Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsfjós Sviðsljós Á þorra- blóti í París - frá Sigrúnu Harðardóttur, frétta- ritara D V í Amsterdam Ljósmyndarinn Dave Hogan frá The Sun gleymir Madonnu aldrei. Enda ók hún yfir löppina á honum, margbraut hann og ók i burtu án þess að spyrja um meiðslin. Hann er ennþá með gifs upp í nára og verður þannig næstu vikurnar. Þaueru yndislegt par Helstu hrollvekjur fjölmiðlafólks eru þessa dagana Madonna og eigin- maðurinn Sean Penn. Bæði eiga nú yfir höfði sér kærur fyrir líkams- meiðingar og alls kyns tjón sem hafa orðið af þeirra völdum hjá pressulið- inu. Sean hefur lumbrað á svo mörg- um ljósmyndurum og blaðamönnum að kærurnar flykkjast inn hjá hinum ýmsu embættum í heiminum. Ma- donna hefur hingað til haldið sig til hliðar en fyrir skömmu skipaði hún bílstjóra sínum að aka áfram fyrir framan Heathrowflugvöllinn í Lon- don með þeim afleiðingum að bíllinn brenndi yfir fótlegginn á næsta ljós- myndara. Og stjarnan gaf sig ekki að heldur, það var ekki á dagskránni að stöðva bílinn og athuga hvort lifsmark reyndist með fórnardýrinu. Á meðan þessu fór fram dundaði Penn sér við að henda múrsteini í höfuðið á nærstöddum ljósmyndara þar sem hann var á ferð í Berlín. Þau eru greinilega samtaka um að berja frá sér pressuna með öllum tiltækum ráðum. Alveg einstaklega yndislegt par... Fjölgunánæstunni? Ólyginn sagði... Altraddirnar stóðu sig vel i söngnum og Guömundur Thoroddsen setti upp hatt og klút svo hann skæri sig ekki mikið úr þeirra hópi. París, háborg tísku og lista, dró til sín hóp íslenskra Amsterd- ambúa fyrir skömmu og var til- gangur ferðarinnar ekki að spóka sig á Champs-Elysées heldur að skemmta íslenskum Parísarbúum sem héldu þorrablót sitt á góunni. Þorri eða ekki þorri er ekki aðalat- riðið þegar svona sunnarlega er komið heldur að smala útlögunum saman í íslenska matarveislu og voru það Sínefélagar í París sem stóðu fyrir skemmtuninni. Þetta er fjórða árið í röð sem Sínefélagar standa fyrir þorrablóti í París en þar eru nú búsettir um 130 Islendingar, þar af 70 náms- menn. Það var stemmning í litla banka- salnum á Rue de la Clef á kosninga- daginn í París er veislustjóri kvöldsins, Magnús Ásgeirsson, bauð gesti velkomna og að ganga til borðs. Að borðhaldi loknu tók samkór Islendinganna, Parísarkórinn, nokkur létt lög undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar orgelleik- ara. Lauk þeim söng með frumort- um visum eftir Guðmund Thorodd- sen myndlistarmann, við mikinn fögnuð viðstaddra. Er líða tók á kvöldið birtist fréttaritari útvarpsins, Már Jóns- son, með þær fréttir að hægriflokk- amir hefðu fengið nauman meiri- hlutaí kosningunum. Þorrablótsbandið frá Amsterdam stóð fyrir dúndrandi fjöri fram undir morgun og hefur aldrei verið í betra formi. Ekki festist bandið á mynd en það er kannski óþarfi því DV birti mynd af því í febrúar er það lék á þorrablótinu í Amster- dam. í hljómsveitarpásu söng Ásdís Ólafsdóttir, nemi í París, nokkra gamla slagara við undirleik félaga sinna í Síne. Eitthvað virtust nágrannarnir á Rue de la Clef óvanir íslenskum skemmtunum því lögreglan reyndi ítrekað að fá fólk til að hætta að tjútta en manngarmarnir höfðu aldrei lent í annarri eins veislu svo þeir skelltu sér með í dansinn. Er trommuleikari hljómsveitarinnar brá sér frá tók einn lögreglumann- anna við kjuðunum, leyndist í honum trommusnillingur sem fór létt með hlutverk Ringós í Bítla- lögunum. Annars veraldarvanir íslenskir stórborgarbúar höfðu aldrei fyrirhitt annan eins lög- reglumann, enda franska lögregían þekkt að einhverju öðru en skemmtilegheitum. Myndlistar- hópurinn á þakkir skildar fyrir þjóðlegar veggskreytingar og Síne-félagar fyrir sjaldséða veislu- rétti. Ásdís Ólafsdóttir listasögunemi tekur nokkra gamla slagara. „Og allirsaman nú!“ Björn Steinargefur tóninn. Og nú er víst röðin komin að Önnu prinsessu. Henni hefur verið fyrir- skipað að lappa upp á ímyndina. Nú má ekki lengur yrða á lífverði, garð- yrkjumenn eða bílstjóra - eigin- maðurinn, Mark Philips, skal verða númer eitt tvö og þrjú. Efasemdar- mönnum til nánari sönnunar er henni uppálagt að fjölga um svo sem eins og eitt barn - og að sögn kunn- ugra er það þegar á leiðinni. Anna neitar að láta hafa eitthvað eftir sér um málið en pressan gefst ekki upp að heldur. Fyrir eiga þau hjónin tvö börn, Peter Mark Andrew, sem er níu ára, og Zara Anne Elizabeth, en hún er á fimmta árinu. Breska kóngaliðið situr ekki auðum höndum þetta árið. Fjölskyldan hefur stækkað hratt og síðasta afrek Díönu og drottningarmóðurinnar, að koma Andrew í örugga höfn hjónabandsins, þykir saga til næsta bæjar. Raquel Welch þegir þunnu hljóði yfir endur- minningum fyrrum eiginmanns- ins, Patricks Curtis. Hann telur sig þar lítt bundinn þagnarheit- um og lætur gamminn geisa. Raquel fær bestu einkunn hjá honum sem ástkona - hún er hreint fullkomin líkamlega að hans sögn. Fleira fær að flakka í sama dúr en lengst gengur hann í frásögninni af samförum þeirra hjóna á salerni flugvélar sem í þann mund dólaði yfir Rómaborg. Sem áður segir hefur ekki eitt orð komið frá bombunni um málið en menn bíða spenntir eftir að heyra hvar hún staðsetur sinn fyrrver- andi í einkunnastiganum. Lauper heldur vandlega um staðinn þar sem örið eftir langan holskurð fyrirfinnst. Hún er nýstigin á fætur eftir aðgerðina, segist hressari en nokkru sinni fyrr og bendir á að andlitsförðun hafi verið breytt í samræmi við nýjar lífsvenjur heilsunnar vegna. Meryl Streep hreifst mjög af samleikara sínum í Jörð í Afríku - Robert Redford. Hún segir hann einstaklega þægilegan meðspilara, góðan hlustanda og skemmtilegan í samræðum. Og hann hefur aðeins einn galla - Robert hættir til að mæta alltof seint á stefnumót sem kemur sér oft illa þegar samskipt- in eiga að vera við þrælbókaðar súperstjörnur. Cyndi _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.