Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 33
DV. FHVJMTUDAGUR 3. APRÍL1986. 33' Bridge Það var vel spilað hjá íslands- meisturum Samvinnuferða í eftirfar- andi spili í leiknum við sveit Magn- úsar Torfasonar. Vestur spilaði út tígulkóng, síðan litlum spaða í fjór- um hjörtum suðurs, Jóns Baldurs- sonar. Norður <fcÁK6 y? 985 05 *ÁK10872 VESTUR A 10853 ekkert 0 ÁK10872 * 973 Austur A G72 V ÁK103 0 G94 + DG4 SUÐUK + D94 DG7642 0 D63 + 5 Vestur gaf og sagði pass. Sigurður Sverrisson í norður opnaði á 2 lauf- um, Jón i suður sagði 2 hjörtu og Sigurður stökk í fjögur. Jón drap spaðann í öðrum slag á ás blinds og spilaði litlu hjarta á drottningu. 4-0 legan kom í ljós. Jón tók þá spaða- drottningu og trompaði tígul. Þá laufás og laufkóngur, sem Jón trompaði. Spaði á kóng og lauf trompað - síðan tígull trompaður í blindum. Jón hafði fengið níu slagi. Spilaði laufi frá blindum og austur með Á-K-10 í trompinu var varnar- laus. Jón með G-7-6 og fékk 10. slaginn á hjartagosa. Sama lokasögn var á hinu borðinu. Guðmundur Pétursson með spil vest- urs. Spilaði út tígulás í byrjun og fékk hvatningu frá félaga sínum, Aðalsteini Jörgensen. Guðmundur spilaði litlum tígli í öðrum slag og nú er eini vinningsmöguleiki suðurs að hleypa heim á drottninguna. Hann gerði það hins vegar ekki og það láir honum enginn. Trompaði sem sagt tígulinn í blindum. Gat nú ekki spilað trompi þar sem vömin gat þá tekið tvo hæstu í trompinu, síðan slag á tígul. Suður tók því tvo hæstu í laufi og kastaði tígli heima á annað háspilið. Útilokað að vinna spilið nú eins og auðvelt er að kom- ast að raun um. 12 impar til Sam- vinnuferða. Skák Á skákmóti í Hollandi 1984 kom þessi staða upp í skák Jansens og Langewegs, sem hafði svart og átti leik. Wm. w;..m 1. - Hc2! 2. Dd4 - Rxf4! 3. gxf4 - Hxg2 + og svartur vann auðveldlega. Slökkvilið Lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvi- lið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkra-bifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek 28. mars - 3. apríl sjá Holtsapótek og Laugarvegsapótek um kvöld- og helgarþjónustuna. £>að apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfells apótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9 12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga— föstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9 19, laugardaga kl. 9 12. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðarapótek og Apótek Norðurbæjar eru opin virka daga frá kl. 9-19 og á laugardögum frá kl. 10-14. Apótekin eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 11 15. Upplýsingar um opnunartíma og vakt- þjónustu apóteka eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðarapóteks. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9 19 virka daga, aðra daga frá kl. 10 12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10 12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14 18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á opnunartíma búða. Apótek- in skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er Berðu yfirkokkinum kveðjur mínar fyrir mjög sérstakan kvöldverð. Hann minnir mig á elda- mennsku konu minnar. opið kl. 11 12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 81200. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg, alla laugardaga og helgidagakl. 10-11, sími 22411. Læknar Lalli og Lína Reykjavík - Kópavogur: Kvöld- og næturvakt kl. 17-8, mánudaga fímmtu- daga, sími 21230.' Á laugardögum og hejgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyíjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 81200) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 81200). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20 21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 27011. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heim- ilislækni: Upplýsingar hjá heilsugæslu- stöðinni í síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýsingum um vaktir kl. 17. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8 17 á'Læk- namiðstöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17 8. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkvilið- inu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15 16 og 19 19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud. föstud. kl. 18.30 19.30. Laugard. sunnud. kl. 15 18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30 19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30 20.00 Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frákl. 15-16, feður kl. 19.30 20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 16.30 Kleppsspítalinn: AUa daga kl. 15-16 og 18.30 19.30. Flókadeild: AUadaga kl. 15.30 16.30. Landakotsspitali. Alla daga frá kl. 15.30 16 og 19 19.30. Barnadeild kl. 14 18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Grensásdeild: Kl. 18.30 19.30 alla daga og kl. 13 17 laugard. ogsunnud. Hvítabandið: Frjálsheimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud. laug- ard. kl. 15-16 og 19.30 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19 19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: AUa daga kl. 15.30-16 og 19 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: AUa daga kl. 15 16 og 19 19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: AUa daga frá kl. 14 -17 og 19 20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15 16 og 19.30 20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Mánud,- laugardaga frá kl. 20-21. Sunnudaga frá kl.14'15. ■ . - Stjömuspá Stjörnuspáin gildir fyrirföstudaginn 4. apríl. Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.): Mikilvægar breytingar eru fyrirsjáanlegar. Dagurinn hentar vel til þess að fara yfir reikningana óg reyna að ná áttum ífjármálunum. : Fiskarnir (20. febr.-20. mars): Tilfinningasemi vinar þíns angrar þig og hvöss svör þin gætu valdið misskilningi. Viðskiptin ættu að blómstra, sér- staklega hjá þeim sem stunda einhvers konar sölumennsku. Hrúturinn (21. mars-20. apríl): Ný hugmynd kviknar og það borgar sig að bregðast skjótt við. Þú mátt búast við einhverjum vonbrigðum ef þú ferð í innnkaupaleiðangur. Þú hefur ekki efni á því sem þig langar í en það er ekkert við því að gera annað en að safna. Nautið (21. april-21. maí): Þú hefur tilhneigingu til þess að reyna um of að geðjast fólki. Hugsaðu frekar um sjálfan þig. Þú mætir andstöðu en sigrast á henni með lagni. Tviburarnir (22. maí-21. júni): Þú ert í framkvæmdahugleiðingum og leitar þér að aukatekj- um. Ein hugmynd virðist henta best en böggull fylgir skamm- rifi. Krabbinn (22. júní-23. júli): Þú átt von á bréfi frá nær gleymdum aðila. Samband þitt við hann endaði á sársaukafullan hátt þannig að óráðlegt er að endurnýja þau tengsl. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Þeir sem eru í giftingarhugleiðingum taka ákvörðun um . brúðkaupsdaginn. Deila við eldri persónu sýnist óumflýjan- leg í kvöld. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Ljúktu ailri pappírsvinnu snemma og fáðu samninga undir- ritaða, sérstaklega ef þú ert að kaupa eitthvað. Gakktu ekki of langt í galgopaskapnum. það gæti farið svo að þú særðir viðkvæma sál. Vogin (24. sept.-23. okt.): Aðili af gagnstæðu kyni er að reyna að kynnast þér. það gerist þó ekki alveg í augnablikinu en þú getur hlakkað til. Þú gerir góð kaup. Sporðdrekinn (24. okt. 22. nóv.): Þú færð hrós sem hefur mikla þýðingu fyrir þig. Ef þú gleym- ir mikilvægu stefnumóti særirðu tilfmningar vinar þíns. Biðji ungur maður um ráð skaltu beina honum til sérfræð- ings. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Þú vinnur mikið allan daginn til þess að verða tilbúinn undir átök kvöldsins. Vertu þó viðbúinn breytingum á áætlunum. Þú færð bréf sem gleður þig. Steingeitin (21. des.-20.jan.): Þú lest eitthvað sem hefur sérstaka merkingu fyrir þig. Birgðir, sem þú þarft að bera, verða léttari. Treystu á sjálfan þig- Bilanir Rafmagn: Reykjavík. Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri. sími 22445. Keflavík sími 2039. Hafnar- fjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur. sími 27311, Seltjarnarnes sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Selt- jarnarnes, sími 621180. Kópavogur. sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar sími 41575. Akureyri. sími 23206. Keflavík. sími 1515, eftir lokun 1552. Vestmanna- eyjar, símar 1088 og 1533. Hafnarfjörður. sími 53445. Símabilanir: í Revkjavík. Kópavogi. Seltjarnarnesi. Akureyri. Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist i 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og i öði'um til- fellum. sem borgabúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn: Útlánsdeild. Þingholtsstræti 29a. sírni 27155. Opið mánud. föstud. kl. 9-21. Frá sept.-api'il er einnig opið á laugai-d. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja -6 ára börn á þriðjud. kl. 10 11. Sögustundir i aðalsafni: Þriðjud. kl. 10 11. Aðalsafn: Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, simi 27029. Opið mánud. föstud. kl. 13 19. Sept. api'íl er einnig opið á laug- ard. 13 19. Aðalsafn: Sérútlán, Þingholtssti-æti 29a, sírni 27155. Bækur lánaðar skipum og stofnunum. Sólheimasafn: Sólheimum 27, sími 36814. Opið mánud. föstud. kl. 9-21. Sept. ápríl er einnig opið á laugard. kl. 13 16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á miðvikud. kl. 10 11. Sögustundir i Sólheimas: miðvikud. kl.19 11. Bókin heim: Sólheimum 27, sími 83780. Heimsendingarþjónusta fyrir fatlaða og aldraða. Símatími mánud. og fimmtud. kl.10 12. Hofsvallasafn: Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opið mánud,- föstud. kl. 16-19. iBústaðasafn: Bústaðakirkju, sími 36270. Opið. mánud. föstúd. kl. 9 2L Sept. apríl er einnig opið á laugai'd. kl. 13 16. Sögustund fyrir 3ja 6 ára börn á miðvikud. kl. 10-11. Bústaðasafn: Bókabílar. sími 36270. Við- komustaðir víðs vegar um liorgina. Ameriska bókasafnið: Opið virka daga kl. 13 -17.30. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum. fimmtu- dögum. laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið vei'ður opið í vetur sunnudaga. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opnunartími safnsins er alla daga frá kl. 13.30-18 nema mánudaga, Strætisvagn 10 frá Hlemmi. Listasafn íslands við Hringbraut: Opið daglega frá kl. 13.30 16. Náttúiugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga. þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Opið daglega frá kl. 9 18 og sunnudaga frá kl. 13-18. Krossgátan 7 2 V- T~ 10 7- 1 <7 // 77“ /3 '5 ' /6 1? W~ ’ÁO Zl L Lárétt: 1 hrum, 7 féll, 8 tryllta, 9 leyfist, 11 vofa, 12 þekktara, 13 logn- ir, 16 loki, 18 hár, 20 titill, 21 dys. Lóðrétt: 1 loga, 2 karlmannsnafn, 3 fuglinn, 4 Ásynju, 5 meltingarfærinu, 6 tónn, 10 púkar, 12 dingul, 14 ílát, 15 slæm, 17 kind, 19 haf. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hagsæld, 8 ágæt, 9 rör, 10 biluð, 11 ss, 13 æla, 15 lita, 17 útsær, 20 stutt, 21 æti, 22 rita. Lóðrétt: 1 hábær, 2 agi, 3 gæla, 4 stultur, 5 ærðist, 7 dr, 12 sarga, 14 læst, 17 úti, 18 ætt, 19 læ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.