem tók við verðlaunum fyrir Bjarna Friðriksson, Halldór Guð- björnsson, form. knattpyrnudeildar Fram, er tók við verðlaunum Ómars Torfasonar, og Eiríkur Eiríksson er tók við viðurkenningu fyrir hönd Kára Elísonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.