Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986.
NÝJASTANÝTT
-ogsitthvaðfleira
Umsjón: Þórír Guðmundsson
Voyager eitt og tvö voru báðir sendir
upp á sama tima sumarið 1977. Áður
en leiðir skildu höfðu bæði geimförin
kannað Júpiter og Satúrnus. Nú
kannar Voyager einn ysta hluta sól-
kerfisins, en Voyager tvö kemst
þangað ekki fyrr en eftir að hafa
rannsakað Neptúnus árið 1989.
Eins og við höfum séð á myndum,
sem borist hafa til jarðar undanfarna
daga, er Voyager tvö geimfarið ný-
farið framhjá plánetunni Úranusi.
Nú er ferðinni heitið til Neptúnusar.
Þangað kemst geimfarið 24. ágúst
1989 og mun þá mynda og gera rann-
sóknir á þessari ystu'plánetu sólkerf-
isins (hér gleymi ég ekki Plútó, sem
verður á komandi árum styttra frá
sólu en Neptúnus, vegna þess hvern-
ig sporbaugur hennar um sólu er).
Voyager var við Úranus 24. janúar
í ár. Hann var í námunda við plánet-
una einungis í nokkra tíma og því
unnu 200 vísindamenn að því að
skipuleggja heimsóknina til að ekk-
ert færi úrskeiðis.
Þessir vísindamenn notuðu að-
dráttarafl Úranusar síðan eins og
slöngvivað til að kasta Voyager í
áttina til Neptúnusar. Aðdráttarafl
Úranusar breytti stefnu geimfarsins
um 23 gráður og jók hraða þess um
7.000 kílómetra á klukkustund.
Hraði farsins er því nú um 60.000
kílómetrar á klukkustund, eða um
þúsundfaldur hámarkshraðinn víða
í Reykjavík. Eftir að Voyager hefur
sent frá sér myndir af Neptúnusi mun
hann halda áfram stefnunni út úr
sólkerfinu. Árið 2012 rofnar síðan
sambandið við geimfarið og mann-
kyn missir sjónar af því. En ef til
vill höfum við. jafnvel þá, ekki heyrt
það síðasta af Voyager. Um borð í
farinu er gulli slegin plata og á henni
upplýsingar um jörðina og myndir
af henni og íbúum hennar. Með þessu
fylgja svo nákvæmar leiðbeiningar
ef einhver þarna úti í mýrkrinu
skyldi finna þennan útsendara jarð-
arbúa.
Hjartaígræðslur
Læknar á Papworth-sjúkrahúsinu
í Cambridge hafa grætt nýtt hjarta
í 100 menn á fimm árum. Enn eru
65 sjúklinganna á lífi.
21
Sprútt sem
sagði sex
Fram til ársins 1940 var hægt að
kaupa áhrifamikið kartöflubrenni-
vín í Eistlandi. Það innihélt 98 pró-
sent hreinan vínanda.
Háspenna/
lífshætta
Mesta rafmagnsstuð, sem nokkur
maður hefur lifað af, er 230.000 volt
frá háspennuleiðslu.
Tölvuföt
Tvö japönsk fyrirtæki hafa hannað
föt sem vernda fótk gegn geislum frá
tölvuskermum. Fötin eru úr polyest-
erefni sem blandað er málmefnum,
svo sem kopar, nikkel, kóbalt eða
krómi. Fyrirtækin, Takase Dyeing &
Printing Works í Osaka og Astar
International í Tokyo, halda því fram
að fötin hleypi aðeins á milli einum
þúsundasta til einum tíuþúsundasta
af geisluninni í gegn.
Fötin munu vera létt og endast í
að minnsta kosti eitt ár. Þau kosta
eitthvað yfir þúsund krónur.
i
NISSAN CHERRY
ir Sparneytinn it Lipur if Traustur
iý Rúmgóður jt Ódýr iý Spennandi
Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best
Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Tökum flesta
notaða bíla
upp í nýja.
er hæsta
trompið
Verð frá
kr. 398.000.-