Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 34
I kynnir 1. deildar félögin:
DV. FIMMTUDAGUR 5- JÚNÍ 1986.
Breytingar hjá Fram:
Omar er
farinn -
Janus á
leiðinni
Ómar Torfason miðvallarspilari,
sem lék mjög vel með Fram sl.
keppnistímabil, gerðist atvinnumað-
ur með svissneska liðinu Luzern.
Það var mikill missir fyrir Fram að
missa þennan snjalla leikmann, sem
skoraði alls 19 mörk fyrir Framliðið
í fyrra. Þá hefur Ásgeir Elíasson,
þjálfari Framliðsins, lagt skóna á
hilluna. Hefur ekki leikið með liðinu
í ár.
Það hefur verið mikil blóðtaka
fyrir Fram að missa þessa tvo snjöllu
miðvallarspilara sem stjómuðu leik
Framliðsins í fyrra.
Framarar hafa fengið mikinn liðs-
Ómar Torfason.
Janus Guðiaugsson.
styrk, þar sem Janus Guðlaugsson
tilkynnti félagaskipti yfir í Fram á
dögunum, en hann hefiir leikið í
Sviss með Lugano. Janus verður lög-
legur með Fram 28. júní, þannig að
hann getur leikið tíu síðustu um-
ferðimar í 1. deild með Fram.
Framarar fengu annan nýjan leik-
mann fyrir keppnistímabilið. Þórður
Marelsson gekk til liðs við félagið.
Hann lék áður með Víkingi.
Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið
herbúðir Fram. Ólafur Hafsteinsson
gerðist leikmaður með FH, Haukur
Bragason fór til KA og Einar
Bjömsson til Leiknis á Fáskrúðs-
firði.
Guðmundur Torfason, leikmaðurinn marksækni, skoraði draumamark
gegn Þór. Sendi knöttinn beint úr aukaspyrnu upp undir þverslá og
þaðan þeyttist knötturinn í netið.
Eyjólfur Bergþórsson:
Verðum að
taka fram
skotskóna
Tveir með gull
skó Adidas
Framarar hafa átt markahæstu
leikmenn 1. deildar keppninnar
tvö sl. keppnistímabil. Guð-
mundur Steinsson varð marka-
hæstur 1984, skoraði 10 mörk,
og þá var Ómar Torfason marka-
hæstur í fyrra með 13 mörk.
Ómar varð þar með fyrsti mið-
vallarspilarinn til að verða
markahæsti leikmaður 1. deildar.
Þessir tveir leikmenn hafa þar
með tryggt sér gullskó Adidas,
sem voru fyrst veittir hér á landi
1983. Ingi Bjöm Albertsson fékk
skóna þá.
Áður en þeir Guðmundur og
Ómar urðu markakóngar, hafði
aðeins einn Framari orðið
markahæstur í 1. deild. Það var
Helgi Númason sem skoraði 8
mörk 1968.
SEVEN UP hjá
Guðmundunum
- og nýta færin okkar
Guðtnundamir hjá Fram, Steins-
son og Torfason, hafa skorað sín
hvor sjö mörkin á keppnistímabil-
inu. í leikjum Fram í Reykjavikur-
mótinu, meistarakeppni KSÍ og 1.
deildar keppninni.
Pétur Ormslev hefur skorað þijú
mörk og einnig hinn efnilegi Am-
ljótur Davíðsson, sem er yngsti
leikmaður Framliðsins. 17 ára.
Guðmundur Torfason hefur náð
að skora þrennu. Skoraði þrjú
mörk í Ieik gcgn Fylki í Reykjavik-
urmótinu.
„Ég er að mörgu leyti ánægður
með leik Framliðsins sem er alltaf á
uppleið. Leikmenn eru alltaf að læra
og bæta sig smátt og smátt. Náðst
hefur upp góður samanþjappaður
kjarni, sem gerir góða hluti,“ sagði
Eyjólfur Bergþórsson, liðsstjóri
Framliðsins.
Eyjólfur sagði að það væri ljóst,
að breytingar verði að verða á
markaskorun liðsins. „Við höfum
ekki skorað nema tvö mörk úr þrem-
ur fyrstu leikjum okkar í deildinni.
Á sama tíma í fyrra vorum við bún-
ir að skora átta mörk. Strákamir
þurfa því að taka fram skotskóna
og nýta færin sín.
Leikir liðsins hafa verið nokkuð
misjafhir. Við áttum þokkalegan leik
uppi á Akranesi þar sem við máttum
sætta okkur við jafntefli, vorum
heppnir með að knýja fram sigur
gegn Þór í jafhteflisleik. Síðan
óheppnir gegn Keflavík og máttum
þola tap. Svona er knattspyman, það
er enginn ömggur með að vinna sig-
ur á einhveijum ákveðnum degi. Þó
að lið ná að sýna betri knattspymu
heldur en mótheijamir hveiju sinni
geta þau ekki verið 100% ömgg um
sigur. 1. deildar keppnin er svo jöfn
að það er ógjömingur að spá til um
úrslit leikja, eins og hefur komið
fram,“ sagði Eyjólfur.
- Vom það ekki vonbrigði fyrir
leikmenn Fi n að tapa fyrir Kefla-
vík?
„Það er alltaf sárt að tapa. Kefl-
víkingar eiga mjög duglega leik-
menn sem erfitt er að glíma við.
Þeir börðust hetjulega gegn okkur.
Höfðu tapað 0:4 fyrir Valsmönnum
í Keflavík, þannig að þeir vom að
beijast fyrir lífi sínu gegn okkur.
Náðu að knýja fram sigur á loka-
mínútunum.
Þessi leikur hefur sýnt okkur að
það má aldrei gefa eftir. Við eigum
að vera með vel þjálfaða leikmenn,
sem gefast ekki upp við mótlæti,"
sagði Eyjólfur.
-sos
Á morgun:
Vestmannaeyjar og Víðir
LEIKMENN
Friðrik Friðriksson, 21 árs
Guðmundur Baldursson, 26 ára
V amarleikmenn:
Þorsteinn Þorsteinsson, 21 árs
Þorsteinn Vilhjálmsson, 22 ára
Sverrir Einarsson, 27 ára
Viðar Þorkelsson, 23 ára
Ormarr Örlygsson, 23 ára
Þórður Marelsson, 28 ára
Jón Sveinsson, 20 ára
Miðvallarspilarar:
Gauti Laxdal, 20 ára
Jónas Bjömsson, 19 ára
Kristinn Jónsson, 21 árs
Steinn Guðjónsson, 22 ára
Pétur Ormslev, 27 ára
Sóknarleikmenn:
Guðmundur Steinsson, 25 ára
Guðmundur Torfason, 24 ára
Amljótur Davíðsson, 17 ára
Jónas Guðjónsson, 19 ára
Öm Valdimarsson, 20 ára
Viðar Þorkeisson.
Ellefu lands-
liðsmenn
hjá Fram
í herbúðum Fram em ellefu
leikmenn sem hafa leikið með
íslenska landsliðinu á undan-
fömum ámm. Fimm leikmenn
voru í landsliðshópnum gegn
íram og Tékkum á dögunum.
Þeir Friðrik Friðriksson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Pétur
Ormslev, Viðar Þorkelsson og
Guðmundur Steinsson.
Aðrir leikmenn, sem hafa lcik-
ið með landsliðinu, em: Guð-
mundur Baldursson, Þórður
Marelsson, Ormarr Örlygsson,
Ásgeir Eliasson, Guðmundur
Torfason og Janus Guðlaugsson.
Sverrir
og Ormarr
meiddir
Þó nokkuð hefur verið um meiðsli
hjá leikmönnum Fram. Tveir leik-
menn vom skomir upp fyrir keppn-
istímabilið. Þeir Þorsteinn
Þorsteinsson og Sverrir Einarsson,
báðir vegna meiðsla í liðþófa.
Sverrir, sem var fyrirliði Fram sl.
keppnistímabil, var þá frá vegna
meiðsla um tíma. Hann hefur ekki
leikið á þessu keppnistímabili. Þá
hefur Ormarr Öriygsson átt við
meiðsli að stríða í læri og hefur ver-
ið frá.