Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 20
20
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
21
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
P
I
I
I
e
i
i
i
i
i
i
k
Jafnt gegn QATAR
,,I*uð segir sig sjálft að þegar við
skorum ekki mörk þó vinnum við
ekki leik. Annars er ég þokkalega
ánægður með frammistöðu liösins í
dag. Strákarnir börðust allan tímann
vel og þessi leikur var miklu fjörugri
en á sunnudaginn þrátt fyrir að gæði
knattspyrnunnar hafi kannski ekki
verið meiri,“ sagði Guðni Kjartans-
son, þjálfari íslenska landsliðsins
skipuðu leikmönnum 21-árs og yngri,
er lék seinni leik sinn við jafnaldra
sína fró Qatar í Arabaríkinu í gær.
Hvorugu liðinu tókst að skora mark
og leiknum lyktaði því með jafntefli,
0-0.
íslenska liðið átti mun fleiri tæki-
færi en heimamenn. Jón Grétar
Jónsson skoraði mark sem dæmt var
af snemma í leiknum vegna hrinding-
ar og var það mjög vafasamur dóm-
ur. Þá átti Víkingurinn Andri Mar-
teinsson skot i stöng og Qatarmenn
sluppu einnig vel þegar markvörður
þeirra nóði boltanum fró Erni Valdi-
marssyni með góðu úthlaupi eftir að
Örn hafði komist einn í gegn. Friðrik
Friðríksson hafði ekki mikið aö gera
í markinu en hann þurfti þó að grípa
nokkrum sinnum vel inn i leikinn.
Islenska liðið var mjög jafnt í þess-
um leik. Andri Marteinsson og Loftur
Olafsson voru bestu leikmenn liðsins
sem kom heim í nótt.
-fros
Lykilmenn keisarans
• FRANZ BECKENBAUER.
Vestur-þýski landsliðseinvaldur-
inn í knattspymunni, Franz „keis-
ari“ Beckenbauer, tilkynnti í Frank-
furt í gær kjarna HM-liðs Vestur-
Þýskalands fyrir keppnina í Mexíkó
í sumar. Hann sagði að sjö menn
ættu öruggt sæti í liðinu svo fremi
þeir kæmust hjá meiðslum. Það éru:
Harald Schumacher, markvörður hjá
Köln, Karl-Heinz Föster, miðvörður
Stuttgart, Hans-Peter Briegel, Hell-
as, Verona, Ítalíu, Lothar Matt-
haeus, framvörður, Bayem
Múnchen, og f'ramherjarnir Pierre
Littbarski, Köln, Rudi Völler, Werd-
er Bremen og Karl-Heinz Rummen-
igge, Inter Milano, Ítalíu
Beckenbauer, sem skýrði blaða-
mönnum frá þessu á landsliðsæfingu
íyrir landsleik við heimsmeistara
Ítalíu á miðvikudag í Avellino, sagði
að sex aðrir leikmenn væru nær
ömggir með sæti í HM-liðinu. Það
eru bakverðirnir Thomas Berthold,
Eintracht Frankfurt, og Andreas
Brehme, Bayern, Mathias Herget,
„sweeper" hjá Bayer Uerdingen, og
Klaus Augenthaler, sem gegnir sömu
stöðu hjá Bayem, og framverðimir
Felix Magath, Hamburger SV, og
Olaf Thon, Schalke.
hsim
• Jóhannes Kristbjörnsson skoraði
22 stig gegn KR í gærkvöldi og lék vel.
200 ÍSLENDINGAR
ÆTLA Á HM í SVISS
— Samvinnuferðir verða með upphitun fyrir sitt fólk
á laugardaginn á Hótel Esju
„Við ætlum að koma saman á Hótel
Esju, 2. hæð, á laugardaginn og ræða
um för okkar á heimsmeistarakeppn-
ina í Sviss. Þetta verður nokkurs
konar upphitun hjá okkur fyrir ævin-
týrið í Sviss og ég vona að sem allra
flestir af þeim sem ætla til Sviss með
Samvinnuferðum sjái sér fært að
mæta,“ sagði Kjartan Lárus Pálsson,
blaðafulltrúi Samvinnuferða, í sam-
tali við DV í gærkvöldi.
I það minnsta þrjár ferðaskrifstofur
verða með áætlunarferðir á heims-
meistrarakeppnina í Sviss sem hefst
sem kunnugt er þann 25. febrúar.
Auk Samvinnuferða verða það Útsýn
og Úrval. Reiknað er með að tæplega
200 íslendingar fari héðan til Sviss.
Langstærsti hópurinn fer á vegum
Samvinnuferða, um það bil 130
manns. Stór hluti af þessum hand-
knattleiksunnendum mun mæta á
Hótel Esju á laugardaginn á milli
klukkan tvö og fjögur. Gefum Kjart-
ani Pálssyni hjá Samvinnuferðum,
sem að öllum líkindum verður farar-
stjóri í ferðinni til Sviss, orðið: „Þetta
er kjörið tækifæri fyrir fólkið að
kynnast og ræða og skipuleggja
málin áður en lagt verður í hann.
Veitingar verða á boðstólum fyrir þá
sem þess óska og siðan er til í dæminu
að kikt verði í Laugardalshöllina og
horft á landsleik íslands og Banda-
rikjanna. Þar er upplagt að hafa
smáæfingu fyrir hópinn fyrir stórá-
• Kjartan Lárus Pálsson fer með á
annað hundrað manns á HM i Sviss
á vegum Samvinnuferða.
tökin í Sviss. Annars er megintil-
gangurinn með þessari „upphitun“
að fá fram óskir og spurningar frá
fólkinu sem við munum leitast við
að svara eftir bestu getu,“ sagði
Kjartan Pálsson.
-SK.
Sextán
hafa
sýnt áhuga
Mjög mikill áhugi virðist vera á
landsliðsþjálfarastöðu íslands í
knattspyrnu ef marka má þann
fjölda umsækjenda sem Iátið hef-
ur í sér heyra og sótt um starfið.
í gærkvöldi höfðu sextán þjájfar-
ar sótt um starfið og eru þeir víðs
vegaraðúrEvrópu.
Enn geta fleiri bæst í hóp um-
sækjenda þvi umsóknarfrestur
um stöðuna rennur ekki út fyrr
en á laugardaginn, I. febrúar.
-SK.
KKB er 25
ára í dag
Körfuknattleikssamband ís-
lands er 25 ára í dag. Það var
stofnað 29. janúar árið 1961.
Stofnaðilar voru Körfuknatt-
leiksráð Reykjavíkur, íþrótta-
bandalag Suðurnesja, íþrótta-
bandalag Hafnarfjarðar, íþrótta-
bandalag Keflavíkur, íþrótta-
bandalag Akureyrar og íþrótta-
bandalag Vestmannaeyja.
Fyrsti formaður KKÍ var Bogi
Þorsteinsson. Aðrir formenn
hafa verið Hólmsteinn Sigurðs-
son, Einar Bollason, Páll Júlíus-
son, Sigurður Ingólfsson, Krist-
bjöm Albertsson, Helgi Ágústs-
son, Þórdís Anna Kristjánsdóttir,
Eirikur Ingólfsson og núverandi
formaður, Björn M. Björgvins-
son. Afmælisins verður sérstak-
lega minnst í lokahófi eftir að
yfirstandandi keppnistimabili
körfuknattleiksmanna lýkur.
-SKj
Kuldaboli setti
strik í reikning-
fresta varð þremur leikjum af fjórum í ensku bikarkeppninni. Bury vann
Reading, 3:0, og mætir Watford eða Man. City
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í Englandi:
Mikill kuldi setti heldur betur strik
í reikninginn hjá knattspyrnumönn-
um í Englandi í gærkvöldi og varð
að fresta þremur af fjórum leikjum
sem á dagskrá voru í ensku bikar-
keppninni. Fyrirhugað er að reyna
að leika þá leiki í kvöld.
Eini leikurinn sem kuldaboli kom
ekki í veg fyrir að fram færi var
viðureign 3. deildar liðanna Bury og
toppliðsins Reading. Fyrri leik lið-
anna lauk með jafhtefli, 1-1, og komu
þau úrslit nokkuð á óvart þar eð
Reading hefur haft umtalsverða yfir-
burði í 3. deildar keppninni ensku í
vetur og hefur þar nánast yfirburða-
stöðu. Leikmenn Bury komu enn á
óvart í gærkvöldi er þeir yfirspiluðu
Reading og sigruðu með þremur
mörkum gegn engu. Leikið var í
gærkvöldi á heimavelli Bury. Mörk-
in fyrir Bury skoruðu þeir Craig
Mabbon, 2, og Lee Dixon. Toppliðið
Reading er þar með úr leik í bikar-
keppninni en Bury, sem ekki hefur
gengið vel í 3. deildinni í vetur, mun
mæta sigurvegaranum úr viðureign
Watford og Manchester City í næstu
umferð.
fram í gærkvöldi, voru Ipswich West
Ham, Millwall-Aston Villa og Wat-
ford-Manchester City. Reyna á að
leika þessa leiki í kvöld og þá fer
einnig fram viðureign Manchester
United og Sunderland á Old Trafford
en þessi lið skildu jöfn á laugardag-
inn er ekkert mark var skorað þrátt
fyrir látlausa sókn United. Fyrirliði
Man. Utd, Bryan Robson, mun ekki
leika með félögum sínum í kvöld þar
eð hann var rekinn af leikvelli á
laugardaginn.
-SK.
Robson fjarri góðu
gamni í kvöld
• Leikimir, sem ekki gátu farið
Nær Þorbjöm
150 leikjum?
Þorbjörn Jensson hættir í landsliðinu eftir HM
Þorbjörn Jensson, fyrirliði islenska
landsliðsins í handknattleik, hefur
lýst því yfir að hann muni ekki leika
með íslenska landsliðinu eftir að
heimsmeistarakeppninni i Sviss er
lokið. Þorbjöm mun þvi leika sina
siðustu landsleiki í Sviss í næsta
mánuði.
Þorbjöm hefur leikið 142 lands-
leiki fyrir ísland og á því möguleika
á að leika sinn 150. landsleik áður
en yfir lýkur. Hann leikur þrjá leiki
á Flugleiðamótinu um næstu helgi
og ef íslenska landsliðinu tekst að
komast í milliriðla f Sviss mun síðari
leikur íslenska liðsins í milliriðlun-
um verða 150. landsleikur Þorbjöms
og jafhframt kveðjuleikur.
Aðeins einn íslenskur handknatt-
leiksmaður hefur leikið fleiri lands-
leiki en Þorbjöm Jensson. Það er
Bjami Guðmundsson en hann hefur
leikið 163 landsleiki fyrir ísland.
-SK.
Frakkaleikur
á fösfuda
Flugleiðamótið í handknattleik hefst
sem kunnugt er á föstudagskvöld.
Hingað mæta til leiks landslið Pólverja,
Frakka og Bandaríkjamanna. Fyrsti
leikur íslenska liðsins verður á föstu-
dagskvöld gegn Frökkum en á undan
leika Pólveijar og Bandaríkjamenn.
Allir leikir mótsins fara fram í Laugar-
dalshöll.
Islenska landsliðið hefúr æft af miklu
kappi undanfarið, mikið verið um
þrekæfingar og því varasamt að búast
við alltof glæsilegum árangri á móti
þessu. Líklega verða Pólverjar erfíð-
ustu andstæðingarnir en ekki er þó
ráðlegt að vanmeta landslið Frakka
og Bandaríkjamanna en bæði þessi lið ■
hafa verið í mikilli sókn undanfarið. |
Tveir landsleikir verða á dagskrá öll
keppniskvöldin þrjú en mótinu lýkur
á sunnudag og þá verður sigurvegur-
um afhentur glæsilegur bikar (sjá
mynd). Flugleiðir bjóða upp á sérstak-
ar pakkaferðir í tilefni mótsins, flug
til Reykjavíkur og gistingu á hóteli
auk miða á leikina. Pakkamir kosta
4.719 kr. sé farið frá Akureyri, 3.800 frá
Eyjum, 5.598 frá Egilsstöðum og 4.546
kr. sé farið frá ísafirði. Ofangreint verð
er miðað við gistingu í tveggja manna
herbergjum.
-SK.
• Aðalbörg Bjamadóttir (Felixsonar, íþróttafréttamanns á sjónvarpinu)
heldur hér öruggúm höndum um verðlaunagripinn glæsilega sem afhentur
verður sigurvegurum á Flugleiðamótinu. Til vinstri á myndinni er Stefán
Kristjánsson frá Reykjavíkurborg og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ.
. DV-mynd Bjarnleifur.
Iþróttir
c BX
u*** a&fstsA
\ ' l I
. I 1J
Njarðvík sigraði KR, 82:71, í bikarkeppninni í körfu í gærkvöldi
Frá Magnúsi Gislasyni, fréttamanni
DV á Suðurnesjum:
Þrátt fyrir að KR-ingar hafi mætt
til Njarðvíkur í gærkvöldi með kröft-
ugt klapplið, dugði það ekki til að slá
íslandsmeistara Njarðvíkinga út úr
bikarkeppninni í körfuknattleik.
Þvert á móti vann UMFN öruggan
sigur, 82-71, og er þar með komið í
4-liða úrslit i bikarkeppninni en
KR-ingar eru úr leik. Staðan i leikhléi
í gærkvöldi var 44-41 fyrir heima-
menn.
bjömsson bestan leik í liði UMFN
en hann var seinn í gang eins og
allir aðrir. Valur Ingimundarson
skoraði óvenjulítið enda var hann
hvíldur góðan hluta af leiktímanum.
Njarðvíkingar munu ekki gefa
tommu eftir í bikarkeppninni og
stefna ótrauðir á sigur. Onnur lið,
sem tryggt hafa sér aðgang í undan-
úrslitin, eru lið Vals, Hauka og
Keflavíkur.
ur Jóhannsson 7, Guðmundur
Björnsson 2 og Ástþór Ingason 2.
Leikinn dæmdu þeir Sigurður Val-
ur Halldórsson og Bergur Stein-
grímsson.
-SK.
r
I
I
I
Leikurinn í gærkvöldi var ekki i
háum gæðaflokki og það var aðeins
í byrjun sem KR-ingar veittu heima-
mönnum einhverja keppni að ráði.
Njarðvíkingar vom seinir í gang eins
og þeir hafa jafnan verið í vetur en
áttuðu sig síðan vel á hlutunum í
síðari hálfleik. Endurkoma Árna
Lárussonar í liðið virtist styrkja það
töluvert og hann batt leik liðsins vel
saman. Annars átti Jóhannes Krist-
I
I
I
KR-ingar
aflúðraðir
í Njarðvík
i
i
I
i
I
Eins og fram kemur i umfjöllun .
um leik Njarðvíkinga og KR-inga |
í bikarkeppninni í körfu í gær- ■
kvöldi mættu KR-ingar með I
kröftugt klapplið með háværa I
lúðra innaborðs til Njarðvikur. '
IHeldur dofnaði þó yfir áhangend- I
um KR í siðari hálfleik. Ástæðan J
I var sú að starfsmenn íþrótta- |
J hússins í Njarðvíkum aflúðruðu
I stuðningsmenn KR í leikhléi og
■ hefur slíkt vart átt sér stað hér á I
■ landi áður. Hvort þessi „aðför“ .
I Njarðvíkinga að áhangendum |
* vesturbæjarliðsins hefur haft ■
| eitthvað með úrslit leiksins að I
_ gera skal ósagt látið en einsdæmi ■
| hlýtur slik framkoma að teljast *
Ienguaðsíður. I
K. "SKj
I
Skrítnar innáskiptingar hjá KR
Eins og fram kom í upphafi voru
KR-ingar aðeins þremur stigum
undir í leikhléi og áttu flestir von á
jöfnum síðari hálfleik. Það var hann
í byrjun en síðan afréð Jón Sigurðs-
son, þjálfari KR, að taka þá Birgi
Michaelsson og Pál Kolbeinsson út
af í nokkrar mínútur þrátt fyrir að
þeir væru alls ekki í villuvandræðum
og Njarðvíkingar þökkuðu fyrir sig
og breyttu hnífjöfnum leik í óyfir-
stíganlega stöðu fyrir KR, 70-55.
Þarna gerði Jón Sigurðsson mikil
mistök sem eflaust hafa kostað
KR-inga sigurinn.
Þeir Birgir Michaelsson, Þorsteinn
Gunnarsson og Guðni Guðnason
voru bestir hjá KR í þessum leik.
Páll Kolbeinsson var einnig góður.
• Nokkrar tölur úr leiknum: 10-4,
10-13, 16-22, 30-30, 33-30 og 44-il í
leikhléi. 54-53, 60-55, 70-55, 77-67,
82-67 og 82-71.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjöms-
son 22, Valur Ingimundarson 18, ísak
Tómasson 10, Árni Lárusson 10,
Hreiðar Hreiðarsson 9, Helgi Rafns-
son 8, Kristinn Einarsson 3 og Ingi-
mar Jónsson2.
Stig KR: Birgir Michaelsson 20, Páll
Kolbeinsson 16, Guðni Guðnason 16,
Þorsteinn Gunnarsson 8, Guðmund-
i£j 23 oi:
f engu J
rautt
I
I
Frá Magnúsi Gislasyni, frétta- *
manni DV á Suðumesjum: |
I
I
Undir lok leiks Njarðvíkur og I
KR í bikarkeppninni i körfu i *
gærkvöldi var leikmönnum |
beggja liða farið að hitna i hamsi .
I og sáu dómarar leiksins sig til- |
J neydda að sýna tveimur leik- ■
I mönnum rauða spjaldið. Þeir [
I Kristinn Einarsson, Njarðvík, og I
* Birgir Michaelsson, KR, lentu i .
I hálfgerðumslagsmálumogfengu |
_ báðir að sjá rauða spjaldið. Þeir ■
I munu þvi að öllum likindum I
missa af leik UMFN og KR í úr-1
valsdeildinni sem fram fer
Njarðvík á föstudagskvöldiö.
-SK.
I
Brazil skrifaði
undir í gær
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í Englandi:
Alan Brazil, sem verið hefur hjá
Manchester United undanfarin ár,
skrifaði í gær undir samning við
Gibson mun líklega skrifa undir samning
við Man.Utd ídag
Coventry City. Hann mun að öllum
líkindum leika með Coventry á laug-
ardag í 1. deildinni.
Forráðamenn Manchester United
og Coventry hafa komist að sam-
komulagi varðandi skipti á Brazil og
Terry Gibson og mun hann væntan-
lega skrifa undir samning við United
í dag. Auk þess að láta Brazil af hendi
þurfti United að greiða Coventry 350
þúsund pund fyrir Gibson. Það
kemur ekki svo mjög á óvart að
forráðamenn United skuli láta Brazil
fara frá félaginu. Hann hefur lítið
sem ekkert fengið að spreyta sig í
leikjum liðsins. Það að hann hafi
ekki fengið að reyna sig hefur hins
vegar margoft komið á óvart og
menn eru ekki á eitt sáttir um rétt-
mæti gerða framkvæmdastjórans,
Ron Atkinsons, varðandi Brazil sem
er mjög snjall leikmaður.
-SK.
• Alan Brazil skrifaði í gær undir
samning hjá Coventry.
• ísak Tómasson skorar körfu fyrir Njarðvik gegn KR í gærkvöldi. Guðmund-
ur Björnsson, KR-ingur, kemur engum vörnum við. DV-mynd emm.
• Þorbjöm Jensson. Nær hann að
leika 150 landsleiki?
Girardelli efstur
— í keppni heimsbikarsins á skíðum
Eftir stórsvigskeppnina í Sviss í
gær er Marc Girardelli nú stigahæst-
ur i keppni heimsbikarsins. Hann
fékk nokkur stig fyrir flmmta sætið
í gær og hefur nú hlotið 132 stig.
Brunmeistarinn austurriski, Peter
Wirnsberger, er í öðru sæti með 130
stig og kempan Ingemar Stenmark,
Svíþjóð, í þriðja sæti með 127 stig.
Munurinn á þremur efstu er því sára-
lítill. Hins vegar nokkur munur á
þriðja og Ijórða sætinu. Rok Petrovic,
Júgóslavíu, náði því i gær eftir að
hafa náð Ijórða sætinu í Abelboden i
gær. Hefur 100 stig. Fimmti er bmn-
maðurinn, Peter Miiller, Sviss, með
99 stig og Pirmin Zurbriggen, Sviss,
sjötti með 90 stig. í sjöunda sæti er
Svíinn Jonas Nilsson með 83 stig.
Hann varð í 20. sæti í stórsviginu í
gær.
-hsím
Skoskur sigur
gegn Israel
Paul McStay, sem leikur með Glas-
gow Rangers, var hetja skoska
landsliðsins í gærkvöldi er Skotar
léku upphitunarlandsleik gegn tsra-
elsmönnum í tsrael. McStay skoraði
eina mark leiksins á 60. minútu.
Skoska liðið olli nokkrum von-
brigðum í gærkvöldi, sérstaklega í
fyrri hálfleik. í síðari hálfleik náðu
þeir sér betur á strik og tókst að
merja sigur. Þess má geta að Eng-
lendingar leika í kvöld gegn Egypt-
um í Egyptalandi.
-SK.
• Paul McStay skoraði sigurmark H
Skota í gærkvöldi gegn tsrael.
mmmmmm.mmwmmmmmJt