Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
9
Röggsemi og rannsóknir
Vegir stjórnmálanna eru stundum
órannsakanlegir. Þar er fátt nýtt
undir sólinni. Ekki er nema rétt
hálfur mánuður liðinn síðan alþingi
gekk frá fjárlögum þar sem stjórn-
arliðið og fjármálaráðherra gengu
undir það jarðarmen að játa upp á
sig viðskiptahalla, fjárlagahalla og
skuldahalla. Hætt var við lækkun
tekjuskattsins og sjálfstæðismenn
máttu kyngja öllum stóru orðunum
frá Stykkishólmsfundinum fræga
um stórfelldan niðurskurð og halla-
lausan ríkisbúskap.
Fjárlög voru lamin saman og þótt
enginn væri sáttur við niðurstöð-
una var við því búist að tíðindalaust
yrði á þessum vígstöðvum um
stundarsakir.
En hvað gerist? Fjármálaráðu-
neytið hyrjar nýja árið með því að
senda frá sér tilkynningar um vöru-
gjald á bakkelsi og stórhækkaðan
flugvallarskatt.
Af hverju var þessi skattlagning
ekki tekin með í fjárlagadæmið?
Og hvað í veröldinni rekur Þorstein
Pálsson til að baka sér óvinsældir
í ráðherrastólnum í þessum dúr?
Eru nauðir ríkissjóðs slíkar að elta
þurfi uppi neytendaþjónustu af
þessu tagi til að kreista út úr fólki
tvö eða þrjú hundruð milljónir til
viðbótar við allt hitt?
Flottræfilsháttur
Hvað sem líður vandræðum ríkis-
sjóðs, sem enginn ber reyndar
ábyrgð a nema stjórnvöld sjálf, þá
er þessi skattlagning óklók pólitík.
Hún er satt að segja bæði vand-
ræðaleg og vitlaus.
Það verður einnig að segja þá
sögu eins og hún er, að ekki er það
traustvekjandi að kveinka sér und-
an peningahallæri í stjórnarráðinu
á sama tíma og ríkið kaupir mjólk-
ursamsölu og vörumarkað fyrir
nokkur hundrað milljónir króna.
Svona nánast með annarri hend-
inni. Hvað sem húsnæðishraki rík-
isstofnana líður er erfitt að réttlæta
slíkan flottræfilshátt meðan seilast
þarf dýpra í vasa almertnmgs í formi
hallærislegra skatta.
Allt er þetta heldur illskiljanleg
pólitík, bæði vegna þess að álögurn-
ar skaða ferðamannaiðnaðinn og
brauðsöluhúsin og ýfir upp pirring
hjá verkalýðshreyfingunni vegna
komandi kjarasamninga. Auk þess
sem skattlagning, í hvaða formi sem
er, stríðir gegn þeirri yfirlýstu
stefnu að svarið við opinberum fjár-
hagserfiðleikum sé niðurskurður,
aðhald og sparnaður í kerfinu
sjálfu.
Mér býður í grun að ástandið í
ríkisfjármálunum sé uggvænlegt,
sennilega hrollvekja. Fjármálaráð-
herrann er eflaust að reyna að klóra
í bakkann og hafa spjót úti til að
ausa í tunnuna. En væri þá ekki
nær að stokka upp allt heila gallerí-
ið, leggja spilin á borðið með nýjum
og róttækum áætlunum og aðgerð-
um í stað þess að ausa í tunnu sem
allir sjá að er hriplek ef ekki botn-
laus?
Byrjað á öfugum enda
Einn anginn af vandanum er
Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Á fjárlögum var gert ráð fyrir hátt
á annan milljarð króna framlagi til
sjóðsins. Vantar þó enn upp á áætl-
aða fjárþörf fjögur til sex hundruð
milljónir. Þeim vanda var ýtt á
undan sér með yfirlýsingum um að
lánaúthlutun yrði endurskoðuð og
skorin niður.
Fæstir áttu þó von á því að fram-
kvæmdastjóri sjóðsins yrði fyrstur
undir hnífinn og gildir það sama
um þá stjómvaldsákvörðun og
áðurnefnda skattlagningu að þar
virðist vera byrjað á öfugum enda.
Sennilega eru fáir menn í ríkis-
kerfinu samviskusamari en Sigur-
jón Valdimarsson. Það mætti marg-
ur maðurinn fjúka hjá hinu opin-
bera ef Sigurjón hefur unnið til
brottreksturs og auðmýkingar. Vel
má vera að stjórnun og skipulagi
hafi verið ábótavant í lánasjóðsaf-
greiðslum. En til hvers er líka verið
að hafa þessa þjónustu í þröngri
kytru og á eigin vegum? Geta ekki
bankarnir séð um afgreiðslu lán-
anna? Nógu eru þeir margir. Og
ekki er það Sigurjóni að kenna þótt
námsmönnum fjölgi og kaos mynd-
ist þegar þeir eins og aðrir fslend-
ingar vilja fá afgreiðslu allir í einu
og allir fyrstir.
Hvernig var það með Útvegs-
bankann? Þjóðfélagið fór á annan
endann þegar uppvíst var um
hundruð milljóna lánveitingar til
Hafskips, langt umfram veð og
langt upp fyrir getu bankans. Ekki
var bankastjórunum sparkað þar.
Bankaráðið fékk meira að segja
sérstaka traustsyfirlýsingu hjá al-
þingi með samhljóða endurkjöri.
Þar hefur enginn verið dreginn til
ábyrgðar og þó var bankinn ekki
að úthluta lánum samkvæmt laga-
boði eins og framkvæmdastjóri
námslánasjóðsins þurfti að gera.
Ég las í blaði núna í vikunni að
Ellert B. Schram
skrifar:
Framkvæmdastofnun hefði gleymt
að lýsa kröfu í þrotabú vegna fimm
milljón króna skuldakröfu sem
stofnunin hafði lánað umræddu
fyrirtæki fyrir nokkru. Fram-
kvæmdastjóri þessarar opinberu
lánastofnunar játaði gleymskuna
upp á starfsmenn sína og afsakaði
sig með mannlegum mistökum.
Ekki hefur heyrst að ráðherrum
hafi dottið í hug að reka neinn frá
Framkvæmdastofnun. Kannske
Sigurjón hefði átt að játa á sig
mannleg mistök til að halda stöð-
unni?
Hengja bakara fyrir smið
Vandi lánasjóðsins liggur ekki í
óhæfum framkvæmdastjóra. Með
sparkinu í Sigurjón er verið að
hengja bakara fyrir smið. Vandinn
liggur í því að stjórnmálamenn,
alþingi og ríkisstjórn hafa sam-
þykkt lög sem gera ráð fyrir háum
og rausnarlegum námslánum. Auð-
vitað má um það deila hvað langt
eigi að ganga í þeim efnum. Allir
hljóta þó að viðurkenna að þegar
námsmaður er farinn að bera meir
úr býtum á mánuði heldur en verka-
maðurinn eða fiskvinnslukonan í
venjulegri dagvinnu; þegar náms-
fólk er farið að sjá sér hag í því að
lifa serii lengst á námslánum, þá er
eitthvað meira en lítið að.
Aðalatriðið er þó hitt að það er á
ábyrgð stjórnvalda en ekki starfs-
manna stjórnvalda hversu mikið er
lánað og hverjum. Ef til vill tekst
nýjum framkvæmdastjóra að koma
betra skikki á áætlanagerð og af-
greiðslu sjóðsins en hann getur
aldrei fundið upp neina hókus pók-
us aðferð til að draga úr fjárþörf
sjóðsins meðan lögunum og úthlut-
unarreglunum er ekki breytt. Ekki
frekar en Sigurjón.
Sverrir Hermannsson er röggsam-
ur ráðherra. Það þarf þrek til að
reka fólk úr starfi og ekki skal efað
að Sverri gengur gott til með rögg-
semi sinni. Ráðherrar mættu að
skaðlausu gera meira að því að
hreyfa fólk og forstjóra á milli
stofnana og reka þú sem unnið hafa
til þess. Af nógu er að taka. Það
er hins vegar heldur raunalegt
þegar röggsemin brýst út á röngum
stöðum.
Þýsk-íslenska
Allnokkru fyrir hátíðar barst
okkur hér á blaðinu lausafregn um
að Þýsk-íslenska hf. hefði verið
tekið til r^nnsóknar vegna meintra
skattsvika. Þessi frétt fékkst ekki
staðfest hjá yfirvöldum og var því
látið kyrrt liggja.
En þegar sjónvarpið lét til skarar
skríða og flennti út fréttina um
fjármálamisferli í fyrirtækinu, með
myndum og tilheyrandi bravör,
fylgdu aðrir fjölmiðlar á eftir, enda
lak þá út staðfesting á því að bók-
hald Þýsk-islenska hefði verið tekið
til rannsóknar.
Fjölmiðlum hefur verið legið á
hálsi fyrir að slá þessari frétt upp
og það ber að játa að sjónvarpiþ
kom á óvart með nýju fréttamati
og fréttastíl í þessu umrædda máli.
En auðvitað verður ekki hjá því
komist að fjölmiðlar gleypi tíðindi
sem þessi, hversu óþægileg og ýkt
sem þau kunna að virðast gagnvart
hlutaðeigandi. Annað mál er það
að fullyrðingar án sannana eða
dóms um svik í krónum talin og
slúður um vitorð nafngreindra
manna er bæði óábyrgt og ómerki-
legt.
Sérstök ástæða er til að taka
undir reiði og hneykslan Guðmund-
ar G. Þórarinssonar á skrifum Þjóð-
viljans. Þau bera vott um pólitískan
skepnuskap. Maður hélt raunar að
slík lágkúra væri liðin tíð. Eitt er
að skamma menn pólitiskt en annað
er að dylgja um mannorð og heiðar-
leika stjórnmálamanna vegna
skyldleika þeirra við einstaklinga
sem bomir eru sökum.
Gróusögur og sleggjudómar
Óhjákvæmilegt er að skýra frá
staðreyndum, sakargiftum og skatt-
svikum sem upp komast. Það er
skylda fjölmiðla. En þeir eiga að
fara varlega í að dæma menn fyrir-
fram. Stundum finnst manni sem
hvatvísin ráði ansi miklu í umræð-
um manna á meðal og ekki er því
að neita að þeir sem stunda fyrir-
tækjarekstur eiga undir högg að
sækja. Almannarómur er næstum
því á- fjáður í að dæma þá þjófa
og misindismenn, jafnskjótt og
minnsti flugufótur gefur tilefni til.
Hafskipsmálið og nú Þýsk-
íslenska eru jarðvegur fyrir gróu-
sögur og sleggjudóma. Einhver
kann að segja að þeir geti sjálfum
sér um kennt. En er það ekki sorg-
leg staðreynd að velgengni skuli
ávallt tortryggð og samfélagið
hlakki beinlínis yfir óförum ann-
arra? Er ekki dapurlegt til þess að
vita að sá hugsunarháttur skuli
vera ríkjandi að hér geti enginn
efnast nema með prettum og gróð-
inn sé illur fengur? Þá sjaldan sem
maður sér og heyrir til einhverra
sem sýnast dugandi í business er
sjálfkrafa reiknað með því að þeir
maki krókinn með óheiðarlegum
hætti. Og svo koma reiðarslögin og
rannsóknirnar sem ýta undir þessa
þjóðtrú.
Kannske er íslenska þjóðfélagið
þannig að allir þurfi að svindla sem
betur vilja mega sín. Og kasta svo
steinum úr glerhúsunum þegar ein-
hver er staðinn að verki. Ég veit
það ekki, en hitt veit ég að þá þarf
að rannsaka fleira en bókhaldið.
Þá þarf þjóðfélagið eins og það
leggur sig á allsherjarrannsókn að
halda. Ekki bara bókhaldið heldur
mórallinn.
Ellert B Schram