Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Julio Iglesias spánski hjartaknúsarinn með flau- elsröddina hefur orðið fyrir miklu mótlæti undanfarið, og átt við mikil og þung vandamál að stríða. Aðalástæðan fyrir vanlíðan hans undanfarið er húðkrabbamein sem hann þjáist af. Til upplyftingar brá kappinn sér til Panama um daginn, en einmitt í rómönsku Ameríku hafa vin- sældir hans verið hvað mestar. Þar fékk hann góðar viðtökur og hér sést hann í umvafinn indjána- börnum sem dá hann og dýrka. Líklega tókst honum að dreifa huganum frá húðkrabbameininu rétt á meðan. Sophia Loren heldur ser alltaf jafn undurfagurri. Þótt hún sé orðin 51 árs gömul er hún enn kyntákn í augum margra. Geri aðrir betur! Nýlega var hún á ferð á London til að kynna nýja bók sína sem ber nafnið Women & Beauty, eða Konur og fegurð á íslensku og talar hún þar eflaust af reynslu. Annars er Sohphia gift, hamingju- samlega að eigin sögn, og býr með eiginmanni sínum Carlo Ponti í Genf, en eins og sumir muna þurfti hún að flýja heima- land sitt, Ítalíu, fyrir nokkrum árum vegna skattsvika. Á tímabili var henni meira að segja stungið í steininn fyrir skattsvikin en þá varð Sophiu nóg boðið og hafði sig burt hið fyrsta eftir dapurlega daga í fangelsi á italíu. Að sögn kunnugra er hún búin að hreiðra hið þokkalegasta um sig í Genf þar sem hún blómstrar. Karólína prinsessa af Mónakó brá sér í blóðsugu- partý í St. Moritz um daginn. Sá sem stóð fyrir þessu hófi þar sem allir áttu að mæta í Drakúlagervi, var margmilljónerinn og glaum- gosinn Gunther Sachs en hann er vanur að halda þennan fögnuð árlega og safna þar saman sem mest af fyrirfólki úr öllum áttum. Þ.e. þeir sem ekki eiga minnst 10 milljónir á banka ættu ekki að reikna með að verða boðið. Karó- l(na sem er ólétt var auðvitað miðpunktur veislunnar allan tím- ann, en hún hélt sig þétt upp að sínum ektamaka, honum Stefano Cashiragi, og hafa þau skötuhjú ekki sést svo lukkuleg á almanna- færi í langan tíma. Konunglegt stress og vannæring - Díana Bretaprinsessa að missa heilsuna vegna álags og megrunarmaníu Eins og Diana lítur út í dag. 1,78 á hæð og aðeins 55 kíló að þyngd. Álagið sem fylgir prinsessuhlut- verkinu er að gera hana heilsu- lausa. Þegar Díana Bretaprinsessa féll í yfirlið í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Kanada fyrir nokkru var það mikilvægt merki um að eittvað alvarlegt væri að. Þetta erfiða hlutverk hennar eftir að hún giftist Karli Bretaprinsi er á góðri leið með að fara með hana, bæði and- lega og líkamlega. Það er heldur ekkert lítið álag að vera daglegt forsíðuefni í heimspressunni og stöðugt undir smásjá. Nú hefur læknir bresku konungs- fjölskyldunnar fyrirskipað strang- an heilsufæðiskúr til handa prinsessunni til þess hún geti safn- að kröftum því þetta er ekki í fyrsta skipti í úr sem hún fellur í yfirlið. Til að safna kröftum, jú, og ekki síst dálitlu holdi, því mönnum ber saman um að hún sé allt of grönn, Lady Di fyrir fimm árum og tölu- vert búttaðri en hún er nú enda afslöppuð og vel nærð. eins og sumir segja hættulega hor- uð. Fyrir konu sem er 1,78 á hæð er ekki mikið að vega 55 kí- lógrömm. „Skortur á næringarríkum mat er ástæðan fyrir þessum yfirliðum prinsessunnar," sagði blaðafulltrúi hennar fyrir skömmu þegar sú saga gekk fjöllunum hærra að yfirliðin mætti rekja til þess að Díana gengi með sitt þriðja bam. Það er flestum ljóst að Díana þolir ekki að borða í opinberum veislum, hún bara dútlar við mat- inn sinn með hnífapörunum án þess að snerta við honum. Þegar hún er ein vill hún ekki borða ann- að en tómt grænmeti, hræðslan við að fitna er hreint yfirþyrmandi. Hún neitar af þessum sökum að borða annað en grænmeti og ávexti. Vinir og vandamenn eru nú farn- ir að hafa miklar áhyggjur af heilsufari prinsessunnar, bæði af rýru holdafari hennar og því gífur- lega álagi sem hún er að sligast undan. Hún tekur það yfirleitt mjög nærri sér að fara í löng ferða- lög eins og skyldan býður, sérstak- lega vegna þess að hún saknar sona sinna og verður mjög niðurdregin eftir t.d. að hafa talað við þá heim í gegnum síma. Díana veit líka að hún er undir smásjánni út um allan heim, þetta er meira álag en nokkur popp- stjarna hefur þurft að þola, ekki síst vegna þess að brosið þarf alltaf að vera á sínum stað. Og það starf sem felst í því einungis að vera falleg og koma vel fram er ekki alltaf auðvelt þegar augu heimsins mæna á mann. Ein aðalskyldan er að líta alltaf vel út, klæðast smekklegum drögtum og hafa brosið á sínum stað. „Það er kúnst að kunna á myndbönd“ Islensk myndritun hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðum þar sem fólki er veitt undirstöðuþekking í notkun videomyndavéla og upptöku- tækja fyrir VHS myndbandskerfi. Þarna er fjallað um myndband sem fjölmiðil, tekinn er fyrir undirbún- ingur upptöku, upptaka myndar og hljóðs og klipping. „Viðbrögð við námskeiðunum hafa verið mjög góð,“ sagði Jón Arason, framkvæmdastjóri íslenskrar mynd- ritunar, í samtali við DV. „Ég held að þátttakendur á námskeiðunum hingað til séu yfir sig ánægðir því þá hafði ekki dreymt um að öðlast svo mikla þekkingu á myndböndum á svo stuttum tíma. það er nefnilega töluverð kúnst að kunna á mynd- bönd og upptökutæki. Nú erum við að fara í gang með námskeið handa þeim sem vilja kynna sér U-MATIC HI-BAND tæki en þau uppfylla m. a. kröfur sjónvarpsstöðvar. Við reiknum með að þátttaka í þeim námskeiðum verði einnig góð. Karl Jeppesen, kennari á námskeiðinu, leiðbeinir einni áhugasamri í mynd- bandagerðinni um klippingu á þar til gerðu klippingartæki. Hjalpsemi í umferðinni Þær urðu þakklátar mjög, ungu stúlkurnar, þegar þessa tvo lögregluþjóna bar að eftir að vinstra framhjól á Lödunni þeirra brást« hellirigningu niðri í bæ um daginn. Eins og lögregluþjóna er von og vísa, a.m.k. sumra, tóku þeir alfarið að sér að skipta um dekk á bílnum og varð þá annarri stúlknanna að orði. „Þetta eru sko almennilegar löggur“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.