Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Þetta er húsið fræga í Garðastræti 41. Þegar það var reist á árunum 1929 1931 markaði það tímamót í íslenskri bygging- arlist. DV-myndirGVA Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts hússins. Élfif I I ;■ ■> : "■ : réðst af því til hvers þau voru byggð. Því eru hús þessara manna oft lík þvi sem þau hafi verið téiknuð utan um herbergin en ekki að herbergin hafi verið teiknuð inn í umgjörð sem ákveðin var fyrir fram. Og þeir gengu lengra. Efnið sem nota ótti i húsið og hagkvæmustu aðferðirnar við að byggja það lögðu einnig sitt af mörkum við að skapa þennan sérstæða stíl. Þannig má segja að með „,functionalistunum“ hafi byggingarlistin og verkfræðin gengið í eina sæng að nýju eftir nokkurra áratuga aðskilnað. Þessi nýi stíll bar svipuð einkenni og það nýjasta í málaralist þessara tíma enda náið samband á milli braut- ryðjenda í nútíma myndlist og bygg- ingarlist. Þetta var á þeim árum sem afstraktlistin með flatarmálsfræði sinni var að koma fram. Hús hins nýja stíls eru mótuð af stórum flötum og skörpum homum. í Bauhaus stofn- unni þýsku, þar sem „functionalism- inn“ sleit barnsskónum, störfuðu formbyltingarmenn í myndlistinni við hlið arkitektanna. Nýi stíllinn var og þegar í upphafi tengdur lífi manna í iðnvæddum samfélögum. Bæði efni- viður og útlit báru því vitni. Nú var það ekki ný hugmynd að láta notagildið ráða þegar menn af skóla „functionalista" teiknuðu sín hús. Samt fengu hús þeirra sérstæðan svip sem ávallt þekkist frá fyrri og síðari hugmyndum í svipuðum anda. Smekkurinn breytist og þar með byggingarnar, líkt og annað sem maðurinn gerir. Byggingarlist í stað stjórnmála Við fengum Stefán Benediktsson, arkitekt og alþingismann, til að ganga með okkur um húsið og um- hverfis það og lýsa sérkennum þess. Pólitíkin og samningamál voru látin liggja milli hluta. Þótt húsið hafi um áraraðir verið vettvangur stjórn- málanna er það stíll þess sem við höfum fengið augastað á. Það sem fyrst vekur athygli við húsið er hvemig það fellur að göt- unni. Það ber engin merki um herra- garðsstíl sem illmögulegt er að koma fyrir við götu í borg. Húsið er teiknað miðað við að standa við götu. „Þetta er eitt af einkennum stílsins,“ segir Stefón. „Tilgangurinn hefur ekki Við Garðastræti stendur hús sem frægt er orðið í fréttum. Þar fæddist nýverið krógi sem fullvel gengur að feðra. Við eftirlátum þó öðrum þetta erfiða bamsfaðernismál. Það er húsið sem við höfum áhuga á. Húsið á sér langa sögu. Ólafur Thors lét byggja það á árunum 1929 1931. Þá var það í tölu glæsileg- ustu einbýlishúsa hér á landi. í þessu húsi birtist afbrigði af byggingarlist sem var að ryðja sér til rúms úti í hinum stóra heimi á þessum sama tíma. Adrei slíku vant barst nýjungin til landsins um leið og hún kom fram erlendis. Að þessu sinni yar ekki um eftiröpun erlendra tískufyrirbæra að , ræða. Þetta var tímamótabygging í íslenskri húsagerðarlist. Evrópskir straumar Arkitekt hússins var Sigurður Guðmundsson. Hann lærði fræði sín á Konunglega fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn á árunum 1915-1922. Með námi vann hann hjá arkitektum þar í borg og ferðaðist um Norðurlönd og Mið-Evrópu að kynna sér byggingarlist. A þeim árum var að ryðja sér til rúms sú stefna í byggingarlist sem kölluð hefur verið „functionalismi“. Húsið við Garðastræti er byggt í þeim stíl og er raunar afbragðsdæmi um hann. „Hús er vél til að búa í,“ er haft eftir Le Corbusier, frönskum arkitekt, sem var einn helsti frömuður „func- tionalismans". 1 anda þessarar kenni- Gengið með Stefáni Benedikts- syni um hús VSÍvið Garðastræti setningar var Garðastræti 41 by ggt. „Functionalisminn" var andsvar gegn þeirri áróttu sem hafði gagntek- ið arkitekta á 19. öldinni að end- urnýja gamlan klassískan bygging- arstíl. Þeir létu útlit hússins ráða hvemig hlutum var komið fyrir inn- anstokks. Fyrst var teiknuð glæsileg framhlið og afgangurinn varð svo að ráðast af henni. Það var svo undir hælinn lagt hvort hægt var að búa í húsinu með góðu móti. Eldhúsinu var ef til vill komið fyrir í kjallaranum af því að það fannst hvergi pláss fyrir það á betri stað og annað eftir því. Notagildið ræður „Functionalistarnir" snem þessu við. Útlit húsanna sem þeir teiknuðu Upphaflega leit húsið svona út og þannig var það öll þau ár sem Ólafur Thors átti það. VELTILAÐBUAI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.