Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
Um miðjan sjöunda áratuginn
komst einhver spekingur að því að
lög Bítlanna voru leikin tuttugustu
hverja sekúndu í útvarpi um víða
veröld. Síðan þá hafa flestar hljóm-
sveitir heims, allt frá Lúdó-sextettin-
um til Deep Purple, leikið lög Bítl-
anna í einni eða annarri mynd og
enn eru menn að. Svo dæmi sé tekið
þá er lagið Yesterday til í minnst
þúsund mismunandi útgáfum á
hljómplötum en alls hafa Bítlarnir
selt um milljarð hljómplatna frá því
ferill þeirra hófst.
McCARTNEY
Margar hljómplötur þýða mikla
peninga. Löngu áður en John Lenn-
on var skotinn fyrir utan heimili sitt
í New York í desember 1980 voru
peningar aðalumræðuefnið er John,
Paul, George og Ringo hittust til að
ráða ráðum sínum. Síðan skildu leið-
ir og nú eru þeir þrír sem lifa.
Paul McCartney býr ásamt fjöl-
skyldu sinni, kindum og geitum á
búgarði í Norður-Englandi og talið
er að eignir hans nemi sem svarar
24 milljörðum króna. Að auki hefur
hann tæpa tvo milljarða ísl. kr. í
árstekjur; tekjur af fjölmörgum, sí-
gildum dægurlögum sem hann hefur
bókstaflega keypt. Má þar nefna lög
eins og Stardust, On Wisconsin,
Autumn Leaves og svo öll lög Buddy
Holly eins og þau leggja sig. Þó er
það víðs fjarri öllum sannleika að
Paul McCartney hafi setið auðum
höndum og talið peninga og verðbréf
á síðustu árum. Hann hefur verið
afkastamestur þeirra Bitlanna við
lagasmíð og plötuútgáfu og hefur
sent frá sér 10 breiðskífur, annað-
hvort með hljómsveit sinni, Wings,
eða þá í eigin nafni.
STARR
í samanburði við Paul McCartney
er framlag félaga hans, þeirra George
1 A
FJÁRFESTIR ÞUI
i
SEM TRYGGJA Þl
AVOXTUN. NJOTi
ORYGGIS. DRAG
SKULDASOFNUN
GLÆSTA FRAMTI
BORN
OG
MNNIG ERU SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓDS 06 SLÍKT BÝÐUR ENGINN ANNAR
Með því að fjárfesta í verð- og
gengistryggðum spariskír-
teinum ríkissjóðs ávaxtar j^ú fé þitt
ríkulega og án allrar áhættu.
Fjármununum er varið í að tryggja
velferð okkar allra og þú hjálpar
ríkissjóði við að sporna gegn er-
lendri skuldasöfnun! Þú lánar sjálf-
um þér og þjóð þinni sparifé þitt
svo hún þurfi síður að ganga á vit
erlendra lánardrottna.
Ríkissjóður býður þér nú þrjár
mismunandi tegundir af verð- og
gengistryggðum spariskírteinum.
Öryggið er alls staðar hið sama, en
lánstími, binditími og vextir eru
mismunandi.
A. Hefðbundin spariskírteini
með þrenns konar binditíma
að vali kaupenda og allt að
9,0% ársvöxtum.