Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Page 31
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
31
Viðtöl og myndir: Hannes Heimisson.
Ingimar Pálsson við bifreið sína i miðborg Jóhannesarborgar.
Tónlístarkennari og
áhugamaður um trúmál
„Ástandið hér í Suður-Afríku er
verra en fólk, sem býr hér í Jóhann-
esarborg, heldur. Hef ég áþreifanlega
orðið var við það á ferðalögum mín-
um,“ segir Ingimar Pálsson, deildar-
stjóri tónlistardeildar eins stærsta
og þekktasta tónlistarskóla Jóhann-
esarborgar.
Ingimar kom til Suður-Afríku fyrir
fimm árum til að halda uppi starfi
föður síns, Páls Lútherssonar
kristniboða, er lét lífið á sviplegan
hátt á kristniboðsferðalagi í Swazi-
landi 1981.
Ingimar kannast án efa margir
íslendingar við'.
Var hann skólastjóri Tónlistar-
skóla SkagaQarðarsýslu í tólf ár, auk
þess sem hann stjórnaði karlakórn-
um Heimi og tók þátt í öllu tónlistar-
lífi sýslunnar.
Faðir Ingimars, Páll Lúthersson,
var fyrsti kristniboði Hvítasunnu-
safnaðarins í Afríku.
Á kristniboðsferðum sínum víðs
vegar um suðurhluta heimsálfunnar
dreifði Páll Biblíum, Nýja testament-
inu auk fjölda kristilegra bóka, er
höfðuðu til innfæddra, á 15 mismun-
andi tungumálum.
Þörf á siðfræðilegri menntun
blökkumanna
„Undirstaða allra framfara hér í
Suður-Affíku er aukin siðfræði-
menntun blökkumanna. Auka þarf
til dæmis allt siðfræðilegt lesefni
þeim til handa.
Blökkumenn vantar kristilegt efni
á prentuðu máli, þeir bókstaflega
biðja um slíkt.
Siðferðilegt þrek þeirra er ekkert.
En samt er þetta geysilega almenni-
legt fólk, ekki síst í þeirra eigin
umhverfi í strjálbýli landsins," sagði
Ingimar Pálsson.
Ingimar virðist kunna vel við sig í
Suður-Afríku.
I ágúst síðastliðnum var hann skip-
aður deildarstjóri þekkts tónlistar-
skóla í borginni, einn af 26 umsækj-
endum um stöðuna.
Og hann segist ekkert vera á heim-
leið.
„Fallegar stelpur á Akureyri,“segir Gunnar Pétursson húsasmiður
sem búið hefur í Suður-Afríku í 18 ár.
„Fallegar stelpur á Akureyri“
„Ætli það hafi ekki verið af ævin-
týraþrá sem fjölskylda mín ákvað að
flytjast til Suður-Afríku árið 1968.
Og hér höfum við verið síðan,“ segir
Gunnar Pétursson, húsasmiður í
Jóhannesarborg.
Gunnar Pétursson er sonur hjón-
anna Péturs Erlendssonar vélvirkja
og Önnu Lísu Gunnarsdóttur frá
Akureyri.
„Ég á eldri bróður sem er í hernum
hér í Suður-Afríku, er í höfuðborg-
inni, Pretóríu. Kannski fyrsti ís-
lenski hermaðurinn. Heitir hann
Erlendur í höfuðið á afa.
Svo á ég systur, Sólveigu að nafni,
er vinnur sem bókhaldari í Alberton,
útborg Jóhannesarborgar.
Gunnar er, eins og Sturla, verk-
stjóri í vinnuflokk er vinnur að
húsbyggingum og starfar nú í Lebóa,
einu svokallaðra heimalanda
blökkumanna.
Gunnar virðist kunna vel við sig í
Suður-Afríku og telur, eins og fleiri
hvítir íbúar landsins, að of mikið
hafi verið gert úr óeirðaástandinu í
erlendum fjölmiðlum.
„Vandamálin hafa verið stórlega
ýkt,“ segir Gunnar.
„Ef ég fer aftur til íslands þá fer
ég til Akureyrar. Fallegar stelpur á
Akureyri.“
Á heimleiö í tvö ár
„Við ætlum að selja húsið og koma
okkur heim sem fyrst, en það er þó
alls ekki út af óeirðunum hér,“ sagði
Sturla Karlsson, múrari í Jóhannes-
arborg.
„Við erum í rauninni búin að vera
á heimleið i tvö ár.“
Sturla og kona hans, Birna Gunn-
arsdóttir, fluttust búferlum til Suð-
ur-Afríku fyrir fimm árum.
Þau spjöruðu sig vel.
Hann vinnur í byggingarvinnu í
Jóhannesarborg sem verkstjóri
vinnuflokks en Birna starfar hjá
tölvufyrirtæki.
Þau búa í Hillbrow-hverfinu í
Jóhannesarborg og eru um þessar
mundir að flytja í glænýtt hús sem
þau reistu sjálf og stendur í sama
hverfi.
„Við gerum okkur grein fyrir því
að efnahagsástandið fer versnandi
og því best að reyna að koma sér
heim sem fyrst," segir Sturla.
„Það má segja að kreppa sé hér í
algleymingi. Á vinnustöðum eru
fjöldauppsagnir algengar, óhemju
mikið rekið af fólki.
Verkalýðsfélögin eru bönnuð svo
lítið gagn er nú af þeim.“
Birna og Sturla ætla sér að selja
'nýtt hús sitt í Hillbrow en hafa
áhyggjur af lækkandi fasteignaverði
og ört fækkandi kaupendum fast-
eigna.
Sem dæmi um efnahagsástandið
nefna þau að er þau komu fyrir fimm
árum hafi þau skipt einum Banda-
ríkjadollar fyrir 1,18 suður-afrísk
rönd. en nú fái þau aðeins 0,36 rönd
fyrir dollarann.
Hófí vakti athygli
„Þeir tóku í höndina á mér þegar
hún Hófí varð fegurðardrottning,"
segir Sturla með ánægjuhreim í
röddinni. „Ég var mikið montinn
þann dag. Sigur Hólmfríðar vakti
mikla athygli héri Suður-Afríku."
„Annars var ungfrú Swaziland
mjög spæld yfir þessu öllu saman,
hún hélt víst að hún myndi vinna,
greyið. Ungfrúin sagði að svona
keppni væri bara fyrir hvíta.“
„Þeir tóku í höndina á mér þegar Hófí varð fegurðardrottning,“ sagði Sturla Karlsson úr Borgarnesi, sem
hér sést ásamt konu sinni, Birnu Gunnarsdóttur úr Reykjavík.
V'
„Lamdi mig eins og harðnsk“
„Það var ævintýraþrá í mér. Ég
ætlaði fyrst til Kanada en hitti síðan
Hilmar Kristjánsson ræðismann og
bróður hans, Pétur. Góðir vinir
mínir. Þannig æxlaðist það að ég
dreif mig til Afríku,“ segir Héðinn
Elentínusson, Suður-Afríkubúi í 15
ár, og hefur ekki komið heim síðan.
Héðinn átti og rak Áliðjuna sf. á
íslandi en seldi hana áður en hann
fór úr landi.
„Mér líst bara nokkuð vel á ástand-
ið hér í dag þó að líklegt sé að til
frekari tíðinda dragi á næstunni. Hér
verða miklar breytingar með aukn-
um réttindum svertingja.
Við ættum að reyna að byggja
þetta upp á svipaðan hátt og í Banda-
ríkjunum.
Annars lifa svertingjar hér miklu
betra lífi en í nágrannalöndunum.
Hingað flykkjast þeir til að þéna
peninga.
Laminn sem harðfiskur
„Það hefur ýmislegt breyst á þeim
tíma, er ég hef verið hér, til hagsbóta
fyrirsvertingja.
Þegar ég kom gat maður sparkað *
í þá og lamið í djobbinu ef þeir voru
ekki eins og menn.
Nú erþetta ekki séns.
Reyndi reyndar að lemja fjandans
Portúgala fyrir ári og sparkaði í
rassgatið á honum.
Þá var þetta boxaradjöfull og lamdi
mig eins harðfisk,“ sagði Héðinn
skellihlæjandi.
„ Já, það hefur ýmislegt breyst.“
Héðinn Elentínusson ásamt tveim góðum vinum frá Alexandríu. Fimmtán ár í Suður-Afríku,