Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur ,lnger Anna er rós í hnappagat rásar 2,“ segir Guðmundur Þorsteinsson. rásarinnar Rós Guðmundur Þorsteinsson skrifar: Ég var að lesa DV á mánudaginn. Ég rakst þar m.a. á bréf frá „rásarað- dáanda" þar sem hann ræðst á ósmekklegan hátt að stjómanda þátt- arins „Út um hvippinn og hvappinn“, Inger Önnu Aikman. Mig langar aðeins að segja frá því að ég er þessum málflutningi algerlega ósammála. Inger Anna þykir mér þvert á móti vera einn allra besti þátta- stjómandinn hjá útvarpinu. Henni er lagið að bera margvísleg áhugaverð málefhi á borð fyrir hlustendur á að- gengilegan og skemmtilegan hátt. Þættir hennar em líka fjarri því grunnhyggna glamri sem rás 2 er því miður orðin svo þekkt fyrir, svo ekki sé minnst á allar málvenjumar sem urðu til við tilkomu stöðvarinnar. Inger Anna er mjög vel máli farin, auðheyrilega bráðgreind, fjölfróð og víðsýn ung kona, sem alltaf er ánægju- legt að hlusta á. Ekki þekki ég hana sjálfa en af því sem ég hef heyrt til hennar í útvarpinu þykist ég mega ráða að hún muni átta sig á hvert rót slæmrar gagmýni muni liggja. Það er því ástæðulaust að ætla að slíkt muni draga úr henni kjark. Ég vona að stjómendur útvarpsins beri gæfu til að láta hana ekki ganga sér úr greip- um og fái henni því betri og meiri tíma fyrir þennan þátt. Það var eitt sinn sagt um fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, að hann væri ekki nægilega greindur til að bæði ganga og tyggja í senn. Það má kannski benda „rásarunnanda" og vinnufélögum hans á skiljanlegra efhi í útvarpinu. Það er t.d. miklu auðmelt- ara að einhver hafi skorað mark í fótbolta heldur en margt af því sem Inger segir í útvarpinu. Mönnum hættir til að telja það óhæft sem þeir ekki skilja. Ég vil hvetja vinnufélag- ana á verkstæðinu til að leggja frá sér verkfærin um stund og hugleiða þetta. Inger er sannarlega rós í hnappagat rásar 2. Áskorun til greiðenda fast- eignagjalda í Mosfellshreppi. Fasteignagjöld í Mosfellshreppi 1986 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birt- ingu áskorunar þessarar mega búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra, samanber lög númer 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Mosfellshreppi, 5. júní 1986. Innheimta Mosfellshrepps. Verslunin Sendum i póstkröfu um allt land. eiðiVf Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0) 687QT90 Stærsta sérverslun landsins með veiðivörur. Veiðimenn! m NU eykst veiðivonin. Nýjar sendingar af: ódýru dönsku vöðlunum, kr. 2.575,- Jensen-spúnum, Daiwa-flugustöngum, Daiwa-spinnhjólum, verð frá kr. 970, Flugur og linur i úrvali. Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST >OL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Híandhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. l>OL tryggir þér fallegt útlit Dg góða endingu^ málning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.