Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1986, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
15
Menning
Menning
Menning
Hómó lúdens
Þór Vigfússon er grallarinn í
hópi nýlistarmanna. Fyrir tíu
árum, meðan félagar hans voru
flæktir í alvarlega huglæga leik-
fimi, bjó hann til marglita leik-
skúlptúra handa litlum manneskj-
um. Næst man ég eftir gríðarstór-
um (leikfanga?) kubbum eftir hann
í námunda við Korpúlfsstaði, í
tengslum við sýninguna „Experi-
mental Environment".
Víkur svo sögunni að samsýn-
ingu nokkurra nýlistarjaxla að
Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum,
en þá gerði Þór fleiri en mig forviða
með safni dýramynda úr gifsi,
pappamassa o.fl. Þarna voru glað-
legir gíraffar, fönguleg sebrahross,
skælbrosandi krókódílar og fleiri
skepnur úr örkinni hans Nóa.
Þar var eins og myndasmiðurinn
kærði sig kollóttan um þær kröfúr
sem jafnan eru gerðar til skúlptöra.
í stað þess að umskapa, byggja upp
ný form, tók hann sér fyrir hendur
að rifja upp myndveröld barnsins,
sjálfum sér og vonandi öðrum til
óblandinnar ánægju.
Það er einmitt i þessari næstum
dadaísku (eða flúxversku) leikgleði
sem Þór sker sig úr hópi jafnaldra
sinna og samferðamanna í listinni.
Fyrir vikið verður hann að sitja
undir þeim áburði að vera nokkurs
konar flautaþyrill í listinni, á sí-
felldum hlaupum undan alvöru lífs-
I Edenslundi
Sýning Þórs í Nýlistasafninu er
rökrétt framhald á því sem áður
hefur gerst í myndlist hans. Á
sýningu Myndhöggvarafélagsins í
fyrra var hann með standmyndir
af teiknimyndahetjum eins og
Batman og Tarsan. Nú viðrar hann
einnig standmyndir, fimm að tölu.
Þær eru úr máluðu gifsi og sýna
kubbslega nútímamenn í einhvers
konar sælureit, kannski á sólar-
ströndum eða í Edenslundi, því
allir eru þeir fáklæddir.
Á slíkum stöðum hafa menn svo
sem engin ósköp fyrir stafni, þeir
Þór Vigfússon
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
góna út á hafið, glugga í bók(þó
tæplega í „Án titils“ eftir Einar
Guðmundsson, eins og einn af
körlum Þórs gerir, með fullri virð-
ingu fyrir höfúndi..), leita sér að
átyllu til að nota nýju myndavélina
sem þeir keyptu í tollinum, standa
á haus,- kannski koma þeir eigin-
konunum á óvart með því að færa
þeim rósir buxaalausir.
Eins og Einar Jónsson heiðrar
Jón Sigurðsson og upphefur og
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
gerir dittó fyrir Skúla fógeta veg-
samar Þór hinn „venjulega" nú-
tímamann, í einlægni sinni og ein-
feldní Þetta er hans fólk, kannski
hann sjálfur. Ætli við séum ekki
þarna líka, ef vel er að gáð.
Utgerðarmenn
Til sölu
er ný 165 hestafla Delfin dísilvél, gír 1:3, skrúfubún-
aður, tvær dælur og 65 lítra vökvadæla. Varahlutir
samkvæmt kröfum SR. Verð með niðursetningu á
vél 875.000 kr. Góðir greiðsluskilmálar.
Mánavör hf., Skagaströnd, sími 95-4775.
Á
TIIBOÐ
BUTASALA
Nú er hægt að gera góð teppakaup
Okkar árlega bútasala og afsláttarsa/a stendur yfir.
Teppabútar af öllum mögulegum
stærðum og gerðum með miklum
afslætti og fjölmargar gerðir
gólfteppa á ótrúlega góðu verði.
IBYGGINGAVORUB l
HRINGBRAUT120 Símar
Byggingavörur 28600
Gólfteppadeild 28603
Timburdeild , 28604
Málningarvörur og verkfæn ^JbUb
Flísaroghreinlætistæki • *íö4ðu