Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
15
Menning
Menning
M^nning
leikara og Manúelu Wiesler flautu-
leikara, Jóns Ásgeirssonar tón-
skálds, Árna Kristjánssonar píanó-
leikara, Guðmundar Jónssonar
söngvara, Jóns Nordals tónskálds og
Einars Jóhannessonar klarínettu-
leikara.
Byggingalistin hefur verið með frá
upphafi og hafa viðurkenningar
verið veittar Gunnari Hanssyni arki-
tekt, Manfreð Vilhjálmssyni og Þor-
valdi S. Þorvaldssyni arkitektum,
Gunnari Guðnasyni og Hákoni
Hertevig arkitektum, Birnu Bjöms-
dóttur arkitekt, Pétri Ingólfssyni
byggingaverkfræðingi, Valdimar
Harðarsyni, arkitekt og húsgagna-
hönnuði, Stefáni Emi Stefánssyni
arkitekt, Grétari Markússyni arki-
tekt og Einari Sæmundsen lands-
lagsarkitekt.
Kvikmyndimar komu hins vegar
ekki til sögunnar fyrr en 1981, en
síðan hafa Menningarverðlaun DV
verið veitt Sigurði Sverri Pálssyni
kvikmyndatökumanni, kvikmynd-
inni „Útlaganum", Erlendi Sveins-
syni, þáverandi forstöðumanni Kvik-
myndasafns íslands, Saga-film fyrir
„Húsið“ og Film hf. fyrir „ Hrafninn
flýgur".
Fyrir utan Sigurjón Ólafsson, sem
lést 1982, og Gallerí Suðurgötu 7, sem
lagði upp laupana árið 1981, em allir
verðlaunahafar DV enn í fullu fjöri
og starfandi að hugðarefnum sínum.
í nokkmm tilfellum hafa aðrar
viðurkenningar fylgt í kjölfar Menn-
ingarverðlauna DV. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir hefur hlotið Bröste verð-
launin dönsku og fálkaorðuna, Vald-
imar Harðarson hefur hlotið marg-
háttaðar viðurkenningar fyrir stól
sinn, Sóley, og kvikmynd Egils Eð-
varðssonar, Húsið, hlaut fyrstu verð-
laun á alþjóðlegri kvikmjmdahátíð í
Belgíu.
Eftir þrjár vikur verður sem sagt
ljóst hvaða listafólk bætist í þennan
fh'ða hóp. Á næstunni mun DV
kynna dómnefndir vegna Menning-
arverðlaunanna og segja frá störfum
þeirra.
Menningarverðlaunin 1983. F.v. : Guömundur Jónsson, Helgi Þorgils Friöjónsson, Briet
Héðinsdóttir, Þuriður Baxter (t.h. Guöbergs Bergssonar ), Erlendur Sveinsson og Pétur
Ingóltsson.
Menningarverðlaunin 1984. F.v.: Egill Eðvarðsson, Valdimar Harðarson, Magnús Loftsson
(f.h. Stúdentaleikhússins ), Katrin Briem (f.h. Jóhanns Briem ), Thor Vilhjálmsson og Jón
Nordal.
Menningarverðlaunin 1985. F.v. : Maria Sigurðardóttir (f.h. Alþýðuleikhússins), Einar
Jóhannesson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Gunnar Árnason, Einar
Sæmundsen, Grétar Markússon og Stefán Öm Stefánsson.
Og rcmantíkin flæddi
Tónlelkar Sinfóniuhljómsveitar Islands i
Háskólabíói 23. janúar.
Stjórnandi: Jean-Plerre Jacquillat.
Einleikari: Guðný Guömundsdóttir.
Efnisskrá: Ámi Björnsson: tvær Róm-
önsur; Ernest Chausson: Poéme fyrir
fiðiu og hljómsveit op. 25; Maurice Ravel:
Tzigane, konsertrapsódia fyrir fiðlu og
hljómsveit; Antonin Dvorák: Sinfónia nr.
8 i G-dúr op. 88.
Ég held að það sé næsta sjaldgæft
að einleikari með hljómsveit standi
á sviðinu allan fyrri helming tón-
leika, en það gerði Guðný Guð-
mundsdóttir nú. Efnisskrána fram
að hléi fylltu fjögur einleiksverk
og var hér brugðið út af þeirri
venju að hafa að minnsta kosti eitt
inngangsverk fyrir hljómsveitina
eingöngu. Rómönsur Áma Björns-
sonar, sem hér vom fyrstar á dag-
skrá, eru vel þekktar og Guðný
hefur haft þær á verkefiiaskrá sinni
um nokkurt skeið - Ekki sem nein
aukalög heldur í þau skipti sem ég
hef heyrt hana leika þær, upp-
byggjandi þætti í vel uppsettri
efnisskrá.
Ræktarsemi
Reyndar er Guðný eini fiðluleik-
arinn sem ég hef vitað til að sýndi
þessum fallegu smástykkjum þá
ræktarsemi að leika þau á tónleik-
um, síðustu árin að minnsta kosti.
í hljómsveitarútsetningum Atla
Heimis Sveinssonar á hver hending
heima hjá þeim hljóðfærum sem
hana hljóta. Hann flytur í raun
píanómeðleikinn yfir á hljómsveit-
ina af rakinni smekkvísi og skreyt-
ir eða bætir því aðeins við að það
hæfi og nauðsynlegt sé. ,
Og áfram hélt rómantíkin að
flæða, því næst kom hið kyrrláta
Tónaljóð Emests Chausson. Svo
Portrett af Maurice Ravel eftir Nad-
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
skrýtilega vill til að íslenskir tón-
leikagestir þekkja Chausson helst
af söng amerískra ljóðasöngvara,
sem valið hafa sér gallískan ljóða-
söng að höfuðviðfangsefni. Hér
fengu menn þó dæmi þess að
Chausson kunni vel að skálda fyrir
hljómsveit, þótt hann væri fyrst og
ffemst maður hins smærra forms.
Ekki var sagt skilið við franska
músík alveg strax því næst kom
Tzigan Ravels. Maður hefúr það á
tilfinningunni að í Tzigan sé Ravel
stöðugt að halda aftur af sér -
bæla niður innri ólgu sem óneitan-
lega er til staðar í músíkinni. Þess
vegna er verkið spennu hlaðið án
þess að nokkum tíma sé létt á.
„Programme jacquillatique"
Með Tzigan lauk þætti Guðnýjar
Guðmundsdóttur á þessum tónleik-
um. Var hann bæði mikill og góður.
Hún lék hreint og fallega og af
mikilli tilfinningu án þess að of-
hlaða með henni leik sinn. í eina
tíð þótti mér Guðný fremur kaldur
spilari. Hygg ég að því hafi valdið
hversu nákvæm hún er í öllum
sínum leik og að lengi hafi hún
fyrst og fremst hugað að leiktækni-
legum atriðum á köstnað tilfinn-
inganna. Ekkert væri eins fjarri
og að viðhafa slík ummæli um leik
hennar nú orðið. Nákvæmnin og
vandvirknin hafa ekki orðið út-
undan en hlýjan og blíðan bæst við
og spennan komist í hámark.
Áttunda Dvorák, sem einu sinni
var talin sú fjórða (varð eitt sinn
í munni útvarpsþular 8,4), var svo
lokaverkið á skránni - enn eitt
tilfinningríkt stykki. Hljómsveitin
er orðin vel skóluð í rómantík og
gerði Dvorák ágæt skil, þótt ekki
væri það með sama þunga og trega
og maður á að venjast af hans
heimaslóð. Sérstaklega fannst mér
vel takast til í Adagiokaflanum þar
sem glöggt kom í ljós hve vel
samspilandi tréð og strengimir eru.
Raunar mátti bóka að eitthvað
mikið væri að ef ekki gengi vel á
þessum tónleikum. Efriisskráin var
það sem nefna mætti „Programme
Jacquillatique“, nákvæmlega af
þeirri sort sem honum og hljóm-
sveitinni tekst svo vel að leika
saman.
EM
A óeins þaó besta fyrir ykkur.
SKÍÐASKÁOnn
Hveradölum. Sími 99-4414 og 10024.
Árshátídir,' þorrablót, fundaþjónusta,
einkasamk vœmi, brúðkaupsveislur.
Sjáum um flutninga áfólki til ogjrá Hveradölum.
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval
notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn-
fremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan,
lyftara. Flytjum lyftara, varahluta-
gerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
leigjum
og við-
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastig 3, simar 26455 og 12452.
_J
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranná.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, paö er margt / gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...
ViÖ birfim...
Það ber árangurl
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
-p laugardaga, 9.00— 14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐK)