Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR11. JANUAR1986. Tilboð óskast í sendibíla- og farþegaakstur fyrir ríkis- spítala. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Rvík, verð kr. 500. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. janúar nk. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 SMÍÐUM ALLAR ÚRVALS NOTAÐIR Árg. Km Kr. Talbot Salora m/vökvast., 5 gira 1982 53.000 350.000 Isuzu Trooper bensin 1982 65.000 620.000 Opel Ascona Fastb. 1984 1,8.000 480.000 Ch. Blazer K5 1978 56.000m. 530.000 Ch. Citation sjálfsk. 1980 290.000 M. Benz 240 d. 1982 700.000 Opel Rekord GLS d. 1985 60.000 850.000 Subaru 4x4 st. 1984 26.000 530.000 Datsun 180 b 1978 145.000 Scout II, 6 cyl., vökvast. 1974 130.000 180.000 Ford Bronco, 6 cyl. 1973 ný vél 230.000 Dodge Omni, sjálfsk. 1980 56.000 280.000 Isuzu Gemini 1981 47.000 210.000 Mazda 929 harðtopp 1980 87.000 260.000 Buick Skylark 1981 12.000 420.000 Datsun Bluebird 1981 64.000 300.000 Datsun Cherry GL 1982 31.000 265.000 Daihatsu Ch. Runab. 1980 80.000 170.000 Ch. Malibu Classic 1979 93.000 285.000 Isuzu Trooper Highroof 8 m. 1984 13.000 1.080.000 Opið virka daga kl. 9-18 (opið i hádeginu). Opið laugardagá kl. 13—17. Sími 39810 (bein lina). BILVANGUR s/F HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 I dúr og moll Eiserfeld, 29. desember 1985. Jólin hér í Þýskalandi voru el- drauð og snjólaus, hitastigið +10-14 OC, blóm sums staðar við það að springa út. Svona getur veðráttan verið duttlungafull. Vet- urinn sýndi á sér klærnar þegar í nóvember en í jólamánuðinum er sem „að vori laufi skrýðist lundur“. OTannenbaum Að flestu leyti halda Þjóðverjar jól eins og við íslendingar nema hvað hátíðleikinn er meiri heima þó erfitt sé að lýsa þeim mismun í orðum. Kannski er það bara til- fmningin að vera fjarri heimkynn- um sínum í fyrsta sinn á jólum sem veldur því að hjarta manns fyllist ekki hinum sama fögnuði og fyrr. Þó fannst mér einkum tvennt vanta til þess að koma mér, efasemda- manninum, i hið rétta „jólaskap". - Annars vegar hinar hefðbundnu árnaðarkveðjur i Ríkisútvarpinu að kvöldi Þorláksmessu, hins vegar aftansöngur í Dómkirkjunni á að- fangadagskvöld. Vera kann að af meðfæddri íhaldssemi hafi ég bæði þessi kvöld leitað dauðaleit að ís- lensku útvarpsstöðinni á stutt- bylgjunni heima í stofu án hins minnsta árangurs. Margar annar- legar þjóðtungur ómuðu á öldum ljósvakans en ekki ástkæra, ylhýra málið. En þrátt fyrir að hátíðleikinn hér sé ekki jafnmikill og heima þá eru jól og áramót tími hvíldar, útiveru og aukinna vináttutengsla. Flest fólk er t.d. í fríi frá vinnu frá og með aðfangadegi til hins sjötta dags janúarmánaðar. Því er tíminn notaður til heimsókna vítt og breitt, gönguferða, eldamennskan er færð á hærra plan, eðalvín sótt niður í kjallara og bjórinn drukk- inn úr spariglösum. Á annan dag jóla fórum við í árlegan útreiðartúr í skóginum ásamt fjölda annarra aðdáenda íslenska hestsins. Eftir tveggja stunda reið var komið að snotrum veitingastað, þar sem reiðskjótun- um var gefin tugga á meðan knap- amir gæddu sér á villibráð. Auðvit- að voru jólalög sungin undir borð- um og þar á meðal „0 Tannen- baum“, sem svo vinsælt er þó svo að textinn sé að sumu leyti afar vafasamur. Eftir að hafa riðið í gegnum greniskóginn þótti mér ankannalegt að lofa hann með svofelldum orðum: „0 Tannen- baum, o Tannenbaum/wie schön ( eða treu) sind deine Blátter“, þ.e,- a.s. Ó grenitré, ó grenitré/hve fögur eru blöð þín. - Þóttist ég hafa komist að því, eftir að hafa fengið greinar þess upp í vit mín á leið- inni, sem við riðum eftir þröngum skógarstígnum - að grenitré eru með nálar í stað blaða. Hestar og lög í moll Okkur óraði ekki fyrir því, þegar við ákváðum að éyða einu ári í Þýskalandi, hve okkur yrði hér vel tekið. Það er hreint með ólíkindum hvað við höfum kynnst mörgu prýðisfólki á þeim skamma tíma Hjalti Jón Sveinsson skrifarfrá Þýskalandi. sem við höfum dvalið á meðal innfæddra. - Og hver skyldi ástæð- • an vera? Svarið er stutt og laggott - fyrst og fremst íslenski hesturinn. Er það spurðist út að við værum viðloðandi hestamennskuna heima á Fróni stóð ekki á viðbrögðunum. Við höfum varla haft við að þiggja heimboð, ýmist hér í Siegen eða í nágrannasveitunum, prófa hesta og segja álit okkar á þeim og t.d. þýsku ræktuninni. I gegnum hest- ana vaknar síðan brennandi áhugi á landi okkar, þjóð og öllu því sem íslenskt er. Sá hópur Þjóðverja, sem tengist íslandi á þennan hátt, er ótrúlega stór og þessu fólki fer fjölgandi. Mörgum þykir það líka forvitni- legt að fjölskylda frá Reykjavík skuli einmitt hér í Siegen kasta ankerum í því skyni að stunda þýskunám og ég þar að auki til að ljúka við háskólaritgerð í íslensk- um bókmenntum. Við svörum því til að hér sé gott að vera, stutt í náttúruna og til stórborganna sé því að skipta. Jafnframt þykir það „meirihátt- ar“ að undirritaður geti gutlað íslensk alþýðulög á gítar og raulað undir. Það er afar lítið um tónlista- riðkun í heimahúsum hér og því þykir þetta framandi. Það er líka eins og fólk hafi himin höndum tekið þegar það fær að heyra hin fábrotnu íslensku lög sem oft og tíðum eru í moll. Hinar tregafullu melodíur falla í góðan jarðveg. Áheyrendur kunna líka vel að meta hin íjörmeiri lög okkar í dúr. Við vorum svo lánsöm að taka með okkur nokkrar hljómplötur með alþýðutónlist út hingað, t.d. með Vísnavinum, Gísla Helgasyni og • félögum, Hálft í hvoru, Spilverki þjóðanna og „íslensk alþýðulög" i frábærri útsetningu Gunnars Þórð- arsonar. Eg hef ekki komið tölu á þær mörgu „kópiur" sem við höfum þurft að gera af þessum verkum. Áramót-Silvester Þegar þetta er skrifað eru tveir dagar til áramóta. - Og það er farið að snjóa! - Og við ekki enn búin að kaupa vetrardekk undir Opel- inn. Fólki finnst þetta þó huggun harmi gegn eftir hin eldrauðu jól. Hér eru engar áramótabrennur en því meir er lagt upp úr hvers kónar gleðskap í heimahúsum. - Flugeldar eru keyptir í kílóum, kampavin í kössum og heimboðum rignir yfir. Við eigum svolítið erfitt um vik því við ætlum að reyna að gera börnunum glaðan dag og gegna sjálfsagðri skyldu okkar. Hér í Eiserfeld er því nefnilega þannig varið að afi og amma búa oft á neðri hæðinni eða í nágrenn- inu, gjarnan komin á efri ár, hætt að reykja og drekka og bjóðast því til að hafa ofan af fyrir barnabörn- unum þetta kvöld. Á hinn bóginn eigum við svo unga foreldra að við erum því vön að á gamlárskvöld er þeim ekki treystandi fyrir börn- unum því þeir eru líka að skemmta sér. - Af meðfæddri íhaldssemi okkar fyrrgreindri höfum við því boðið nokkrum kunningjum okkar heim hinn 30. Ætlum við þá að skvetta úr klaufunum og bjóða upp á ljúffengt hangikjöt að heiman sem skolað verður niður með ísk- öldum bjór úr spariglösum. Á gamlárskvöld ætlum við hins vegar að sigla á milli skers og báru. - Gleðilegt ár, kæru landar. Ljósm. Dieter Gerst. Vel viðraði til útreiða á annan dag jóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.