Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Fjöllin hækka ört um aílt Með hverju árinu kemur betur í ljós, að hagkvæmara er að vera kaupandi en seljandi á alþjóðlegum markaði landbúnaðarafurða. Offramleiðslan í heiminum fer vaxandi og verðlagið lækkandi. Þetta er ekki sveifla, heldur þróun, sem mun halda áfram um langa framtíð. Lága verðið byggist á, að til eru lönd, sem hafa mjög ódýra framleiðslu, svo sem Bandaríkin, Ástralía, Nýja- Sjáland og Argentína. Þau framleiða ýmiss konar kjöt og kornvörur á mun lægra verði en önnur lönd og geta án uppbóta selt búvörur sínar til útlanda. Ofan á framboðið frá þessum tiltölulega auðugu lönd- um koma svo hin miklu umskipti, sem hafa orðið í löndum þriðja heimsins. Fátæku löndin, sem fyrir svo sem fimmtan árum urðu að flytja inn matvæli til að hindra árlega hungursneyð, eru nú aflögufær. Frægasta dæmið um þetta er Indland. Enn meiri hefur breytingin þó orðið í Kína, þar sem framleiðslan mat- reiðsla hefur aukizt um 40%. Og gamalt hörmungabæli á borð við Bangladesh getur nú séð um sig sjálft. Til eru undantekningar, svo sem Eþíópía, þar sem hungrið stafar sumpart af þurrkum og sumpart af stjórn- arstefnunni. Samt er reiknað með, að miklar framfarir í landbúnaði muni skjótt gera nærri öllum þjóðum heims kleift að hafa nægan mat. Af þessu leiðir, að framboð eykst á matvælum á al- þjóðamarkaði og eftirspurn minnkar. Sérfræðingur bandaríska utanríkisráðuneytisins í landbúnaðarmál- um, Dennis T. Avery, sagði nýlega, að vöxtur land- búnaðarframleiðslu væri rétt að byrja. „Við höfum enn ekki séð nema brot af því, sem kemur,“ sagði hann. Það litla, sem þegar er komið í ljós, hefur leitt til gífurlegs kostnaðar þeirra landa, sem offramleiða mun dýrari landbúnaðarvörur en Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Ástralía og Argentína. Efnahagsbandalag Evrópu er frægasta og langsamlega dýrasta dæmið um ógöngurn- ar, er fylgja stefnu, sem er eins og hin íslenzka. Styrkjastefna Efnahagsbandalagsins hefur hlaðið upp fjöllum, rúmri milljón tonna af smjöri, hálfri milljón tonna af mjólkurdufti, tæpri milljón tonna af kjöti og átján milljónum tonna af ýmsu korni. Bandalagið hefur neyðst til að taka á leigu kæligeymslur í útlöndum, svo sem í Sviss og Austurríki. Sovétríkin hafa stundum losað bandalagið við smjör- fjallið á afar lágu verði. Ef við keyptum smjör á sömu kjörum, annaðhvort frá bandalaginu eða einhverju landanna, sem hafa efni á að selja það svona ódýrt, yrði smjörverð hér einn tíundi af því, sem það er nú. Sovétríkin eru orðin sjálfum sér nóg og fjöll Efnahags- bandalagsins halda áfram að stækka. Okkar fjall stækk- ar líka. í fyrra jókst mjólkurframleiðsla um 7%, þrátt fyrir minnkandi neyzlu okkar. Öll þessi aukning fór í vinnslu smjörs og osta til útflutnings á verði, sem nær ekki nema broti af kostnaði við framleiðsluna. Smjörbirgðir íslendinga hafa á einu ári aukizt úr 480 tonnum í 737 tonn. Ostbirgðirnar hafa aukizt úr 860 tonnum í 990 tonn. Hliðstætt ástand er í dilkakjötinu. Samt er ríkið nýbúið að borga mikið fyrir útflutning. Við ættum markvisst að hraðminnka framleiðslu hefð- bundinna og ofsadýrra landbúnaðarafurða og kaupa þær í staðinn á útsölu í útlöndum. í staðinn ættum við að sinna betur arðbærum störfum. Engin aðgerð eflir betur fjárhag og lífskjör þjóðarinnar. Lífið og tilveran Á kringlu jarðar hefur aldrei fundist svo frumstæður ættbálkur að hann hafi ekki gert sér flóknar hugmyndir um lífið og tilveruna. Fæðing, lífsbarátta og dauði eru þær stærðir sem maðurinn hefur frá örófi alda reynt að ráða í og knúið hann til sífelldrar leitar. Hin mikla dreifing, sem varð á mann- kyninu frá þvi að það kom fram á sjónarsviðið í lok ísaldar, er jafnvel talin stafa af hugmyndafræði: menn voru alltaf að leita að landinu þar sem hvorki fyndist Dauði né Hungur. Ingólfur Arnarson var ekki laus við hugmyndafræði þegar hann varpaði öndvegissúlum fyrir borð og lagði bústaðavalið í hendur þeim duldu kröftum sem hann þóttist viss um að byggju í og yfir og allt í kring um landið. Hugmyndafræði í þessum skiln- ingi er einfaldlega þær hugmyndir sem maðurinn gerir sér um lífið og tilveruna og því jafn inngróin honum og andardrátturinn, maður- inn getur verið án hugmyndafræði álíka lengi og honum tekst að halda niðri í sérandanum. En hugmyndafræði er líka til í annarri merkingu og ádeilukennd- ari. Hugmyndafræði er miðlægt hugtak í marxískum fræðum. Samkvæmt marxismanum eru átök hagsmunahópa hreyfill í þjóðfé- lagsgangverkinu. Lífsgæðin eru takmörkuð og því í hlutarins eðli að menn takist á um skiptingu þeirra. Þrælahald, Lénsskipulag, Auðvaldsskipulag eiga öll sameig- inleg átök stétta um skiptingu efnislegra gæða og hver þessara samfélagsgerða hagar hugmunda- fræði sinni eftir því hvernig átök- unum er varið. I þrælaskipulagi er þrællinn ekki skilgreindur sem maður heldur skyni gædd vél. Óhagganleg samfélagsgerð léns- skipulagsins er réttlætt með kerfi sem gengur út frá guðfræðilegum þjóðfélagsstiga þar sem aðalsmað- ur, bóndi og klerkur standa hver í sinni tröppu og allar breytingar jafngilda synd. Kannski má segja að kapítalisminn réttlætist af launastiga, í upphafi var Launa- stiginn og Launastiginn var hjá Guði og Launastiginn var Guð. Hugmyndafræði í þessum skiln- ingi er yfirvarp sem kallar á af- hjúpun. Hún er nauðsynleg ráð- andi öflum til að halda völdum og nauðsynlegt hinum undirokuðu að berjast gegn henni og afhjúpa hana með því að tefla fram annars konar hugmyndafræði. Ekkert í þessum efnum er einhlítt og það átti síðar fyrir marxismgn- um að liggja að verða eitthvert gagngerasta kúgunaryfirvarp sem mannlegt félag hefur upp hugsað og virðist magna upp trúarbrögð og drykkjusýki hvar sem honum er beitt af ríkisvaldi. Það er aftur á móti af hinum hefðbundnari auðvaldssamfélögum að frétta að þau virðast ætla að deyja úr andleysi. Ríkjandi hug- myndafræði einna helst neysla. Kirkjur þessara trúarbragða eru fjölmiðlarnir og boðskapurinn auglýsingar. Eftirsókn eftir efnis- legum gæðum er allsráðandi og hin hefðbundnu trúarbrögð næsta fá- tækleg í samanburði við þau áþreifanlegu hnoss sem t.d. ferða- skrifstofur eru reiðubúnar að veita Pétur Gunnarsson ITALFÆRI í krafti mikillar sætanýtingar. Það sem eftir lifir af gömlu trúarbrögð- unum er eins og út úr kú, kerfið sem þau eru partur af er hrunið. Við reikum í rústum heimsmyndar, búið að taka strauminn af húsinu og frosið í leiðslum. Svo mikið af lífi okkar hugsunarlaus vani, ósjálfráðar hreyfingar, einkum þar sem komið er að óræðum hlutum eins og „Tilganginum í lífinu“. Afgreiðsla þessara fyrirbæra minnir oft á leikinn þegar fyrsti maður hvíslar að næsta manni og síðan koll af kolli þar til sá síðasti skilar setningunni upphátt og vekur kátínu þegar útkoman er borin saman við upphafið: „guð og gæfan“ orðið „puð og kæfan“. Ekki er þar með sagt að nútíma- maðurinn finni ekki hjá sér þá frumþörf allra manna að átta sig á tilverunni. Þvert á móti eru mörg teikn á lofti um að uppgjör sé í vændum, gagnger uppstokkun. Misskipting heimsgæða, sóun auð- linda, kjarnorkuógnin - allt eru þessa spurningamerki sem gerast æ áleitnari. Við erum kannski einmitt nú komin að vegamótum, þurfum að leggja málin öðruuvísi niður fyrir okkur. Við þurfum nýja viðmiðun, ann- að gildismat. Nýjar forsendur til að andæfa þessu dauða kerfi. Hefð- bundið andóf er orðið máttlaust, andspyrnan jafnvel snúist upp í stuðning, já eldsneyti. . Okkur skortir hugmyndafræði um hvernig lífi við viljum lifa. Kristur og H.C. Andersen tefldu báðir fram bami til viðmiðunar. Hans til að ljóstra upp um keisa- rann að hann væri nakinn, Kristur til að skilgreina inntökuskilyrðin í Guðsríki: „Hver sem ekki tekur á móti Guðsríki eins og BARN mun alls eigi inn í það koma“. Barnið er „lífið sjálft" af því það á eftir að rætast. I því búa mögu- leikarnir. En rödd barnsins heyrist tæplega í þessu samfélagi. Börn finnast ekki í kjörkössum, börn eru léttvæg í kosningum, fjarverandi í samningum. Börn eru ekki í fókus. Börn eru þolendur Það er undir okkur og umhverf- inu komið að skapa þeim skilyrði til þroska. í stað þess að beina öllum kröft- um að uppihaldi launastigans væri ef til vill ráð að huga að hinu uppvaxandi lífi - börnunum. Allir menn eiga það sameiginlegt að hafa verið börn. Enginn getur óskað barni annars en alls hins besta. Félagslegt misrétti tekur á sig nýjar myndir í ljósi barna. Við getum barist út af skiptingu auðs en við getum ekki barist út af skipt ingu barna, dómur Salómons er í fullu gildi hér. Barn í miðþyngdarstað kæmi samfélaginu í lag! JL m — - TV,.^rcr....LkiT .*<■ : ; ■ HBaSdRBSEH lilllllll! í'Á-: íLtm 1 n i * i i ,, I I! VHUí ■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.