Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. 13 samstarf milli „ríkjanna" á Norðurl- öndunum. Það er einkasala í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi. Finnska einkasalan hefur um skeið tekið við mönnum frá ÁTVR sem hafa verið að kynna sér sjáifsafgreiðslufyrir- komulagið. En auk þess hafa þessar einkasölur með sér samstarf varð- andi innkaup. „Það er mikilvægt fyrir okkur hér, þar sem markaður- inn er lítill - að vita hverra kjara norska, sænska eða finnska einka- salan njóta hjá sömu aðilum og við verslum við.“ Útflutningur -En kemur ekki til mála að reyna að hefja útflutning á því áfengi sem hér er framleitt - þannig að allt það fé sem ríkissjóður hirðir af ÁTVR á hverju ári komi að einhverju leyti Utanlands frá? „Það er ekki alveg útilokað. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé ekkert lögmál til sem segi að fram- leiðsla á áfengi eigi endilega aðeins að vera í höndum einkasölunnar. Hún getur eins verið í höndum einkaaðila. Ef menn finna eitthvert ráð til að halda utan um nauðsynlegt eftirlit með slíkri framleiðslu. Sér- staklega ef framleiðslan er fyrst og fremst ætluð erlendum neytendum. Að baki býr sú hugsun að ÁTVR hefur hinu mótsagnakennda hlut- verki að gegna - þ.e. að afla peninga með því að selja áfengi - afla peninga sem eru í rauninni skattpeningar - jafnframt því að halda vörunni ekki stíft að mönnum. Varðandi hugsanlegan útflutning: Það vill svo til að um þessar mundir fara 5000 gallon af íslensku vodka í tanki vestur til Bandaríkjanna til prufu. Þetta vodka sem við sendum er heldur sterkara en það sem við seljum, eða 50% að styrkleika.“ - Nú er bannað með lögum að framleiða hér áfengi - spíra - „Já.“ -Heldurðu að það sé þörf á því að breyta áfengislöggjöfinni? „Það kemur þessu ekki beint við - það þarf að taka með í reikninginn hvort það eru raunverulegar, efna- hagslegar forsendur fyrir því að framleiða spíra á Islandi. Menn hafa velt því fyrir sér að framleiða spíra úr kartöflum eða einhverju slíku. Ég þekki ekki þá hlið mála - en veit að spíri er ákaflega ódýr vara; ég hef takmarkaða trú á því að hér séu raunveruleg skilyrði til að framleiða spíra svo neinu nemur. En ef það kemur upp að það teljist þjóðhags- lega hagkvæmt að framleiða hér spíra þá tel ég engan vafa á því að réttmætt væri að breyta lögum til að við gætum stundað þessa fram- leiðslu hér. Framleiðslan á áfengi innanlands fer fram með þeim hætti að fluttur er inn spíri frá Danmörku og Póllandi og hann siðan blandaður með vatni og essensum þannig að úr verður aðallega brennivín og kláravín, sem er langstærsta fram- leiðsla ÁTVR.“ Sá skattur sem ríkissjóður áætlar að taka afÁTVRá árinu 1986 er nálægt því að jafnast á við áætlaðan tekju- skatt landsmanna. Þannig er reiknað með því að ÁTVR skili ríkissjóði í ár 6.5% af heildartekjum ríkisins. Tekjuskatturinn er áætlaður 6.9% af tekjunum. Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu kímdi þegar hann skýrði blaðamanni frá þessum tölum. -Engin hætta á að þú lendir upp á kant við væntanlega yfirboðara þína, fjármálaráðherra framtíðarinnar, vegna þessarar gífurlegu skatt- heimtu gegnum ÁTVR? „Það held ég ekki.“ -Einhverjar fyrirætlanir um að auka þjónustuna, verða með fjöl- breyttara vöruval en verið hefur? „Það hefur oft heyrst að mönnum þyki þjónusta ÁTVR léleg, m.a. í „rauðvínspressunni". En af vínskrá stofnunarinnar sést að þar er að finna um 600 tegundaheiti. Þar eru um 80 rauðvínstegundir og rúmlega sá fjöldi af hvítvínstegundum. Það \eru fluttar inn 55 tegundir af viskíi. Ég teldi vöruúrval stofnunarinnar nægilegt þótt ekki væri á boðstólum nema helmingur þessa. En úr því að ég nefndi „rauðvíns- pressuna" - þá vil ég gjarna ræða það við Jónas Kristjánsson hvernig hann vill breyta og bæta þjónustuna; og hvað hann telur að eigi að ráða ferðinni.“ „Reyndar er ég svo barbarískur í mér að ég teldi það koma vel til greina að flytja inn vín í ámum og setja á pappaöskjur og selja í búðunum, ef það reyndist hagkvæmast. Og hafa svo árgangsvín á boðstólum líka til að bjóða þeim sem það kjósa. í S-Ev- rópu selja menn vín á ókennilegum plastflöskum og enginn veit hvaðan þau vín eru ættuð eða hvað þau eru gömul. Aðalatriðið í þessu sambandi er að það sé ekki mikið af frostlegi eða einhverju slíku í því sem selt er! En ég viðurkenni að þegar menn 1 vilja mikið við hafa þá eiga sjónar- mið „rauðvínspressunnar" vel við.“ - GG Yfirfærið filmurnar á myndband Texti og tónlist, ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 46349 SELJUMIMÝJA Pj W bíla \M Tegund Árg. BMW 520 automatic 1980 BMW 520 1980 BMW 320 1981 BMW 316 1982 BMW 315 1982 Renault 18 TL station 1980 Renault 18 GTL 1980 Renault 9 TC 1983 Renault 5 TL 1980 Galant 1980 Opið laugardag 1 —5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633. Seljum í dag Saab 99 GL árg. 1984, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gira, ekinn 21 þús. km, sumar- + vetrardekk -dekurbíll. Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, blágrár, sjálfsk. + vökvastýri, topplúga, litað gler, rafmagnslæs- ing o. fl. Saab 99 GL árg. 1982, 2ja dyra, hvítur, beinskiptur, 5 gira, mjög fallegur og góður bíll. Skipti á ódýrari möguleg. Saab 96 super árg. 1980, 2ja dyra, Ijósbrúnn, beinskiptur, 4ra gíra, mjög góður og fallegur bíll. Sumar- og vetrardekk á felgum. Opiö laugardag kl. 13—17. TÖGGUR HF. UMBOD FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.