Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANTJAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Gudmundur Pétursson og Hannes Heimisson Blaóa- kóngurinn sjálfur á forsíðunum Rupert Murdoch, útgefandinn sem enn býður verkfallsglöðum prenturum á Bretlandi byrginn og hefur komið út tveimur íjögurra blaða sinna þrátt fyrir verkfall þeirra, hefur byggt sér upp fjöl- miðlaveldi sem spannar þrjár heimsálfur. Það er eitt hið stærsta í heiminum og tekur yfir áttatíu dagblöð og tímarit, auk þess sem umsvif ástralska blaðakóngsins fara stöðugt vaxandi í sjónvarpi og kvikmyndagerð. Laginn að rétta af taprekstrar- blöð Murdoch, sem er fimmtíu og fjög- urra ára, réðst fyrst fram á út- gáfuvöllinn í Ástralíu þar sem hann er fæddur. Síðan hefur hann farið hraða sigurför um fjölmiðla- heiminn í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Honum hefur sýnst einkar lagið að rétta af blöð sem barist hafa í bökkum vegna síharðnandi samkeppni annarra fjölmiðla. - En honum hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki of vandur að efnisvali eða efnismeðferð blaða sinna, sem hafi sum yfir sér hið gula yfirbragð sorpblaðamennsk- Keypti sjö sjónvarpsstöðvar í maí 1985 gekk Murdoch frá samningum sem fólu í sér kaup sjö sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Það þykir færa honum aðstöðu til þess að etja kappi við risasysturnar þrjár, stærstu sjónvarpsstöðvarnar ABC, CBS og MBC. Hann neyddist þó til þess að sækja um bandarískt ríkisfang ef hann ætlaði að stjórna þessum nýja rekstri sínum sjálfur, vegna bandarískra lagaákvæða. - í síðasta mánuði tók fjölmiðlafýrir- tæki hans endanlega við 20th Century Fox, framleiðanda kvik- mynda og sjónvarpsþátta. Áður hafði Murdoch gerst aðili að fyrirtæki sem annaðist útsend- ingar um gervihnött á sjónvarps- efni frá Bretlandi til kapalkerfa víða í Evrópu. Þau viðskipti mörkuðu tímamót í kaupsýslulífi Murdoch, sem áður höfðu einskorðast í Evrópu við kaup á stórblöðum eins og Lund- anna, hefur nú undirritað samning við sjónvarp í Jórdaníu um sýningu á þáttunum, auk þess sem þáttaröð- in hefur verið seld til sex annarra arabaríkja. Sem sendiherra Jórdaníu Fyrirtækið var stofnsett árið 1983 með yfir 20 milljónir dollara í hlutafé og 51 prósent eignaraðild jórdanska ríkisins. „Fyrirtækið var stofnað til að verða sem sendiherra Jórdaníu erlendis, kynningaraðili á jór- danskri og arabískri menningu og listum og til endurspeglunar á jór- danskri menningararfleifð“segir Munir Durra, aðalframkvæmda- stjóri. Durra sagði ennfremur að fyrir- tækið stefndi að aukinni kynningu á arabískri leiklist, léttmeti jafnt sem alvarlegra efni, á fjölum er- lendis, og væri jafnvel fyrirhugað að nota fomar arabískar mállýskur í sviðssetningunni, mállýskur er vart fyrirfyndust í dag. Helstu samstarfsríki Jórdana við útbreiðslu hinnar leikrænu tján- ingar verða Egyptaland og írak. Heimildamynd um spámann- inn Stærsta verkefnið á næstunni og það mikilvægasta fyrir þetta hálfopinbera jórdanska kynning- arfyrirtæki verður kvikmyndun heimildamyndar um líf og starf spámannsins Múhameðs í heim- sögulegu ljósi. Fyrsti hluti kvikmyndarinnar verður tekinn í Alsír, Marokkó og Óman. Kvikmyndin verður sérstaklega framleitt með evrópska og Norður- ameríska áhorfendur í huga með frönsku, ensku og arabísku tali. Af öðmm kvikmyndatökustöðum má nefna Indland, Egyptaland, Irak, Spánn, Sýrland og Tyrkland. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Adnan Al-Rameni frá Jórdaníu. Annað verkefni fyrirtækisins, verður unnið í samvinnu við Vest- ur-þýska Zenith fyrirtækið. Hér er um að ræða sex raða myndaflokk , unninn á arabísku og ensku, og byggður á fornum arabískum dularsögnum um bedú- ína í eyðimörkinni. Stærstu kvikmyndaver álfunn- ar Það er ekki hægt að segja annað en rekstur kynningarfyrirtækisins hafi gengið vel á þeim þrem árum er það hefur starfað. Árabar eru stoltir af ætt sinni og uppruna ,svo ekki sé minnst á sameiginlega arabíska menningar- arfleifð. Arabar segjast sjálfir vilja flytja eitthvað annað út en endalausar birgðir olíu og er nokkuð í mun að eyða ímynd sinni í Bandaríkjun- um og Evrópu um nýríku, menn- ingarlausu olíufurstana. Kynningarfyrirtækið opnaði í síðasta mánuði heljarmikið kvik- mynda-og hljóðupptökuver í Am- man, höfuðborg Jórdaníu, er það segir að sé það stærsta og full- komnasta sinnar tegundir í heims- hlutanum. Hið nýja ver er á góðri leið með að verða miðstöð fyrir arabíska menningu og listir. Þar er afþreyingin ekki einungis í fyrirrúmi heldur fær menningin og hin alvarlegri list þar veglega athygli. Rupert Keith Murdoch á skrifstofu sinni í New York en þessa dagana er hann í London að glíma við prentarafé- lögin sem hann vill ekki semja öðruvisi við en þau heiti að beita ekki verkfalli gegn blöðum hans. únablaðið Times og Sun, auk New York Post. Áður hafði hann að vísu átt bæði útvarps- og sjónvarps- stöðvar í Ástralíu þar sem hann var fyrir löngu orðinn stórkonung- ur í fjölmiðlun. Blöskraöi uppgangurinn Kaup Murdochs á breskum blöð- um höfðu vakið nokkra andstöðu því að mönnum óx í augum út- þensla hans í fjölmiðlaheiminum og þótti lítt til um stakkaskiptin, sem vildu verða á blöðum, eftir að þau komust í hans eigu, og þá meir í átt til sorpblaða. Þannig varð nokkurt fjaðrafok þegar hann gerði kauptilboð í Times og Sunday Times, auk Sun og News of the World, en tvö þessi síðasttöldu þykja flestra blaða djörfust í birt- ingu mynda af fáklæddum meyjum eða í bersögli og slúðurfréttaburði. Leiddi það til verkfalls til að and- mæla kaupum hans á Times- blaðaútgáfunni. Áður en hann fékk að kaupa útgáfuna 1981 varð hann að skuldbinda sig skriflega til þess að breyta ekki yfirbragði Times sem er elsta dagblað Breta. Ekki var nú samt liðið heilt ár áður en Harold Evans, þáverandi ritstjóri Times, sá sig knúinn til þess að segja af sér, vegna þess sem hann kallaði vanefndir Murdochs og tilburði til þess að sveigja leið- ara blaðsins til hægri. Berbrjósta konur Eftir að Sun og News of the World komust í eigu Murdochs seint á sjöunda áratugnum varð Sun útbreiddasta dagblaðið og News of the World útbreiddasta sunnudagsblaðið. Sun varð fyrst breskra blaða til þess að birta daglega myndir af berbrjósta kven- fólki. 1977 komst Murdoch yfir New York-tímaritaútgáfuna og viku- blaðið Village Voice, sem hann seldi síðan aftur 1985. Hann var fljótur að breyta New York Post úr einu leiðinlegasta dagblaði Bandaríkjanna í eitt það mest umtalaða. Jókst útbreiðsla þess óðfluga. Hann hafði sömu aðferð við hlutina eins og í Fleet Street í London en New York Post var gagnrýnt fyrir val á fyrirsögnum og efnisval og meðferð. í stuttu máli sagt var það kallað smekk- leysa og talið reyna að gera sér mat úr hræðsiu New York-búa við glæpi. Það var enn tap á rekstrinum á New York Post þegar Murdoch afréð að kaup sjö sjónvarpsstöðvar af Metromedia, fiölmiðlafyrirtæki í New Jersey. Kaupverðið var tveir milljarðar dollara. Bandarísk lög meina sama aðila að eiga bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum ef hann er ekki bandarískur ríkisborgari. Frjálslyndur Lenínaðdáandi á skólaárum Keith Rupert Murdoch fæddist 11. mars 1931, sonur virts útgef- anda, sir Keith Murdoch. Þegar hann stundaði nám í Oxford- háskóla í Englandi tók hann virk- an þátt í stjórnmálastarfi frjáls- lyndra og í herbergi sínu hafði hann brjóstmynd af rússneskum byltingarmanni að nafni Vladimir Ilyich Lenin. í dag teljast hann sjálfur og landsmálablöð hans vera til hægri. - Hann útskrifaðist með próf í hagfræði og vann í tvö ár sem aðstoðarritstjóri við Daily Express í London. Faðir hans andaðist 1952 og tveim árum síðar tók Murdoch við fiölskyldufyrirtækinu, News Lim- ited, sem átti eitt dagblað í Adela- ide og eina útvarpsstöð. Á sex árum tífölduðust tekjur News Limited undir stjórn hans og hann fiárfesti í blaðakeðjum í Sydney. 1964 stofn- aði hann Ástralíumanninn, fyrsta landsmálablað þeirrar álfu. Hann rekur þama einnig bókaútgáfur og jarðgasvinnslu. Murdoch er kvæntur og fiögurra barna faðir. Hann hefur aðallega haldið heimili í New York síðan 1974 en dvelur löngum í Bretlandi og Ástralíu. Aröbum er það nú mikið í mun að breyta ímynd sinni í huga Vesturlandabúa um feita, nýríka ög menningar- lausa olíugreifann er ekur um á svartri limósinu. Jórdanir fiytja út menningararfleifð Jórdanskt íyrirtæki, er einbeitir sér að auglýsingum og almanna- tengslum, hefur í hyggju að fram- leiða á næstunni heimildarkvik- mynd um mikilvægi spámannsins Múhameðs er tekin og unnin verð- ur í alls níu þjóðlöndum. Markmið fyrirtækisins er að koma kvikmyndinni til dreifingar í Bandaríkjunum, Evrópu og Mið- austurlöndum. Fyrirtækið, sem hefur löngum einbeitt sér að kynningu á arab- ískri listsköpun og menningu í sjónvarpi, kvikmyndum og í út- varpi, hefur nýverið hleypt af stokkunum heilli sjónvarps- myndaseríu er fiallar eingöngu um arabískan listiðnað og kostaði yfir 330 þúsund dollara í framleiðslu. Zeid Fariz, framleiðslustjóri þátt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.