Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Sam- bandið sendi 24upp- sagnar- bréf Samband islenskra samvinnufélaga sendi 24 starfsmönnum sínum upp- sagnarbréf um mánaðamótin. Upp- sagnirnar taka gildi eftir þrjá mánuði. Þetta er fyrsti liður í hagræðingu sem stjóm Sambandsins ákvað í síð- asta mánuði til að draga úr kostnaði og auka tekjur. Búist er við fleiri uppsögnum á næstunni. „Við höfum gert ráð fyrir að þetta myndi hafa áhrif á störf40-50 manna,“ sagði Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins. Starfemannafélagi Sambandsins hefur verið tilkynnt að reynt verði að bjóða því fólki, sem sagt verður upp, annað starf innan Sambandsins eftir því sem tök em á. Af þeim -24 mönnum, sem sagt var upp í fyrstu lotu, em 18 á teiknistofu Sambandsins. Ákveðið hefur verið að leggja hana niður. Öllum starfsmönn- um hennar var sagt upp, þar á meðal forstöðumanni, verkfræðingum, arki- tektum og tæknifræðingum, að sögn Baldvins Einarssonar starfsmanna- stjóra. Skrifstofa Sambandsins í Hamborg verður lögð niður. Þrír starfsmenn hennar em í hópi þeirra sem fengið hafa uppsagnarbréf. Ennfremur var trésmið og verka- manni, sem orðnir vom sjötugir, sagt upp, svo og tryggingafulltrúa. Starfemönnum teiknistofunnar hef- ur verið boðinn sá möguleiki að ef þeir vilja reka stofuna áfram sem eigið fyrirtæki muni Sambandið beina verkefnum til þeirra. -KMU Framkvæmdir við byggingu þeirra 10 blokka sem Byggung er að reisa við Selás hafa legið niðri að undanfömu. Vanskil húsbyggjenda og vanskil Hús- næðismálastofnunar við Byggung eru sagðar ástæðurnar og einnig endurskoðun framkvæmdamáta við byggingarnar. Blokkirnar við Selás verða liklega siðustu framkvæmdir Byggung þvi eins og málin standa í dag verður félagið lagt niður þegar þær íbúðir hafa verið afhentar. DV-mynd GVA Byggung verður lík- lega lagt niður Að öllum líkindum verður starf- semi byggingafélagsins Byggung lögð niður þegar búið að verður að afhenda þær 400 íbúðir sem era nú í byggingu á vegum félagsins, að sögn Guðmundar Karlssonar, nýs framkvæmdastjóra félagsins. „Það er dýrt að byggja í dag miðað við það markaðsverð sem er í gangi á eldri íbúðum. Okkur hefur þó tekist að selja flestar þessara 400 hundmð íbúða sem em í byggingu, enda kjörin hjá okkur mun betri en almennt gerist á markaðnum. Núna em um 15-20 íbúðir óseldar, flestar við Selás og nokkrar úti á Seltjarn- arnesi," sagði Guðmundur. Stefnt er að því að búið verði að afhenda allar þessar 400 íbúðir eftir u.þ.b. 2 1/2 ár. „Þá verður hægt að hætta starfseminni nema að að- stæður hafi breyst á tímabilinu þannig að hagstætt verði að halda henni áfram.“ Framkvæmdir við þær 10 blokkir, sem em i byggingu við Selás, hafa að mestu leyti legið niðri að undan- fómu. Samkvæmt Áma Þ. Áma- syni, stjómarformanni Byggung, em ástæðurnar helstar þær að stað- ið hefur á greiðslum frá Húsnæðis- málastofnun og að um 300 hús- byggjendur hjá Byggung em í van- skilumviðfélagið. „Aðalástæðan fyrir því að fram- kvæmdir við Selás hafa að mestu legið niðri er sú að við erum að endurskoða framkvæmdamátann. Við erum að athuga hvort hagstæð- ara er fyrir okkur að bjóða út fram- kvæmdimar sem eftir em í stað þess að sjá um þær sjálfir. Þetta ætti að skýrast á næstunni og þá ættu framkvæmdir að geta hafist á fullu að nýju,“ sagði Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Bygg- ung. -KB Fjöldauppsagnir hjá lögregluþjónum: Allir lögreglu- þjónar á Akranesi hafa sagt upp - og nær allir í Keflavík, Borgamesi og Vestmannaeyjum. 129 lögreglu- menn í Reykjavík segja upp Bílstjórar langferðabíla vilja fá sáma kaup og bílstjórar steypubila. Þeir telja sig ekki aka ómerkilegri farmi. „Viljum fá sama kaup og steypubílstjórar“ „Það er ljóst að stór hluti af þeim lögregluþjónum, sem sagt hafa upp störfum, snýr ekki aftur. Það tollir enginn í starfi sem byggist upp á því að menn þurfa að vinna yfir 100 yfir- vinnutíma til að ná viðunandi laun- um. Lögreglumenn em búnir að fá nóg og það er alvara í þessum upp- sögnum," sagði einn af fjölmörgum lögregluþjónum sem sagt hafa upp störfum. Alls hafa um 300 lögreglu- þjónar víðs vegar um land sagt upp störfum. Það er um helmingur lög- regluþjóna landsins. Flestar uppsagnirnar eru frá síð- ustu mánaðamótum og taka því gildi að þremur mánuðum liðnum 1. júlí. „Við höfum ekki sagt upp, en ég reikna fastlega með því að það verði gert um næstu mánaðamót," sagði einn lögregluþjónninn úti á landi. Á Akranesi hafa allir lögregluþjón- arnir í Lögreglufélagi Akraness sagt starfi sinu lausu, eða tíu lögreglu- þjónar. Báðir lögregluþjónamir á Seltjamanesi hafa sagt upp og þá hefur 99‘Xi af lögregluliði Keflavíkur og Vestmannaeyja sagt upp. Fjórir af fimm sögðu upp í Borgar- nesi. Meirihluti lögregluþjóna á Sel- fossi hefur sagt upp og yfir 50% á Keflavíkurflugvelli. Miklar uppsagnir hafa verið í Reykjavík. Þar hafa 129 lögreglu- þjónar af 225 sagt starfi sínu lausu. 20 af 36 lögregluþjónum í Hafnarfirði hafa sagt upp og 27 af 40 hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Svona mætti lengi telja. Lögregluþjónar gera kröfur um hærri dagvinnutekjur. Byrjunarlaun lögreglumanna eru nú kr. 20.800. Þá eru gerðar kröfur um að á fámennum stöðum séu lögregluþjónar ekki einir við störf. Auk þess fara lögregluþjón- ar fram á aukna menntun. Flestir þeir lögregluþjónar, sem sagt hafa upp störfum, eru yngri menn. „Það er ljóst að þeir koma ekki aftur þegar þeir hafa farið í önnur störf," sagði einn af eldri lög- regluþjónunmn sem DV ræddi við. -sos Ólga hefur nú gripið um sig hjá rútubílstjórum eða þeim sem aka langferðabílum til mannflutninga. Nýlega ákváðu þeir á félagsfundi hjá stéttarfélagi sínu, Sleipni, að sam- þykkja verkfallsheimild ef viðsemj- endur þeirra, sérleyfishafar, gengju ekki að launakröfum þeirra. Kröfumar felast fyrst og fremst í því að fá sömu lauri og þeir bílstjórar sem keyra steinsteypu. „Okkur finnst ansi hart að bílstjórar sem keyra steinsteypu og vörur að hafnarbakka skuli hafa mun hærri laun en rútubíl- stjórar sem keyra 50-60 farþega á milli staða. Okkar laun eftir 18 ára starf með 10% álagi, sem gildir á sumrin, er um 24.085 krónur á mánuði. Eftir 3 mánaða starf á steinsteypubílunum fá menn 26.148 á mánuði,“ sagði Valdimar Ásmundsson rútubílstjóri í samtali við DV. „Það er okkar gmndvallarkrafa að fá samræmingu við laun þeirra sem keyra steinsteypu á milli staða. Við sættum okkur ekki við neitt annað,“ sagði Valdimar. Ákveðið hefur verið að skjóta mál- inu til sáttasemjara og verður haldinn sáttafundur í deilunni næsta þriðju- dag. -KB FYRiRTÆKJAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17, III. hæð, s.26278 Til sölu eru nú þegar eftir- Kjörbúðir með kvöldsöluleyfi Prentsmiðja Kjötbúðir Einangrunarverksmiðja talin fyrirtæki: Matvöruverslanir með videoleigum Kjötvinnsla Harðfiskverkun og -sala Veitingastaðir með vinleyfi Byggingavöruverslun Ryðvarnarskáli og margt fleira Barnafataverslanir Heildsölur Matvöruverslun með kjötvinnslu ósk- Vefnaðan/öruverslanir Fiskbúð ast. Fatabúðir Bilaverkstæði Sölumenn: Videoleigur Bjórpöbb Magnús Sigurjónsson, hs. 79542, Sjoppur Pylsuvagn Birgir Þorvaldsson, hs. 15299.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.