Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Page 4
4
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
Ekki fæöst eins fá böm
á íslandi síðan 1947
— tala brottfluttra frá landinu500hærri en tala adfluttra
Mannfjöldi á íslandi 1. desember
síðastliðinn var 241.750 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Fjölgað hafði á einu ári um 0,68
prósenteðaum 1.628 manns.
Þetta er talsvert minni fjölgun
en hefur verið undanfarin ár. Arið
1984 varð hún 0,95 prósent og 1983
l,16prósent.
í hlutfalli við íbúafjöldann varð
fólksfjölgunin 1985 hin minnsta um
árabil og að frátöldum árunum
1941, 1969 og 1970 raunar minni en
nokkurt eitt ár síðan 1918.
Nákvæmar tölur um breytingar
mannfjöldans liggja ekki fyrir. En
svo virðist sem tala brottfluttra
hafi orðið um 500 hærri en tala
aðfluttra til landsins en tala fæddra
um 2.100 til 2.200 umfram tölu lát-
inna.
Tala brottfluttra umfram aðflutta
er svipuð tölum áranna 1979 og
1980 en miklu minni en tölur
áranna 1969-1970 og 1975-1977.
Árin 1981-1983 fluttust alls um
1.000 manns fieiri til landsins en frá
]>ví. Árið 1984 snerist þessi þróun
við. Það ár fluttu um 300 fleiri til
útlanda en hingað.
Ætla má að á árinu 1985 hafi
fæðst um 3.800 böm lifandi. Hafa
ekki fæðst svo fá börn á íslandi
síðan árið 1947 enda þótt tala
kvenna á bameignaraldri hafi tvö-
faldast síðan þá.
Á þessum áratug hefur það ein-
kennt fólksfjölgunina að hún hefur
mestöll orðið á höfuðborgarsvæð-
inu. Mannfjöldinn þar óx um 1,4
prósent á árinu 1985.
Mannfjöldi á öllum öðrum land-
svæðum stóð svo að segja í stað
nema á Vestfjöðrum. Þar fækkaði
fólki um 1,9 prósent.
í Bessastaðahreppi varð fólks-
fjölgun langörust á landinu eða 6
prósent. Næstmest fjölgaði á Þing-
eyri, um 3,5 prósent. Á Skagaströnd
fjölgaði fólki um 3,1 prósent.
Nágrannasveitarfélög Þingeyrar
þurftu hins vegar að þola mestu
fólksfækkun á landinu. Á Flateyri
fækkaði fólki um 7,9 prósent, á
Suðureyri um 6,8 prósent, á Pat-
reksfirði um 5,5 prósent og á
Bíldudal um 3,8 prósent. Á Helliss-
andi og Rifi fækkaði fólki um 5,1
prósent.
-KMU.
ÚTSALAÁ
FIAT-BÍLUM
í dag opnar nýja Fiatumboðið á
íslandi glæsilegan sýningarsal í
Skeifunni 8 en eins og kunnugt er
tók Sveinn Egilsson hf. við umboð-
inufrá l.janúarsl.
Fyrsta verkefni hins nýja umboðs
er að selja þá Fiat bíláaf 1985 árgerð
sem til eru í landinu. Eru þetta um
hundrað bílar af nokkrum gerðum
sem seldir verða á útsölu á verulega
lækkuðu verði og með góðum
greiðslukjörum.
Ýmsar nýjungar eru á döfmni hjá
Fiat á næstu mánuðum. Aðaláhersl-
an verður þó enn sem fyrr lögð á að
selja Fiat Uno sem kjörinn var bíll
ársins í Evrópu 1984 og varð mest
seldi bíllinn hér á landi á því ári.
Sölustjóri Fiatumboðsins á íslandi
hefur verið ráðinn Bjarni Ólafsson
sem starfað hefur í bílgreininni í yfir
áratug.
Yfir fimm þúsund Fiatbílar eru nú
hér á landi. Áhersla verður lögð á
að veita þessum bílum sem besta
þjónustu. Varahlutaverslun og við-
gerðarverkstæði fyrir Fiat verður í
Skeifunni 17.
SALAN A KOLBEINSEY
ORÐIN AÐ HITAMÁLI
— Fiskveiðasjóður setti Norður-Þingeyingum skilyrði tilað
uppfylla fyrir hádegi á þriðjudag
Væntanleg sala Fiskveiðasjóðs á
togaranum Kolbeinsey er orðin að
hitamáli eftir að Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra lýsti
því yfir í Morgunblaðinu i gær að
togarinn ætti tvímælalaust að vera
áfram á Húsavík, á Raufarhöfn
v^-ri allt á hausnum og að undar-
legt væri að Þórshafnarbúar ætl-
uðu að fara að taka togarann af
Húsvíkingum.
Oddvitinn á Þórshöfn, Þorkell
Guðfinnsson, og sveitarstjórinn á
Raufarhöfn, Gunnar Hilmarsson,
lýstu báðir furðu sinni á þessum
ummælum forsætisráðherra er DV
ræddi við þá í gær.
„Var það ekki Fiskveiðasjóður
sem tók togarann af Húsvikingum
að beiðni ríkisstjórnarinnar?“
spurði oddvitinn á Þórshöfn.
Sveitarstjórinn á Raufarhöfn
sagði ummælin högg fyrir neðan
beltisstað frá aðila sem ætti að
teljast ábyrgur í þjóðfélaginu.
Frystihúsið Jökull hefði kömið
jákvætt út á nýliðnu ári.
Stjóm Fisl. /eiðasjóðs setti á
íúndi sínum i fyrradag Útgerðarfé-
lagi Norður-Þingeyinga, sem bauð
hæst í togarann, 176 milljónir
króna, ákveðin skilyrði sem það
yrði að uppfylla um tryggingar og
greiðslur á útborgun. Norður-
Þingeyingum var gert að s.vara
fyrir hádegi á þriðjudag, að sögn
Grétars Friðrikssonar, fram-
kvæmdastjóra ÚNÞ.
„Það ætti að vera ljóst á mánu-
dag hvort við uppfyllum þessi skil-
yrði,“ sagði Grétar.
Óvíst er hvort ÚNÞ tekst að
uppfylla skilyrðin. Gunnar Hilm-
arsson, stjómarmaður í ÚNÞ,
sagði að þau væm sett til þess að
hægt yrði að afhenda Húsvíkingum
togarann.
„Við vitum mjög lítið. Fi. ’:veiða-
sjóður hefur ekkert talað við okk-
ur,“ sagði Tryggvi Finnsson,
stjórnarformaður Ishafs hf. á Húsa-
vík, sem átti þriðja hæsta tilboðið
í Kolbeinsey, upp á 160 milljónir
króna.
Útgerðarfélag Akureyringa er á
undan Húsvíkingum í röðinni
uppfylli Norður-Þingeyingar ekki
skilyrði Fiskveiðasjóðs. ÚA bauð
um 170 milljónir króna.
-KMU.
Útsala
Alltað
85%
afsláttur
Opið um helgar
Myndin
Dalshrauni 13
Hafnarfirði
sími 54171.
Sjöfn
f er ekki
í próf-
kjörið
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, varaborg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins í borgar-
stjórn, hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér í næstu borgarstjómar-
kosningum.
Hún var í öðru sæti í síðustu kosn-
ingum. Sjöfn hefur starfað við borg-
arstjómarmál í 12 ár. Hún hefur
verið borgarfulltrúi í 4 ár og vara-
borgarfulltrúi í 8 ár.
Frestur til að skrá sig í prófkjör
Alþýðuflokksins rennur út 14. jan-
úar. Kosið verður um tvö efstu sætin
á framboðslistanum. -APH
Heldræðirvið KSÍ
— kom til landsins í gær
V-Þjóðverjinn Sigfrid Held, fyrrum
landsliðsmaður V-Þýskalands í
knattspyrnu, kom til Islands í gær.
Held mun ræða við forráðamenn KSl
í dag, en eins og kunnugt er hefur
KSÍ auglýst eftir landsliðsþjálfara
erlendis. Held lék með landsliði
V-Þjóðverja í HM-keppninni í Eng-
landi 1966 og í Mexíkó 1970.
Það var v-þýska knattspyrnusam-
bandið sem mælti með Held við KSI.
Umsóknarfrestur vegna landsliðs-
þjálfarastarfsins rennur út 1. febrú-
ar. Þess má geta að fjölmargir menn
hafe sótt um landsliðsþjálfarastarfið.
Þar á meðal Ian Ross, þjálfari Vals,
ogGordonLee,þjálfari KR. - SOS
Skákþing Reykjavíkur:
Unglingakeppni
að hef jast
Keppni í unglingaflokki á Skák-
þingi Reykjavíkur 1986 hefst í dag,
laugardag, klukkan 14 í Félags-
heimili Taflfélags Reykjavíkur að
Grensásvegi 44-46.
Unglingaflokkurinn er fyrir þá sem
eru 14 ára og yrigri. Er öllum heimil
þátttaka, drengjum sem stúlkum.
Þátttakendur þurfa ekki að vera í
Taflfélaginu og nýliðar eru sérstak-
lega velkomnir. Ekki þarf að til-
kynna þátttöku fyrirfram.
I unglingakeppninni verða tefldar
9 umferðir eftir Monradkerfi. Þrjár
umferðir verða tefldar hvern laugar-
dag, þann 11., 18. og 25. janúar. Sig-
urvegarinn hlýtur titilinn Unglinga-
skákmeistari Reykjavíkur 1986. Allir
þátttakendur fá viðurkenningarskjal
og þeir fimm efstu fá verðlaunagripi
og bækur. . jq>
„Misskilningur
ogtilviljun”
Blaðinu hefur borist eftirfarandi
athugasemd:
Síðastliðinn miðvikudag, 08. jan.,
var í blaði yðar greint frá miklu tjóni
sem varð í laxeldisstöð í Höfnum er
40.000 seiði drápust vegna bilunar í
vatnsdælu.
í undirfyrirsögninni segir að „vakt-
fyrirtækið Vari hafi ekki staðið sig
sem skyldi“.
Eins og fram kemur í greininni er
sjálfvirkur aðvörunarbúnaður í fyr-
irtækinu sem sendir boð til öryggis-
miðstöðvar Vara ef bilanir verða. í
því tilfelli sem hér um ræðir komu
tvö bilunarboð með stuttu millibili.
Öryggismiðstöð Vara gerði aðvart í
bæði skiptin en misskilningur og
tilviljun ollu því að viðgerðarmaður
Laxeldisstöðvarinnar fór ekki á stað-
inn í seinna skiptið. Er þar ekki við
starfsmenn Vaj-a að sakast.
Laxeldisstöðin hefur frá 1982 notið
öryggisþjónustu Vara og óskar að
gera það áfram enda hefur á þessum
tíma margoft verið komið í veg fyrir
tjón.
Virðingarfyllst,
Baldur Á.gústsson.