Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sprengingin í þotu
Trans Worid Airlines
Sérfræðingar í málefhum Mið-
Austurlanda segjast óttast að
sprengingin um borð í farþegafiug-
vélinni frá Trans World Airlines í
gær sé aðeins sú fyrsta í röð hryðju-
verka sem muni fylgja í kjölfar
átakanna á Sidraflóa milli Banda-
ríkjanna og Líbýu. Skiptar skoðanir
eru hins vegar meðal sérfræðing-
anna um það hversu bein tengslin
séu á milli Líbýu og sprengingar-
innar. Telja sumir að liðssveitir á
snærum Gaddafis, sem margoft hef-
ur hótað hefndaraðgerðum, hafi
staðið fyrir sprengingunni en aðrir
að hér hafi verið á ferðinni hópur
hliðhollur Líbýu, án neinna beinna
tengsla við Gaddafi.
Forseti arabísk-amerískra vin-
áttusamtaka, M.T. Mehdi í Banda-
ríkjunum, sagði í gær að ábyrgðin
á sprengingunni hvíldi á herðum
Reagans en ekki Gaddafis. Hátt á
annað hundrað Líbýumenn létu líf-
ið í átökunum á Sidraflóa og það
„leysti úr læðingi ótakmarkað hat-
ur araba á Ronald Reagan sem
saklausir Bandaríkjamenn þurfa
svo að líða fyrir", sagði Mehdi.
Hópur, sem kallar sig Arabísku
byltingarhreyfinguna, hefur lýst
ábyrgð á sprengingunni á hendur
sér og segir hana hefndarráðstafan-
ir vegna atburðanna á Sidraflóa.
Stjómvöld í Washington hafa hins
vegar lýst því yfir að þau telji ekki
að um tengsl sé að ræða milli Líbýu
og sprengingarinnar í gær. Larry
Speakes, talsmaður Hvíta hússins,
sagði að Bandaríkjastjórn talaði
ekki um sprenginguna sem hryðju-
verk. „Við höfum ekki enn neinar
sannanir fyrir því að um hryðjuverk
hafi verið að ræða.“ Þá sagði Spe-
aks að ákveðið hefði verið í samráði
við grísk stjómvöld að sérfræðingar
frá FBI yrðu sendir til Aþenu til að
rannsaka orsakir slyssins.
Líbýskur varðbátur brennur á Sidr-
aflóa en átökin þar kveiktu mikið
hatur margra araba í garð Banda-
ríkjanna og telja margir að spreng-
inguna í farþegavélinni í gær megi
rekja til þess.
Flugmenn gegn hvyðjuverkum
Formaður alþjóðasamtaka at-
vinnuflugmanna, Tom Ashwood,
skoraði í gær, eftir sprenginguna um
borð í Trans World Airlines þotunni,
á flugmenn að hætta að fljúga til
landa sem styðja hryðjuverkamenn.
Tiltók Ashwood sérstaklega Libýu,
Sýrland og Iran. „Við munum stöðva
flug til og frá þessum löndum,“ sagði
Ashwood en í Alþjóðasamtökum at-
vinnuflugmanna eru flugmenn frá
sextíu löndum. „Ef stiómvöld eru
ófær um að einangra þetta fólk frá
hinum siðmenntaða heimi, einangra
Gaddafi og aðra, í íran, Sýrlandi og
öðrum stöðum sem fóstra hryðju-
verkamenn, þá verðum við að gera
það fyrir þau.“ Ashwood sagði enn-
fremur að hann vonaðist til að fá
önnur samtök sem fást við flutninga,
eins og til dæmis millilandasiglingar,
til að styðja aðgerðimar.
Æk BUCKSDECKER
I NAGLA- OG HEFTIBYSSUIMNI
gC Sm
snura
"SBÍ*£
(II ttJOZZ*
Hentug til uppsetninga á panelloftklæðningum,
spónaplötum o. fl.
16-30 m/m hefti og naglar.
Electronisk ásláttarstilling.
Endurtekinn ásláttur.
Kynningarverð 5.688,- með fylgihlutum.
Sölustaðir um land allt.
►rsteinsson
ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533
Sonur
Ferraro
kókaínsali?
John A. Zaccaro yngri, sonur Gerald-
ine Ferraro, varaforsetaefnis demó-
krata í bandarísku forsetakosningun-
um árið 1984, hefur verið ákærður
fyrir sölu á kókaini í Vermontríki.
Hér sést sonurinn, til vinstri, ásamt
lögfræðingi sínum á leið til dómhúss-
ins í Middlebury í Vermont þar sem
mál hans verður tekið fyrir.
Viljafrí
frá sjónvarpinu
Einn af hverjum tveimur sjónvarps-
glápendum í Frakklandi vill að
minnsta kosti eitt sjónvarpslaust
kvöld í viku, í þeirri von að það megi
verða til að lækna sjónvarpssýki
þeirra sem þeir segja að sé síst minni
fíkn en tóbaks- eða brennivínsfíkn.
Þetta kom fr am í skoðanakönnun sem
vikuritið Telerama lét gera. Þar kom
einnig fram að þrjátíu og sjö prósent
aðspurðra töldu sig geta lifað af án
sjónvarps alla ævi, tæp þrjátíu pró-
sent töldu sig geta lifað af án þess í
allt að mánuð og ellefu prósent viður-
kenndu að þeir treystu sér ekki til
að vera sjónvarpslausir einn einasta
Gullæði í kjölfar
verðhruns á olíu
Frá Gissuri Helgasyni, fréttaritara
DV í Zurich:
Olía verður sífellt ódýrari og dregur
gullverðið með sér á niðurleiðinni.
Oliuverðfallið gerir Rússana
taugaóstyrka. í síðustu viku keyptu
Kremlbankamir gull, þrátt fyrir
minnkandi olíutekjur, til þess að fjár-
festa í erlendri mynt.
Aprílgabbið
skelfdi marga
Frá Gissuri Helgasyni, fréttaritara
DV í Zurich:
ísraelska útvarpið tilkynnti lands-
mönnum þann fyrsta apríl að sviss-
nesku bankamir hefðu ákveðið að
veita ísraelsstjórn nánari upplýsingar
um alla þá milljarða króna sem ísra-
elskir ríkisborgarar eiga í sviss-
neskum bönkum en slíkar inneignir
eru óleyfilegar samkvæmt ísraelskum
lögum.
Mun mörgum hafa bmgðið illilega
í brún við þessi tíðindi.
En mönnum létti skjótt.
í lok fréttarinnar sagði þulurinn:
1. apríl, 1. apríl.
í gær var olíuverðið komið í 9,75
dollara fyrir tunnuna og þó við verð-
leggjum hana á 10 dollara þá er það
lægsta verð í átta ár.
Það voru ekki bara Sovétmenn sem
fjárfestu í hinum gullna málmi heldur
fjárfestu bandarískir bankar einnig í
gríðogergígulli.
Gullúnsan kostaði 334,50 dollara í
gær í Zurich eða 11,50 dollurum
minna en á skírdag.
Gullkílóið kostar nú 20.880 sviss-
neska franka en 21.625 á föstudaginn
langa..
Talsmaður svissnesku bankanna
segir Sovétmenn undanfarið hafa
keypt daglega mikið af gulli.
Þess má og geta að Svisslendingar
taka fljótt við sér í sambandi við olíu-
verðlækkanir og er nú svo komið að
allvíða má fá bensínlítrann, meira að
segja súperbensín, á undir einum
svissneskum franka eða á rúmlega 21
krónu íslenska.
Sovesk olia eykur
enn olíuframboðið
Sérfræðingar í olíumálum búast við
enn frekari verðlækkun á heims-
markaðsverði oh'u í dag eftir að Sov-
étmenn, mestu olíuframleiðendur í
heimi, tilkynntu fyrr í vikunni að
þeir myndu brátt setja töluvert magn
hráolíu á sölu á olíumörkuðum heims.
Sovétmenn hafa ekki haft olíu til
sölu á frjálsum olíumörkuðum síðast-
liðna þrjá mánuði.
Ein milljón Sovéttunna
Haft er eftir heimildarmönnum á
bandarískum olíumarkaði að fregnin
um endurkomu sovésku olíunnar og
þar af leiðandi enn meira framboð á
yfirfullum olíumörkuðunum hafi
borist of seint til að hafa áhrif á
heimsmarkaðsverð fyrr en í fyrsta
lagi í dag og megi því enn búast við
lækkun olíuverðs er líður á daginn.
Búist er við að Sovétmenn setji allt
að einni milljón tunna á dag af hráol-
íuámarkaðinn.
Olíuverð lækkaði enn um einn doll-
ar í gær í kjölfar yfirlýsingar Hvíta
hússins um að verðmyndum á olíu
yrði fyrst og fremst að ákvarðast af
frjálsum markaði og framboði og eft-
irspurn.
Yfirlýsing Hvíta hússins var birt
eftir að orðrómur komst á kreik í
Washington að George Bush, vara-
forseti Bandaríkjanna, kynni að ræða
aukin höft á olíumarkaðnum við
ráðamenn í Saudi-Arabíu, en þangað
heldur varaforsetinn innan.skamms.