Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir % > v „Ég hef ekki trú á að ég flytji svo langt suður á bóginn,“ sagði franski knattspyrnusnillingurinn Michel Platini nýlega í sjónvarpsviðtali. Hann hefur verið kjörinn besti leik- maður Evrópu síðustu þrjú árin og nú í maí rennur út samningur hans við Torino-liðið Juventus. Flest stór- lið Evrópu eru farin að hugsa sér til hreyfings vegna Platini. Napoli fór fyrst af stað með lokkandi tilboð og forráðamenn liðsins sögðu: „Komdu til okkar og skapaðu draumapar knattspyrnusögunnar með Diego Maradona." En Platini lýsti þvi yfir í sjónvarp- inu að hann hefði lítinn áhuga á að flytja til Napoli. Hefur ekki hug á því að fara keppa um það við Maradona hvor þeirra yrði kóngurinn í Napoli. Hins vegar geta engir nema hinir suður-ítölsku látið sér detta í hug að hafa tvo svo „dýra“ leikmenn í liði sínu. En Suður-ítalir eru „snaróðir" þegar knattspyma er annars vegar. Meðaltal áhorfenda á heimaleiki Napoli er 74.600. Gyiliboð AC Miiano Eftir að Platini hefur gefið ákvéðið í skyn að hann hafi ekki áhuga á tilboði Napoli hafa möguleikar AC Milano að fá kappann aukist mjög. Þrátt fyrir íjárhagsörðugleika hjá þessu mikla félagi hefur það gert Platini tilboð, sem mundi gefa hon- um mest í aðra hönd. AC Milano hefur sem sagt boðið Platini þriggja ára samning þar sem hann fengi í Platini á miðri mynd í Ieik með Juventus í Torino. Tekur Platini tilboði AC Milano —165 milljónir? Samníngur Michel Platini hjá Juventus rennur út í maí. Tilboð streyma til hans og Milano-lidíd býður honum 165 milljóna árslaun auk auglýsingatekna sinn hlut 165 milljónir íslenskar á ári. Möguleikar hans á auglýsinga- tekjum mundu renna til hans sjálfs. 165 milljónimar á ári aðeins fyrir að leika knattspymu og auk þess að koma nokknnn sinnum fram í kapal- sjónvarpinu rás 5, sem er stór eign- araðili að AC Milano. Michel Platini viðurkennir að hafa átt mjög athyglisverð samtöl við forustumenn Milano-félagsins. Ef til vill hugsa forráðamenn þess kaup á Platini sem bjargráð í fjárhagskrepp- unni. Áfram hjá Juventus Það er líka alls ekki útilokað að Platini endumýi samning sinn við Juventus. Framkvæmdastjóri FIAT- verksmiðjanna í Torino og reyndar víða um heim, Gianni Agnellsom, er aðaleigandi Juventus. Hann hefur þegar boðið Platini að hækka árs- laun hans hjá félaginu um 56 milljón- ir ísl. króna auk annars freistandi tilboðs. Það er að Platini fái ákveðn- ar prósentur af nýrri gerð FIAT-bíla, sem fjöldaframleiðsla er að hefjast á og kemur í stað FIAT 126. Það gæti gefið honum mikið í aðra hönd. Eitt er víst að Platini kemur ekki til með að leika í framtíðinni með frönsku liði því hann sagði nýlega: „Ég leik aldrei með frönsku félags- liði“ og eiga ef til vill daprar minn- ingEu- frá því hann var hjá St. Etienne þátt í því. Einn leikfélaga hans þar, Larios, tældi frá honum eiginkon- una. Þá vom áhorfendur allt annað en hliðhollir Platini á leikvelli. Mörg em félögin sem vilja fá Platini til sín. Hann hefur þegar neitað tilboði frá Servette í Genf í Sviss og lítið litið á tilboð frá frönskum, sviss- neskum og spænskum félögum sem umboðsmanni hans, Bemard Genest- ar, hafa borist. Barcelona - möguleiki Hins vegar er ekki útilokað að Platini lendi hjá Barcelona. Þetta ríkasta félag heims hefur hug á leik- mannaskiptum, það er að þýski snill- ingurinn Bemd Schuster fari til Juventus í skiptum fyrir Platini. Einnig mundu þá tugir milljóna, jafnvel stærri upphæðir, skipta um eigendur. „Það er fjarstæða að álíta að allt snúist um peninga ef og þegar Platini skrifar undir nýjan samning. Hann mun kynna sér vel allar aðstæður hjá því félagi sem hann fer til og möguleika þess og þá ekki aðeins á knattspymusviðinu. Það er meira í lffinu en peningar og knattspyrna," segir Bemard Genestar, umboðs- maður hans. hsím Sutton vann Phoenix-Open Bandariski golfleikarinn Hal Sutt- on vann um helgina sigur á opna golfmótinu í Phoenix. Sutton lék völlinn á 267 höggum eða sautján höggum undir parí vallaríns sem var 284. Sutton vann því sigurverðlaunin sem voru 90.000 dollarar (um 3,6 millj- ónir ísl. króna) en alls voru 500 þús- und dollarar veittir í verðlaun. Sigurinn var sá sjötti sem Sutton vinnur á fjögurra ára ferli sínum og fjórði sigur hans í atvinnumanna- keppni PGA síðan í júní. Calvin Peete og Tony Stills lentu í öðru sæti á 269 höggum. „Ég reyndi að leika ákveðið en þetta var of þrúgandi dagur. Þeir fengu nokkur tækifæri til að ná mér en ég var heppinn að þeir nýttu þau ekki,“ sagði hinn 27 ára gamli Sutton eftir að sigurinn var í höfn. Annars gengu hringimir þannig fyrir sig hjá efstu mönnum. 267 HalSutton......64 64 68 71 269 Calvin Peete...64 69 68 68 Tony Stills....68 68 65 68 270 DanForsman.....70 68 66 66 271 Greg Norman....64 71 66 70 Don Pooley.....74 61 67 69 Af þekktum nöfnum, sem lentu neðar á listanum, má nefna Þjóðverj- ann Bemard Langer á 273 höggum og Sandy Lyle Bretlandi á 277 högg- um. - fros Ók á tré Jean Claude Bouvy, einn af betri leikmönnum belgíska félagsins AA Ghent, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Ghent. Nú um helgina keyrði Bouvy bif- reið sinni á tré með þeim afleiðingum að hún varð gjörsamlega óþekkjan- leg. Leikmaðurinn liggur nú með mölbrotna fætur, innvortisblæðingar bæði á höfði og maga og í dái. Bouvy er frá Afríkuríkinu Zaire og lék áður með Anderlecht. -fros Sigruðu í badminton Fyrirtækja- og stofnanakeppni BSÍ fór fram sunnudaginn 19. janúar í TBR-húsinu. Sigurvegari varð Gunnar Ásgeirsson hf. Fyrir Gunnar Ásgeirs- son kepptu Árni Þór Hallgrímsson og Valgeir Magnússon. Þeir unnu Sólar- gluggatjöld í úrslitum. Fyrir það fyrir- tæki kepptu Vildís K. Guðmundsson og Sigfús Ægir Árnason. Leikar fóru 15/11,12/15 og 15/3. 1 aukaflokki, en hann mynduðu lið er töpuðu fyrsta leik sínum, sigraði TBR-búðin. Fyrir hana kepptu Hjalti Helgason og Óli Björn Zimsen. Þeir unnu Bræðurna Ormsson í úrslitum (15/8, 11/15, 15/7). Fyrir Bræðurna Ormsson kepptu Gunnar Björnsson og Kristján Kristjánsson. aukaflokki, TBR-búðin, keppendur Hjalti Helgason og Óli Björn Zimsen. Þeir unnu fyrirtækjakeppni BSÍ, Gunnar Ásgeirsson hf., keppendur Ámi Þór Hallgrímsson og Sigurvegari í Bræðuma Ormsson, þá Gunnar Bjömsson og Kristján Kristjánsson, 15/8,11/15 og 15/7. Sigurvegari Valgeir Magnússon. Þeir unnu 15/11,12/15 og 15/3. Sólargluggatjöld, þau Vildísi K. Guðmundsson og Sigfús Ægi Ámason,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.