Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Fréttir Fréttir Fréttir Brunamála- stjóri kærir tilsiða- nefndar Blaðamanna- félagsins: Ærumeiðandi frétta- flutningur sjónvarps Þórir Hilmarsson brunamála- stjóri hefur kært skrif Helgarpósts- ins um brunamálastjóra og umfjöll- un Páls Magnússonar, fréttamanns hjá sjónvarpinu, um þau skrif til siðanefndar Blaðamannafélags ís- lands. Telur Þórir skrifin og frétta- flutninginn ærumeiðandi og ósam- boðin góðri blaða- og frétta- mennsku. „Óskað hefur verið leiðréttingar hjá báðum þessum aðilum i sömu fjölmiðlum en án árangurs,“ segir brunamálastjóri í bréfi til siða- nefndarinnar. „Bæði Halldór Halldórsson, fi-éttastjóri hjá HP, og Páll Magnús- son, fréttamaður hjá sjónvarpinu, hafa fengið ýmis gögn í hendur, sem málið varða, í þeim tilgangi að þeim gæfist kostur á að koma nýjum upplýsingum á framfæri. Þeir hafa hvorugur séð sóma sinn í að koma leiðréttingum eða nýjum upplýsingum um málið á framfæri. Þeir hafa jafnvel haft á orði að slíkt hefði ekkert fi-éttagildi lengur. Sjónvarpið birtir gagnrýnislaust rógskrif Helgarpóstsins á skjánum og þverbrýtur með því þá hlutlægu og vönduðu fréttamennsku, sem þessum íjölmiðli er ætlað að veita landsmönnum. Meðan þessir fréttamenn skorast undan því að leiðrétta rangar upp- lýsingar og birta skýringar bnma- málastjóra hljóta þeir að teljast hlutdrægir í málinu þótt undirritað- ur kunni engar skýringar á þeirri afstöðu þessara fréttamanna," segir Þórir Hilmarsson. -KMU Mikið magn af fíkniefnum sjóleiðina til landsins: „Hasshund- arnir eruvita gagnslausir“ - fíknief nalögreglan nær aðeins viðvaningum, segir sjómaður í við- tali við Sjómannablaðið Víking „Við erum ekkert hræddir við hass- hundana þegar við komum úr sigling- um. Þeir eru gjörsamlega gagns- lausir ef þeir finna ekki lykt. Ráðið er einfalt; fíkniefnunum ér einfald- lega pakkað vandlega inn þannig að engin lykt finnist af þeim,“ segir sjó- maður einn í viðtali við Sjómanna- blaðið Víking, í grein þar sem rætt er um sjómenn og fíkniefni. Sjómaðurinn segir að bestu menn- imir í fíkniefnaflutningum til lands- ins séu þeir sem ekki em á skrá hjá fíkniefnalögreglunni, þvi það er aldr- ei leitað á þeim. „Hundurinn getur þess vegna gengið hring eftir hring í kringum þá án þess að neitt finnist; þeir stinga þessu bara í vasann og þramma með það í land. Fullgallaður sjómaður á leið í land getur haft á sér 1-2 kg af fíkniefnum án þess að þau sjáist,“ sagði sjómaðurinn. Það kemur fram í greininni að mikið magn af fíknieíhum komi sjó- leiðina til landsins. Sjómennimir kaupa þó ekki nema rétt fyrir sig. Það er sagt frá því að mikið sé um það að fjársterkir aðilar í landi fari er- sést hasshundur vera að leita að fíkniefnum í trolli um borð í fiskibáti. „Hundarnir eru gjörsamlega gagnslausir ef þeir finna ekki lykt,“ segir sjómaður. lendis til að kaupa fíkniefni. Mæli þeir sér síðan mót við sjómenn og fái þá til koma efnunum fyrir sig til landsins - eða þá fara um borð og fela efnin þar sjálfir. Nálgast þeir þau síðan þegar heim er komið, eins og dæmi eru til um. Flest stóm smyglin hérlendis hafa verið framkvæmd á þann hátt. „Það er til mikils að vinna fyrir strákana um borð, því fyrir að koma kílói af amfetamíni í land heima fá menn 3-400.000 krónur. Hressilegur aukapeningur," sagði sjómaðurinn í viðtalinu við Víking. Hundurinn þefaði út í loftið Annar sjómaður, sem viðtal var við í blaðinu, hafði þetta að segja í sam- bandi við samskipti hans við hass- hund: „Ef þess er vel gætt að ganga rétt frá hassinu finnur það enginn. Ekki einu sinni hasshundurinn. Ég hef lent í því að fá hundinn inn í klefann til mín, þar sem ég var með fullt af hassi, en hann þefaði bara út í loftið og fór svo út. Galdurinn er pökkunin. Það er ekki rétt sem sagt er að hasshundurinn finni lykt í gegnum hvað sem er. Hann finnur lykt sem skilin er eftir á umbúðum. Ég notaði þá aðferð við að pakka inn t.d. hassi að fyrst breiddi ég vand- lega úr umbúðunum á borð og lagði hassköggulinn þar ofan á. Síðan fór ég og þvoði mér vandlega um hend- urnar til að ná af mér hasslyktinni. Því næst vafði ég umbúðunum utan um köggulinn og gætti þess þá vand- lega að snerta ekki efnið með hönd- unum. Ef pökkunin er nægilega vel framkvæmd á þennan hátt finnur hundurinn enga lykt, sama hvað menn segja um yfimáttúrlegt lyktar- skyn,“ sagði sjómaðurinn. Stéttaskipting í fíkniefnum Sjómaðurinn sagði að það væri stéttaskipting í sambandi við neyslu fíkniefna. Það er peningafólk sem notar kókaín. 75% af því er yfir 30 ára aldri. „Einn bauð mér einu sinni 30.000 krónur fyrir gramm af kóki. Þú þekkir þetta fólk á veitingastöð- um. Það drekkur mikið án þess að það sjái neitt á því að ráði, strýkur sér gjaman um nefið vegna ertingar í slímhúð og er vel til fara,“ segir sjómaðurinn í viðtalinu við Víking. Það kemur margt fróðlegt fram í greininni í Sjómannablaðinu Víkingi en hún er ellefu blaðsíður. -SOS Smyglaði hassi inn í frí- hafnarpoka Skipstjóra- íbúðir not- aðar til að fela I fíkniefni? Það em ýmsar aðferðir notaðar til að smygla hassi til landsins. I Sjó- mannablaðinu Víkingi segir einn sjómaður frá því hvemig hann hefur smyglað hassi inn í landið með því að koma því fyrir í frihafharpoka. „Þegar ég fór utan keypti ég mér tvö karton af sígarettum. Þegar út kom opnaði ég annað kartonið; skar sellófanið utan af því með rakvéla- blaði og gætti þess að skemma það ekki. Síðan tók ég allarsígarettumar úr pökkunum og setti sömu þyngd af hassi í staðinn, lokaði þeim og gekk þannig frá að ekki sást missmíði. Þegar svo heim kom hafði ég hasskar- tonið í handfarangri og setti það i innkaupakörfuna í fríhöfninni, með víninu og sælgætinu. Borgaði síðan fyrir það eins og allt hitt í grindinni og kom því fyrir ásamt öllu hinu í fríhafharpokanumn. Þegar ég var svo stoppaður - sem gerðist nánast undantekingarlaust - settu tollaramir fríhafnarpokann til hliðar en rótuðu i öllum öðrum far- angri. Létu jafnvel hasshundinn þefa á mér, en fundu aldrei neitt. Réttu mér svo fríhafnarpokann með hassinu og sögðu að ég mætti fara.“ Tollvörður skoðar í fríhafnarpoka og kannar hvað hann hefur að geyma Um borð í skipum em margir staðir þar sem hægt er að koma fyrir litlum en dýmm skömmtum af fíkniefnum. I Sjómannablaðinu Víkingi segir sjó- maður svo frá: „Það eru ótrúlegustu staðir notaðir í sambandi við smygl á fíkniefnum. Yfirleitt er um litlar pakkningar að ræða og auðvelt að koma þeim fyrir. Til dæmis em íbúðir skipstjóra gjarnan notaðar og þá án þess að þeir viti af því. Það em nefni- lega hásetarnir sem skúra þær og þá er auðvelt að smeygja böggli einhvers staðar á bak við eða inn í skáp. Síðan er bara að ná í þetta þegar í land er kornið," sagði sjómaðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.