Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 11 Langbrækur hætta —annaðgallerí tekurvið Nú um helgina voru síðustu opn- unardagar í Gallerí Langbrók á Bernhoftstorfu. Ástæðan er of há leiga á húsnæði Langbrókar sem hækkuð var til muna sl. sumar, úr 5-8 þúsundum á mánuði í 30 þúsund og frá áramótum upp í 35 þúsund. „Af gallerírekstri verður engin feitur og við stöndum ekki undir svo hárri leigu. Nefnd þeirri sem rekur húsin á Bernhöftstorfu, Minjavernd, var bent á að þeim væri til álitsauka að styðja við bakið á menningar- starfsemi sem þessari sem áunnið hefur sér sess á Bernhöftstorfu. Minjavernd varð ekki við okkar óskum og því var sú ákvörðun tekin að leggja Langbrókina niður,“ sagði Sigrún Eldjárn, ein af Langbrókun- um. „Við urðum að breyta öllum gömlu og lágu leigukjörunum. Minjavernd er hætt að fá styrki frá opinberum aðilum til þess að byggja upp Bern- höftstorfuna. Leigan verður að standa undir framkvæmdum og rekstri. Leigutakar voru látnir vita af þessu fyrir löngu og Langbræk- urnar skrifuðu undir leigusamning í sumar sem hljóðaði upp á 30 þúsund á mánuði. Þær samþykktu þá. Við höfum reynt að miðla málum við þær, okkur finnst sárt að sjá þær fara, en það tókst ekki. En nokkrar af þeim ætla að halda áfram rekstri Gallerís þarna, sem kemur til með að heita Gallerí Gimli, svo að þarna heldur áfram að vera menningar- starfsemi," sagði Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, en hann er formaður Minjaverndar. -KB Gerðuberg: Fundur í Gerðu bergi um vímu- efnafræðslu Á morgun verður haldinn fundur í Gerðubergi um vímuefnafræðslu. Til fundarins er boðið formönnum og fulltrúum foreldra- og kennarafélaga i grunnskólum Reykjavikur. Mark- mið fundarins er að kynna bæklinga um vímuefni sem ætlaðir eru foreld- rum og skólabörnum. Skipulagning á hugsanlegu samstarfi um dreifingu bæklinganna verður rædd. Það er samstarfshópur borgarstarfsmanna frá Æskulýðsráði, Fræðsluskrifstof- unni og Félagsmálaráði Reykjavíkur sem boða til fundarins annað kvöld í Gerðubergi. Allt áhugafólk er vel- komið. .j>q „Eg stefni hátt i skákinni,“segir Þröstur Árnason sem varð unglingaskákmeistari Reykjavíkur 1986 eftir erfiða skák við Hannes Hlífar Stefánsson, sem endandi seint á sunnudagskvöld með sigri Þrastar. DV-mynd KAE „GAMAN AÐ SIGRA” segir nýbakaður unglingaskákmeistari Reykjavíkur 1986 „Það er alltaf gaman að sigra. Ég átti alveg eins von á að verða unglingaskákmeistari þetta árið,“ sagði hin 13 ára gamli Þröstur Árnason sem hefur verið skákmað- ur af Iífi og sál síðan hann byrjaði að fara á laugardagsæfingar hjá Taflfélaginu 9 ára gamall. Þröstur vann allar sinar skákir, eða 9, i unglingaflokki Skákþings Reykjavíkur, en siðustu umferðirn- ar fóru fram um helgina. í öðru sæti varð Hannes Hlífar Stefánsson með 8 vinninga og í þriðja sæti Guðríður Lilja Grétars- dóttir með 7 vinninga. ,. Mig langar til að taka þátt í Reykjavikurskákmótinu. Kannski verð ég einn af þeim ungu efnilegu og Elo-stigalausu sem boðið verður að taka þátt i því,“ sagði Þröstur. Næst á dagskrá hjá Þresti er Norð- urlandamótið í skólaskák sem haldið verður í Svíþjóð um mán- aðamótin. „Ég stefni hátt í skákinni,“ sagði Þröstur. Þröstur er einnig hæstur í opna flokknum á Skákþinginu ásamt Hannesi Hlífari og Andra Áss Grétarssyni. Þeir eru allir með 8 vinninga. Keppni í opna flokknum lýkurámiðvikudag. -KB AÐAL- DALS- FLUG- STÖD TILBÚIN í MARS Húsvíkingar og aðrir Þingeyingar sjá nú loksins fram á að komast í nýja flugstöð. „Við höfum verið að gæla við að það verði í mars,“ sagði Pétur Ein- arsson flugmálastjóri er DV spurði hvenær nýja flugstöðin á Aðaldals- flugvelli í Suður-Þingeyjarsýslu yrði tekin i notkun. Að sögn Sigurðar Karlssonar flug- vallareftirlitsmanns er lítilræði eftir. Innréttingar eru frágengnar að mestu en þó vantar borð og stóla. Verið er að tengja radíó en sima vantar. Akvegur að flugstöð, svo og stæði, bæði fyrir bíla og flugvélar, eru til- búin. Framkvæmdir við þessa 570 fer- metra flugstöð hófust haustið 1981. Verktaki er fyrirtækið Norðurvík hf. á Húsavík. -KMU Þessi mynd var tekin af flugstöðinni i Aðaldal í sumar. Fyrir framan húsið eru smiðirnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.