Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1986, Side 37
Dty FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Meistarinn í Free Style dansi, Axel Guðmundsson, gefur eiginhandarárit- anir. Kóng og drottningu vantaði ekki í leikþættina. Áhorfendur voru einbeittir mjög og skemmtu sér hið besta. . . . töframaðurinn Ingólfur Ragnarsson í miðri athöfn. Lik born leika best Sarah gat leyft sér frjálslegri hegð- un i barnæsku og átti bágt með að sitja fyrir á myndum. Þessa tók frændi Andrews - Lichfield lávarð- Útivist Andrews fór fram i hallar- ur- af hinnl rauðhærðu smástelpu garðinum þar sem hann vappaði i einni af heimsóknunum til Winds- hvítklæddur um velsnyrta gras- orkastalans. flötina. Eftir trúlofun Andrews og Söruh Ferguson hafa hinir ýmsu spámenn reynt að fmna út hvemig fara muni fyrir þeim í framtíðinni og er þá tekið mið af öllum möguleg- um og ómögulegum atriðum. Sú staðreynd að Qölskyldurnar hittust ósjaldan og börnin léku sér saman hefur sannfært marga um að þama sé enn á ný gamla þemað - lík börn leika best. En þetta er engan veg- inn algild regla og aðrir hafa bent á að uppeldi þeirra hafi verið geró- líkt. Sarah hafi vanist mun meira frjálsræði í æsku og hún hafi síðan fengið mikið áfall þegar móðirin Susan stakk af með pólóspilara. Þau settust að í Argentínu. Síðustu vikur og mánuði hafa Andrew var strax fátinn læra hár- rétta mannasiði og klæddur eins og passar prinsum. verið dregnar fram alls kyns bama- myndir af hinum væntanlegu hjónum og reynt að rifja upp sögur af þeim saman frá barnsaldri. Eng- um flaug þá í hug að hjónaband þeirra tveggja kæmi til greina síðar og reyndar var Sarah í sambúð með manni sem var tuttugu árum eldri en hún og átti tvö börn á tánings- aldri. Slík fortíð hefði útilokað samband þeirra í milli fyrir örfáum árum en tímarnir hafa breyst og í dag þykir það ekki tiltökumál. „Andrew þarf þroskaða konu en ekki ungling eins og bróðir hans,“ segja Bretar sjálfir og eru bara hæstánægðir með Söruh sína. Og undirbúningur brúðkaupsins er þegar hafinn. Þar sem Sarah var alin upp úti á landi varð útivist sterkur þáttur í tilverunni og smámunasemi í klæðaburði óþekkt. Konungleg sögustund Þau sem þarna teta itölsku þrepin í Lucca eru systrabörnin Lady Sarah Armstrong-Jones og Karl Bretaprins. Sarah les listasögu og deilir mikl- um söguáhuga með frændanum sem hún fékk með sér í skoðunarferð um Flórens. Ungfrúnni gleymdist gersamlega sú mikla þjálfun sem prins- inn hefur í skoðunarferðum - og gildir þá einu hvort skoðað er sjúkrahús, minjasafn eða verksmiðja. Að lokum var það söguneminn sjálfur sem baðst vægðar en hinn óþreytandi frændi blés ekki úr nös. Annars var prinsinn þarna að jafna sig efftir fingurmeiðslin -sjá umbúð- ir á meðfylgjandi mynd - sem hann hlaut við föndurvinnu með sonunum heima i höllinni. Nú hefur verið fenginn staðgengill fyrir Kalla i öll helstu áhættuatriði i föðurhlutverkinu þannig að mestu slysahættunni hefur verið bægt frá að sinni. Mr Olyginn sagði... Eliane Marscarenhas er yngsta móðir heimsins, níu ára gömul. Núna búa hún og dóttirin Daiane heima hjá ömmu Eliane og heilsast þeim mæðgum stór- vel. Faðirinn er sautján ára gamall frændi hennar sem hljóp dauðhræddur til skógar og hefur ekki fengist til mannabyggða enn- þá. Síðustu fregnir herma að hann langi til þess að líta móður og barn augum en Eliane neitar því alfarið og verður skelfingu lostin þegar það ber á góma. Karl Gústaf Svíakóngur og Silvia drottning eiga tíu ára brúðkaupsafmæli í næsta mánuði. Þá verður mikið um dýrðir og segja landar þeirra hróðugir að ástin í þvi hjónaband- inu hafi fremur aukist en hitt á þeim árum sem liðin eru. Karl er einstaklega afturhaldssamur í viðhorfum tii hlutverkaskiptingar karla og kvenna og hneykslaði landa sína upp fyrir bæði eyru nýlega með yfirlýsingum um hvenær hentaði að hafa Silviu með í för og hvenær ekki. Nú er höfðinginn á námskeiði í um- gengni við fjölmiðla og sérstök áhersla ér lögð á þagnarkennslu við öll betri tækifæri. Áse Kleveland þótti stórgóð sem kynnir i siðustu júróvisionkeppni sem fram fór í Noregi. Því jókst mjög áhugi * manna á persónu hennar og öll- um athöfnum. Eitt af þvi sem almenningur hreinlega varð að fá að vita var hvort eitthvað sérstakt væri að fótum frúarinnar. Hún klæðist sumsé ævinlega siðum kjól við opinber tækifæri. „Óþarf- ar áhyggjur," var hið stuttaralega svar, „ég hef aldeilis ágæta fæt- ur.“ Jannike Björling og Björn Borg hafa tekið sæti sænsku kóngafamilíunnar í fjöl- miðlum þarlendum. Myndir af - þeim hjónaleysum ásamt erfingj- anum Robin spanna heilu opn- urnar og takmarkalaus áhugi er á hverri hreyfingu þrenningarinnar. Jafnvel fertugsafmæli Karls Gú- stafs og tíu ára brúðkaupsafmæli þeirra Silviu megnar ekki að skáka tenniskappanum og familíu i vinsældakappinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.