Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
PANTANIR
SÍMI13010
r\ncuiL/r\wn i in
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
LÖGTÖK
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar I Reykjavík og
samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 2. þ.m., verða lögtök látin
fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum sem féllu I gjald-
daga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí. og 1. júní 1986.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxt-
um og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu
þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi
innan þess tíma.
Reykjavík 2. júní 1986.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS
ÖLDUNGADEILD
öldungadeild verður starfrækt við Verslunarskóla Is-
lands frá og- með næsta hausti, kennt verður
mánudaga til föstudaga kl. 17-22. Boðið verður upp
á nám til verzlunarprófs og stúdentsprófs og geta
þeir sem lokið hafa verzlunarprófi fengið það viður-
kennt og innritað sig til stúdentsnáms,
Innritun fer fram á skrifstofu skólans vikuna 2.-6. júní
kl. 8-12 og 13-16.
Innritunargjald er kr. 1.000,-
——————— “
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi:
RARIK-86009: Þrífasa dreifispennar 800-1600 kVA.
Opnunardagur: Fimmtudagur 10. júlí 1986 kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og
verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóð-
endum er þess óska.
-Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtu-
degi 5. júní 1986 og kosta kr. 300,- hvert eintak.
Reykjavík, 3. júní 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins.
ERTU KENNARI? -
VILTU BREYTA TIL?
Hvemig væri þá að athuga alla möguleika á því að
gerast kennari í Grundarfirði?
Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í
nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum,
með góðri vinnuaðstöðu kennara ásamt góðu skóla-
safni. Bekkjardeildir eru af viðráðanlegri stærð (12-14
nem.) en heildarfjöldi nemenda er 150.
Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í al-
menna bekkjarkennslu og til kennslu í raungreinum,
tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á
skólasafni (hálft starf á móti hálfu starfi á almennings-
safni).
Grundarfjörður er í fögru umhverfi í um það bil 250
km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferð-
ir með áætlunarbílum og flug þrisvar í viku. Viljir þú
kynna þér málið þá sláðu á þráðinn.
Skólastjórinn, Gunnar Kristjánsson, gefur nánari upp-
lýsingar, síminn er 93-8802 eða 93-8736.
Skólanefnd.
Menning_______ Menning_____________Menning
kaupa hund?
Guðnuindur Olalsson
Emil og Skundi
Útgefandi Vaka og Helgafell
Rvík 1986
Höfundur er fæddur á Ólafsfirði, 35
ára að aldri, lærður leikari og starf-
andi í Reykjavík, kvæntur og þriggja
bama faðir. Þetta er fyrsta bók hans,
en áður hefiir birst eftir hann ein smá-
saga. Um síðustu áramót stoínaði
Ármann Kr. Einarsson, hinn kunni
og vinsæli bamabókahöfimdur, verð-
launasjóð með stuðningi fjölskyldu
sinnar og bókaforlags í Reykjavík.
Forlagið auglýsti samkeppni um besta
bamabókarhandrit og hét verðlaunum
á vegum sjóðsins. Sá fyrsti er þess
heiðurs verður aðnjótandi að hljóta
verðlaunin er einmitt Guðmundur Ól-
afsson.
í frétt um útkomu þessarar bókar
er þess getið, að dómnefhdin hafi þóst
þess fullviss, að handrit þessarar bókar
hlyti að vera komið frá þrautreyndum
rithöfundi.
Þessi ummæli lýsa bókinni nokkuð
vel. Það er eins og reyndur og ráðsett>
ur maður hafi skrifað hana. Hér eru
engin ærsl ungs manns, svo sem hefði
mátt vænta. Þessi höfimdur virðist
ekki þurfa að hlaupa af sér nein hom,
hvorki í stfl né efhisvali, engar ævin-
týra- né auglýsingabrellúr. En í því,
sem ég hér nefhi geta falist bæði kost-
ir og gallar ungs höfundar, eftir því
hvemig úr spilast. Venjuleg byrjenda-
merki eru hér ekki. Ótrúlegt en satt.
Vítt svið
Svið sögunnar er nokkuð vítt og
koma þar fram ótrúlega margar per-
sónur. Foreldrar tæplega ellefu ára
drengs eru að byggja og virðast hafa
reist sér hurðarás um öxl, vinna of
mikið og sambandið við drenginn
þeirra rofhar. Hann verður of háður
vináttunni við skólafélaga sinn, sem á
efnaðri foreldra. Eitthvað vantar þó
þar líka, því báðir sækjast drengimir
eftir sambandi við dýr. Sá er munurinn
að félaginn fær sínar óskir uppfylltar
fyrirhafharlaust, en aðalpersóna sög-
unnar, sonur iðnaðarmanns og af-
greiðslukonu í sjoppu, verður sjálfur
að leysa sinn vanda.
Á þessu ári em þegar komnar út
tvær bamabækur, þar sem hunda- og
kattamál koma við sögu. Kannski er
það ekki hrein tilviljun. Eðlilegt sam-
band við dýralíf sveitanna hefur
rofiiað. Það er ekki hollt. Fyrir nokkr-
um árum, f sambandi við hundadeil-
una, hreyfði ég þessu máli í grein og
benti á stofhun smárra sýningarstaða
í þéttbýlinu, þar sem böm og ungling-
Bókmenntir
JÓN ÚR VÖR
ar gætu komist í samband við dýrin.
Vonandi er ekki nýtt hunda- og katta-
vandamál að komast á dagskrá.
Sambandsrof
En víkjum aftur .að bókinni. Emil,
son húsbyggingprdrauma- og dugnað-
arfólksins, langar til að eignast hvolp,
hann hefur í bemsku kynnst hundi
afa síns fyrir norðan og hefur þegar
hugsað sér að láta hvolpinn sinn bera
sama nafh. Skundi á hann að heita.
Foreldrunum líst ekkert á þetta, en
ætla þó að leyfa hvolpskaup, ef
drengnum takist að vinna fyrir honum
sjálfur.
Þetta er duglegur strákur. Hann fær
snattvinnu og selur blöð. Kaupin eru
gerð. En skuldavandamál fjölskyl-
dunnar hafa valdið sambandsrofi milli
feðganna. Drengurinn strýkur með
hvolpinn og hyggst leita á náðir afa
síns. Um þetta fjallar bókin. Allt sem
þar er lýst getur raunvemlega staðist.
Hér er góð mannþekking, en öllum
predikunum og djúpsálarfræði stillt í
hóf. Eðlilegir bamadraumar rekast á
þjóðfélags- og skammsýnivandamál
fullorðna fólksins. Þetta er nútíma-
bók. Sögumaður hefur ótrúlega gott
vald á penna sínum. Haldi hann fram
sem horfir.
Aðalbjörg Þórðardóttir hefur gert
smekklegar myndir í bók og á kápu.
Útgáfan er vönduð.
Jón úr Vör
DV-teppi
fyrir
DV-husið
D V-húsinu við Þverholt bættist ný
hýbýlaprýði í síðustu viku þegar
veggteppi eftir ungan textflhönnuð,
Helgu Kristmundsdóttur, var komið
fyrir í anddyri þess. Á síðasta ári
sínu í textíldeild Myndlista- og
handíðaskólans er nemendum gert
að vinna textflverk fyrir ákveðinn
stað eða rými í opinberri byggingu
og afréð Helga að hanna teppi á stór-
an vegg í anddyri DV-hússins sem
er næsti nágranni skólans.
Lagði hún ekki einasta sjálft rými
hússins til grundvallar heldur einnig
blaðið sjálft, með spöltum, letri og
rauðum strikum í kjölinn.
Forráðamenn DV voru svo hrifhir
af útkomunni að þeir festu þegar
kaup á verkinu og létu koma því
fyrir á réttum stað.
Helga vinnur nú að teppi fyrir
textflsýningu í Kaupmannahöfii og
verður við kennslu í grein sinni
næsta vetur.
-ai
***** •***•» W »
H*
Helga Kristmundsdóttir við DV-teppið upp komið.