Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Blátt blóð frá Lúxemborg
Stórhertogahjónin
í heimsókn
Stórhertoginn af Lúxemborg og frú
hans eru væntanleg í opinbera heim-
sókn hingað til lands næstkomandi
mánudag. Flugvél hertogahjónanna
lendir á Reykjavíkurflugvelli klukkcm
14.30 á mánudag og þar mun forseti
Islands taka á móti þeim. í fylgdarliði
hertogahjónanna eru 16 manns.
Mývatn og Árnastofnun
Að kvöldi komudags heldur forseti
íslands hertogahjónunum veislu að
Hótel Sögu.
Á þriðjudag verður flogið til Aðal-
dalsflugvallar við Húsavík og ekið
þaðan til Mývatnssveitar. Um kvöldið
heldur Davíð Oddsson borgarstjóri
gestunum veislu að Kjarvalsstöðum.
Á miðvikudag verður Ámasaín
skoðað, svo og Þjóðminjasaínið. Há-
degisverðar verður neytt á Þingvöllum
í boði forsætisráðherra og að því loknu
verður Garðyrkjuskólinn í Hveragerði
heimsóttur. Þá verður ekið aftur til
höfúðborgarinnar og hertogahjónin
halda forseta Íslands veislu að Hótel
Loftleiðum.
Heimili stórhertogans i Lúxemborg,
Colmar-Berg kastalinn.
Stórhertogahjónin fljúga utan
snemma fimmtudagsmorguns með
Flugleiðavél.
Systir Belgíukonungs
Jean Benoit-Guillaume-Marie-Ro-
berhLouis-Antoine-Adolphe-Marc
d’Aviano, stórhertogi af Nassau og
prins af Bourbon Parma, er fæddur 5.
janúar 1921. Guðfaðir hans var hans
heilagleiki Benedikt páfi XV. Hertog-
inn komst til valda í nóvember 1964
er móðir hans, Charlotte stórhertog-
afrú, dró sig í hlé eftir að hafa ríkt í
45 ár. Stórhertoginn er kvæntur Josp-
hine Charlotte, prinsessu af Belgíu,
en hún er systir Baudouin Belgíukon-
ungs. Þeim hjónum hefur orðið fimm
bama auðið:
Marie-Astrid prinsessa, fædd 1954.
Henry prins, fæddur 1955. Tvíburamir
Jean og Margaretha, prins og prins-
essa, fædd 1957, og Vilhjálmur prins,
fæddur 1963.
Heimili stórhertogaflölskyldunnar
er í Colmar-Berg kastalanum í Lúxem-
borg. -EIR
Nýju bilamir eru vandlega geymdir í gámi. Þá fær enginn að sjá.
Dularfullir bflar
í gámi í Sundahöfn
- myndaðir með leynd í Eldhrauni
Tveir nýir bflar frá British Leyland
verksmiðjunum eru geymdir í gámi
á hafn arbakkanum í Sundahöfii.
Hafa verkstjórar á svæðinu fengið
ströng fyrirmæli um að leyfa engum
að sjá bflana því þetta em tvö fyrstu
eintökin af nýrri Rover-tegund sem
unnin er í samráði við Honda-verk-
smiðjumar. Bfllinn er ekki enn
kominn i fjöldaframleiðslu.
„Bflamir komu hingað til lands
með breskum kvikmyndamönnum
sem vom að mynda hluta af auglýs-
ingu um þessa nýju tegund," sagði
Jón Þór Hannesson hjá Saga Film
er aðstoðaði Bretana. „Það mátti
enginn sjá þessa bfla en þeir vom
þó myndaðir í Eldhrauni við Kirkju-
bæjarklaustur og á Skeiðarársandi.
Þetta em framhjóladrifhir, sex
strokka lúxusbflar, skemmtilegir út-
lits.“
Þrjátíu manna lið kvikmynda-
gerðarmanna kom með bílunum til
að mynda 10 sekúndna bút í auglýs-
ingamyndina. Bflamir fara nú afitur
til síns heima í traustum umbúðum.
-EIR
Jean, stórhertogi af Lúxemborg og stórhertogaynjan, belgiska prinsessan,
Josephine Charlotte.
Byggingarsamvinnufélag Kópavogs:
Stjórnaiformaðurinn
með 1200
Óbreyttir húsbyggjendur hafe tek-
ið öll völd í Byggingarsamvinnufé-
lagi Kópavogs. Fráfarandi stjóm var
rekin frá störfiam eftir að ljóst varð
að stjómarformaðurinn hafði
skammtað sjálfum sér 1200 þúsund
króna árslaun þrátt fyrir að bygg-
ingaframkvæmdir hefðu verið litlar
sem engar á síðasta ári. Einnig munu
samskiptaörðugleikar stjómar og
þus. i laun
húsbyggjenda hafa valdið hér
nokkm.
Ný stjóm byggingarsamvinnufé-
lagsins hyggst nú yfirfara reikninga,
Ijúka þeim verkefnúm er liggja fyrir
og svo verður félagið að öllum lík-
indum lagt niður. Engar fram-
kvæmdir eru á þess vegum eins og
stendur.
-EIR
Grindavík:
Meirhluti myndaður
Meirhluti hefur verið myndaður í saman í meirihluta síðasta kjörtíma-
Grindavík. Samkomulag hefúr náðst biL Þá voru þeir með þrjá fúlltrúa
milli Sjálfstæðisflokks og Fram- hvor en töpuðu einum manni hvor
sóknarflokks um málefnasamning í kosningunum núna. Þrátt fyrir það
nsesta kjörtímabil. hafa þeir enn meirihluta.
Þessi tveir flokkar störfúðu einnig -APH
Sauðárkrókur:
Viðreisn með óháð-
um í meirihluta
Oddvitar Sjálfetæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Lista óháðra komust
að samkomulagi í gær um myndun
meirihluta í bæjarstjóm Sauðár-
króks. Samkomulagið átti að bera
upp á félagsfúndum hlutaðeigandi
stjómmálaafla í gærkvöldi en að því
búnu munu flokkamir semja um
hver ráðinn verður bæjarstjóri.
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag höfðu meirihluta si'ðastlið-
ið kjörtímabil en sá meirihluti féll í
kosningunum á laugardag. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefúr nú 3 menn í
bæjarstjóm en Alþýðuflokkur og
óháðir sinn manninn hvor. ás
mmm * ■ > * ■ ■ J*
Tonabio lokað
- óvíst um framtíðina
„Sannleikurinn er sá að eini mögu- „Við erum búnir að láta teikna tvo
leikinn til að reka kvikmyndahús í smærrisaliviðbíóiðenóvísterhvort
dag er að hafa fleiri en einn sal,“ ráðist verður í byggingu," sagði Ól-
sagði Ólafúr Þorgrímsson lögfræð- afur. „Reksturinn hefúr gengið
ingur og formaður Tónlistarfélags erfiðlega að undanfömu. Kvikmynd-
Reykjavíkur er rekur Tónabíó. ir hafa þrefaldast í verði og þetta er
Kvikmyndahúsið er nú lokað vegna einfaldlega ekki hægt með einum
smnarleyfa og verður svo á annan sal.“
mánuð. -EIR