Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 15 Kjallarinn ingi að þau eru liður i því að opna sérhverjum leið til þeirrar mennt- unar er hann kýs. Að gefa í skyn að einhverjir lifi lúxuslífi af náms- lánum einum finnst mér óviðeig- andi. Námslán eru litið eitt hærri en lægstu launataxtar. í kjaraum- ræðum hafa oft verið færð gild rök fyrir því að fólk lifði vart nema meinlætalífi af allra lægstu laun- um. Það má auðvitað deila um hvað talist geti „eðlilegur náms- og framfærslukostnaður". Ef stjórnvöld telja einhverja hluta hans ofáætlaða ætti þeim að vera í lófa lagið að draga fram dæmi því til stuðnings og byggja breytingar á þeim. I stað þess eru lánin „fryst" í íslenskum krónum og þróun verð- bólgu og gengis látin um að ákveða skerðinguna í hinum ýmsu náms- löndum. Slíkt hefur ekki á sér blæ vandaðra vinnubragða. Hvaða sanngirnisrök mæla t.d. með því að lán til Þýskalands skerðist um 7% en lán til Bandaríkjanna rúm- lega 1% eins og raunin hefur orðið? Lárus H. Bjarnason. LÁRUS H. BJARNASON FYRRV. KENNARIVIÐ MENNTASKÓLANN VID HAMRAHLÍO Námslán og kaupmáttur launa Tilefni þessa greinarkorns er nýsett reglugerð menntamálaráð- herra um upphæð námslána og umfjöllun þar að lútandi í dag- blöðum. Samkvæmt reglugerðinni hækka lánin á vormisseri ekki í samræmi við verðlagsþróun síð- ustu mánuði. Samhengi hiutanna I viðtali við Morgunblaðið 9. jan. sl. segir menntamálaráðherra að ekki hafi verið til nægjanlegir peningar til þess að greiða námslán út samkvæmt þeim reglum er áður giltu og að þær reglur hafi verið hömlulitlar. Ráðherrann segir ennfremur að ef þrengi að hjá þjóð- inni verði námsmenn að taka þátt i kjörum hennar. I sama streng tekur Auðunn Svavar Sigurðsson, sem sæti á í stjórn LÍN, þar sem hann telur okkur búa við lúxus- lánakerfi og segist líta á reglugerð- ina sem tilraun stjórnvalda til að stuðla að því að námsmenn deili kjörum með þjóðinni í auknum mæli. (Mbl. 5. jan. ’86) 1 þessum tilvitnuðu skrifum og víðar kemur fram megn óánægja sumra með þá tilhögun að námslán haldi raunvirði sínu á sama tíma og kjör skerðast hjá stórum hópum launþega. Þverrandi kaupmáttur launa er vissulega dapurleg stað- reynd en er samt engin sjálfgefin rök fyrir skerðingu námslána. Það er engin tilviljun að námslán hafa undanfarið hækkað til jafns við framfærslukostnað. I lögum um námslán og námsstyrki frá 1982 segir orðrétt í 3. gr.: „Opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum skal nægja hverjum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði þegar eðlilegt tillit hefur veirð tekið til fjölskyldustærðar, framfærslukostnaðar þar sem nám er stundað, tekna náms- manna og maka hans, lengdar árlegs námstíma og annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu nánismanns." í lögunum er ekki að finna önnur ákvæði um upphæð lánanna. Meirihluti alþingis hefur á þessum tíma ekki séð ástæðu til þess áð tengja námslán við launataxta eða setja fyrirvara um að taka skuli tillit til afkomu þjóðarbúsins. Það er því ótvírætt skv. lögunum að námsmönnum skuli undir öllum kringumstæðum tryggð lágmarks- fjárráð. Þeir sem nú hneykslast á sjálf- virkri eða hömlulausri hækkun námslána eru því í reynd að lýsa yfir andstöðu við nefnda lagagrein. Rökræður um réttmæti hennar stoða lítt. Afstaða til hennar end- urspeglar grundvallarviðhorf: Hverjir skulu eiga aðgang að fram- haldsmenntun, að hvernig þjóð- félagi skal stefnt? Lúxus eða ekki? Ef til vill má segja að námslán síðustu ára séu lúxus í þeim skiln- „Meirihluti alþingis hefur á þessum tíma ekki séð ástæðu til þess að terigja námslán við iaunataxta eða setja fyrirvara um að taka skuli tillit til afkomu þjóðarbúsins.“ a „Þverrandi kaupmáttur launa er ™ vissulega dapurleg staðreynd en er samt engin sjálfgefin rök fyrir skerðingu námslána.“ A hvaða slóðum? Eins og grein Þórhildar Þorleifs- dóttur í Þjóðviljanum 2. febrúar sl. ber með sér er ekki nokkur mögu- leiki á að hleypa af stokkunum einhverri alíslenskri menningar- stefnu og lyfta allri umræðu um menningu á eilítið hærra plan ef fjölmiðlar falla ekki frá þeirri stefnu sem þeir eru gagnteknir af í dag. Ekki það að ég ætli að fara að svara grein Þórhildar heldur ætla ég að-fjalla svolítið um hana og læðast þannig inn um bakdyrn- ar á blaðinu undir þvi yfirskini að verið sé að fjalla um menningar- mál. Það þykir svo fínt, sér í lagi í augum þeirra sem vita hvað menning er. Það má ekki taka orð mín svo að ég ætli Þórhildi slíkari klaufaskap, enda var grein hennar góð og skilmerkileg, þó svo að víðar mætti fastar að orði kveða. Halldór B. Runólfsson hafði þá deginum áður - og þar áður gert menninguna að umtalsefni hjá sér á síðum blaðsins. Hann ritaði um hámenningu og lágmenningu og reyndi að skerpa andstæðurnar á milli þessara menningarþátta, þó svo að þeir séu sprottnir af sama meiði. Og Halldóri tekst einnig vel þó svo það sama eigi við um hann og Þórhildi, þ.e. hann mætti kveða fastar að orði. Stíllinn hjá þeim er góður og framsetningin skýr. Góð gagnrýni, ekki satt? Ég sagði það, þetta er enginn vandi, jafnvel að vera gáfulegur! Og þá er það inni- Kjallarinn ÞÓRIR STEINGRÍMSSON LEIKSTJÓRI HJÁ REVÍULEIKHÚSINU hald greinanna. Túlkun Þórhildar á veruleikánum er ofureinföld og skýr og ætti að vera hverjum læs- um manni ljós. Þó fannst mér spurning hennar um rannsóknar- blaðamennsku nokkuð bjartsýn. í spilltum blaðaheimi Allt ranglæti gagnvart listinni verður aldrei afhjúpað af spilltum blaðaheimi og rannsóknarblaða- mennska er bara orð sem ræður hv.ergi ríkjum nema ef það selst. Þá eru greiðar götur fyrir „menn- inguna“ og þá komum viá' að Halldóri sem greinilega vill gera þarna glögg skil. Eg hélt satt að segja að þarna myndi hann kveða upp dóm sem málflutningur hans byggist á en svo var ekki. Viku áður hafði hann skrifað grein um menninguna sem bar yfirskriftina „Lítið eitt um menninguna" og ásakaði jafnvel blað verkalýðsins um menningarfjandskap. Þar fór eitt skot sem virkilega er hægt að fest hönd á, en önnur voru þau ekki. Ég þykist geta ráðið i skrif hans að lágmenningarstefnan sé allsráðandi og ég get tekið undir það. Ég get einnig tekið undir með Þórhildi er hún bendir á afskipta- leysi fjölmiðla af hámenningarvið- leitni, ef svo mætti að orði komast. Og þá er spurt um hvað sé fjallað? Til að geta svarað þvi lítum þá aðeins á listamennina sjálfa. Mér finnst að listamenn geti litið meira í eigin barm og sjálfum sér um kennt. Er sökin ekki einmitt þeirra? Sem listamanni t.d. ætti Þórhildi að vera það fullljóst hvað varðar menningarstefnu þessa lands. Lítum aðeins á útvarp og sjónvarp. Hvaða menningarstefna ræður því- að frumsamið íslenskt efni, sem flutt er af óskráðum lista- mönnum, er flutt á ensku? Og þegar fjölmiðlar eru gagnteknir af slíkri „menningu" að þeim finnst ekkert áhugavert alíslenskt nýnæmi nema ef það skyldi vera á ensku og flytj- endurnir væru með Drakúla-tenn- ur og með blóð í munnvikum. Sterkustu skólatækin Þegar sterkustu skólatæki þjóð- arinnar ala á slíkri menningarþörf þá er ekki von á góðu. Þá er komið að Halldóri, sem verður að skoðast sem einn af menningarvitum okkar lands, að því kraftminni sem skrif hans eru um þessa hluti því minna verður eftir honum tekið og þá harðnar enn meir á dalnum. Ég held að grundvallarreglan sé sú, eins og gerist í flestöllum starfs- greinum landsmanna. að þeir sem ekki kunna til verka séu ekki látnir vinna þau. s.s. Snorri Sturluson. Draugasaga Odds Björnssonar, A fálkaslóðum o.fl. Það er enginn vandi að standa frammi fyrir alþjóð og segja henni að hún hafi ekkert vit á hvað er list og hvað ekki. Skömm þeirra sem að baki slíkri lágmenningu standa á að vera það algjör að þeir sjái sóma sinn í því að segja af sér þegar þeim verða á mistök. Annars væri það sama og ef einhver ófaglærður, sem vildi af einskærum mannkærleika hjúkra meðbróður sínum og hæfi á honum ótímabæran holskurð sem leiddi sjúklinginn til dauða, gengi svo í næstu stofu og reyndi enn af sama kærleika annan uppskurð. Ég veit að upptökustjórum sjónvarpsins þykir gaman að leikstýra, ég efa það ekki, en hvers á þjóðin að gjalda og við hvern getur hún sakast þegar illa fer og hvern á að gera ábyrgan? Menningarstefna, sem hefur einhverja ábyrgð gagn- vart listrænu uppeldi þjóðarinnar, verður að tryggja að svona nokkuð geti ekki átt sér stað og gæta þess að fylgt sé ákveðnu markmiði í skólun þjóðfélagsins svo að allar uppeldisstofnanir þjóðfélagsins geti tekið þátt í samkeppni um að gera íslenska menningu sem öflug- asta! Þórir Steingrímsson. a „Ég veit að upptökustjórum sjón- ™ varpsins þykir gaman að leikstýra, ég efa það ekki, en hvers á þjóðin að gjalda og við hvern getur hún sakast þegar illa fer og hvern á að gera ábyrgan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.