Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir íslenska flugstjómarsvæðið nær ekki aðeins yfir island og hafsvæðið i kringum landið heldur einnig yfir meginhluta Grænlands i hæðum yfir 19.500 fet og norður fyrir Grænland og Svalbarða að norðurpólnum. Um þetta svæði fara yfir 40 þúsund flugvélar á ári og allt upp í 260 flugvélar á dag. Austurmörk svæöisins em milli Færeyja og Noregs. Frásagnir breskra blaða af flugatvikinu yfir íslandi: Næstum búnir að drepa okkur Frá Kristinu Þorsteinsdóttur, frétta- ritara DV í London: Stærstu blöð Bretlands hafa birt fréttir um atburðinn yfir íslandi þegar tvær farþegaþotur, fró British Airways og SAS, höfðu nærri rekist saman. The Guardian segir á blaðsíðu tvö að 590 manns hafi verið 200 fet frá dauðanum vegna mistaka íslenskrar flugumferðarstjómar. Verið sé að rannsaka málið. The Times er með frétt á forsíðu, neðarlega, um atburðinn. Talsmaður SAS í Kaupmannahöfn segir í viðtali við blaðið að félagið líti þetta mjög alvarlegum augum. Næststærsta frétt á forsíðu Daily Mail er um flugatvikið yfir íslandi. Frétt þessi hefst á þeim orðum að sinnuleysi íslenskra flugumferðar- stjóra hafi verið kennt um það atvik þegar tæplega 600 manns sluppu naumlega við dauðann. Lögregla á íslandi sé að rannsaka hvort flugum- ferðarsfjórar verði ákærðir. Daily Mail hefur eftir Pétri Einars- syni flugmálastjóra að svo virðist sem mannleg mistök hafi átt sök á at> burðinum. Flugmálastjóm hafi beðið lögreglu að rannsaka málið og hún sé að athuga hvort hér hafi verið um saknæmt atriði að ræða. Pétur Einarsson segir ennfremur í viðtali við Daily Mail að agaleysi sé meðal starfsfólks. Sumir starfsmenn fylli ekki út skýrslur um flugumferð og það veki spumingu um hæfni þeirra til starfans. Blaðið segir að aðeins heppni hafi forðað 590 manns frá dauða. Áhöfh British Airways-þotunnar hafi á síð- ustu stundu séð SAS-flugvélina þjóta framhjá. Flugmenn hafi engin tök haft á að gera neitt. Sagt er að flugtuminn í Reykjavík hafi heyrt flugmann SAS-þotunnar segja: „Mér þykir leitt að þuífa að til- kynna ykkur það að árekstur virðist óumflýjanlegur." Eftir farþega frá Grænlandi er haft: „Þetta er ótrúlegt. Þeir hafa allan himingeiminn. Samt vom þeir næstum búnir að drepa okkur.“ -KMU Við vitum af vandamálinu - segir Roderick Heytmeier hjá Alþjóðaflugmálastofhuninni Roderick Heytmeier, framkvæmda- stjóri hjá Alþjóðaflugmálastofiiuninni í Montreal, ICAO, segir að engin ástæða sé til að færa alþjóðaflugum- ferðarþjónus|tu frá íslandi og slíkt hafi ekki komið til tals. „Á Islandi er mjög góð þjónusta. Is- land er staðsett á mjög góðum stað í Atlantshafinu og samstarfið við aðrar flugstjómardeildir, svo sem í Kanada og Bretlandi, er mjög gott,“ sagði Heytmeier sem er meðal annars yfir deild þeirri sem annast framkvæmd alþjóðasamnings um flug á Norður- Atlantshafinu. „Mér þótti leitt að heyra um þetta atvik yfir íslandi síðastliðinn mánu- dag. Áuðvitað vonum við að svona komi ekki fyrir.“ - í samtali DV við Heytmeier í gær kom einnig fram að honum var vel kunnugt um önnur alvarleg flugum- ferðaratvik í íslenska flugstjómar- sviðinu undanfarin ár. „íslenska flugmálastjómin gerir sér grein fyrir vandanum og við vitum af vandamálinu. Þetta er einmitt ástæð- an fyrir fjölgun flugumferðarstjóra úr 30 í 38. Ég held að þörf hafi verið fyr- ir fleiri flugumferðarstjóra. Nýir flugumferðarstjórar hafa verið í þjálf- un í Kanada og ég held að þeir séu núna í þjálfun í Reykjavík. Það er verið og hefúr verið unnið að því að auka öiyggið, svo sem með betri tækjabúnaði, með því að tengja flugstjómarmiðstöðina við ratsjár- stöðvar. Og mér skilst að fara eigi að reisa nýjar ratsjárstöðvar á norðvest- ur- og norðausturhomi íslands sem mun enn auka á öryggi flugumferð- ar,“ sagði Heytmeier. -KMU Jón og Hansen jafriir og efstir í gær lauk 8. umferð á alþjóðlega skákmótinu í Helsinki og í þeirri umferð vann Jón L. Ámason Finnann Valke Salmi. Jón hefúr nú unnið 6 skákir í röð og em hann og Curt Hansen jafnir og efstir á mótinu með 6'A vinning hvor. í 3.-4. sæti em Tisdall og Timos- henko frá Sovétríkjunum með 5 Vi vinning hvor. Nú em 3 umferðir eft- ir á alþjóðlega skákmótinu í Hels- inki og teflir Jón næst við Svíann Lars Kalsson. Þarf Jón 8 vinninga á þessu móti til að ná stórmeistarat- itli. -S.Konn. Haukur Hauksson vaiaflugmáiastjóri: Óttast ekki að flugumferðar- þjónustan verði færð annað „Ég á ekki von á því. Þetta er það algengt í öðrum löndum að svona atvik gerist,“ sagði Haukur Hauksson varaflugmálastjóri er DV spurði hvort flugumferðarat- vikið yfir Austfiörðum á mánudag gæti orðið til þess að Alþjóðaflug- málastofnunin, ICAO, færi að íhuga að fela öðrum þjóðum um- sjón alþjóðaflugumferðar á því svæði sem íslendingar hafa hingað til annast. „Það væri frekar að menn ýti á að starfsemin verði vandaðri og tækjabúnaður jafnframt aukinn,“ sagði Haukur. íslendingar fá tæplega 100 stöðugildi greidd Alþjóðaflugmálastofnunin greið- ir íslendingum kostnað við 94 stöðugildi til að halda úti þjónustu við flugumferð. Stöðugildin em 38 hjá Flugmálastjóm, 36 hjá Pósti og síina og 20 hjá Veðurstofú. Á árinu 1985 greiddi Alþjóðaflug- málastofiiunin íslendingum um 140 milljónir króna fyrir þjón- ustuna. Haukur kvaðst ekki minnast þess, á þeim tíu árum sem hann hefði verið hjá Flugmálastjóm, að þrýstingur hefði verið á að færa flugumferðarþjónustuna frá ís- landi til annars lands. Þetta væri á valdi fastaráðs Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar. Þó hefði á árinu 1976 verið sett á stofn sérstök nefrid til að gera úttekt á þessum málum. Þjónustan fest í sessi fyrir tíu árum Leifur Magnússon, þáverandi varaflugmálastjóri, var í nefndinni sem Haukur minntist á. Hlutverk nefhdarinnar var að endurskoða dönsku og íslensku alþjóðaflug- þjónustuna með sérstöku tilliti til hagkvæmnissjónarmiða. „Niðurstaðan í þessari nefrid varð eiginlega til að festa þessa þjónustu hérlendis frekar í sessi," sagði Leifúr. Hann sagði að verkefhi nefhdar- innar hefði meðal annars verið að karrna hvort flugumferðarþjónust- an hefði tilvist í framtíðinni eftir að gervihnettir kæmu. Ýmsir póli- tískir annmarkar hefðu hins vegar reynst vera á því að nota gervi- hnetti. Menn hefðu verið hræddir um að of mikið vald myndi með því færast yfir á eitt ríki. Gervi- hnattamálin hefðu ennfremur verið talin eins og óútfylltur víxill. „Bretar studdu okkur eindregið í því að halda þessari þjónustu," sagði Leifur. Hann kvað ógerlegt að vita hvort atvikið síðastliðinn mánudag hefði áhrif í þá átt að alþjóðaflugþjón- ustan yrði tekin úr höndum Islend- inga. Meginmáli skipti hver endanleg niðurstaða yrði af rann- sókninni. Leifur taldi ekki óeðli- legt að svona atvik ýtti undir að athugað yrði hvort eitthvað væri að. „Það er rétt að svona atvik, misjafnlega alvarleg, eru að gerast daglega út um allan heim. Ég veit hins vegar ekki hvort tíðnin er meiri hérlendis en annars staðar í hlutfalli við flugumferð," sagði Leifur. -KMU Stórbruni á ÁHjgeirsvöllum: Reykjamiökkurinn sást í 70 km Öll útihús á Álfgeirsvöllum í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði brunnu til grunna í stórbruna þar síðdegis í gær. Var reykjarmökkurinn svo mikill að hann sást vel á Hofsósi sem er í 70 km fjarlægð. „Það brann allt sem brunnið gat,“ sagði Bjöm Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, í samtali við DV. „Húsin vom alelda er slökkviliðið fjariægð kom að og engu var hægt að bjarga.“ Húsin sem bmnnu vom 100 kinda fjárhús, vélageymsla, 12 bása hesthús, hlaða og súrheystum en allt var þetta sambyggt. Engar skepnur vom í hús- unum er eldurinn kom upp en í vélageymslunni vom tvær diáttarvél- ar sem gjöreyðilögðust. Gmnur leikur á að kviknaði hafi í út frá rafmagni. -PR] Kristján hleypur í skarðið Kristján Jóhannsson óperusöngvari féllst í gær á að hlaupa í skarðið fyrir hinn heimsþekkta rússneska bassa- söngvara, Paata Burchuladze, sem meinað var að syngja hér á Listahá- tíð. Kristján syngur ítalskar ópemar- íur með Sinfóníuhljómsveit Islands á tónleikum í Háskólabíói á morgun, föstudag. „Þetta er mikið drenglyndi gagnvart. Listahátíð og jafiiframt karlmannleg ákvörðun hjá honum,“ sagði Birgir Sigurðsson, blaðafúlltrúi hátíðarinn- ar. „Kristján tekur þetta að sér með nánast engum fyrirvara og frestar æf- ingum í Bandaríkjunum til að geta liðsinnt okkur. Við kunnum honum miklar þakkir fyrir og vonum einnig að fólk bregðist vel við.“ -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.