Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 28
28 DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. Frábær frammistaða Margeirs á jólaskákmótinu í Hastings Alþjóðlega jólaskákmótið í Hast- ings á Suður-Englandi varð frægt á Islandi fyrir réttum þrjátiu árum er Friðrik Ólafsson gerði þar garð- inn frægan. Hann varð efstur á mótinu ásamt Viktor Kortsnoj en neðar komu kappar eins og Ivkov, Tajmanov og Darga. Þetta var árið sem Friðrik sló í gegn. Árangur hans í Hastings vakti mikla athygli og Friðrik sannaði á næstu árum að engin tilviljun vará ferð. Nú stendur Margeir Pétursson í fótsporum Friðriks. Er þetta er ritað er þremur umferðum ólokið á jólamótinu í Hastings og Margeir er langefstur, einum og hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn. Sigur, á mótinu blasir við Margeiri og ef engin slys verða ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að næla sér í stórmeistaratitil að auki. Til þess þarf hann 9 1/2 v. af 13 mögulegum. Hann hefur 8 v. og nægir því að gera jafntefli í síðustu skákunum. Síðasta umferð mótsins verður tefld á morgun og þá á Margeir í höggi við Englendinginn William Watson, sem er alþjóðleg- ur meistari. Fyrri áfanga að stórmeistaratitli náði Margeir á afmælismóti Skák- sambands íslands í febrúar er hann varð jafn Spasský í 2.-3. sæti, vinn- ingi á eftir sigurvegaranum, Bent Larsen. Samkvæmt reglum al- þjóoaskáksambandsins þarf að ná tilskildum árangri, sem fer eftir styrkleika mótanna, í samtals 24 skákum. Á afmælismótinu tefldi Margeir 11 skákir og skákmótið í Hastings er einmitt 13 umferðir, svo að ef allt fer að óskum er stór- meistaratitill í höfn. Jóhann Hjartarson er einnig meðal þátttakenda í Hastings en honum hefur ekki vegnað sem skyldi, eftir annars ágæta byrjun, með sigrum yfir Piu Cramling og Bandaríkjamanninum Formanek. Sá síðast nefndi bætti reyndar met Englendingsins Plaskett á alþjóð- lega mótinu í Vestmannaeyjum, og tapaði átta fyrstu skákunum. I 9. umferð sneri hann loks við blaðinu og vann. Fórnarlambið var enginn annar en Plaskett, sem vafalaust hefur fundið til með Bandaríkja- manninum. Jóhann hefur verið ófarsæll og misst niður vænlegar stöður, t.d. gegn Conquest og Rukavina frá Júgóslavíu. Þar var hann með mun betra tafl lengst af, öflugt frípeð og sóknarfæri. En hann lenti í tímahraki og lék af sér skiptamun tveim leikjum áður en tímamörkunum var náð. Margeir hefur aftur á móti teflt af miklu öryggi. Gert jafntefli við erfiðustu' mótherjana, sovésku Jón L. Ámason stórmeistarana Mikhailtsisin og Balashov, Greenfeld frá Israel og Bandaríkjamanninn Fedorowicz, en unnið aðrar skákir. Lítum á snyrtilega skák hans við spænska stórmeistarann Bellon, sem tefld var í 5. umferð. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: J. Bellon. Drottningarpeðsbyrjun. 1. Ilf3d5 2. d4 Rd7 Tilgangur þessa einkennilega leiks kemur í ljós von bráðar. Það eru líklega ekki nema tæp tvö ár siðan hann kom fram á sjónarsvið- ið. 3. c4 dxc4 4. e4 Rb6 5. Bxc4 Þetta er náttúrlega ekki fórn því að hvítur nær manninum aftur strax í næsta leik. Menn hafa verið ragir við að gefa hvítreitabiskup- inn á þennan hátt. Leikurinn virð- ist eiga rétt á sér. Hvítur hefur meira rými og ekki má gleyma því að svartur hefur gefið eftir á mið- borðinu. I skák Vaganjan og Ghinda á ólympíumótinu í Þessal- óniku var leikið 5. Rc3 Rf6 6. h3 o.s.frv. 5. Rxc4 6. Da4+ c6 7. Dxc4 Rf6 8. Rc3 Be6 9. Dd3 g6 10. Bg7 11. h3 =-= 12. Bg5 Db613. Hfd8? Betra er að leika hinum hróknum á d8-reitinn. Þá á biskupinn grið- land á c8 án þess að hann loki drottningarhrókinn inni og eins getur svartur hrókur á f8 eða e8 leyst ýmis öfl úr læðingi. 14. Hfdl h6 15. Be3 Da6 16. Hacl Kh7(?) Hér er 16. -Rd7 betra. Svartur sólundar tíma sínum. 17. Ra4! Rd718. De2 Svartur á í meiri erfiðleikum en ætla mætti í fyrstu. Hótun hvíts er 19. Bd2 Dh5 (19. -Db5 20. Dxb5 cxb5 21. Rc3 leiðir til a.m.k. peðtaps vegna hótunarinnar d4-d5) 20. Rc5 Rxc5 21. Hxc5 með vinningsstöðu. Besta tilraun svarts er 18. -f5!? og ef 19. Bd2 þá 19. -Db5. Næsti leikur hans ber vott um örvæntingu. 18. -B5? 19. Rc5 Rxc5 20. Hxc5 Bd7 21. Re5 Be8 Nú tapar hann peði en hæpið var að gefa svartreitabiskupinn vegna Isal, með álforstjórann í farar- broddi, sigraði Samvinnuferðir- Landsýn í öðru einvíginu Ekki blæs byrlega fyrir bridgesveit Samvinnuferða/Landsýnar, en eins og kunnugt er efndi ferðaskrifstofan til skemmtilegrar uppákomu í iV skammdeginu með því að gefa bridgemönnum tækifæri til þess að skora á sveitina til einvígis með einstökum skilmálum. Um sl. helgi spilaði sveitin við sveit frá íslenska álfélaginu með forstjór- ann, Ragnar Halldórsson, í farar- broddi. Auk hans spiluðu í sveitinni Hannes R. Jónsson, Jakob R. Möller og Stefán Pálsson, allt kunnir bridgemeistarar. Áskorendurnir sigruðu með litlum mun í stigaháum leik, eða með 98 gegn 90. Samvinnuferðasveitin átti ekki miklu láni að fagna í slemmuspilum þótt sumt annað gengi henni í hag- inn. Hér er eitt sýnishorn frá viðureign- inni. Suður gefur/allir utan hættu: Norður 4 532 ÁD6 0 K1054 + G75 Au>tur ♦ kd KG10752 0 Á3 + 864 SUÐUK ♦Á9 <?9 0 DG986 + ÁKD92 í opna salnum sátu fyrir Samvinnu- ferðir, n-s, Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson en a-v Jakob R. Möller og Stefán Pálsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1T pass 1G 2 H 4 L pass 4 T pass 4H pass 4G pass 6T pass pass dobl pass pass pass Jakob i austur taldi litla von til þess að hnekkja slemmunni með hjartaútspili og því doblaði hann til þess að vara makker við því að spila út hjarta. Stefán átti því ágætt spaðaútspil og slemman var strax andvana fædd. í lokaða salnum sátu n-s fyrir ísal, Ragnar og Hannes, en a-v Aðal- steinn Jörgensen og Valur Sigurðs- son. Sagnir tóku allt aðra stefnu, enda ekki famar troðnar slóðir: Suður Vestur Norður Austur 1T 2 S! 3S! dobl 4 G pass 5 T pass 6 L pass 6 T fsal fylgdi að sjálfsögðu dæmi borg- arstjórans í Reykjavík og gaf verð- launin og áskorunargjöld sveitar- innar í húsbyggingarsjóð Bridge- sambands íslands. Uppákoma Samvinnuferða/Land- sýnar virðist því, a.m.k. í byrjun, ætla að verða hvalreki fyrir BSÍ og sífellt lengist listi áhugasamra ásko- renda. Frá Bridgesambandi Reykjaness Helgina 2. og 3. nóv. sl. fór fram sveitakeppni sambandsins og var að þessu sinni spilað í Þinghóli, Kópa- vogi. Alls mættu sex sveitir til leiks og Reykjanessmeistarar urðu félagar úr sveit Guðmundar Þórðarsonar, frá Frá Bridgefélagi Akraness Hinn 19. desember lauk þriggja kvölda tvímenningskeppni hjá Bridgefélagi Akraness. Tuttugu og átta pör tóku þátt í keppninni og urðu úrslit þessi: 1. Oliver Kristófersson- Þórir Leifsson 575 2. Búi Gislason- Jósef Fransson 528 3. Skúli Garðarsson- Óskar Þórðarson 526 4. Guðmundur Sigurjónsson- Jóhann Lárusson 523 5. Guðmundur Ólafsson- Hermann Tómasson 509 6. Árni Bragason- Sigurður Halldórsson 502 Laugardaginn milli jóla og nýárs var spilaður tólf para tvímenningur. Efstir urðu: 1. Guðmundur Sigurjónsson- Jóhann Láiusson 190 2. Karl Ó. Alfreðsson- Halldór Hallgrímsson 186 3. Guðjón Engilbertsson- Hjalti Kristófersson 182 Fimmtudaginn 9. janúar hefst Akranesmót í tvímenningi. Þetta verður fimm kvölda keppni og eru félagar hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Bridgesamband Vesturlands Vesturlandsmót í sveitakeppni verður haldið dagana 1. og 2. febrúar nk. á Akranesi. Þátttökutilkynning- ar skulu hafa borist fyrir 25. janúar í síma 93-1080. (Einar). Jólastórmót B.H. og Sparisjóðs Hafnarfjarðar Mjög góð þátttaka var í jóla-M- itchellnum í Flensborg eða 58 pör. Staðan í toppbaráttunni var mjög tvísýn og spennandi allan tímann og voru býsna mörg pör jöfn með forystu um hríð. Eftir 11 umferðir af 15 var heildarstaðan þessi: !. Gunnlaugur-Sigurður 290 2. Guðmundur-Þorgeir 285 3. Krisíján-Kristján 271 4. Friðþjófur-Þórarinn 269 5. Ármann-Ragnar 267 6. Bjarni-Magnús 265 og 14. Georg Rúnar 243 Stefán Guðjohnsen Þegar hér var komið sögu tóku þeir bræður Bjarni og Magnús mik- inn sprett og náðu hæstu skor og þeir Georg og Rúnar geystust einnig upp töfluna. Lokastaðan i mótinu varð svo þessi: N-s-riðill 1. Bjarni Jóhannsson- Magnús Jóhannsson 527 2. Ármann J. Lárusson- Ragnar Björnsson 512 3. Óskar Friðþjófsson- Sigurður Ámundason 469 4. Karl Bjarnason- Páll Sigurðsson 467 5. Ólafur Valgeirsson- Björgvin Víglundsson 465 6. Sigurður B. Þorsteinsson- Guðni Þorsteinsson 464 7. Friðrik Jónsson- Guðjón Jónsson 460 8. Hjálmar Pálsson- Magnús Halldórsson 459 að virtist ekki girnilegt fyrir Val spila út spaða eftir þessa sagnser- enda gerði hann það ekki. Þar ð var slemman unnin og leikurinn aður fyrir ferðaskrifstofuna, sem ð að greiða önnur tuttugu þús- iin á rúmri viku. Bridgefélagi Suðurnesja, en ásamt honum spiluðu í sveitinni Jóhannes Ellertsson, Guðmundur H. Ög- mundsson og Heiðar Agnarsson. Röð sveita varð annars þessi: 1. Guðmundur Þórðarson 94 stig 2. Grímur Thorarensen 86 stig .4 fíatrnar Jónssnn 81 sti? Vestuh + G108764 843 <> 72 + 103

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.