Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
Svalbarðs-
eyrarmálið
hefur víð-
tæk áhrif
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- glað; um ótrúlega fjármálaóreiðu;
manni DV á Akureyri: um það hvort Samvinnubankinn,
Sambandið og bændur séu að tapa
Mál Kaupfélags Svalbarðseyrar er tugum milljóna í fyrirsjáanlegu
stórmál. Það snýst um uppsagnir gjaldþroti kaupfélagsins. Það snýst
70 manns, framtíð heils þorps; um b'ka um sameiningu við KEA sem
úttekt kaupfélagsstjórans og gjald- Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur
kera upp á milljónir á meðan kaup- veitt samkeppni. Og kannski síðast
félagið sjálft hefur verið í buliandi en ekki síst um bilið sem getur
greiðsluörðugleikum. Það snýst myndast á milli bændanna, eigenda
um innbrot í kjötgeymslu og stuld kaupfélaganna og starfsmanna
á kjöti sem Sambandið hafði innsi- þeirra.
Gjaldþrotíd blasir við:
Hvað fæst
fyrir
eignirnar?
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- lóðir, sláturhús, réttarbyggingu og
manni DV á Akureyri: kartöflugeymslu. Þá á félagið
Heildarskuldir Kaupfélags Sval- nokkurhús.
barðseyrareru sagðar um 280 millj- Skammtímaskuldir eru vanda-
ónir króna. Samvinnubankinn , málið. Þær eru tugi milljóna yfir
Sambandið, Áburðarvcrksmiðjan skammtímaeignum, svokölluðu
og bændur eiga mest inni hjá veltufé. Rætt er um að mismunur-
Kaupfélaginu, hátt í 200 milljónir innséalltað50milljónir.
króna. Ótrúleg vanskil hafa verið hjá
Bókhaldslega séð er rætt um að Kaupfélaginu, þau hafa reynst
félagið sé á núlli, að eignir hrökkvi óhemjudýr. Verið er að greiða þetta
fyrir skuldum. Menn spyrja sig 50-70% vexti af flestum lánum,
hins vegar hvað fáist fyrir eignirn- vegna dráttarvaxta og innheimtu-
arverðifélagiðgertupp. kostnaðar.
Helstu eignir eru fasteignir, af- Staðan er því sú að geysileg
urðir og útistandandi skuldir. Af vanskil hanga yfir Kaupfélaginu
fasteignunum, sem metnar eru í og skammtímaskuldir þess eru
heild á um 125 milljónir, eru kart- tugir milljóna umfram skamm-
öfluverksmiðjan og nýtt kjötfrysti- tímaeignir. Þetta kallar aftur á
hús þær heistu, metnar á um 670 skuldbreytingu lánanna; sölu á
milljónirtilsamans. fastaflármunum, fasteignum; eða
Af öðrum fasteignum má nefna nauðungaruppboð á Kaupfélaginu.
Bændur standa tæpt:
„Bjarga mér
á víxlum”
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
Þeim bændum, sem hafa átt inni
hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar,
hefur gengið ákaflega ílla að fá
greidda inneign sína. Hægt hefur
samt verið að greiða eitthvað til
þeirra, oftast talsvert eftir að þeir
innheimtu.
Einn bóndi sagði við DV: „Ég er
kominn í algjört þrot. Ég hef bjarg-
að mér á víxlum, krítarkorti og
öðrum lánum til að (Tamíleyta mér.
Þeta er allt að gjaldfalla. Það eru
engir peningar til hjá Kaupfélag-
inu.“
KAABERKAFFILÍKA í
LÖGREGLURANNSÓKN
— Verðlagsstof nun fann ekkert athugavert fyrir ári
Ríkissaksóknari hefur mælst til
þess að Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsaki kaffiinnílutning 0. Jo-
hnson & Kaaber hf. á árunum 1980
og 1981. Kemur þetta í kjölfar ákæru
á hendur yfirmönnum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga vegna inn-
flutnings á kaffi fyrir Kaffibrennslu
Akureyrar.
„Það hlýtur að vera töluvert tilefni
að mæla fyrir um rannsókn,“ sagði
Jónatan Sveinsson saksóknari.
„Við viljum freista þess að fá það
upplýst hvort 0. Johnson & Kaaber
hafi flutt inn kaffi á óhagstæðari
kjörum en reynslan og rannsókn
hefur sýnt fram á að Kaffibrennsla
Akureyrar átti kost á,“ sagði Jónat-
an.
„Verðlagsyfirvöld fóru yfir alla
okkar reikninga í fyrra og fundu
ekkert athugavert við þá,“ sagði
Ólafur Ó. Johnson, forstjóri 0. Jo-
hnson & Kaaber.
„Við fengum afslætti. Þeir voru
notaðir til að lækka kaffiverð," sagði
Ólafur.
Fréttatilkynning Verðlagsstofnun-
ar, dagsett 21. febrúar 1985, um rann-
sókn sína á verðlagningu á kaffi, var
svohljóðandi:
„Að gefnu tilefni hefur Verðlags-
stofnun gert athugun á kaffi á árun-
um 1979-1981. Þeirri athugun er
lokið og telur stofnunin ekki tilefpi
til frekari aðgerða i málinu."
Leyfilegt hámarksverð á kaffi á
þessum tíma var miðað við gögn frá
O. Johnson & Kaaber. I yfirlýsingu
Erlends Einarssonar, forstjóra Sam-
bandsins, fyrir helgi segir að Kaffi-
brennsla Akureyrar hafi selt á því
verði sem verðlagsyfirvöld ákváðu
og stundum neðan við hámarksverð.
-KMU
Frá Emil Thorarensen, fréttaritara á Eskifirði:
Mikil ófærð hefur verið að undanförnu á Eskifirði vegna sjókomu. Má nú ætla að jafnfallinn snjór sé þar um 120
sentímetrar. Samgöngur hafa því verið erfiðar og þar af leiðandi hefur póstur borist seint í byggðarlagið. Þess eru
dæmi að dagblöðin hafi verið orðin allt að vikugömul þegar þau hafa komist í hendur kaupenda. DV-mynd Emil
Ríkisstjórnin fær falleinkunn hjá stjórnarandstöðunni:
r
A að segja af sér
og efna til kosninga
„Ríkisstjómin á að fara frá og efna
til kosninga. Innan ríkisstjórnarinn-
ar er enginn vilji né samstaða nema
um að skerða kaupmáttinn enda ekki
stofnuð til annars," sagði Svavar
Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, sem hóf hina almennu um-
ræðu um stjórnmálaástandið í
landinu, sem fram fór á Alþingi í
gær.
Svavar sagði að allt ræki á reiðan-
um hjá ríkisstjóminni og óheilindin
milli stjómarflokkanna og einnig
milli ráðherra annars stjórnar-
flokksins væm einsdæmi. Hann
nefndi landráðabrigsl ráðherra,
halla ríkissjóðs, dauðadæmt Þróun-
arfélag, landsflótta, hrokafullan
menntamálaráðherra í garð Lána-
sjóðsins, Seðlabankann, gerðan að
útibúi Sjálfstæðisflokksins og að-
gerðaleysi í sambandi við kjara-
samninga, svo eitthvað sé nefnt.
Aðrir fulltrúar stjórnarandstöðunn-
ar tóku í sama streng og nefndu
dæmi máli sínu til stuðnings. Jó-
hanna Sigurðardóttir, Alþýðuflokki,
sagði að öll lætin í ráðhemmum
skiptu ekki höfuðmáli. Það væm
skýrslur félagsstofnunar og fjöldi
nauðungarmála sem töluðu sínu
máli. Hins vegar tækju ráðherramir
ekki eftir þessum staðreyndum því
þeir væm svo uppteknir að leika á
fiðlu á meðan Róm brynni.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði að fátt nýtt hefði
komið fram í málflutningi stjórnar-
andstöðunnar. Hann sagði að hagur
flestra hefði batnað á síðasta ári og
skýrði firá því að kaupmáttur launa
hefði hækkað um 6 % á síðasta ári.
Hann sagði að nú væm batamerki í
ljárhagsmálum þjóðarinnar. Fis-
kverð hefði hækkað og fyrirsjáanleg
væri olíuverðslækkun. Þetta gæfi
Mínútugjald fyrir símtöl frá íslandi
til Bandaríkjanna lækkar úr 82
krónum í sjálfvali í 70 krónur frá og
með 1 febrúar. Þetta er 15% lækkun.
Einnig lækkar mínútugjald fyrir
telexþjónustu vemlega, eða um 32%,
úr 84 krónum í 57 krónur.
Milli íslands og Kanada nemur
lækkun í sjálfvali líka 15% og verður
frá sama tíma 70 krónur á mínútu.
von um lækkun verðbólgunnar, sem
þó væri háð því hvemig til tækist í
yfirstandandi kjarasamningum.
Friðrik Sophusson, Sjálfstæðis-
flokki, talaði fyrir hönd síns flokks.
Hann sagði að vilji væri innan ríkis-
stjórnarinnar um að kaupmáttur
yrði tryggður en samt ekki þannig
að verðbólga færi vaxandi. Þetta
væri markmið sem flestir hefðu
skilning á. -APH
Telexþjónusta til Kanada lækkar
hins vegar um 50%, úr 115 krónum í
57 krónur á mínútu.
Ástæða lækkunarinnar er sú, sam-
kvæmt upplýsingum ffá Póst- og
símamálastofnuninni, að tekist hafa
samningar við hlutaðeigandi banda-
rísk símafyrirtæki um lækkun á
uppgjörsgjöldum síma- og telexþjón-
ustu. -KB
Símtöl til Banda-
ríkjanna og
Kanada lækka