Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
17
HIN HLIÐIN:
„Ég er skíthræddur
v«ð svo margt”
—Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður,
rithöfundur ogforstjóri sýnirá sér hina hliðina
HÆÐ OG ÞYNGD: 185 cm og 83
kg + jól.
BÓRN: Einn strákur, Álfur Þór.
BIFREIÐ: Volvo station, 240 GL
árg. 1983.
LAUN: Engin laun. Vinn hjá
sjálfum mér og er mjög harður.
AHUGAMÁL: Flug og mat-
reiðsla.
BESTI VINUR: Albert Guð-
mundsson, vinur litla manns-
ins.
HELSTIVEIKLEIKI: Bjartsýni.
HELSTIKOSTUR: Bjartsýni.
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF
ÞÚ YRÐIR ÓSÝNILEGUR í
EINN DAG? Fyrir nokkrum
árum hefði ég viljað eyða degin-
um í sundlaugunum en í dag
held ég að ég myndi vera heima
hjá mér.
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF
ÞÚ YNNIR EINA MILLJÓN í
HAPPDRÆTTI? Borga skuldir.
HVAÐ FER MEST í TAUGARN-
AR Á ÞFR? Þegar menn eru of
vissir um réttmæti skoðana
sinna.
UPPÁHALDSMATUR: Allt
nema hræringur.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Blá-
vatn nú orðið.
HVAÐA PERSÓNU LANGAR
ÞIG MEST TIL AÐ HITTA?
Færeyska rithöfundinn William
Heinesen.
HVAÐA DAGAR VIKUNNAR
ERU LEIÐINLEGASTIR:
Skuldadagarnir.
UPPÁHALDSLEIKARI INN-
LENDUR: Laddi.
UPPÁHALDSLEIKARI ER-
TiENDUR: Marlon Brando.
Myndi kaupa mig inn á allt með
honum.
UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT:
Stuðmenn.
UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLA-
MAÐUR: Egill Jónsson, Halldór
Blöndal, Eggert Haukdal og
Þorsteinn Pálsson.
VIÐ HVAÐ ERT ÞÚ MEST
HRÆDDUR? Ég er skíthræddur
við svo margt, einna helst þó
við það að einhver reki sig í
rauða takkann í Hvíta húsinu
ef ég fengi mér staup af koníaki.
HVER VAR FYRSTI BÍLLINN
SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG
HVAÐ KOSTAÐI HANN? Það
var Renault 4, árgerð 1965 og
hann kostaði 1000 franska
franka og ég keypti hann af
Pétri Gunnarssyni.
UPPÁHALDSLITUR: Regnbog-
inn er alltaf smekklegur.
HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR
RÍKISSTJÓRNINNI: Já.
HVAR KYNNTIST ÞÚ KONU
ÞINNI? í MR.
HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST
GETA GERT í ELLINNI: Geta
unnið.
UPPÁHALDSSJÓNVARPS-
ÞÁTTUR: Já, ráðherra.
UPPÁHALDSSJÓNVARPS-
MAÐUR: Ómar Ragnarsson.
HEFUR ÞÉR EINHVERN TÍM-
AN VERIÐ LÍKT VIÐ ADRA
PERSÓNU: Nei, aldrei. Það
hefur enginn tekið eftir því hvað
ég er líkur Robert Redford.
UPPÁHALDSLIÐ í ÍÞRÓTT-
UM: Valur.
EF ÞÚ STARFAÐIR EKKISEM
KVIKMYNDAGERÐARMAÐ-
UR, RITHÖFUNDUR OG FOR-
STJÓRI, HVAD VILDIR ÞÚ ÞÁ
HELST GERA: Starfa sem
kennari.
UPPÁHALDSBLAÐ: Maður
hefur hatursást á öllum þessum
sneplum.
UPPÁHALDSTÍMARIT: Koma
út einhver tímarit á íslandi? Jú,
Nýtt Líf. Það heitir svo fallegu
nafni eins og mitt fyrirtæki.
EF ÞÚ YRÐIR HELSTI RÁÐA-
MAÐUR ÞJÓÐARINNAR Á
MORGUN HVERT YRÐI ÞITT
FYRSTA VERK? Finna einhver
þægileg störf handa ráðherrun-
um, einhver störf sem þeir ráða
við.
ANNAÐ VERK: Reyna að efna
einhver af þeim loforðum sem
ríkisstjórnin hefur svikið.
EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA Á
ÍSLANDI, HVAR VILDIR ÞÚ
ÞÁ HELST EIGA HEIMA?
Mætti ég vera í Grímsey?
VASKAR ÞÚ UPP FYRIR
KONUNA ÞÍNA? Já, þegar hún
vaskar ekki upp fyrir mig.
MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GÓÐ-
AN EIGINMANN? Já, 1. flokks.
FALLEGASTI STAÐUR Á ÍS-
LANDI: Reykjavík úr háloftun-
um.
FALLEGASTI KVENMAÐUR
SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ? Búinn
að velja.
HVAÐ FINNST ÞÉR LEIÐIN-
LEGAST í FARI KVEN-
MANNA: Minnimáttarkennd.
EF ÞÉR BYÐIST RÁÐHERRA-
STAÐA, HVAÐA EMBÆTTI
MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR?
Fjár- og menntamálaráðherr-
ann.
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á
MORGUN: Fara í labbitúr með
hundinn minn og skemmta
mér.
-SK.
Umsjón:
STEFÁN
KRISTJÁNSSON
„Það væri nú ágætt ef þú gætir
hringt í mig eftir svona klukku-
tíma þegar ég verð búinn að elda
og vaska upp. Það myndi henta
mér ágætlega.“
Þetta sagði Þráinn Bertelsson
þegar ég hringdi í hann fyrir
nokkru og bað hann um að sýna
lesendum DV á sér hina hliðina.
Þráinn tók erindinu með mikilli
vinsemd og ekkert virtist sjálf-
sagðara. Ekki veit ég hvort
þessi mikli húmoristi er alltaf í
góðu skapi en eitt er víst að vel
var sótt að kappanum í þetta
sinn. Þráin Bertelsson er óþarfi
að kynna. Hann hefur á undan-
förnum árum orðið landsþekkt-
ur fyrir kvikmyndir sinar og nú
síðast Löggulíf sem virðist ætla
að ná miklum vinsældum.
„Þetta er erfið staða. Það þurfa
svo óskaplega margir að sjá
myndina til að fjárhagsdæmið
gangi upp. En þetta hefur geng-
ið vel, sérstaklega hér í höfuð-
borginni,“ sagði Þráinn Bert-
elsson sem vonandi á eftir að
gera fleiri kvikmyndir í framtíð-
inni.
FULLT NAFN: Þráinn Bertels-
son
FÆÐINGARSTAÐUR: Fæðing-
ardeild Landspítalans í Reykja-
vík.
EIGINKONA: Sólveig Eggerts-
dóttir.
STARF: Kvikmyndagerðar-
maður, rithöfundur og forstjóri.
•Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og for-
stjóri.
í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur
hefur afmælisnefnd í samvinnu við
Sjónvarpið ákveðið að efna til samkeppni
um lag tileinkað Reykjavík.
________________Verðlaunin________________
Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema kr. 175
þúsundum. Fyrstu verðlaun eru kr. 100 þúsund.
Önnur verðlaun eru kr. 50 þúsund. Þriðju
verðlaun eru kr. 25 þúsund.
Lagahöfundur hljóti % verðlauna og
textahöfundur Vá eins og úthlutunarreglur
_____________STEFs segja til um.
___________________Lögin__________________
Til þess er ætlast að lögin séu í dægurlagastíl
frekar en einsöngs eða kórlagastíl og séu í
____ algengri lengd slíkra laga.
_________________Textarnir________________
, Texti skal fylgja hverju lagi og fjalli efni hans
um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú,
mannlífið eða atvinnuhætti, eða hvaðeina
annað er tengist 200 ára afmælinu eða
höfuðborginni sjálfri.
_______________Fyrirkomulag_______________
Lögum (ásamt textum) skal skila í
píanóútsetningu, eða skrifaðri laglínu með
bókstafahljómum eða fluttum á tónsnældu.
Skilafrestur er til 31. janúar 1986.
Lögin og textar skulu vera í lokuðu umslagi
merktu dulnefni. í því sama umslagi fylgi
umslag merkt hinu sama dulnefni þar sem í er
nafn höfundar eða höfunda ásamt nafnnúmeri,
símanúmeri og heimilisfangi.
________________Dómnefnd__________________
Úr þeim lögum sem berast velur dómnefnd
fimm lög sem keppa til úrslita í sjónvarpinu í
mars 1986 eftir nánari reglum sem dómnefnd
setur.
Dómnefnd skipa: Svavar Gests,
hljómlistarmaður, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson,
alþingismaður, Friðrik Þór Friðriksson,
kvikmyndagerðarmaður, Gunnlaugur
Helgason, dagskrárgerðarmaður, Kristín Á.
____________Ólafsdóttir, leikkona.________
__________________Útgáfa_____________
Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út
eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu/tónsnældu
fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu
en um getur í töxtum STEFs varðandi
hljómplötuútgáfu.
Utanáskrift
Lög og textar sendist afmælisnefnd
Reykjavíkur, Austurstræti 16, 101 Reykjavík s
fyrir 31. janúar 1986. |
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á
Hamrabergi 10, þingl. eign Haralds Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu
Ásgeirs Thoroddsen hdl., Guðna Á. Haraldssonar hdl., Sigriðar ThorlaciOs
hdl., Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Tryggva Agnarssonar hdl„ Hjalta Stein-
þórssonar hdl., Skúla Bjarnasonar hdl„ Jóhannesar Johannessen hdl„
Hauks Bjarnasonar og Sigurmars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 15. janúar 1986 kl. 15.30.
_____________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
■hShébéHNhmi
■M