Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 12
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Heimilisbókhaldið: Matækostnaðurínn á uppleið Öiyggislæsingar á eldhússkápana Umræðan um aukið öryggi í heima- húsum hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum og við höfum hér á síð- unni fjallað um hvemig auka megi öryggi á heimilum. Læstir lyfjaskápar eru auðvitað það allra besta, en fyrir þá sem ekki eiga slíkan skáp og ætla sér ekki að kaupa skáp er til önnur og ódýrari aðferð. Einfóld og ódýr lausn er að koma fyrir öryggislæsingum á eldhússkáp- um sem geyma einhver þau efni sem skaðleg geta talist bömum. Þessar læsingar fást víða í byggingavöru- verslunum og raftækjaverslunum og eru skrúfaðar í skáphurðina að inn- anverðu. Læsingamar eru yfirleitt seldar 3 í pakka og kostar pakkinn um 120 krónur. Hér er því gott tækifæri til úrbóta í þessum málum og þeir sem ekki em nú þegar komnir með einhverjar slík- ar öryggislæsingar ættu að koma þeim fyrir hið fyrsta. -S.Konn. Niðurstöðutölur í heimilisbókhald- inu fvrir febrúarmánuð reyndust eða 39% hækkun. Þetta er eingöngu fyrir mat og hreinlætisvörur og hafa verður i huga að meðaltalstölur gefa ekki alltaf rétta mynd. Ef við athugum meðaltalstölurnar fyrir hinar einstöku fjölskyldustærð- ir kemur í ljós að þær eru býsna líkar meðaltalinu, aðeins einstaklingur- inn er mun hærri og stærsta fjöl- skyldan, sem í eru sjö manns, er langtum lægri, raunar svo miklu lægri að við eigum bágt með að trúa að þar sé ekki um einhver mistök að ræða. Þessar tölur eru eftirfarandi: Einstaklingur 5.642 2ja manna 4.634 3ja manna 4.196 4ra manna 4.330 5 manna 4.136 6 manna 4.121 7 manna 1.819 Seinasta talan er frá fjölskyldu sem búsett er úti á landsbyggðinni, í sjávarþorpi þar sem auðvelt er að ná í nýjan fisk. Þar að auki er ekki ósennilegt að þar sé vöruúrval af skornum skammti þannig að freist- ingar séu ekki eins miklar og á þétt- býlli stöðum. Við leyfum okkur enn einu sinni að benda lesendum okkar á þá stað- reynd að það er hægt að spara í heimilishaldinu ef vel er haldið á spöðunum. En það verður að „hafa tíma“ til þess að spara. Sumir segjast nefnilega ekki hafa tíma til þess að gera hagstæð innkaup. Það er um að gera að skrifa niður öll útgjöldin, helst þannig að auðvelt sé að sjá á hvaða liðum helst er unnt að spara. Það getur verið ágætt að hafa jafnan litla blokk meðferðis og skrifa í hana jafnóðum það sem keypt er. Það er ótrúlegt hve fljótt gleymist í hvað peningarnir fóru. Margir hafa látið í ljós efasemdir um hversu réttir búreikningarnir eru sem við fáum. Við bendum þá enn á að tölurnar eru ótrúlega líkar, en þeir sem nenna á annað borð að standa í því að halda búreikninga eru auðvitað frekar sparsamir og gera sér far um að láta eitthvað verða úr peningunum sínum. Það verður spennandi að sjá hvort kostnaðurinn við heimilishaldið heldur áfram að hækka eða hvort hann stendur í stað eða fer niður á við eins og stjórnvöld vonast eftir. A.Bj. Handgert konfekt Handgert konfekt þykir með því fínasta um þessar mundir. í Vestur- álfu og Evrópu þykir það merki um fágun og smekkvísi að fá sér konfekt- mola af og til og auðvitað verður hann að vera sérstaklega unninn úr bestu fáanlegum hráefnum. Þessi tíðarandi hefur einnig borist hér norður eftir og sýnir það sig best á því að hér hafa nú verið opnaðar sérverslariir sem eingöngu versla með úrvalskonfekt. Þetta góðgæti er því miður of dýrt til að við, meðaljónarnir og jónumar, getum keypt það í kílóa- vís en til em önnur ráð fyrir sælker- ana. Hér á eftir fylgja þrjár uppskriftir af dýrindis konfekti sem hægt er að gera heima með litlum tilkostnaði því smjör er nú selt á tilboðsverði og það er einmitt stór hluti af uppskriftun- um. Súkkulaðitoppar 125 g smjör 175 g flórsykur 11/2 mtsk. romm eða koníak 250 g suðusúkkulaði, brætt í vatns- baði Hrærið smjörið þar til það verður létt og ljóst og bætið þá víninu og flórsykrinum út í. Látið súkkulaðið kólna ögn áður en þið blandið því saman við smjörhræruna. Setjið hræruna í sprautupoka og sprautið í lítil pappamót eða á plötu klædda smjörpappír. Kælið. Rommkonfekt 110 g suðusúkkulaði 110 g smjör 300 g flórsykur romm eftir smekk Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið smjörinu út í. Hrærið flór- sykrinum og romminu saman við. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli. Kókoskúlur 75 g smjör 1 dl sykur 1 msk. vanillusykur 3 dl haframjöl 175 g suðusúkkulaði, brætt í vatns- baði 2 msk. mjólk 1 dl kókosmjöl Hrærið saman smjöri, sykri, van- illusykri, súkkulaði, haframjöli og mjólk. Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið. Eins og þið sjáið gæti þetta ekki verið auðveldara og kostnaðurinn er aðeinsl/lOafbúðarverðinu. -S.Konn. Efnið í konfektið er ódýrt og fjölskyldan getur öll tekið þátt í konfektgerðinni. rúmlega 4 þús. kr. á mann eða nánar tiltekið 4299 kr. á mann. Það er þó nokkur hækkun frá því í janúar en þá var meðaltalið 3821 kr. á mann, Nýtt lyfjaform er nú komið á markaðinn og er sérstakiega ætlað ferðalöngum. Lyfinu, sem inniheld- ur efnið skopolamín, er komið fyrir í litlum plástri sem settur er bak við eyrað. Lyfið fer svo úr plástrin- um í gegnum húðina og hindrar ferðaveiki. s.s. flugveiki, bflveiki og sjóveiki. Vegna eiginleika plásturs- ins sogast lyfið jafnt til verkunar- staðar, sem er jafnvægisstöð í heila, en jöfn losun þess og það hversu bein leið lyfsins er til verkunarstað- ar gerir það að verkum að sjúkling- urinn losnar að mestu við hinar alþekktu aukaverkanir hefðbund- inna ferðaveikilyíja. Þessi plástur, sem gengur undir nafninu scopoderm, er ætlaður full- orðnum og bömum 10 ára og eldri. Hann er settur á hárlaustsvæði bak við eyrað um 5 klukkustundum áður en verkunar er óskað og fjar- lægður að ferð lokinni. Ef ferðalag stendur lengur en 3 sólarhringa skal íjarlægja plásturinn og setja nýjan á bak við hitt eyrað. Varúðar ber þó að gæta við notk- un lyfsins því efnið skopolamín getur valdið sjóntmflunum komist það í beina snertingu við augu. Eftir notkun verður stundum vart sjón- truflana og slens og því ber að gæta fyllstu varúðar við akstur. Lyfið ber auðvitað að geyma þar sem börn ná ekki til. Lyfið fæst í apótekum og heimilt er að afgreiða allt að 5 plástra án lyfseðils. -S.Konn. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur FERÐAVEIKI LIÐIN TÍÐ Heillaráð: EITUREFNI í SPÍR- UÐUM KARTÖFLUM Um þessar mundir er talsvert um að kartöflur séu famar að spíra og telja flestir að nóg sé að hreinsa spír- umar af og láta þar við sitja. En í ljós hefúr komið að þetta er alls ekki nóg því þegar kartöflur em byrjaðar að spíra myndast í þeim eiturefni sem kallast solanm og getur valdið væg- um eitureinkennum, s.s. hægða- tregðu og magaverkjum með upp- köstum. Solanin eyðist ekki við suðu en þó er engin ástæða til að henda slíkum kartöflum heldur skal flysja þær áður en þær em soðnar og hreinsa spímm- ar út með oddhvössum hníf. Ef þetta er samviskusamlega gert ættu kart- öflumar að vera meinlausar til neyslu. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.