Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986. 3 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Staða Framsóknarflokksins - í Reykjavík og Reykjanesi I nýliðnum kosningum, þar sem allir segjast hafa farið með sigur af hólmi, hefur fylgisaukning Alþýðuflokksins utan höíuðborgarinnar vakið mesta athygli. Það er eðlilegt að hugunnn beinist að þeim flokki og stöðum þar sem umskiptin urðu mest. En áhuga- vert er að skoða suma aðra þætti kosningaúrslitanna. Eitt af því er fylgistap Framsóknar- flokksins í fjölmennustu kjördæm- unum, Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. Að vísu telja talsmenn flokksins að hann hafi þar unnið sigur. „Fram- sóknarflokkurinn er aftur á uppleið," segir til að mynda formaðurinn, en miðar þá ekki við fyrri kosningaúrslit heldur skoðanakannanir á miðjum síðastliðnum vetri. Þegar kosningatöl- umar eru skoðaðar og bomar saman við fyrri kosningar verður auðvitað augljóst að úrslitin í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi hljóta að vera for- Fréttaljós Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri ystumönnum Framsóknarflokksins alvarlegt umhugsunarefni. Þriðja lægsta hlutfall frá 1930 Hver er raunvemleg staða Fram- sóknarflokksins í Reykjavík fylgislega séð eftir þessar kosningar? Á meðfylgjandi súluriti er sýnt hlut- fallslegt fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kosningum til borgar- stjómar frá árinu 1930 og til Alþingis frá kjördæmabreytingunni árið 1959. Framsóknarmenn fengu fyrst fúll- trúa í bæjarstjóm Reykjavíkur árið 1930. Þar var að verki Hermann Jón- asson, faðir núverandi flokksfor- manns. Harín hlaut þá 9,45% atkvæðanna. Núna fékk flokkurinn hins vegar rétt um 7% gildra atkvæða. Á þeim 56 árum sem liðin em frá kosningunum árið 1930 hefur Fram- sóknarflokkurinn einungis tvisvar fengið lægra hlutfall í borgarstjómar- kosningum en núna. Það var árið 1944, þegar flokkurinn fékk aðeins 5,6%, og árið 1946, en þá hlaut Framsóknar- flokkurinn 6,6%. í öllum öðrum borgarstjómarkosningum hefur flokk- urinn fengið hærra hlutfall en nú. í öllum þingkosningum frá og með kosningunum 1959 hefúr flokkurinn einnig fengið hærra hlutfall atkvæða í Reykjavík en núna. Jainvel árið 1978, þegar fylgi flokksins hrapaði sem mest niður, var það þó rúmlega 8,3%. Núna tapaði flokkurinn nærri eitt þúsund atkvæðum (974) frá síðustu borgarstjómarkosningum þótt rúm- lega 3.500 fleiri kysu nú í Reykjavík en 1982. Besta útkomu sögulega séð fékk Framsóknarflokkurinn í borgarstjóm- arkosningunum árið 1970. Þá hlaut hann rúmlega 17,2% atkvæðanna og þrjá borgíufúlltrúa af fimmtán (hlið- stætt og Alþýðubandalagið í nýliðnum kosningum). Þeir sem kusu flokkinn nú vom innan við helmingur þeirra 7547 sem studdu hann í borgarstjóm- arkosningunum 1970. Allt þetta gefur auðvitað til kynna að Framsóknarflokkurinn sé enn á niðurleið í fylgi í Reykjavík. I þessum kosningum tókst ekki að stöðva það hrap hvað svo sem yfirlýsingum flokksforingja þar að lútandi líður. Hliðstæð útkoma í Reykjaneskjördæmi og 1983 Fylgisþróun Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi er sýnd á með- fylgjandi súluriti. Þar er að finna hlutfallslegt fylgi flokksins í kjördæm- inu allt frá árinu 1959 og sömuleiðis fylgið í kaupstöðum og kauptúna- hreppum í kjördæminu í þremur síðustu sveitarstjómarkosningum, 1978, 1982 og 1986. Hlutfallslega náði fylgi Framsókn- arflokksins hámarki í Reykjaneskjör- dæmi árið 1967. Þá fékk flokkurinn 23,7% atkvæðanna. Síðan hefúr held- ur hallað undan fæti, sérstaklega þó í þingkosningunum 1978 og 1983. í fyrmefndu kosningunum fékk Fram- sóknarflokkurinn 10,6% atkvæðanna, en 11,9% í síðustu þingkosningum þegar flokkurinn missti þingmann sinn í kjördæminu. Samanburður á fylgi Framsóknar- flokksins í kosningunum nú og i síðustu alþingiskosningmn fyrir þrem- ur árum sýnir að fylgið er nánast óbreytt. Það er að segja: það fylgistap sem flokkurinn varð fyrir árið 1983 kemur nú fram nánast óbreytt i sveit- arstjómarkosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk nú sam- anlagt rúmlega 3.400 atkvæði, eða um 11,5% gildra atkvæða, í þeim kaup- stöðum og kauptúnahreppum í kjör- dæminu þar sem flokkslistar vom í framboði. Það má bera saman við fylg- ið í þingkosningunum árið 1983, 11,9%. Það má því segja að tapið hja flokknum núna sé öðm ffernur stað- festing þess sem gerðist í þingkosning- unum 1983. Það virðist því nærtækt að álykta að á nýliðnu kjörtímabili hafi fylgis- hmn Framsóknarflokksins nokkum veginn stöðvast í Reykjaneskjördæmi en haldið áfram í Reykjavík. -ESJ. Reykjavík - hlutfallslegt fylgi Framsóknarflokksins A þessu súluríti má sjá hluttallslegt fylgi Framsóknarflokksins I Reykjavík % i alþingiskosningum frá árinu 1959 % Reykjanes - hlutfallslegt fl/lni EromcÁl^norfl/%l/lroino BRENGISANDUR hvada landi bua Vallonar? BUSTAÐAVEGI 153 S: 688088 5.VIKA Vinningar í 5. viku: gsggg 1 myndsequlband frá Hljómbæ. IFSiwS^ 10 Trivial Puisuit spil ífrjj&iil 10úttektir á DietCoku Hi-Cvörum. 100 máltíðir á Sprengisandi. mmm ‘Æ jggáj I b:iJ*i*áL** • Hver lék aðalpersónuna í Fidlaranuni á þakinu \ uppfaerslu Þjóðleikhússins7 • Hvað var reist «i einni nottu i áy>úst árið 1061? • A hvaða tungumáli i'rti Stephan C. Stephansson? •Hvað er algengasta trumetni i lotthjúp jarðar? »Hve miklum penmgum er hverjum leikmanni I ■ úthlutað í upphafi Tslenska efnahagsspilsins7 fn ........■■■■..— m Nafn: Heimilr. Staður: Postnr.: Sími Aldur: ★ I ★ 1 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I ★ I ★ I ★ Frimiði ókeypis Ef þú kaupir einn hamborgara (venjulegan) færðu annan frítt gegn afhendingu þessa miða. Friðmiði gildir til og með 11. júni Svarseðlar skilist inn á Sprengisand í síðasta lagi miðvikudaginn . 11. júní 1986. L Dregið fimmtudaginn 12. júní 1986. Nöfn vinningshafa munu birtast i DV laugardaginn 14. júní 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.