Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FÍMMTUDAGUR 3. APRÍL Í986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextireru 15% ogársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 13,75% nafnvöxtum og 14,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynisthún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort mcð 10,5‘X. nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildirhvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektíirmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávtixtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtrvggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25% og breytast ekki á mcðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9.5% og eftir 6 mánuði 12%. eftir 12 mánuði 12.5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggöum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verötryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaöhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra rcikninga í bankanum, nú 12,4‘X>, eða ávöxtun 3ja mán- aða verötryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, scm innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni. eru reiknaðir hæstu vextir spariíjár- reikninga í hankanum. Nú er ársávöxtun annaöhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir sparisjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæð- una innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga meö 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun mtíð svokölluðum trompvöxtum. 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miöaö er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromj)- vextir gc?fa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari- sjóðsvexti. 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mán- uði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru fa*röir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtrvggða í 18 mánuði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2‘X, ársávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík. Hafn- arfirði, Kópavogi, Borgarnesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru hundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi. yeni. þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll. vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau éru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. I^ánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa. annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskvlda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa. annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3.5‘%, nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól. aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 Íífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum. starfstíma og stigum. I^ánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á .10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verð- bólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel oröið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 ogársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaöi um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður. frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðaö sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÖÐA (%) 01. -10.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista ij X 2 ij x fe Í 6 11 jj Íl ij lifi j.E 11 ii INNLAN OVERDTRYGGÐ SPARtSJOÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.0 8.0 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0 12mán uppsoqn 14.0 14.9 14.0 11.0 12,0 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRtTTURSparad 3-5 mán 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TEKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4,0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsogn 3.5 2.5 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLAN GENGISTRYGGD GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.0 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 7.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10,5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 4.0 Danskar krónur 9.5 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 8.0 ÚTLÁN Overdtryggð ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 15.25 15.0 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABREF 2) 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15,5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20.0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 UTLAN VERDTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAnedanmAlsij 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9,0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til upfjgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, eirmig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Erient sjónvarp um gervihnetti: Leyfifæsttil að sjá þrjár stöðvar Samgönguráðherra hefur nú veitt þremur einstaklingum leyfi til að taka við erlendum sjónvarpsstöðv- um frá gervihnetti. Um tíu umsókn- ir bíða afgreiðslu, samkvæmt upp- lýsingum sem DV fékk frá Halldóri S. Kristjánssyni, skrifstofustjóra samgönguráðuneytis. Leyfi fæst nú til að horfa á þrjár sjónvarpsstöðvar. Þær eru franska stöðin TV-5, bandaríska stöðin Worldnet og kristilega stöðin New World. Búist er við að nokkrar stöðvar bætist við á næstunni. Þorvaldur Sigurðsson, starfsmað- ur Hljómbæjar, varð fyrstur til að fá leyfi, eins og DV hefur áður skýrt ffá. Síðan hafa bæst við tveir Garð- bæingar, Sigurður Þorkelsson og Jón ísfeld Karlsson. Stutt er í fjórða leyfið, sem væntanlega fer til Am- ars Hákonarsonar hjá versluninni Rafeind. Þeir sem þegar hafa fengið sér móttökuskerm, eða hyggja á slíkt, virðast mest spenntir fyrir að tengj- ast bresku stöðinni Sky Channel. Ari Þór Jóhannesson, sem setti upp skerm við heimili sitt í Breiðholti, hefur unnið að því að fá leyfi Sky Channel. Kvaðst hann í gær vonast til að það leyfi fengist innan fárra vikna. Samkvæmt reglugerð frá því í janúar eru leyfi til móttöku sjón- varpsefnis um gervitungl ekki veitt nema umsækjandi hafi aflað sér heimildar rétthafa hinnar tilteknu sjónvarpsrásar um afnot hennar. Menningarstofnun Bandaríkj- anna veitir leyfi fyrir Worldnet. Friðrik Brekkan, blaðafulltrúi stofnunarinnar, sagði að skráð kapalkerfi og áhugasamir einstakl- ingar gætu fengið heimild til að taka við sendingu Worldnet. Menningarstofnunin stefhir að því að setja upp móttökuskerm við hús sitt að Neshaga 16 í sumar. Verður skermurinn um fjórir metr- ar í þvermál. Er unnið að því að afla tilskilinna leyfa. -KMU Sigurður Þorkelsson í Garðabæ er meðal þeirra þriggja einstaklinga hér- lendis, sem fengið hafa opinbert leyfi til að taka við erlendum sjónvarps- stöðvum. DV-myndKAE. Framkvæmdastjóri hættir hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað: Vill aftur heim til Stöðvarfjarðar Nokkuð hefur verið rætt um það í Neskaupstað að Guðjón Smári Ein- arsson, fríimkvæmdastjóri Síldar- vinnslunar þar í bæ, sé að láta af starfinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ganga um það sögur í bænum að málið sé af pólitískum toga spunnið, Guðjón Smári sé ekki í Alþýðubanda- laginu og honum gangi erfiðlega að vinna með stjórn Síldarvinnslunnar því hann vilji reka þetta eins og fyrir- tæki en ekki eins og félagsmálastofh- un. DV hafði samband við Guðjón vegna þessa orðróms og sagði hann að erfitt samstarf við stjóm Síldar- vinnslunar væri ekki meginástæðan fyrir uppsögninni. „Mig langar aftur heim til Stöðvarfjarðar, þar vann ég í hraðfrystihúsinu sem fram- kvæmdastjóri áður en ég fluttist til Neskaupstaðar fyrir einu og hálfu ári. Nú hafa þeir boðið mér starfið aftur og ég tók því fengis hendi,“ sagði Guðjón Smári. Ekki hefur verið ákveðið hver muni taka við framkvæmdastjórastöðunni af Guðjóni Smára. Heyrst hefur að Kristinn V. Jóhannsson, stjómarfor- maður Síldarvinnslunar, muni jafnvel vilja fá starfið, en hann hefur með höndum mörg ábyrðarmikil störf í Neskaupstað, hann er forseti bæjar- stjómar, efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins fyrir sveitarstjómar- kosningamar í vor, stjómarformaður Síldarvinnslunnar og framkvæmda- stjóri Samvinnufélags útgerðamanna á staðnum. „Það er rétt að komið hefur til tals s að ég taki við starfinu. Guðjón Smári nefndi það á síðasta stjómarfundi fyrir páska að hann teldi mig vel fallinn til starfans. En ég verð ekki næsti framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar," sagði Kristinn V. Jó- hannsson, stjómarformaður Síldar- vinnslunnar. -KB Frétt Þjóðviljans um 5 milljon dollara tap Landsvirkjunar: „Fráleitur fréttaflutningur* ‘ Landsvirkjun hefur sent frá sér athugsemd þar sem því er lýst yfir að frétt Þjóðviljans á forsíðu í gær, um að skuldbreytingar stofnunarinnar hafi gleypt allan hagnað Landsvirkj- unnar á síðasta ári, sé röng og stað- hæfingar í þeirri frétt villandi. í frétt Þjóðviljans er fullyrt að Landsvirkjun hafi tapað 5 milljónum dollara við að breyta lánum í dollur- um í lán í japönskum yenum og sviss- neskum frönkum á vitlausum tíma, - segir í bréfi frá Landsvirkjun eins og það er orðað, en við það hafi höfuðstóll þessara lána hækkað um 10,1 milljón dollara. Að frádregnum vaxtasparnaði að fjárhæð 4,8 milljón- ir dollara sé tapið um 5 milljónir dollara sem gleypi hagnað Lands- virkjunar á síðasta ári, en hann var um 253 milljónir íslenskra króna. í athugasemd Landsvirkjunar segir að stofnunin hafi náð góðum árangri með skuldbreytingum undanfarin ár, þ.e. að breyta skuldum úr sterkum gjaldmiðli í veikan og þá jafnframt í lán með hærri vöxtum eftir því sem mögulegt hefur reynst. Þannig hafi stofnunin sparað vaxtakostnað á sl. þremur árum í verulegum mæli eða alls um 4^S milljónir dollara. Ennfremur segir í athugasemdinni að það sé fráleitt að halda fram að Landsvirkjun hafi með fjármála- stjórnun sinni tapað 5 milljónum dollara í kjölfar skuldbreytinga á árunum 1983-1985 eins og Þjóðviljinn staðhæfir. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.