Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 40
68*78*58
Hafir þú ábendingu eða vitn-
eskju um frétt - hringdu þá í
sima 687858.
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtíst eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhrmginn.
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
Vestmannaeyjar
Viljafá
Pál aftur
A-flokk£imir og Framsóknarflokkur
__^ .hafa myndað meirihluta í bæjarstjóm
Vestmannaeyja. Þeir hafa fimm bæj-
arfulltrúa af níu. Flokkamir hafa
leitað til Páls Zophoníassonar tækni-
fræðings og vilja fá hann sem bæjar-
stjóra.
Páll var bæjarstjóri í Eyjum 1976-
1982. Hann rekur nú teiknistofu i
bænum og hefur ekki gert upp hug
sinn til bæjarstjórastarfsins.
________________________-HERB
Njarðvík:
Nýr meiríhluti
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur mynduðu meirihluta í bæjar-
stjóm Njarðvíkur í gærkvöldi.
*' Samkomulag hefur náðst um málefha-
samning og verður hann lagður ffarn
í flokksfélögunum á næstunni. Akveð-
ið hefur verið að auglýsa eftir bæjar-
stjóra.
Þessir tveir flokkar hafa fjóra full-
trúa. Alþýðuflokkur þrjá og Framsókn
einn. Sjálfstæðisflokkur var áður með
hreinan meirihluta sem hann tapaði í
kosningunum. -APH
Eldur á Stöðvarfirði:
Kona bjargað-
ist naumlega
úr húsinu
Eldri kona bjargaðist naumlega úr
íbúð sinni er íbúðin eyðilagðist í elds-
voða á Stöðvarfirði. Er konan með
bmnasár á öxlum og baki en líðan
hennar góð eftir atvikum.
Eldurinn kom upp á efri hæð í tví-
býlishúsi að Austurvegi 51 í gærkvöldi
og er slökkviliðið kom á staðinn var
íbúðin alelda. Fljótlega tókst að ráða
niðurlögum eldsins og tókst að bjarga
öllu innbúi íbúðarinnar á neðri hæð-
inni sem skemmdist töluvert af vatni
1 ■ og reyk.
Ekki er vitað um eldsupptök en kon-
an varð eldsins vör er hún opnaði dyr
á svefnherbergi sínu. Gaus þá eldurinn
á móti henni og tókst henni með
naumindum að bjarga sér.
-FRI
LOKI
í Hafnarfirði verður það Ijós-
myndari sem myndar meiri-
hlutann.
Mikil leit við Eldvatn:
Leitaö að 18 áva
gamalli stúlku
Mikil leit stendur nú yfir við Eld-
vatn í Skaftafellssýslum en þar mun
biffeið hafa farið í gegnum brúar-
handrið og í vatnið. A leitarsvæðinu
em nú slysavamasveitir frá
Klaustri, Meðallandi og Skaftárt-
ungu auk fjögurra kafara úr Reykja-
vík og Sandgerði.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysa-
vamafélaginu hefúr ýmsum munum
skolað á land, þar á meðal skilríkjum
ökumanns, en þama var á ferðinni
18 ára gömul stúlka á leið ffá
Reykjavík til Hafhar í Homafirði.
Hún var ein á ferð er hún lagði af
stað.
Slysið var tilkynnt síðdegis í gær
og þá vom slysavamasvéitir strax
kallaðar út. Nú em um hundrað
manns á leitarsvæðinu. Hannes Haf-
stein, fr amkvæmdastjóri SVFÍ, sagði
í samtali við DV í morgun að að-
stæður til leitar væm mjög erfiðar,
mikið dýpi á þeim stað sem talið er
að bíllinn hafi sokkið og vatnið kol-
mórautt
-FRI
Tekið fagnandi á móti Jóni Páli eftir sigurinn i Glasgow.
DV mynd S.
Jon Páll Iflvöröur
Jóni Páli Sigmarssyni, sterkasta manni í heimi, hefur verið boðið að leika aðalhlutverkið í bresku kvikmvndinni
„Body Guard“.
„Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég las það í bresku tímariti að ég væri orðinn kvikmyndastjama. Að sjálfsögðu
tek ég að mér hlutverkið, ég er til í allt sem gefur eitthvað í aðra hönd,“ sagði Jón Páll í samtali við DV í morgun.
„Þessi kvikmynd verður tekin á Möltu og fjallar um hermdarverkamenn og annað þess háttar.“
Jón Páll er nýkominn til landsins eftir að hafa sigrað í vöðvaaflsmóti í Glasgow; The World Muscle Power Champ-
ionship. _EIR
Veðrið á morgun:
Áfram
rigning
suðvestan-
lands
Á morgun verður veður á landinu
svo til óbreytt frá því sem nú er.
Sunnan- og suðvestankaldi og skúrir
á Suður- og Vesturlandi. Norðan- og
austanlands verður skýjað með köfl-
um og víða bjart veður.
Hiti á landinu verður á bilinu 5-11
stig.
: ; • ■
Patreksfjörður:
Framsókn og
Sjálfstæðis-
flokkur sljóma
Sjálfstæðismenn og Framsóknar-
menn hafa gengið frá samkomulagi
um myndun meirihluta í hreppsnefnd
á Patreksfirði. Úlfar B. Thoroddsen
verður endurráðinn sveitarstjóri en
oddviti verður Sigurður Viggósson úr
Framsóknarflokki.'v
Alþýðuflokksmemvhverfa úr meiri-
!hlutanum eftir átta ára setu þar og
nýr meirihluti stjómarflokkanna tek-
ur við. Sjálfstæðismenn hafa þrjá
'menn en Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokksménn tvo í hreppsnefnd.
_______________ás
ísafjörður:
Haraldur áfram
sem bæjarstjórí
Þeir flokkar, sem nú em í þann
mund að mynda meirihluta á ísafirði,
hafa ákveðið að ganga til samninga
við Harald L. Haraldsson, núverandi
bæjarstjóra, um að hann starfi áfram.
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur
og Álþýðubandalag hafa verið í við-
ræðum undanfarið og talið líklegt að
þessir flokkar myndi meirihluta.
_______________________-APH
Viðreisn
á Ólafsvík
í kvöld ætti að fást úr því skorið
hvort mynduð verði „viðreisnar-
stjórn“ í Ólafcvík. í gærkvöldi stóð
yfir langur viðræðufundur milli Al-
þýðuflokks og Sjálfetæðisflokks.
Annar fundur er boðaður í kvöld.
Þessar viðræður em að frumkvæði
Alþýðuflokks og sagðist Sveinn Elín-
bergsson, Alþýðuflokki, ekki vera
svartsýnn á að þessir flokkar næðu
saman. -APH
Sauðárkrókur:
Snoni Bjöm
bæjarstjórí
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri
Á Sauðárkróki hafa Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðuflokkur og óháðir
myndað meirihluta í bæjarstjóm. Þeir
hafa samtals fimm bæjarfulltrúa af
níu. Nær fullvíst er að Snorri Bjöm
Sigurðsson, núverandi sveitarstjóri á
Blönduósi, verði bæjarstjóri.
Á Dalvík er á lokastigi meirihluta-
myndun Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-,
bandalags. Sömuleiðis em A-flokkam-
ir að mynda meirihluta á Siglufirði.
A-flokkamir em einnig að ræðast við
á Húsavík. Þar hefur Bjami Aðal-
geirsson sagt upp starfi bæjarstjóra.
HERB
Tómatar
lækka enn
I gærmorgun lækkuðu tómatar um
helming. Kílóverð í heildsölu lækkaði
úr 120 krónum í 60 krónur. Verð á
tómötum hefur því lækkað um 75%
frá því að þeir komu á markað í vor.
Að sögn Níelsar Marteinssonar,
sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna, hefur framleiðsla á tómötum
verið mjög mikil í sumar vegna góðrar
tíðar og berst því mikið af tómötum á
markaðinn. \
Þetta nýjasta verð á tómötum er að
öllum líkindum það lægsta sem það
getur orðið í sumar og ættu því þeir
sem eru sólgnir í tómata að nota tæki-
færið. -RóG