Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986.
21
Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir
■■Ætti að duga
okkuráSnáni“
- sagðí hetja Gautaborgar, Thorbjöm
Nilsson,eftir3~0 sigur á Barcelona
Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara
DVíSvíþjóð:
„Þetta ætti að duga okkur á
Spáni,“ sagði Thorbjörn Nilsson, sem
var.hetja Gautaborgar í góðum sigri
liðsins á Barcelona í undanúrslitun-
um i Evrópukeppni meistaraliða í
gærkvöldi, 3-0. 43 þúsund áhorfendur
sáu leikinn og gífurleg stemmning
var meðal áhorfenda. Þá fullyrti
sænski sjónvarpsþulurinn að sigur
Gautaborgar væri sá mesti hjá
sænsku félagsliði, meiri en þegar
sama lið sigraði i UEFA keppninni
fyrir fjórum árum. Hvað sem líður
allri sigurgleði Svía nú er víst að
róðurinn verður erfiður fyrir þá í
seinni leiknum á Spáni eftir hálfan
mánuð. Spönsk lið hafa verið þekkt
fyrir það á undanförnum árum að
vinna upp stærri mun en þennan á
heimavöllum sínum.
Það varThorbjörn Nilsson sem gaf
Svíum tóninn á 23. mínútu er hann
skoraði frá markteig eftir undir-
búning félaga síns, Ekströms. Sam-
vinna þessara tveggja leiddi einnig
til annars marks Gautaborgar rétt
fyrir leikhlé. Ekström sendi þá á
Nilsson sem lék á tvo Spánverja áður
en hann skoraði. Tommy Holmgren
skoraði siðan þriðja mark Svíanna á
59. mínútu.
Bæði liðin fengu góð tækifæri til
að skora á síðasta stundarfjórðungn-
um. Nilsson var felldur inni í vítateig
Barcelona en ekkert var dæmt og
stuttu síðar átti hann skot í stöng.
Spánverjarnir voru siðan atkvæða-
meiri á lokamínútunum án þess að
takast að nýta sér sóknarþungann
til marka. -fros
WEST
HAM
FÉLL í
LOKiN
Bestu leikmenn á Norðurlöndum í sínum aldursflokkum, Jón Arnar Ingvarsson í Haukum og Herbert Arnarson ÍR.
Mjög góður árangur unglingaliða Hauka og ÍR á Norðurlandamóti félags-
liða (Scania-Cup) í Svíþjóð um páskana
Ungir körfuknattleiksmenn úr
Haukum og IR gerðu garðinn frægan
á miklu unglingamóti í körfuknatt-
leik, Scania-Cup, sem fram fór í Sví-
þjóð um páskana. Til mótsins var
boðið öllum bestu unglingaliðum á
Norðurlöndum. Haukar sendu lið í
flokk drengja sem fæddir eru 1971 en
IR-ingar í flokk drengja sem fæddir
eru 1970. Haukarnir urðu í öðru sæti
og ÍR-ingar í því þriðja.
Bæði liðin geta verið stolt af sínum
leikmönnum og ekki kannski síst
þeim Jóni Arnari Ingvarssyni, Hauk-
um, og Herbert Arnarsyni, ÍR. Þeir
voru kosnir bestu leikmenn á Norð-
urlöndum í sínum aldursflokkum og
voru einnig kosnir í Norðurlanda-
úrval. Herbert annað árið í röð og
Jón Arnar þrátt fyrir að hann hafi
verið ári yngri en allir leikmenn í f.
’71 flokknum. í úrslitaleiknum hjá
Haukum sem var gegn sænska liðinu
Uppsala fékk Jón Arnar sína 5. villu
þegar 10 mínútur voru til leiksloka
og það var aðalástæðan fyrir 54-58
tapi Haukanna í úrslitaleiknum.
Eftir leikinn var Þorvaldur Henn-
ingsson (bróðir Hennings Hennings-
sonar í mfl. Hauka) kosinn besti leik-
maður úrslitaleiksins og Kristján
Henrysson fékk sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir mesta baráttu. Jón Arnar
skoraði flest stig Hauka í mótinu eða
109 stig í leikjunum fimm. Næstir
komu þeir Guðmundur Björnsson
með 49 stig og Steingrímur Bjarna-
son með 46 stig.
Úrslit í leikjum Haukanna á mót-
inu urðu annars þau að í fyrsta leikn-
um unnu þeir Hörsholm frá Dan-
mörku, 79-32, þá unnu Haukar
Ákersberga frá Svíþjóð, 67-47, loks
töpuðu þeir fyrir sænska liðinu Söd-
ertalje, 47-53, og í undanúrslitum
sigruðu þeir Járva frá Svíþjóð 57-54
og frá úrslitaleiknum er áður greint.
Góður árangur ÍR-inga
ÍR-ingar kepptu í næsta aldurs-
flokki fyrir ofan Haukana og höfn-
uðu í 3. sæti. ÍR-ingar tóku einnig
þátt í þessu Norðurlandamóti félags-
liða, Scania-Cup, í fyrra og höfnuðu
þá einnig í 3. sæti. Mótið nú um
páskana var mun sterkara en í fyrra
og því er árangur ÍR-inga enn betri
nú en í fyrra. Álls tóku 12 lið þátt í
þessum aldursflokki, drengir fæddir
1970. I fyrsta leiknum unnu ÍR-ingar
Brahe, 68-52, þá unnu þeir Söd-
ertálje, 66-50, loks töpuðu þeir fyrir
sigurvegurum mótsins, Járfálla frá
Svíþjóð, 51-69, þá unnu ÍR-ingar
Helsingfors, 42-36, og loks unnu þeir
Arvika 55-46. Þar með voru ÍR-ingar
komnir i undanúrslit en þar töpuðu
þeir fyrir Ákersberga, 62-59. í leikn-
um um 3.-4. sætið unnu ÍR-ingar
Uppsala, 58-55. Herbert Arnarson
skoraði flest stig ÍR-inga á mótinu
eða 123, næstur kom Steinar Adolfs-
son með 76 stig og Björn Bollason
skoraði 72 stig. Þess má geta að liðin
sem urðu í 1. og 2. sæti i fyrra höfn-
uðu nú í 7. og 8. sæti.
Líklegt er að Haukum og IR verði
boðin þátttaka í þessu sterka móti
að ári enda hefur frammistaða lið-
anna verið framúrskarandi góð.
Strákarnir stóðu sig frábærlega og
greinilegt að í þessum efnilegu liðum
fara körfuknattleiksmenn framtíðar-
innar. Þjálfari Haukaliðsins er
Ingvar Jónsson, faðir Jóns Arnars
sem áður er getið, en þjálfari ÍR-inga
erBjörnLeósson.
Liðiðtapaði2-lfyrir
Nottingham Forest
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
ritara DV í Englandi:
Nottingham Forest deyfði vonir
West Ham um ensku meistaratign-
ina í gærkvöldi er Nottingham liðið
sigraði 2-1 í viðureign liðanna í Nott-
ingham.
Það var aukaspyrnusérfræðingur-
inn Johny Method sem skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Forest í fyrri
hálfleik beint úr aukaspyrnu af 30
metra færi. Tony Cottee jafnaði
metin fyrir Lundúnaliðið á 67. mín-
útu eftir að hafa snúið laglega af sér
varnarleikmenn inn í vítateig Nott-
inghamliðsins. En heimamenn áttu
lokaorðið. Óvinsælasti maður vallar-
ins, Brian Rice hjá Nottingham -
Forest sem átt hafði mjög dapran
leik skoraði sigurmarkið rétt fyrir
leikslok og tryggði Forest sigur.
Þrátt fyrir tapið á West Ham raun-
hæfa möguleika á meistaratitlinum.
Liðið hefur tapað fæstum stigunum
i deildinni en liðið þarf að leika tíu
leiki á þeim 35 dögum er eftir eru
af 1. deildar keppninni.
Þá'fóru tveir leikir fram i 2. deild
í gærkvöldi. Bradford vann Fulham,
3-1, og Brighton og Oldham skildu
jöfn, 1-1.
-SK
-fros
Leikmenn Anderlecht
sáu rautt í Brussel
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara
DV í Belgíu:
„Ég bjóst við Rúmenunum mjög
sterkum og ég er ánægður með að
við skyldum ná að gera þetta mark.
Lið Rúmena var geysisterkt og vann
sem ein vél. Fyrir leikinn vonaðist
ég eftir 2-0 sigri en þetta verður að
duga,“ sagði Arie Haan, þjálfari
Anderlecht, eftir að liðið hafði unnið
- í naumum sigri á Steaua frá Búkarest
nauman sigur á Steaua frá Rúmeníu
í undanúrslitum Evrópukeppni
meistaraliða en leikið var í Brussel.
Það má segja að leikmenn And-
erlecht hafi séð lítið annað en rautt
í leiknum. Vörn Rúmena var mjög
þétt og rauðklæddir búningar þeirra
voru yfirleitt í skotlínu Belganna.
Þrátt fyrir það fengu leikmenn
Anderlecht mörg þokkaleg færi.
Það var Enzo Scifo sem skoraði
eina mark leiksins fyrir Anderlecht
í síðari hálfleiknum með því að
„vippa“ yfir besta leikmann Steaua
sem hafði hætt sér of framarlega í
vítateiginn. Scifo fékk ásamt þeim
Erwin Van der Bergh og Dananum
Andersen tækifæri til að auka við
muninn en markvörður Steaua sá við
þeim félögum. Þess má geta að leik-
menn rúmenska liðsins léku gífur-
lega agað. Allir leikmenn liðsins eru
í herþjónustu og þjálfari þeirra er
hátt settur innan hersins.
Arnór Guðjohnsen lék síðustu
þrjár mínútur leiksins fyrir And-.
erlecht. Hann tók þá stöðu Erwin
Van der Bergh sem lítið sást í leikn-
um. Fyrirliði Belganna, Van der
Eycken, meiddist undir lok fyrri
hálfleiks og þurfti að yfirgefa leik-
völlinn.
-fros