Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 31APRÍL1986.
Menning Menning Menning Menning Mennin
Háskólakórinn
Tónleikar Háskólakórsins i Félagsstofnun
stúdenta 22. mars.
Stjórnandi: Árni Haröarson.
Efnisskrá: Gaudeamus igitur; islensk
þjóólög i útsetningum Jónasar Tómas-
sonar (eldra); Jónas Tómasson (yngri):
Cantata V; íslensk þjóölög i útsetningum
Hjálmars H. Ragnarssonar; Árni Harðar-
son: Spjótalög; Kjartan Ólafsson: Raddir
á daghvörfum.
Háskólakórinn hélt vortónleika
sína í Félagsstofnun stúdenta um
helgina næstu fyrir páska en var
búinn að flytja þá á Norðurlandi
áður. Efnisskráin var alíslensk og
fyrri hluti hennar að mestu ísfirskur
því að verk alnafhanna Jónasa
Tómassona, eldra og yngra, og
Hjálmars Helga Ragnarssonar
fylltu hann auk Spjótalaga söng-
stjórans Arna Harðarsonar.
Þjóðlagaútsetningar Jónasar
Tómassonar eldra bera glöggt vitni
reynslu hans af kórstjórn og þekk-
ingu hans á þörfum söngfólksins
fyrir að fá að vera af og til í leiðandi
stöðu. Jónas hafði einstakt lag á
að leyfa liðsmönnum hverrar raddar
að fá að leiða um stund án þess að
raska í neinu heildarsamræmi lags-
ins. Þannig vinna aðeins þeir sem
vita hve miklu mikilvægari söng-
gleðin er kunnáttunni hjá fólki sem
þjónar sönggyðjunni ánægjunnar
einnar vegna.
EYJÓLFUR MELSTED
við Þjóðsagnakvæði Hannesar Pét-
urssonar. Hættan er að lögin verði
hvert öðru of lík en þó má sundur-
iyndis ekki gæta nema í hófi. Kjart-
an sýndi hér að honum miðar vel.
Hann hélt uppi ákveðinni seið-
mögnun og dularfuilum blæ með
mismunandi glisandotilbrigðum -
eins konar eigin galdralagi sem
gekk meira og minna gegnum lögin
öll. Bálkurinn hafði heildstætt yfir-
bragð en þó nýtur hvert lag eigin
sjálfstæðs svips og ber með sér
hugblæ hvers ijóðs. Kórinn söng
mjög vel. Hann kunni alit upp á
sina tíu fingur að venju, sem út af
fyrir sig er afrek þegar um svo erfiða
músík er að ræða. Hann er í góðum
höndum Áma Harðarsonar sem
heldur merki framsækninnar hjá
þessum eina listasprota Háskólans
á lofti. EM
gert meira fyrir kórinn en nokkur
annar til þessa.
Cantata V og Spjótalög eru einnig
gamlir kunningjar. Bæði eru verkin
samin við ijóð úr Spjótalögum á
spegil eftir Þorstein Jónsson frá
Hamri. Kórinn skilaði sínu mjög
vel, öruggur á erfiðum stefjum og
naut þess að fá að syngja þessi
fersku verk aftur. Að mínu viti er
það góð stefna að halda nýjum
verkum inni á efnisskrá í nokkur
skipti og láta hana endumýjast
þannig smám saman. Kemur það
Háskólakórinn.
Gamlirkunningjar
Síðan komu gamlir kunningjar.
íslensk þjóðlög í útsetningum
Hjálmars Ragnarssonar em gott
dæmi þess að hægt sé að sýna
dirfsku og brydda upp á nýbreytni
án þess að ganga í berhögg við
hefðir - að segja, hafi menn tii þess
kunnáttu og hugkvæmni. Það var
vel til fundið hjá kórnum að rifja
upp atriði úr stjómandatíð Hjálm-
ars Helga með þessum hætti en
hann hefur að öðrum ólöstuðum
bæði fiytjendum og höfundi til góða
og kynni að festa ný verk betur í
sessi.
Merki framsækninnar
Kjartan Ólafsson er eitt hinna
ungu tónskálda sem menn vænta
mikils af. Hann stundar framhalds-
nám í Hollandi en hefur þegar sent
frá sér athyglisverð verk. Það er
ekki i lítið ráðist að semja lagabálk
Tónlist
Snoturiegt landslag
Katrin H. Ágústsdóttir er þekkt
fyrir framlag sitt til batíklistar.
Henni er fleira til lista lagt, m.a.
hefur hún gert og sýnt vatnslita-
myndir sem hlotið hafa góðan
hljómgmnn meðal þeirra sem séð
hafa.
Undanfarið hafa vatnslitamyndir
Katrínar hangið uppi í vesturgangi
Kjarvalsstaða, sem er ekki besta
sýningarlókal í bænum en gerir þó
sitt gagn.
Þetta eru snotrar myndir og
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
þekkilegar af upplifunum úti í
náttúmnni. Katrín hefur minni
áhuga á víðáttum landsins en hinu
afmarkaða og smágerva, árbakka,
nokkmm hnullungum, fjallskriðu
eða moldarbarði.
Hún dregur upp myndir sínar með
löngum og mjóum strokum uns þær
virðast sem ofnar í pappírinn. Þetta
er svolítið sérkennileg tækni og
kannski óþarflega varfæmisleg.
í allra nýjustu myndum sínum er
Katrín hins vegar dirfskulegri,
kompónerar með stærri flötum og
tengir þá betur saman.
Með frekari áhættu ætti listakon-
an að geta uppskorið enn meira en
hún gerir. -ai
Katrín H. Ágústsdóttir.
Það sem er og það sem maður sér
er ekki eitt og hið sama. Þessi
meðalháspeki fær byr undir báða
vængi við skoðun á sýningu Valtýs
Péturssonar að Kjarvalsstöðum.
Valtýr er, eins og alþjóð veit, mynd-
listarmaður með næstum fjörtíu ára
feril að baki, Septembermaður í
mannsaldur og krítíker í jafnlangan
tíma.
Allt síðasta ár var Valtýr síðan á
heiðurslaunum Reykjavíkurborgar
við að mála myndir sínar.
Það er síðan erfitt að koma þeirri
vitneskju heim og saman við þau
verk sem maður sér á sýningu hans.
Valtýr hefur nú endanlega snúið
baki við hinum óhlutbundna stóra-
sannleika, það vitum við. Hins
vegar verður ekki af verkum hans
ráðið að hann hafi fundið sér kjöl-
festu annars staðar í listinni.
Hann málar hús, skip og landslag
eins og hann hafi aldrei séð þessi
fyrirbæri. Þau lúta engum lög-
málum, hvorki hlutveruleikans né
málverksins, heldur hrærast í ein-
hvers konar myndlistar-limbó.
Leikfangakubbar
Teikning er annað tveggja, of stíf
eða of slöpp, svo hús verða að leik-
fangakubbum og hafið að hræringi.
Litir eru stríðir og berjast innbyrðis,
þannig að myndir gliðna í sundur
fyrir augum okkar.
Sumar þeirra eru svo illa sam-,
stilltar í litum að þær verða beinlín-
is kómískar: fjöll og haf mynda ekki
eðlilegt mótvægi við það sem gerist
í forgrunni, húsin eða bátana, held-
ur hanga yfir þeim eins og sverð
Damoklesar.
Valtýr Pétursson - Málverk, 1985
Það er eins og málaranum takist
ekki að fá verk sín til að ganga
upp, nema með tilvitnunum í aðra
listamenn: Kjarval og Jón Stefáns-
son í landslagsmálverkum, Gunn-
laug Scheving, kannski einnig Ein-
ar Baldvinsson í húsa- og báta-
myndum, Matisse og Braque í upp-
stillingum og innimyndum.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Þessi föng eru heldur ekki sam-
ræmd, vaxa ekki saman við vitund
Valtýs, heldur vekja þau ævinlega
athygli á uppruna sínum.
Tværmyndir
Þau ná heldur ekki að draga fjöð-
ur yfir þá agnúa sem nefndir eru
hér á undan, agnúa sem venjulegast
eru slípaðir af myndlistarnemum
meðan þeir eru í skóla.
Sem betur fer leynist löngun til
einföldunar einhvers staðar innra
með listamanninum.
Sú löngun hefur getið af sér tvær
bestu myndir sýningarinnar, Keili
(nr.49) og Rauðan jökul (nr.55). En
þær eru bara tvær á móti áttatíu
og tveimur.
Það má draga ýmsar ályktanir af
því sem maður sér á þessari sýn-
ingu, meðal annars þær að heiðurs-
laun tryggi ekki heiðarlega mynd-
list. -ai