Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 20
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. iþróttir__________________iþróttir___________________iþróttir__________________Iþróttir______________ íþróttii • Karl Þráinsson sést hér reyna að brjótast í gegnum vörn Vals í leik Vals og Víkings í bikarnum í gærkvöldi en ekki hafði Karl erindi sem erfiði í þetta skipti. DV mynd Brynjar Gauti. -Ragnarfrá vegna meiðsla Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DV íBelgíu. Ragnar Margeirsson gat ekki leikið með Waterschei í fallleiknum þýðingarmiklá í Lierse um helgina vegna meiðsla. Lierse sigraði, 2-1, og útlitið er nú afar dökkt lijá Waterschei. Liðið er í neðsta sæti í 1. deild með 19 stig. Lierse hefur 20 og Kortrijk 21 stig. Tvö neðstu liðin falla í 2. deild. Ragnar var slæmur í læri og töldu læknar í fyrstu að um bólgur væri að ræða. Hins vegar kom í ljós að það reyndist slæm tognun. Ragnar getur ekki leikið með Waterschei í næstu umferð. Aðeins þrjár umferðir eru eftir í 1. déild- inni. Allar líkur eru á að Anderlecht verji meistaratitil sinn eftir jafntefli, 3-3, gegn Club Brugge í Brugge á sunnudag. And- erlecht hefur 48 stig eftir 31 leik en Club Brugge 46 stig eftir sama leikjafjölda. Anderlecht hefur miklu betra markahlút- fall en það ræður ekki í Belgiu ef lið eru jöfh að stigum heldur sigurleikir. And- erlecht hefur sigrað í 20 leikjum, Club Brugge í 19. Standard Liege er í þriðja sætiíl.deildmeð38stig. hsim Omggt hiá Víkingi gegn Val - 3. deildar lið ÍÁ vann KR - Fimm leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik fóru fram í gærkvöldi og nokkuð var um óvænt úrslit. Víkingar með aðra hönd á bikarnum eftir 24-19 sigur gegn Val FH í Belgíu Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DV í Belgíu. FH-ingar, leikmenn 1. deildar liðsins í knattspyrnu, hafa að undanförnu dvalið hér í Belgíu við æfingar og keppni. Hafa þeir leikið þrjá æfingaleiki við belgísk fé- lög. 3. deildar lið Hernes í Gent sigraðl FH, 5-4, i fjörugum leik, Lokerese SV, sem er 4. deildar lið hér, vann FH, 3-1, og aðallið Lokeren í 1. deild sigraði FH, 3-1. Það var besti leikur FH-inga. Að vísu var staðan 3-0 fyrir Lokeren í hálfleik og i síðari hálf- leik voru bestu leikmenn Lokeren ekki með. Ungir strákar settir inn á í þeirra stað en hvað um það, FH-ingar léku oft vel í þessum leik. hsím Eftir öruggan sigur Víkinga á Vals- mönnum í 16 liða úrslitum bikar- keppni Handknattleikssambands Is- lands í Laugardalshöll i gærkvöldi verður að telja mjög liklegt að Vik- ingar verði bikarmeistarar í ár og vinni þar með bæði deild og bikar. Fimm leikir fóru fram í bikarnum í gærkvöldi og óvæntustu úrslitin urðu í leik Akurnesinga og KR-inga en Skagamenn sigruðu með eins marks mun eftir framlengingu. Leikur Víkings og Vals í gærkvöldi var tilþrifalítill og eftir tíu mínútna leik var staðan aðeins 1-1. Víkingar náðu síðan fímm marka forskoti fyrir leikhlé og höfðu þá yfir, 12-7. Ekki náðu Valsmenn að ógna sigri Vík- inga í síðari hálfleik og Iokatölur urðu 24-19 Víking í vil. Mörk Vík- inga skoruðu Steinar Birgisson 7, Páll Björgvinsson 6, Guðmundur Albertsson 6, Guðmundur Guð- mundsson 2, Karl Þráinsson 1, ísland áfram í 3. deild - eftir tap fýrir írum, 2-3, í badminton Þrátt fyrir að íslenska iandsliðinu í badminton, sem staðið hefur sig mjög vel á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, hafi tekist að sigra í 3. deild Evrópukeppninnar tókst íslenska liðinu ekki að komast upp i 2. deild. í gær lék íslenska liðið gegn því írska og tapaði 2-3. Eftir einliða- leiksleikina var staðan jöfn og því skar tvenndarleikurinn úr um j>að hvor þjóðin léki í 2. deild. Þau Arni Þór Hallgrímsson og Elísabet Þórð- ardóttir töpuðu fyrstu hrinunni 9-15 en unnu þá næstu örugglega 15-5. Þriðja lotan var lengst af í járnum en í lokin stóð írska parið uppi sem sigurvegari og loklatölur 11-15. Þrátt fyrir að islenska liðinu tækist ekki að vinna sig upp í 2. deild var frammistaða liðsins mjög góð og þá sérstaklega Árna Þórs Hallgríms- sonar sem er mjög ungur og efnilegur badmintonleikari. -SK ÍBR ___________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR í kvöld kl. 20.30 FRAM-KR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Hilmar Sigurgíslason 1 og Siggeir Magnmússon 1. Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 5, Jón Pétur Jónsson 4, Júlíus Jónasson 3, Valdimar Gríms- son 2, Þorbjörri Guðmundsson 2, Þorbjörn Jensson 1, Þórður Sigurðs- son 1 og Geir Sveinsson 1. Skellur KR-inga á Skaganum KR-ingar voru slegnir út úr bikar- keppninni í gærkvöldi á Akranesi. Heimamenn sem leika í 3. deild sigr- uðu með eins marks mun eftir fram- lengdan leik og eru því komnir í 8-Iiða úrslitin. • KR-ingar voru ekki eina 1. deildar liðið sem mátti þola tap fyrir sér fyrirfram álitnum lélegri andstæð- ingi. Framarar töpuðu með fimm marka mun, 23-28, fyrir Ármenning- um og verða það að teljast óvænt úrslit. 37 mörk á 20 mínútum • Það gekk mikið á í fyrri hálfleik hjá Breiðabliki og Fylki í Seljaskóla í gærkvöldi. Þegar komið var að leikhléi var staðan 23-14 fyrir UBK og höfðu liðin því skorað 37 mörk á 20 mínútum í fyrri hálfleik sem gerir tæp tvö mörk á mínútu. Síðari hálf- leikinn unnu Blikar síðan, 10-6, og leikinn þar með, 33-22. • Þróttarar áttu aldrei möguleika gegn FH-ingum og Hafnfirðingarnir sigruðu með 26 mörkum gegn 22. -SK. • íslenska landsliðið í badminton sem stóð sig mjög vel á Evrópumeistaramót- inu sem fram fór í Svíþjóð. íslenska liðið var aðeins Ijórum punktum frá því aðkomastí2.deild. Tómas aðal- þjálfari norska blaklands- liðsins Tómas Jónsson hefur verið ráðinn aðal- þjálfari norska karlalandsliðsins í blaki. Stýrir Tómas norska liðinu á Norður- landamótinu hér á landi í næsta mánuði. Áður tekur liðið þátt í Spring Cup i Aust- Tómas Jónsson, þjálfari norska blak- landsliðsins. um'ki. Tómas á að baki 28 landsleiki fyrir ís- land. Hann lék með Ungmennafélagi Laugdæla til ársins 1977 er hann hélt til Noregs til að nema við norska íþróttahá- skólann. í Noregi lék hann fyrst með KFUM Volda en síðan KFUM Osló og varð með því Noregsmeistari árið 1981. I fyrra var hann ráðinn þjálfari KFUM Osló jafn- framt því sem hann starfaði í hlutastarfi hjá norska blaksambandinu. Hann er þrítugur að aldri og kvæntur norskri stúlku. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.