Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Page 40
68*78*58
Haíir þú abendingu eða vitn-
eskju um frétt - hringdu þá í
sima 682858.
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta tréttaskotið i
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við Éréttaskotum
allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 6. FEBRUAR 1986
Grunur um
fjárdrátt
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Starfsmaður Kaupfélags Skagfirð-
inga er grunaður um íjárdrátt. Grun-
urinn kom upp hjá kaupfélaginu í
janúar. Kaupfélagið er nú að ranns-
aka umfang málsins. Starfsmaðurinn
hefur hætt störfum.
„Jú, það er rétt hjá þér, við erum
að skoða ákveðna hluti hér með til-
liti til þess hvort um fjárdrátt er að
ræða,“ sagði Ólafur Friðriksson,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag-
firðinga, í gær.
Ólafur sagðist að svo stöddu ekki
vilja tjá sig mikið frekar um málið
þar sem starfsmenn kaupfélagsins
væru að rannsaka það.
- Er um verulegan fjárdrátt að
ræða?
„Ég vonast til að svo sé ekki.“
Að sögn Ólafs hefur engin kæra
verið lögð fram á hendur starfsmann-
inum og lögreglan rannsakar ekki
málið.
- Er viðkomandi starfsmaður hætt-
ur?
„Já, hann er hættur hjá kaupfélag-
.. Noregur:
Oflugur jarð-
skjálftakippur
Myndir hrundu af veggjum og
kaffibollar nötruðu á borðum og
NorðmönnurjjLvarð ekki um sel þegar
öflugur jarðskjálfti skók vesturhluta
Noregs um kl. 19 í gær. Mældist fyrri
kippurinn 5 stig á Richterskvarða
og er sá öflugasti sem fundist hefur
hjá frændum okkar á hinum Norð-
urlöndunum í þrjátíu ár.
„Mönnum varð fyrst fyrir að halda
að snjóskriða hefði fallið þvi að hér
dettur engum í hug jarðskjálfti,"
sagði Karen Jónsdóttir, íslensk kona
búsett i Osló, í símaviðtali við DV.
„En það er ekki vitað um nein alvar-
leg spjöll af jarðskjálftanum og engin
meiðsli á fólki.“
Annar kippur fannst klukkustundu
eftir þann fyrri og mældist 2,8 stig á
Richterskvarða. Upptök jarðskjálft-
anna eru rakin 60 km norðvestur af
Álesund en þar voru einnig upptök
5 stiga jarðskjálftakipps sem mældist
1955. -GP
T
nAUSTIR
MENN
25050
SSnDIBÍLBSTÖÐin
LOKI
Var einhver aö tala um
gjaldtöku af varnarliöinu?
Vamanioið vill
reisa varaflugvöll
Yfirmaður Vamarliðsins á Kefla-
víkurfiugvelli hefur í viðræðum við
utanríkisráðuneytið nýlega lýst
áhuga á varaflugvelli. Sá mögu-
leiki hefur verið nefndur að mann-
virkjasjóður Atlantshafsbanda-
lagsins kostaði framkvæmdina.
Utanríkisráðuneytið skýrði sam-
gönguráðherra frá þessum áhuga
Varnarliðsins skömmu eftir ára-
mót, að sögn Sverris Hauks Gunn-
laugssonar, skrifstofustjóra varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins.
„Það er ekkert borðliggjandi. En
það er áhugi fyrir hendi að kanna
möguleikann," sagði Sverrir
Haukur.
Hann tók skýrt fram að frum-
kvæði að athugun á málinu yrði
að koma frá samgönguráðuneyt-
mu.
„Það hefur legið fyrir í mörg ár
að það er almenn skoðun Varnar-
liðsins að gott sé að hafa varaflug-
völl og að vert sé að kíkja á það
nánar.
Það er spurning hvort mann-
virkjasjóður Atlantshafcbanda-
lagsins geti kostað þá framkvæmd.
En samgönguráðuneytið yrði að
hafe frumkvæði um það. Ef slík ósk
um athugun á byggingu varaflug-
vallar kæmi fram yrði henni sjálf-
sagt vel tekið,“ sagði Sverrir
Haukur.
Mál þetta kemur upp í framhaldi
af þeirri niðurstöðu nefndar um
langtímaáætlun í flugmálum að
Sauðárkróksflugvöllur skuli
byggður upp sem varaflugvöllur
millilandaflugs.
-KMU
Heilsuhælið í Hveragerði:
Er þörf á rannsókn?
Guðmundur Einarsson, Bandalagi
jafnaðarmanna, hefur lagt fram fyr-
irspurn í 13 liðum um rekstur Nátt-
úrulækningafélagsins á heilsuhæl-
inu í Hveragerði. Undanfarið hafa
staðið yfir deilur innan stjórnar fé-
lagsins um ýmsa þætti starfse-
minnar.
„Mér fannst tími til kominn að
skýra hvað er þama á ferðinni. Frá
því í nóvember hafa staðið yfir opin-
berar deilur innan stjómar félagsins.
Ég tel því nauðsynlegt að hliðar
þessa máls séu skýrðar. Það er margt
fólk sem sækir þetta hæli og einnig
fara verulegir fjármunir ríkisins í
greiðslur daggjalda þarna," segir
Guðmundur Einarsson.
Fyrirspuminni er beint til heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Spurt er um fjölmarga þætti og meðal
annars hvort þörf sé á að rannsaka
reksturinn sérstaklega.
-APH
Umferðarhnútur við Suðurhlíð:
Útsala á bensíni
Umferðarhnútur myndaðist við
bensínstöð Skeljungs við Suðurhlíð
í nótt þegar það spurðist út að sjálf-
sali stöðvarinnar seldi bensín á sama
verði og dísilolíu. Fékkst lítrinn á
12,90 kr. um skeið. Að öðru jöfnu
kostar hann 34,00 kr.
Er talið að sjálfsalinn hafi lagfært
verðið fljótlega eftir að stöðinni var
lokað kl. 22.00 í gærkveldi. Þegar
starfemenn Skeljungs tóku ráðin af
sjálfealanum um kl. 1.30 hafði mynd-
ast löng biðröð bíleigenda sem mætt-
ir voru með koppa og kirnur til að
koma höndum yfir sem mest af bens-
íninu góða. -GK
Það er víst enginn mjólkurdagur í Verslunarskólanum þessa dagana. Nem-
endamótið er því haldið undir kjörorðinu No milk today. Eru þar ýmsir
uppvakningar frá gullaldarárum bitlaæðis í brennipunkti. Almenningi gefst
kostur á að taka þátt i gleðinni i Háskólabiói næstkomandi laugardag klukkan
13.30 og verður þar að finna atriði eins og söng Supremes - að ógleymdum
sjálfum Bítlunum. Á meðfylgjandi mynd PK sést enn eitt atriðið - magadan-
smær sem sýnir landanum hvernig skaka skal hina einstöku likamsparta
listilega. -baj
Sigurfari skal í Grundarf jörð
Stjórn Fiskveiðasjóðs frestaði ák-
vörðun um að selja togarann Sigur-
fara II til Haraldar Böðvarssonar &
Co á Akranesi í gær.
Inn á stjómarfund barst bréf, und-
irritað af sjávarútvegsráðherra og
þingmönnum Vesturlands þar sem
skorað var á sjóðinn að selja skipið
til Gmndarfjarðar.
-KMU
Olíuverð:
SKATTAR MUNU EKKIHÆKKA
þrátt fy rír fy rirs jáanlegt tekjutap ríkisins
Stjómvöld ætla ekki að hækka
skatta á olíu og bensíni þrátt fyrir
að innkaupsverð lækki og um leið
tekjur ríkissjóðs. Þetta hefur Þor-
steinn Pálsson fjármálaráðherra
staðfest.
Matthías Bjamason viðskipta-
ráðherra var spurður hvenær ney t-
endur hér á landi mundu njóta
þeirra lækkana sem orðið hefðu á
olíu.
„ Þeir em þegar byrjaðir að njóta
hennar. Bensínlítrinn hefúr lækk-
að um eina krónu og tonnið af
svartolíu um 1000 krónur. Við
munum fylgja þeirri reglu sem við
höfum áður fylgt. Þegar verð er-
lendis hefur hækkað höfum við
ekki heimilað hækkanir hér. Það
sama gildir því um lækkun," sagði
Matthías.
Hann sagðist ætla að beita sér
fyrir þvi að þessar lækkanir erlend-
is skiluðu sér til neytenda jafnóð-
um og ódýrari birgðir bæmst hing-
að. Nú væri farmur af gasolíu á
leiðinni og mætti búast við lækkun
á gasolíu um næstu mánaðamót.
Þá væri væntanlegur annar farmur
af gasolíu sem ætti að leiða til
talsverðrar lækkunar.
Nýjustu fréttir herma að verð á
hráolíufati sé nú komið niður í 14
dali. Það hefur því fallið úr 30
dölum í 14 á skömmum tíma.
Þó ríkisstjómin ætli sér ekki að
breyta sköttum á olíu og bensíni
þó að tekjur hennar verði ekki eins
miklar og áður breytist svokallað
vegagjald á bensíni sjálfkrafa. Það
er endurskoðað á þriggja mánaða
fresti og fylgir hækkun bygginga-
visitölunnar. Það er fast gjald á
meðan aðrir skattar em prósentu-
hlutfall. Þetta gjald hefur verið
9,54 krónur um nokkra hríð.
„Það verða engar breytingar
gerðar á tilhögun vegagjaldsins,"
sagði Matthías. "Það gjald skilar
sér að mínu mati best til neyt-
enda.“ Þetta gjald er nefnilega
notað til að byggja vegi og annað
fyrirvegfarendur.
-APH
í
I