Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 18
18 DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. Ágúst Hróbjartsson er fasteignasali suður á Spáni: Mallorka ekkí Fasteignasalinn og frú hans hafa ekki áhuga á að lepja dauðann úr skel á íslandi. Sigrún Guðmundsdóttir, eiginkona íslenska fasteignasalans, á Buggy bílnum sem Ágúst notar eingöngu þegar mjög heitt er í veðri. „Ég bý í ágætri íbúð við ströndina í Palma. Sundlaug við dymar, tenni- svöllur þar við hliðina og svo er mini— golf í portinu. Ég á tvo bíla þarna úti; einn Talbot og svo Buggy -bil sem ég nota þegar mjög heitt er í veðri. Hér heima á ég hins vegar Daihatsu Charade sem ég geymi i bílskúrnum við íbúð mína í Reykjavík. Ég sé ekki eftir því að hafa flutt til Spánar og ég kem ekki heim í bráð til þess eins að lepja dauðann úr skel.“ Zorro frá Keflavík Þetta segir Ágúst Hróbjartsson, fyrr- um fasteignasali í Reykjavík og núver- andi fasteignasali á Mallorka. I 18 ár rak hann fasteignasöluna „Samning- ar og fasteignir" í Reykjavík en fyrir 5 árum tók hann sig upp, flutti til Mallorka og hóf störf hjá spænskri fasteignasölu sem heitir „Gimsa“ í símaskránni. Ágúst verður fímmtugur á næsta ári og þó að hann sé alinn upp í Keflavík líkist hann meira Spánverja er. islend- ingi; dökkur á brún og brá, svart- klæddur með hvítt belti, í svörtum leðurstígvélum eins og Zorro, yfirvara- skegg , glóðarauga og blóði storkið nef eins og Spánverji sem lent hefur á kvennafari með vitlausri konu. „Nei, nei, enga vitleysu! Ég datt hérna á stéttinni fyrir utan húsið á svellbungu," segir sá dökki og hlær eins og útlendingur. Við fætur hans dillar sér lítill, hvíthrokkinn kjöltu- rakki sem gegnir nafninu Lubbi. Lubbi á heima á Islandi og sér ekki fóstra sinn nema einu sinni á ári þegar Ágúst og eiginkona hans, Sigrún Guðmunds- dóttir, koma heim til að heilsa upp á ættingja og vini. -En hver ætli sé munurinn á því að selja ibúðir í Palma eða Reykjavík? Viðskipti á veitingahúsum „Fasteignasala er sjálfri sér lík hvar sem er í heiminum. Á Mallorka sitjum við hins vegar ekki inni á skrifstofum í kæfandi hita og gerum samninga. í staðinn hittum við viðskiptavini okkar á veitingahúsum eða börum og ræðum málin. Vinnutíminn er líka annar. Viðskiptavinir mínir eru að mestum hluta Svíar, Þjóðverjar og Bretar sem koma til Mallorka til að hvíla sig um leið og þeir litast um eftir íbúð. Þeir hafa engan áhuga á að eyða deginum í viðskipti, kjósa heldur að nota kvöld- in til slíks í huggulegheitum þegar sólin er sest. Þá er glösum gjaman lyft...“ -Getur Bakkus ekki verið skeinu- hættur þama á ströndinni? Bakkus á ströndinni „Jú, Mallorka er hættuleg fyrir vín- hneigt fólk. Ég hef horft upp á marga sem beinlínis hafa þurft að flytja eitt- hvað annað til að koma sér út úr drykkju. Oft er þetta fólk sem hefur fjárfest í húsum og haft í huga að setjast að á Mallorka. En vínið hefur vafist fyrir því og fólkið hreinlega lagt á flótta. Sjálfur reyni ég að passa mig þó sá dagur líði vart að ég fái mér ekki eitt koníaksstaup. Oft byrja ég daginn á því að drekka morgunkaffí með félögunum á ákveðnum bar þar sem við ræðum verkefni dagsins og þá fylgir koníaksstaup ósjaldan með morgunsnúðnum. Þa'rna koma líka lögreglumenn og fá sér 2-3 staup áður en þeir byrja að vinna. Svona er lífið á þessum slóðum og ekkert við því að segja. Enda kostar kaffi og koníak' ekki nema 37 krónur á veitingastað.“ 4 plastpokar -Hvað kostar þá sígarettupakki? „10 krónur. Og svo geta tveir farið úr að borða súpu, nautasteik, eftirrétt og Trish Coffee fyrir 250 krónur á kjaft. ÞeLa er náttúrlega allt annað líf en fólk hefur möguleika á að lifa hér á landi,“ segir Ágúst og bendir á fjóra plastpoka sem liggja úti í horni í eld- húsinu hjá honum: „Þegar ég kom heim í jólaleyfið núna fór ég út í búð til að kaupa inn. Það vantaði bókstaflega allt eins og verða vill þegar maður er fjarverandi lengi; matvörur, þvottaefni, skrúbba og guð má vita hvað. Og hvað heldurðu að ég hafi borgað í búðinni?" -Með krítarkorti! „Nei. Ég borgaði 20 þúsund krónur og allt komst í þessa fjóra plastpoka. Þetta samsvarar 75 þúsund pesetum og á Mallorka hefði ég þurft heilan vörubíl til að aka vörum heim fyrir þá upphæð. Þetta segir meira en mörg orð. Ef íslensk fjölskylda er að reyna að skrimta fyrir 25 þúsund krónur á mánuði í daglegar nauðsynjar þá er hægt að lifa kóngalífi á Mallorka fyrir þá upphæð." Suðupunktur og sólskin En það er ýmislegt annað en pening- ar í þessu lífi, hvort sem um er að ræða fasteignasala eða aðra. Það ætti Ágúst Hróbjartsson að víta eftir að hafa selt Islendingum íbúðir í 18 ár - og það fyrir daga verðtíyggingarinnar: „Hér heima var ég svo stressaður að það náði ekki nokkurri átt. Ég var bókstaflega á suðupunkti á hverjum degi. Það er ekki hægt að líkja því saman hversu betur manni líður þama úti.“ Enda fá spænskir fasteignasalar 5 prósent af söluverði hverrar eignar á móti 2 prósentum hér heima. „Eftir að verðtryggingin kom til hefur hallað verulega undan fæti hjá íslenskum fasteignasölum. Ég held að enginn óbrjálaður maður myndi kaupa sér fasteignasölu í dag. Kunningjar mínir, sem eru í þessari atvinnugrein hér heima, hafa verið að éta undan sér á undanfömum árum i stað þess að bæta við. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í þeim leik.“ Sími og flug Ágúst Hróbjartsson ætlar að halda sínu striki og hverfa í mannhafið á Mallorka; synda í sundlauginni, taka tennisleik og sleikja sólina á meðan hann bíður eftir að viðskiptin geti hafist á veitingahúsunum í ljósaskipt- unum. Á Mallorka búa 700 þúsund manns og á aðalferðamannatímanum bætast 7-8 milljónir ferðamanna við. Þó er Mallorka 29 sinnum minni en ísland en gróðurinn helmingi meiri. Fjarvistir frá vinum og ættingjum heima á íslandi eru heldur ekkert að vefjast fyrir íslenska fasteignasalan- um, eða eins og hann segir sjálfur: „Við emm með síma og getum hringt heim hvenær sem er. Svo er ekki nema fjögurra tíma flug á milli Palma og Keflavíkur; það er svona álíka langur tími og fer í eina venjulega bíóferð með kaffi á eftir. Ég held að Islending- ar ættu að athuga þá möguleika sem bjóðast á stað eins og Mallorka. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að íslensku verkalýðsfélögin ættu að kaupa eða jafnvel byggja heilu blokk- irnar í Palma fyrir félagsmenn sína. Það væri hreinasta kjarabót svo ekki sé minnst á ellilífeyrisþegana sem gætu lifað góðu lífi þarna suður frá á lífeyri sínum. Hins vegar ættu einka- aðilar, sem eru að hugsa um að fjár- festa í heilu húsunum, að fara varlega í sakirnar. Það er skoðun mín að slík fjárfesting geti ekki borgað sig nema 2-3 fjölskyldur taki sig saman og full- nýti húsið með börnum og barnabörn- um. Spænsk hús fyrir ísl.kr. Annars skilst mér að Islendingum sé bannað að eyða gjaldeyri í húsakaup erlendis þó að maður sé alltaf að heyra um einn og einn sem hefur gert það á skjön við öll lög. Hina get ég frætt á því að þeir geta fyrirhafnarlaust keypt hús á Spáni af mér og borgað í íslensk- um krónum. Það verður þá bara minn höfuðverkur hvernig ég breyti þeim í gjaldeyri," segir Ágúst, hlær aftur eins og útlendingur og rymur svo á spænsku: „Queres eomprar uno apartamento?“(Viltu kaupa íbúð?) -No! (Nei!) „Voy a tomar el sol.“(Þá fer ég í sólbað.) EIR. DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. 1S Ágúst Hróbjartsson á heimili sínu í Reykjavík: - íslenskir fasteignasalar hafa verið að éta undan sér á undanförnum árum. Ég vil frekar stunda mín viðskipti á veitingahúsun suður á Spáni. DV-mynd KA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.