Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 29
29
DV. LAUGARDAGUR 11. JANÚAR1986.
þess hve kóngsstaðan hefði orðið
veik.
22. Rxc6 Bxc6 23. Hxc6 Hac8 24.
Hxc8 Hxc8 25. Dd2 Hc3 26. d5 b4
27. f4
Margeir hugsaði lengi um þenn-
an leik. Freistandi er 27. Bd4 en
eftir 27. -Bxd4 28. Dxd4 Dxa2 virð-
ist svartur lifa flækjurnar af.
27. -Dc7 28. e5 a5 29. d6 exd6 30.
exd6 Dc6 31. d7 Bf6 32. Bf2 Bd8
33. Del De6
Það er ótrúlegt að enn skuli vera
lífsmark með svörtum en hann
hefur teflt vörnina vel og þrætt
einstigi. Hvítur má hafa sig allan
við.
34. Dxe6 fxe6 35. Hd6 Hcl+ 36.
Kh2 Kg7!
Hvítur hótaði 37. Bb6 Bxb6 38.
Hxb6 Hdl 39. Hb7! og vinnur, en
nú á svartur svarið 39. -Kf6.
37. Hxe6 Hdl 38. He4 Hxd7 39.
Hd4!
Best. Biskupaendataflið með peði
meira er unnið.
39. -Hxd4 40. Bxd4+ KÍ7 41. Kg3
Ke6 42. Kf3 (biðleikurinn) Kd5 43.
Ke3 Be7 44. Bg7 h5 45. g4 hxg4
46. hxg4 Bd6 47. Bh8 Bc7 48. Bf6
Ke6 49. Bd4 Kd5 50. f5 gxf5 51.
gxf5 a4!
Án þessa leiks væri taflið gjörun-
nið á hvítt, því að bæði svörtu
peðin féllu í skiptum fyrir hvíta
f-peðið. Ef svartur fær að leika 52.
-axb3 heldur hann jafntefli.
52. bxa4! Bd8 53. Kd3 Kc6 54. Kc4
Be7 55. a5 Kb7 56. Kb5 Ka8 57.
Bc5 Bf6 58. Bxb4 Kb7 59. a6 +
Ka7 60. Bc5+ Ka8 61. Kc6 Kb8
62. Kd5 Ka863. Ke6
Og svartur gaf. Hann fær ekki
tækifæri til þess að fórna biskupn-
um fyrir f-peðið og fá fram jafnte-
flisstöðu með kónginn í horninu.
Eftir t.d. 63. -Bc3 kæmi 64. Bd6 og
síðan Be5 og f6-f7 og vinnur létt.
MikhailTal á
Reykjavíkurskákmótið
Nú á Reykjavík afmæli og af því
tilefni verður vandað sérstaklega
til Reykjavíkurskákmótsins, sem
fram fer dagana 11.-13. febrúar.
Fyrstu verðlaun á mótinu verða
12.000 Bandaríkjadalir (um 500.000
íslenskra kr.) og hafa aldrei verið
hærri i sögu Reykjavíkurskákmó-
tanna. Nú þegar hafa 60 skákmenn
skráð sig til leiks, þar af 26 stór-
meistarar!
Eins og jafnan var Sovétmönnum
boðið að senda fulltrúa á mótið.
Nú hefur svar borist og þeir til-
kynnt þátttöku heimsmeistarans
fyrrverandi Mikhail Tal og stór-
meistarans Efim Geller. Geller
tefldi hér á Reykjavíkurskákmót-
inu 1984 og leikfléttusnillingurinn
Tal töfraði íslenska skákunnendur
upp úr skónum á Reykjavíkur-
skákmótinu 1964. Síðan þá hefur
að vísu mikið vatn runnið til sjávar
og Tal róast en ef að líkum lætur
munu áhorfendur í febrúar sjá
stöku Tal-flétu bregða fyrir.
Samkvæmt nýja stigalistanum
frá 1. janúar hefur Tal 2600 stig og
hefur hækkað um 35 stig frá síðasta
lista. Geller hefur 2525 stig. Stiga-
hæstur þeirra, sem hafa skráð sig,
er enski stórmeistarinn Tony Mi-
les, með 2610 stig. Hann hækkaði
um 50 stig frá síðasta lista og vann
það einstæða afrek að sigra á stór-
mótinu i Tilburg, sárþjáður af
bakverk. Þar lá hann á maganum
á nuddbekk er hann tefldi en von-
andi lætur hann sér nægja stól á
Kjarvalsstöðum.
Bandaríkjamaðurinn Yasser
Seirawan er næststigahæstur, með
2605 stig. Þá hefur kunningi okkar
Bent Larsen (2575) tilkynnt þátt-
töku sína og af öðrum keppendum
má nefna Bandaríkjamennina
Kavalek (2560), Benjamin (2550),
Christiansen (2555), Dlugy (2545),
Lein (2535), deFirmian (2520), Al-
burt (2515), Browne (2510) og Res-
hevsky (2485), Júgóslavana Ni-
kolic (2565) og Abramovic (2490),
Agdestein (Noregi; 2535), að
ógleymdum séra Lombardy (2470).
Þá hafa ungversku stórmeistararn-
ir Sax og Adorjan lýst yfir áhuga
sínum á að tefla á Reykjavíkur-
skákmótinu og rúmenski stór-
meistarinn Gheorghiu.
Jólamót VST
Skákáhugi er víða almennur á
vinnustöðum og mikið teflt bæði í
matar- og kaffitímum. Þar fæðast
oft sannkallaðar kaffihúsaskákir
og keppendur jafnt sem áhorfendur
eru ósparir á athugasemdir. Allt
látið flakka.
Einn þessara vinnustaða er verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen en
þar starfa margir skákáhugamenn.
Þar er árlega haldið jólaskákmót
og kunnir skákmeistarar hafa
komið í heimsókn. Friðrik Ólafsson
tefldi fjöltefli fyrir nokkrum árum
og eins símskák við starfsmenn
stofunnar á Akureyri. I fyrra tefldi
Ingvar Ásmundsson fjöltefli við
starfsmenn og í ár var þremur titil-
höfum boðið á jólaskákmótið.
Tefld var hraðskák, 9 umferðir
eftir Monrad-kerfi, og er skemmst
frá því að segja að gestirnir röðuðu
sér í efstu sætin. Helgi Ólafsson
stórmeistari varð hlutskarpastur,
hlaut 8 1/2 v., en í 2.-3. sæti komu
alþjóðlegu meistararnir Karl Þor-
steins og Jón L. Árnason með 7 1/2
v. í 4. sæti varð Ólafur Bjarnason
með 6 1/2 v. en hann var jafnframt
mótsstjóri. Keppendur voru 16 og
þótti mótið takast hið besta.
JLÁ.
A-V-riðill
1. Guðmundur Sv. Hermannsson-
Þorgeir Eyjólfsson 513
1. Georg Sverrisson-
Rúnar Magnússon 513
3. Gunnlaugur Óskarsson-
Sigurður Steingrímsson 500
4. Kristján Blöndal-
Kristján Gunnarsson 494
5. Ingvar Ingvarsson-
Kristján Hauksson 488
6. Friðþjófur Einarsson-
Þórarinn Sófusson 467
7. Sigfús Þórðarson-
Vilhjálmur Pálsson 463
8. Jón Þorvarðarson-
Þórir Sigursteinsson 450
Miðlungur var 420
Bridgefélag Hafnarfjarðar þakkar
hér með Sparisjóði Hafnarfjarðar
fyrir veittan stuðning til mótshalds-
ins. Keppnisstjóri var Ragnar Magn-
ússon og reiknimeistari Vigfús Páls-
son og unnu þeir störf sín af mikilli
prýði eins og þeirra var von og vísa.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga
Spilamennska eftir áramótin hefst
á þriðjudaginn kemur, 14. janúar,
með eins kvölds tvímenningskeppni.
Allt spilaáhugafólk velkomið. Spil-
að er í Drangey, Síðumúla 35, og
hefst spilamennska kl. 19.30.
Keppnisstjóri erÓlafurLárusson.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Sl. þriðjudaghófst Akureyrarmótið
í tvímennir.gi sem er 40 para baró-
meter. Eftir fyrstu 7 umferðirnar er
staða efstu para þessi:
1. Jón Stefánsson-
Sveinbjörn Jónsson 106 stig
2. Árni Bjarnason-
örn Einarsson 108 stig
3. Reynir Helgason-
Tryggvi Gunnarsson 79 sstig
4. Stefán Sveinbjörnsson-
Máni Laxdal 65 stig
5. Gunnlaugur Guðmundsson-
Magnús Aðalbjörnsson 65 stig
6. Anton Haraldsson-
Sigfús Hreiðarsson 64 stig
7. Smári Garðarsson-
Símon Gunnarsson 57 stig
8. Gunnar Berg-
Trausti Haraldsson 53 stig
Næstu 8 umferðir verða spilaðar
næsta þriðjudag. Keppnisstjóri er að
venju hinn góðkunni Albert Sigurðs-
Jólamót
Bridgefélags
Akureyrar
Ólafur Lárusson og Jakob Krist-
insson urðu sigurvegarar á jólamóti
sem Bridgefélag Akureyrar og Spari-
sjóður Glæsibæjarhrepps gengust
fyrir í Blómaskálanum Vín
v/Hrafnagil í Eyjafirði 29. desember
sl.
61 par tók þátt í mótinu sem var
spilaði í Mitchell-fyrirkomulagi.
Utreikning annaðist Vigfús Pálsson,
með aðstoð tölvu (eða öfugt...).
Röð efstu para:
1. Ólafur Lárusson-
Jakob Kristinsson 801 stig
2. Ólafur Ágústsson-
Pétur Guðjónsson 737 stig
3. -4 Guðmundur Víðir Gunnlaugsson-
Stefán Vilhjálmsson 746 stig
3.-4. Jóhann Ándersen-
Pétur Antonson 746 stig
5. Grettir Frímannsson-
Hörður Blöndal 744 stig
6. Sverrir Þórisson-
Ævar Ármannsson 726 stig
7. Gunnlaugur Guðmundsson-
Magnús Aðalbjörnsson 712 stig
8. Gunnar Ásgeirsson-
Ingólfur Bragason 709 stig
Meðalskor var 624 stig
Keppnisstjóri var Albert Sigurðs-
son. Er það von manna að mót þetta
verði árlegur viðburður í framtíð-
inni.
Frá Bridgesamböndum
Norðurlands
Dregið hefur verið í 2. umferð bik-
arkeppni sambandanna:
Ásgrímur Sigurbjörnsson-Valtýr Jón-
asson
Helgi Steinsson-Stefán Sveinbjörnsson
Gunnlaugur Guðmundsson-Orn Ein-
arsson
Sveit Sjóvá-Jón Stefánsson
Zarioh Hamadi- Eiríkur Helgason
Pétur Guðjónsson-Halldór Tryggvason
Haukur Harðarson-Hermann Hubjens
Gunnar Berg-Kristján Jónsson Eyjaíj.
Þessum leikjum skal vera lokið
fyrir næstu mánaðamót.
Svæðamót
Norðurlands eystra
Undankeppni (svæðamót) íyrir
Norðurland eystra til íslandsmóts í
sveitakeppni verður spiluð á Akur-
eyri í enda mánaðarins. Frestur til
flfS Hllnrrtrto V'Óf ff ■**o»'**T’iv íit.
föstudaginn 17. janúar nk. Þátttöku-
gjald pr. sveit er kr. 2.500.
Þátttaka tilkynnist Herði Blöndal,
sími 23124, eða Erni Einarssyni sími
21058.
Undanrásir íslandsmótsins á Hótel
Loftleiðum verður dagana 14.-16.
mars.
Norðurland eystra á eina sveit að
þessu sinni til Islandsmóts. Allar
nánari uppl. veita þeir Hörður og
Örn.
Frá Bridgeklúbbi
Tálknafjarðar
Lokið er barómeter-tvímennings-
keppni hjá klúbbnum. Úrslit urðu
þessi:
1. Ingigerður Einarsdóttir-
Hciðar Jóhannsson 33 stig
2. Guðlaug Friðriksdóttir-
Steinberg Ríkharðsson 29 stig
3. Þórður Reimarsson-
Ævar Jónasson 5 stig
10 pör tóku þátt í keppninni.
Frá Svæðasambandi
Vestfjarða
Minnt er á að frestur til að tilkynna
væntanlega þátttöku í undankeppni
fyrir Islandsmótið í sveitakeppni
rennur út um næstu mánaðamót.
Ævar Jónasson á Tálknafirði sér um
skráninguna. Vestfirðir eiga eina
sveit á Islandsmót en undanrásirnar
verða spilaðar á Loftleiðum helgina
14.-16. marsnk.
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Spilað var
í einum sextán para riðli og urðu
úrslit þessi:
1. Jóhannes Bjarnason-
Þórhallur Gunnlaugsson 258 stig
2. Guöjón Jónsson-
Gunnar Guðmundsson 248 stig
3. Anton Gunnarsson-
Hjálmar Pálsson 238 stig
4. -5. Þórarinn Árnason-
Guðbrandur Guðjohnsen 228 stig
4.-5. Guðjón-Daöi 228 stig
Næstkomandi þriðjudag hefst að-
alsveitakeppni félagsins og eru menn
beðnir um að mæta tímanlega til
skráningar, einnig skráir Baldur í
síma 78055. Spilað er í Gerðubergi í
Rrpí ÁVt ol t i V1 1Q 30
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar
60ára
Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa við miða-
sölu á afmælishátíðfélagsins í Broadway hinn 17.
jan. hefur verið ákveðið að hátíðin verði einnig á
Hótel Borg á sama tíma.
Miðasala verður á skrifstofu félagsins eftir helgi.
Miðaverð er kr. 750,00 í mat, kr. 350,00 eftir mat.
Pontiac Le Mans ’80,
5 dyra station, sjálfskiptur, vökvastýri,
V-6vél,dökkblár.
Mjöggóðurbíll.
Alls konar skipti möguleg eða góð greiðslukjör.
tögcurhh
umboðfyrirsaabogseat
BÍLDSHÖFEA16, SlMAR 81530-83104
■"CITROEN^^"
NOTAÐUR CITROÉN
NÆSTBESTI KOSTURINN
Höfum til sölu
CX Pallas árg. 1980, toppbíll.
CX 25B Familiale, 8 manna, árg. 1984.
CX 25D fólksbíll, alltaf einkabíll, árg. 1 980.
CX 25 Safari station, sjálfsk., árg. 1983.
BX1 9TRB (dísil) árg. 1 984.
GSA Pallas árg. '81, '82 og '84.
Af öðrum tegundum:
Volvo 242 árg. 1975, verð kr. 170.000,-.
Skoda 1 20 SL árg. 1982, verð kr. 1 20.000,-.
Lada Sport árg. 1981, verð kr. 230.000,-.
Mazda 929 árg. 1981, verð kr. 300.000,-.
*****
ateV
Upplýsingar hjá Globus h/f, tit _**0**l£
símar 81555 og 82739.
Opið laugardaga frá 2—5.
CITROÉNA CITROÉN* CITROÉN*
G/obus?