Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
3
-Fréttaljós-
SverrirHermannsson vill verulegarbreytingará Lánasjóði íslenskra námsmanna:
Lán veröi endurgreidd
að fullu og á skemmri tíma
sérstakt frumvarp um námsstyrki
verði lagt fram. Rætt hefur verið
um sérstakan styrkþegasjóð óháð-
an lánasjóðnum . Að úthlutun
námslána verði óháð tekjuöflun
námsmanna, þ.e. að námslánin
verða ekki skert þótt laun náms-
manns fari yfír einhver sérstök
tekjumörk, er mikil breytingin frá
núverandi fyrirkomulagi. Með
þessum breytingum er endur-
greiðslutíminn hertur en hann er
nú, miðað við gildandi lög, 40 ár
og endurgreiðast lánin ekki að
fullu. Samkvæmt breytingunum er
gert ráð fyrir að greiðsluhyrði
námsmanna að námi loknu verði
létt í fyrstu og þá tekið tillit til
launatekna.
Með þessum breytingum á lána-
sjóðnum er ekki verið að lagfæra
gamla kerfið heldur búa til nýtt.
I málefnasamningi nýrra vald-
hafa í stúdentaráði, sem samþykkt-
ur var þar á dögunum á milli félaga
í Félagi umbótasinnaðra stúdenta
og Félagi vinstri manna, er hug-
myndum um vaxtagreiðslur af
námslánum og lántökugjald aifarið
hafnað. Sömuleiðis „að fyrningar-
tími lánanna verði lækkaður úr 40
árum í 30 ár eins og gert var ráð
fyrir í drögum að frumvarpi til laga
um námslán og námsstyrki", eins
ogþarstendurorðrétt. . ÞG
u**.**! né1KSnr?,anna
Afgreiðsla 9.15 - 16.00
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Nú vill Sverrir Her-
mannssonbreyta sjóðsreglum verulega.
Menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, hefúr sagt að „fryst-
ing“ námslána muni verða afhum-
in. Sem kunnugt er breytti ráð-
herrann reglugerð Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna í ársbyrjun og
stöðvaði sjálfvirka hækkun námsl-
ána.
Úthlutun námslána fyrir fyrsta
ársfjórðung þessa árs stendur yfir
og er að krónutölu sú sama og á
haustlánum. Námsmaður sem
stundar nám í háskólanum og er í
leiguhúsnæði fær 20.900 krónur
mánaðarlega. Ef „frysting" ráð-
herrans hefði ekki komið til hefði
þessi upphæð hækkað um þúsund
krónur eða svo. Skerðing náms-
lána hefur orsakað mikið fjaðrafok.
Vantraust á stjórn stúdentaráðs
var samþykkt og má rekja van-
traustið til þessa máls að einhverju
leyti. Nú hefur ráðherra sagt að
námslánin verði færð aftur til fyrra
horfs og miðuð við framfærsluvísi-
tölu hverju sinni eins og úður. En
hann hefur ekki sagt hvenær hann
muni aflétta „frystingunni".
Nýttfrumvarp
Ráðherra hefur boðað breytinga-
tillögur eða nýtt frumvarp um
lánasjóðinn. Búist er við að sú
smíð verði tilbúið fyrir helgi.
Tryggvi Agnarsson lögfræðingur
og Eiríkur Ingólfsson, fúlltrúi í
menntamálaráðuneytinu, fengu
það verkefni að semja nýtt frum-
varp eftir ákveðnum formerkjum
ráðherra. Starfshópur undir for-
ystu Tryggva Agnarssonar hefur
starfað síðan í október að endur-
skipulagningu og tillögugerð um
breytingar á starfsemi lánasjóðs-
ins. Starfshópurinn var skipaður
að beiðni fráfarandi stjórnar stúd-
entaráðs, þeirri stjóm er hvarf frá
stjórnarsetu sl. sunnudag.
Helstu breytingamar sem verða
á starfsemi Lánasjóðs íslenskra
námsmanna verði nýja frumvarpið
að lögum eru m.a. að námslánin
Þórunn Gestsdóttír
verða þá endurgreidd að fullu á 30
ára tímabili. Námslánin greiðist
upp ásamt verðbótum og vöxtum.
greitt verði lántökugjald og inn-
heimtukostnaður standi undir
kostnaði við lánveitinguna. Tekj-
utillit við lánsúthlutun og styr-
kveitingu verði afnumið og skýr
afmörkun skal vera á milli lánþega
og styrkþega. Hugsanlegt er að
Húsbyggjendur:
Nýjar reglur um
neyðaraðstoð
Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar
mun líklega byrja að veita húsbyggj-
endum aðstoð samkvæmt nýjum
reglum sem nú em til umfjöllunar
hjá stjóm stofnunarinnar.
Á þessu ári er áætlað að 200 millj-
ónir fari til aðstoðar þeim sem eru í
vanda vegna húsnæðiskaupa. Ríkis-
stjómin hefur lagt til að bankastofn-
anir skuldbreyti skammtímalánum
og jafnvel að Húsnæðisstofnun létti
undir með því að kaupa hluta af
þeirri skuldbreytingu. Þessi tilhögun
virðist ekki eiga mikinn hljómgmnn
í stjórn Húsnæðisstofnunar. Þar er
vilji fyrir því að láta bankana sjá
algjörlega um skuldbreytingar án
aðstoðar frá ráðgjafarstöðinni. Hins
vegar verði 200 milljónimar notaðar
til að aðstoða hýsbyggjendur og
kaupendur í sambandi við aðrar
skuldir eins og t.d. vanskil hjá verk-
tökum og efnissölum.
Öll aðstoð mun fara í gegnum
ráðgjafarstöðina og nýju reglumar
fjalla ítarlega um hverjir uppfylla
skilyrði til aðstoðar.
-APH
Þessir ungu og efnilegu skákmenn eru á leið til Svíþjóðar á Norðulanda-
mótið i skólaskák. Skákmenn til 20 ára aldurs taka þátt í mótinu. Alls
taka þátt I mótinu um 50 einstaklingar, 10 frá islandi.
Fremst frá vinstri: Héðinn Steingrimsson, 11 ára, Magnús Ármann, 11
ára, og Guðmundur Sverrir Jónsson, 10 ára. í miðju frá vinstri: Óli H.
Olafsson, fararstjóri strákanna, Þröstur Árnason, 13 ára, Oavið Ólafs-
son, 17 áraj Andri Áss Grétarsson, 17 ára, Andri Bjömsson, 13 ára,
og Olafur Asgrímsson, einnig fararstjóri. Efst frá vinstri: Halldór G.
Einarsson, 19 ára, Þröstur Þórhallsson, 16 ára, og Hannes Hlífar Stef-
ánsson, 13 ára.
Hópurinn leggur af stað 29. jan. Mótið hefst 31. jan. og stendur til 3.
fCbrUar' -KB/DV-mynd GVA.
Vegna auglýsingar
Utvegsbankans í gær,
sem birtist
á þessari síðu blaðsins,
vill bankastjórn bankans taka
fram að hún birtist þar
án vitundar og vilja hennar.
Bankastjóm Utvegsbankans
telur ekki rétt að bera saman
kjör ýmissa innlánsreikninga
sem hver hefur sín sérkenni.
Þar sem nafn Búnaðarbankans
er ómak- lega dregið inn í
framan- greinda auglýsingu
vill bankastjórn Útvegsbankans
hér með biðjast afsökunar á því.
ÚTVEGSBANKINN