Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL1986.
3!»i' Tf; 4 4 / ' ? . í I > ►■ ( ■ t ) H M Tf 'f
Neytendur Neytendur Neytendur
Virkt verðlags-
eftirlit
kemurneyt-
endum tílgóða
„Við ætlum nú að nýta hina
frjálsu verðlagningu neytendum í
hag og það gerum við með því að
fylgjast grannt með verðlagi á
helstu nauðsynjavörum og birta
vikulega niðurstöður verðkannana.
Þetta verður framkvæmt í samstarfi
við launþegahreyfinguna, ASÍ og
BSRB,“ sagði Sigurður Sigurðar-
son, formaður Neytendafélags
Reykjavíkur, í samtali við Neyt-
endasíðu DV.
„Við höfum lengi verið að falast
eftir samstarfi við launþegahreyf-
inguna í neytendamálum sem nú er
orðið að veruleika. Ráðinn verður
sérstakur starfsmaður sem mun
sinna þessu starfi eingöngu," sagði
Sigurður.
Ætlunin er að vikulega verði
heimsóttar um fiórtán verslanir á
höfuðborgarsvæðinu og kannað
verð á a.m.k. tuttugu vörutegund-
um. Niðurstaðan verður birt í fiöl-
miðlum. Lögð verður áhersla á að
birta nöfri verslana sem teknar
verða fyrir hverju sinni.
„Við ætlum að fylgjast þannig
með verðlagi frá einum tíma til
annars.'Þannig ætlum við að veita
verslunum virkt aðhald og láta þær
takast á innbyrðis. Við munum
hiklaust nota nafnbirtingu og ætl-
um við þannig að reyna að fá versl-
anir til að halda í við verðhækkanir
eða lækka vöruverð í stað þess að
hækka eins og verið hefur undan-
farin ár.
Hingað til höfum við verið svo
máttlausir að við höfum ekkert geta
gert.
Þetta er svo sannarlega ánægju-
leg þróun sem við væntum mikils
af. Við ætlumst til þess að neytend-
ur notfæri sér þessar kannanir og
beini viðskiptum sínum þangað sem
vöruverð er hagstæðast hverju
sinni,“ sagði Sigurður.
Auk verðkannana verður ýmis-
legt annað varðandi neysluvaming
kannað, eins og t.d. dagstimplun og
raunar hvaðeina sem getur komið
neytendum að sem bestu haldi.
„Með þessu móti kemur frjáls
álagning neytendum til góða. Þetta
er mögulegt fyrst og fremst vegna
samninga ríkisstjórnarinnar og
launþegahreyfingarinnar um niður-
færslu á verðlagi og verðbólgu,"
sagði Sigurður Sigurðarson, for-
maður Neytendafélags Reykjavíkur
ognágrennis. -A.Bj.
NÝJARUMBÚÐIRÁ
DÚN MÝKINGAREFNINU
Sápugerðin Frigg, sem framleiðir
mýkingarefnið Dún, hefur nú endur-
bætt og breytt samsetningu mýking-
arefnisins og breytt um ilmefni. í
fréttatilkynningu frá Frigg segir að
bætt efnasamsetning á Dún dreifi
mýkingarefninu og þannig afraf-
magnist allt tauið auðveldar og
mýkingin verði betri en áður.
Nýju umbúðirnar eru 2 og 4 lítra
brúsar en Dún verður einnig selt
áfram á 1 lítra brúsum. Til stendur
að breyta merkingum á umbúðunum
þannig að skýr og greinileg inni-
haldslýsing verði aftan á brúsunum
og viljum við hér nota tækifærið til
að hvetja aðra framleiðendur til að
gera slíkt hið sama.
Umræðan um vörumerkingar hefur
stórlega aukist hér á landi og er það
mjög til hins góða. Enn er mjög langt
í land að vörumerkingar hér á landi
geti talist fullnægjandi og skýtur það
nokkuð skökku við að íslenskir fram-
leiðendur skuli ekki nota sér það sem
þeir hafa svo greinilega umfram inn-
fluttar vörur en aðstaða þeirra til að
upplýsa neytendur mikill kostur sem
lítið virðist nýttur.
-S.Konn.
itllSíl
Nú fæst mýkingarefnið Dún einnig í 2 og 4 lítra brúsum
13
TOYOTA
TOYOTA
BLAÐBERA VANTAR
í Helgalandshverfi i Mosfellssveit
Upplýsingar hjá umboðsmanni
í síma 66481.
AÐALFUNDUR
Knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn í Víkings-
heimilinu 3. apríl kl. 8. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn.
Qlinrnin
Nissan Cedrik árg. ’85, ekinn 26.000.
Verð 840.000,-
Honda Civic árg. ’82, ekinn 65.000.
Verð 230.000,-
Colt árg. ’83, ekinn 27.000. Verð
230.000,-
Toyota Carina station ’82, ekinn
48.000. Verð 300.000,-
MNC Galant station ’80, ekinn
108.000. Verð 155.000,-
Datsun Cherry ’81, ekinn 76.000.
Verð 170.000,-
Nýbýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144
Datsun King-Cab árg. '82, bensín,
ekinn 60.000, svartur/silfur. Verð
360.000,-
Toyota Corolla árg. ’85, 4ra dyra, 4
gíra, gylltur. Verð 310.000,-
Toyota Hilux 4x4, árg. '81, ekinn Mazda 626 1600, árg. ’81, ekinn
60.000, m/plasthúsi, hvitur. Verð 68.000, grár.Verð 190.000,-
360.000,-
Toyota Cressida, árg. '78, ekinn
67.000, grænn. Verð 165.000,-
Toyota Corolla Liftback 1600, árg.
'85, ekinn 9.000, hvitur. Verð
385.000,-
Subaru 4x4 árg. '81, vínrauður.
Verð 240.000,-
Toyota Crown dísil árg. ’80, sjálf-
skiptur, ekinn 130.000, hvitur. Verð
295.000,-
Toyota Tercel árg. ’84, brúnn/
dökkbr. m/aukamælum, ekinn
50.000. Verð 380.000,-