Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. 37 Sandkorn Sandkorn Regnbog- inn Stefnt er að því að gera nýju flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli hina vegleg- ustu í alla staði. Skal þar ekkert til sparað. Meðal þeirra hluta sem þykja ómissandi í þessu skyni er listaverk við bygg- inguna. Þess vegna var á dögunum efnt til mikiliar samkeppni til að sem best mœtti takast með þennan þátt verksins. Þegar unnið var úr tillögum sem bárust varð hlutskarpast verk eft- ir listakonuna Rúri. Ber það heitið Regnboginn. En nú höfum við sann- frétt að æöstu yfirmenn bandaríska hersins á Vell- inum hafi orðið sármóðg- aðir þegar þeir heyrðu að fyrirhugað væri að reisa merki sem bæri heitið Regnboginn við flugstöð- ina. Þeirtelja nefnilega fullvist að með þessu séu eyjarskeggjar að gera gys að ameríska selskapnum Rainbow Navigation. Gagnarekki gegngeisla- virkni Það hljóp ekki lítið á snærið hjá Rússum þegar þær sögusagnir fóru að ber- ast um Sovétríkin að vodkadrykkja læknaði þá sem orðið hefðu fyrir geislavirkni. Ekki nóg með það. Hinir geislavirku, sem dreyptu á rauðvini, áttu að vera mun skárri til heils- unnar eftir en áður. Þetta varð auðvitað til þess að rússnesku kapítal- istarnir ruku upp til handa og fóta og fóru að selja brennivín á ótrúlegustu Góöur til síns brúks en dugir þó ekki gegn geislavirkni. stöðum, meira að segja í bakarium. En vei rússneska heil- brigðisráðherranum sem lýsti því yfir að þetta væri tómt kjaftæði. Brennivíns- drykkja læknaði ekki geislavirkni nema síður væri. Og þar með var sá draumurinn búinn. Það er annars synd að ekki skuli vera hægt að drekka vodka við hús- næðisvandanum. Blautar lóðir Akurnesingar eiga sitt hesthúsahverfi eins og aðr- ir þéttbýlingar. Er það við Æðarodda. Einhveijum lóðum mun enn óráðstafað í hverfinu og verður svo lík- lega enn um sinn þrátt fyrir mikla eftirspurn. Ástæðan er sú að lóðimar, sem eftir standa óbyggðar, em sagð- ar svo blautar að ekki sé byggjandi á þeim. Em þær „ Flóöhestar“ eru þeir kallaðir sem lenda á blautu lóðunum á Skaganum. meðal hestamanna kallað- ar „flóðhestalóðirnar.“ / Hættulegur sjúkdómur Urval færir okkur þennan á silfurfati: Lalli var að sálast: „Ég sé svarta bletti, hef suðu fyrir eyrunum og á bágt með að anda,“ sagði hann viðlækninn. „Þáerþað botnlanginn,“sagði læknir- inn. Og botnlanginn var tekinn úr Lalla. En honum leið ekkert skár. Hann sá svarta bletti, hafði suðu fyrir eyrunum og átti bágt með að anda. „Þá reynum við gallstein- ana,“ sagði læknirinn. En Lalla vildi ekki skána. Hann var líka losaður við miltað, heiladingulinn og þindina. En ekkert gekk. „Þá dugir ekkert minna en allsheijarskoðun," sagði læknirinn. Og Lalli fór í herrafata- verslun til að punta sig fyrir skoðunina. „Herraskyrtu númer 38,“ sagðihann. „Ertu vitlaus, þú þarft örugglega númer 42,“ sagði afgreiðslumaðurinn. „Annars sérðu svarta bletti, færð suðu fyrir eymn og átt bágt með að anda.“ Þar mun- aði mjóu Það munaði afar mjóu á sjálfstæðismönnum og al- þýðubandalagsmönnum í bæjarstjórnarkosningun- um á Seltjarnarnesi um daginn. Eins og flestir vita þurftu sjallamir ekki nema tvö atkvæði til viðbótar til að koma 5. manni inn og fella þar með út 2. mann aUabaUa. Og nú vitum VID um ves- alings hjón af bláa listanum sem fóru til útlanda en gleymdu að kjósa áður. Þau þora ekki heim. Það vantaði bara tvö atkvœði á Seltjarnarnesinu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir R? Ahyggjur af aukakílóum? Ný námskeið: í í aerobic ^ Sérsalur. ☆ hefjast 7. júní. T ækj asalur-eimgufa. Sérstaklega góðir ljósa- bekkir. Heilsubar-kaffistofa. Leiðbeinendur. OPNUNARTÍMI: Mánud.-fimmtud. kl. 08-22. Föstudaga ki. 08-20. Laugard.-sunnud. kl. 10-18. RŒKTIN Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 12815 sf. Kvikmyndir Kvikmyndir I Stjörnubíó - Bjartar nætur ★ ★ I Dansað í Sovét Bjartar nætur (White Nights). Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalleikarar Mikhail Baryshnikov, Greg- ory Hines, Isabella Rossellini, Jerzy Skolimovski og Helen Mirren. Það er oft ótrúlegt hvað hægt er að gera þrátt fyrir lélegan sögþráð. Fyrirfram, heíði verið hætt við að margir hefðu álitið handritið að Bjartar nætur dauðadæmt, þvilík endileysa sem það er. Fyrsti sigur- inn, kvikmyndaframleiðendunum í hag, var aftur á móti að fá frægasta og besta ballettdansara heims til að leika rússneskan, landflótta ballett> dansara. Eftir að það var komið á hreint var peningahliðin tryggð. Annar sig- urinn var leikaramir sem valdir voru til að leika með honum. Flestir þeirra gæða hinar ótrúlegu persónur lífi. Og þriðji sigurinn, og það sem gerir myndina nokkurs virði, var að gera mikið úr danshæfileikum Bar- yshnikovs og Broadwaydansarans Gregory Hines. Svo sannarlega ólík- ir dansarar, en snillingar hvor á sínu sviði. Með allt þetta hæfileikafólk, ásamt fyrsta flokks tækniliði, eru Bjartar nætur hin ágætasta skemmtun þrátt fyrir veikt og ótrúlegt handrit. Mik- hail Baryshnikov leikur Nicolai Rodchenko sem vel gæti verið Mik- hail Baryshnikov. Rodchenko er landflótta ballettdansari sem er far- þegi í flugvél sem verður að nauð- lenda í Síberíu. Þrátt fyrir tilraunir hans til að leynast þekkist hann fljótt og KGB maðurinn Chaiko, sem hinn þekkti leikstjóri Jerzy Skolimowski leikur, gerir honum ljóst að hann er dæmd- ur maður og það sé best fyrir hann að gera eins og honum er sagt. Til að vakta hann er fenginn sverting- Dansaramir Mikhaii Baryshnikov og Gregory Hines í hlutverkum sínum. inn Raymond (Gregory Hines) sem hafði flúið tU Bandaríkjanna í Víet- nam stríðinu. Hann hafði áður verið steppdans- ari og dauðsér nú eftir öllu saman, þótt ekki viðurkenni hann það fyrir öðrum. Þrátt fyrir stirt samband í fyrstú verða þeir brátt ágætis vinir, enda áhugamálin þau sömu. Ásamt konu Raymonds og með hjálp fyrr- verandi ástkonu Rodchenkos leggja þau á ráðin að komast í bandaríska sendiráðið. Það er óhætt að segja að dansat- riðin í Bjartar nætur séu frábær. Ballettdans Baryshnikovs er stór- kostlegur og þrátt fyrir vankunnáttu undirritaðs á því sviði er ekki hægt að komast hjá því að sjá að þar er á ferðinni mikill listamaður. Gregory Hines er einnig mikill dansari eins og þeir sem sáu Cotton Club muna sjálfsagt eftir og stepp- dans hans hér er ógleymanlegur. Og þrátt fyrir ólíkt uppeldi í dansinum náþeirvelsaman. Baryshnikov er ekki eini leikarinn í Bjartar nætur sem fengið hefur að kenna á kerfinu austantjalds. Jerzy Skolimovsky er Pólverji sem einnig fór vestur fyrir jámtjald til að geta sinnt list sinni. Hann leikur hér harðlínumanninn Chaiko sem er ákveðinn í að notfæra sér handtöku Rodchenkos. Annað nýtt andlit er Isabella Rossellini. Hún hefúr erft útlit móður sinnar, Ingiid Bergman, en því miður ekki leikhæfleikana. Er hún mjög byrjendaleg í hlutverki rússnesku eiginkonunnar. Eitt er það atriði sem ekki verður komist hjá að minnast á, það er nauðlending 747 þotunnar. Eins eðlileg nauðlending hefur varla sést á hvíta tjaldinu og sýnir hvers góðir tæknimenn eru megnugir í dag. Leikstjóri myndarinnar erTaylor Hackfonl sem á að baki álíka róm- antískar myndir og Against All Odds og An Officer and a Gentleman. Honum hefur tekist það sem ætlunin var; að gera skemmtimynd sem áhorfendur, ef þeir geta litið framhjá slæmu handriti, geta skemmt sér ágætlegayfir. HilmarKarlsson. * t 'k'k'k'k Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit BARNASKOR FRA n X « x 3 + ¥ ¥ ¥ ¥ ■h ¥ % ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Teg. Ufan Litur: bleikt, blátt, hvítt, rautt leð- ur. Stærðir: 20-27. Verð kr. 1.195,- Teg. Ubix Litur: hvítt, bleikt, blátt leður. Stærðir: 20-27. Verð kr. 1.195,- Teg. Raquety Litur: hvitt og dökkblátt, rautt leð- ur. Stærðir: 20-29. Verð kr. 1.293.- Teg. Antar Litur: hvítt með bláu, hvítt með bleiku. Stærðir 20-30. Verð kr. 1.310,- Teg. Aunis Litur: hvítt með bláu leðri. Stærð- ir: 20-27. Verð kr. 1.390,- V: Teg. Asterix Hvitt leður. Stærðir: 20-27. Verð kr. 1.330,- PÓSTSENDUM ¥ t ¥ ¥ ¥ ■h _ ¥ * ¥ ¥ ¥ * STJÖRNUSKÓBÚÐIN! Laugavegi 96 (við hliðina á Stjörnubíói) Sími 23795. í JJ- X-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.