Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Qupperneq 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Spurningin Ert þú flughrædd(ur)? Halldór Á. Gunnarsson húsvörður: Ég var það, en er ekki lengur. Ég var mjög á móti því að fara upp i litlar vélar en eftir að ég las fræðslu- rit um öryggismál þá breyttist það. Mér hafði fundist þetta eins og smá legókubbar en svo þegar ég flaug fyrst með lítilli vél þótti mér það bara fínt. Þorbjörg Daníelsdóttir húsmóðir: Nei, það er ég ekki og hef aldrei verið það. Mér finnst njög þægileg tilfinn- ing að fljúga. Ég hef flogið með lítilli vél yfir Surtsey forðum og það var allt i lagi. Ef hristingur er og læti þá finnst mér það ekkert verra en að sitja í bíl á vondum vegi. Jóna S. Hannesdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki, mér líður alltaf vel í flug- vél. Ég hef aldrei flogið með lítilli vél en væri alveg til í það. Þó síður en með stórum. Geir Sigurðsson leigubílstjóri: Ég er ekkert flughræddur og hef aldrei verið það. Ég hef að vísu aldrei flogið með lítilli vél, bara með Fokkernum hér innanlands. Ég veit ekki hvort mér væri sama um að fljúga í lítilli. Magnús Valdimarsson verksmiðju- stjóri: Nei, ég er alveg laus við það. Ég hef flogið bæði með litlum og stórum vélum og aldrei fundið neitt. En ég er lofthræddur þegar ég stend uppi á háu fjalli. Guðjón Guðjónsson sjómaður: Nei, aldrei svo ég viti. Ég hef nú lítið þvælst í litlum en held að mér væri alveg sama um það. á kosningaári Kjósandi skrifar: Þetta verður mikið kosningaár ef heldur fram sem horfir. Kosning- ar til borgarstjórnar og sveitar- stjórna eru löngu ákveðnar og ekkert er líklegra en alþingiskosn- ingar verði einnig. Gætu orðið fyrir vorið ef áfram heldur sá kurr sem risið hefur milli stjórnarflokkanna. Auðvitað er það rétt, sem haft hefur verið eftir einum snjallasta hagfræðingi sem nú er innan raða ungra sjálfstæðismanna, að ríkis- stjómin sé löngu búin að skila því hlutverki sem hún var fær um að leysa, að færa niður verðbólguna. Meiru fékk hún ekki áorkað í bili og fær ekki þótt hún sitji lengur. Ráðherrar stjórnarinnar eru líka flestir orðnir værukærir, ef ekki kærulausir, og una við það eitt að „skoða málin“ og einn og einn er að sinna stöðuveitingum til „gæð- inga“ og ganga frá bílakaupum fyrir sig áður en það er orðið of seint. Það er t.d. með ólíkindum að það skuli vera báðir „fjármálaráðherr- ar“ Sjálfstæðisflokksins sem eru bendlaðir við mál, sem eru ekki líkleg til að veita flpkknum kjó- sendafylgi í næstu alþingiskosn- ingum. Fyrrverandi fjármálaráðherra með því að útbýta styrkjum og aðstoð úr ríkissjóði tvist og bast áður en hann fór frá völdum og ganga frá stöðuveitingum innan embættiskerfisins fyrirfram. Seinni fjármálaráðherrann geng- ur svo fram fyrir skjöldu og reynir að ná inn því fé sem áður hafði verið úthlutað. Þetta gerir hann með því að hækka og hækka hvern þann skatt sem fyrir er og leggur á nýja. Dæmi: bifreiðaskattur og ýmis þjónustugjöld fyrir vottorð og aðra þjónustu, hækkar flugvallar- skatt og setur vörugjald á bakst- ursvörur. Og nú síðast eru birtar flennistór- ar myndir þar sem fyrrverandi fjár- málaráðherra er að kjassa nýjan Mercedes Benz, sem bráðlegið hef- ur á að kaupa, einmitt nú, á kosn- ingaárinu. Það voru tímabær áminningar- orðin, sem höfð voru eftir borgar- stjóranum nýlega, um að þeir forr- áðamenn þjóðarinnar, sem trúnað- arstörfum gegndu af hálfu Sjálf- stæðisflokksins, stæðu ekki þannig að málum að andstæðingar flokks- ins þyrftu ekki að ófrægja og rang- túlka ákvarðanir ráðherra. Nefndi borgarstjóri þar sem dæmi afskipti ráðherra af lánasjóði námsmanna (sem auðvitað var full þörf á að rannsaka) og hið sígilda dæmi þegar menn „fá óbifanlega löngun til að hengja bakarann fyrst þeir ná ekki til smiðsins í tæka tíð“. Þetta síðasta þarf nú ekki að fara í grafgötur með, það er svo ljóslega komið fram. Og nú síðast eru birtar flennistórar myndir þar sem fyrrverandi fjár- málaráðherra er að kjassa nýjan Mercedes Benz Flokkur mannsins í sveitarstjórnarkosningum Ráðherrar í ham Oþolandi símakerfi á Land- spítaianum Ásthildur Jónsdóttir skrifar: Við í Flokki mannsins þökkum DV fyrir bráðsmellna grein sl. laugardag um framboðsferðalög FM nú fyrir næstu sveitarstjómarkosningar. DV hefur með þessu sýnt að það er opið fyrir nýjum hugmyndum enda hefur það verið jákvæðasti fjölmiðillinn varðandi birtingu efnis frá flokknum á meðan sumir þeirra, eins og sjálft sjónvarpið, hafa algjörlega verið lokaðir. Við viljum þó koma á framfæri smáleiðréttingu varðandi framboð flokksins. I greininni er sagt að FM bjóði sæti á framboðslista sínum hverjum sem vill. Það er ekki rétt því einungis flokksfélagar koma til greina sem frambjóðendur flokksins. Við höfum ekkert á móti léttu gríni en þar sem þjóðfélagið er eitthvað meira en Pepsi Cola og Coca Cola og ástandið alvarlegt hjá fólkinu í landinu þá væri skemmtilegt að DV gerði alvöruúttekt á starfi og stefhu- málum flokksins sem beinist að því að aflétta því svínræði sem hér ríkir og koma á sanngjömu og mannsæm- andi þjóðfélagi. Meginstefnumál flokksins eru: Lögbundin lágmarkslaun sem hægt er aðlifaaf. Öllum fyrirtækjum, sem verða gjald- þrota, verði breytt í samvinnufélög starfsmanna. að erfitt sé að ná sambandi við Landspitalann. Nægileg og aðgengileg dagvistun, heilbrigðisþjónusta og húsnæði fyrir alla. Flokkurinn setur sig á móti hvers kyns bruðli og óarðbærum fjárfest- ingum sem er afleiðing af hagsmun- apoti þeirra fjármálaafla sem standa á bak við kerfisflokkana í ríkisstjóm og bæjar- og sveitarstjórnum. Þessir aðilar líta á þjóðfélagið sem vettvang til að mata krókinn. Flokkur mannsins vill snúa þessu algjörlega við og gera stjórnmála- menn ábyrga gjörða sinna. Við munum snúa okkur til fólksins sjálfs þannig að þaðan verði stefna gefin í öllum málum. f þessum anda munum við starfa í kosningunum í vor. Með ósk um áframhaldandi jákvæð samskipti. „Einungis flokksfélagar koma til greina sem frambjóðendur flokksins.“ Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifar: Símakerfið á Landspítalanum og þeim heilbrigðisstofnunum sem und- ir hann heyra er algerlega óþolandi. Ég þurfti að ná sambandi við aðila sem vinnur á öldrunardeild Landsp- ítalans í Hátúni og það tók hvorki meira né minna en 45 mínútur. Sím- inn hringdi fjórum sinnum út án þess að svaraði en annars var alltaf á tali. Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur og vesalings stúlkurnar sem þarna vinna geta ekki gert að þessu. Skiptiborðið er fyrir löngu örðið yfirfullt, en alltaf er haldið áfram að bæta á það númerum og stofnunum aðþví er mér skilst. Ég býð ekki í -ef einhver væri með fárveikan sjúkling í sinni umsjá sem þyrfti að komast í samband við lækna spítalans í grænum hvelli. Það verður að gera einhverjar lagfæringar á þessu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.