Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 9 Útlönd Utlönd Utlönd' UBönd Skákmót i nafni Gulkos Framkvæmdamenn og hugmyndasmiðir hittast Boris Gulko að tafli við Josif Dorfman á sovéska meistaramótinu. Gulko hefur ítrekað verið neitað um brottfararleyfi frá Sovétrikjunum. Bandarískir skákmenn skipuleggja nú skákmót í nafni Gulkos í Sviss. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmyndastefnunni er bent á að snúa sér til Iðnaðarráðuneytisins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynningum ber að skila til Iðnaðarráðu- neytisins fyrir 10. febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Árás í lögþingi Færeyja: Löðrungaði lögmann á fundi í lögþinginu Eðvarð T. Jónsson, fréttaritari DV í Færeyjum: Atli Dam, lögmaður Færeyja, var pústraður í þinghúsinu í gærmorgun. Stóð þá yfir fundur í lögþinginu. Maður á fimmtugsaldri kom inn í salinn og gekk í átt til Atla lögmanns sem stóð upp, þegar hann tók eftir aðkomumanni, og rétti honum hönd- ina. Maðurinn sló þá lögmann í andlitið en flúði síðan úr þinghúsinu. Tveir landstjómarmenn veittu honum eftirför og handsömuðu þann laushenta niðri i miðbæ. Var mann- inum haldið þar til lögreglan kom á vettvang. - Reyndist þetta sami maðurinn og skaut á Atla Dam með haglabyssu fyrir nokkrum árum og særði hann á hné. Maðurinn hlaut fyrir þá árás þyngsta fangelsisdóm, sem kveðinn hefur verið upp í Færeyjum, og af- plánaði hann í Danmörku. Til Fær- eyja kom maðurinn aftur fyrir nokkrum vikum. Eitt hans fyrsta verk eftir heim- komuna var að brjóta allar rúður í húsi lögþingsins í Þórshöfn. - Ekki er þó talið að þessu maður hafi verið að verki eða með i ráðum þegar til- raun var gerð til þess fyrir þrem vikum að sprengja þinghúsið í loft upp með dínamíti. Það mál er enn óupplýst. Tveir bandarískir stórmeistarar í skák (báðir frá Sovétríkjunum) kunngerðu í gær að þeir ætluðu að efna til skákmóts í Bern í Sviss til þess að vekja athygli á raunum sov- éska skákmeistarans Boris Gulko. Þegar Gulko sótti í desember 1978 um leyfi til að flytja úr landi, var tekið fyrir atvinnumennsku hans og honum fyrirmunað að tefla á mótum, að því er Lev Alburt segir. - Alburt og stórmeistarinn Maxim Dlugy segjast efna til skákmótsins í Bern í apríl um leið og ráðstefna stendur yfir um skoðun orðheldni stórveld- anna varðandi mannréttindaákvæði Helsinkisáttmálans. Gulko var meistari Sovétríkjanna 1977 og kona hans, Anna, varð þrí- vegis Sovétmeistari í kvennaflokki. Gulko hefur leyfst síðustu árin að tefla á mótum í Sovétríkjunum en þegar hann hefur unnið hefur nafn hans ekki verið birt meðal efstu manna. Fjórði Sovétmeistaratitillinn var með röngu hafður af Önnu þegar reglugerðinni var breytt löngu eftir að mót var byrjað. Gulko hefur gripið til þess að fara í hungurverkföll tii þess að knýja á yfirvöld að leyfa honum að fara úr Iandi en það hefur komið til lítils. Þeir Alburt og Dlugy vonast til þess að skákmótið færi Sovétstjórninni heim sanninn um að athygli um- heimsins beinist áfram að meðhöndl- un þeirra á Gulkohjónunum. Atli Dam lögmaður á sjúkrahúsi í Þórs- höfn eftir fyrri líkamsmeiðingar árásar- mannsins 1974. Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að gangast fyrir hugmynda- stefnu ef næg þátttakafæst. . • Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni uppfinningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem tilbúnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla framleiðsluhug- myndum til þeirra sem hafa hug á að framleiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðnaði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við nýsköpun í atvinnulífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.