Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
Frjáist, óháö dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON óg ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og ÓSKAR MIAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, rbynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Unesco er ónýt
Ljóst er orðið, að Unesco, menntastofnun Sameinuðu
þjóðanna, verður ekki siðvædd innan frá. Framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar, Amadou Mahtar M’Bow, verður
að öllum líkindum endurkjörinn á næsta ári til sex ára.
Það þýðir, að hann verður við völd til 1993.
ísland ber hluta af ábyrgðinni á þessum slæmu horf-
um. Fulltrúi íslands hefur fyrir hönd Norðurlanda átt
sæti í stjórnarnefnd Unesco. Og stjórnarnefndin hefur
gersamlega gefizt upp fyrir M’Bow. Hún leyfír honum
að fara sínu fram að eigin vild.
Meðal annars hefur stjórnarnefndin fallizt á afbrigði-
lega snögga brottvikningu ríkisendurskoðanda Bret-
lands sem utanaðkomandi endurskoðanda Unesco. Þar
með minnka líkur á, að hægt sé að veita fjárhagsó-
stjórn M’Bows endurskoðunaraðhald á vestræna vísu.
Ennfremur er orðið ljóst, að stjórnarnefndin leyfír
M’Bow að hefna sín fyrir brotthvarf Bandaríkjanna og
Bretlands með því að ýta til hliðar og út starfsmönnum
frá þessum löndum. í Unesco er þannig ekki rekin sátta-
stefna, heldur ögrunarstefna gegn Vesturlöndum.
M’Bow hefur stjórnað Unesco í rúman áratug í um-
boði bandalags harðstjóra þriðja heimsins, arabaríkj-
anna og járntjaldsríkjanna. Þetta bandalag hefur notað
Unesco til að stuðla að kúgun fátækra þjóða, takmörk-
un upplýsinga og lögverndun áróðursráðuneyta.
Á vegum Unesco er miklu fé varið til að hefta -fjöl-
miðlun og sveigja hana undir áróðursstofnanir, sem
ekki vilja, að sagt sé frá ránskap harðstjóranna, pynd-
ingum og morðum. Þeir vilja ekki heyra um ágirnd
þeirra, mistök, hroka og endalausa valdníðslu.
í þessu skyni hefur verið reynt að koma upp skrásetn-
ingu blaðamanna hjá áróðursráðuneytunum. Reynt
hefur verið að taka fjölmiðlunarrétt af alþjóðlegum
fréttastofum og búa til einokun áróðursráðuneyta, sem
rekin eru á vegum harðstjóranna sjálfra.
Þetta er önnur hliðin á Unesco. Hin hliðin er hin
ógnvænlega óráðsía í meðferð íjármuna. Þar fer fremst-
ur M’Bow sjálfur, sem hagar sér eins og vestur-afrískur
keisari með stjamfræðilegum tilkostnaði, svo sem vist-
arverur hans í Unesco og bílafloti sýna.
Afleiðing óstjórnarinnar er, að meirihluti fjármagns
Unesco kemst aldrei út til þriðja heimsins, heldur brenn-
ur upp í París, þar sem aðalstöðvarnar eru. Frægt er,
að sá næturklúbbur borgarinnar, sem lengst hefur opið
fram á morgun, Keur Samba, lifir á Unesco-liðinu.
M’Bow hefur komið því svo fyrir, að embættismenn,
sem eru fulltrúar þátttökuríkjanna, líta margir hverjir
á aðild sína sem sumarfrí í París. Auk þess hefur M’Bow
tök á að láta rætast drauma þeirra um að fá embætti
við stofnunina sjálfa. Það gerir þá þægari en ella.
Ljóst er orðið, að hvarf Bandaríkjanna og Bretlands
úr þessari gerspilltu stofnun hefur ekki falið í sér neina
aðvörun til M’Bows og harðstjórabandalagsins að baki
honum. Ljóst er líka, að hótanir annarra ríkja um brott-
för hafa ekki heldur haft hin minnstu áhrif.
Kominn er tími til, að íslenzk stjórnvöld viðurkenni,
að tilraunir til að siðbæta Unesco hafa engan árangur
borið og munu engan árangur bera. Eyðsluklær og hat-
ursmenn lýðræðis munu áfram ráða Unesco og hafa
hinn skaðlega M’Bow á oddinum næstu sjö árin.
Við höfum vansæmd af þátttöku í stofnuninni. Þess
vegna er rétt að undirbúa nú þegar að segja ísland form-
lega úr Unesco fyrir næstu áramót.
Jónas Kristjánsson
Þá er lokið kosningu íulltrúa í
sveitarstjómir í kaupstöðum og
kauptúnahreppum. Mikil endumýj-
un hefur átt sér stað í kjöri fulltrú-
anna en breytingamar em með
ýmsum hætti. Gjaman reyna menn
að tengja þessar kosningar þeim
flokkum sem bjóða fram á landsvísu.
Þó er ekki einsýnt að saman fari
kjörfylgi til sveitarstjóma og Al-
þingis. Ber þar margt til, svo sem
persónumar sem í kjöri em, þver-
pólitísk framboð og hagsmunir hvers
sveitarfélags. Það sem þó gjaman
speglast í kosningum til sveitar-
stjóma er afstaða til ríkisstjóma
vegna þess að atvinnumálin á hverj-
um stað skipta meginmáli og stefiia
ríkisstjóma hefur auðvitað mikil
áhrif á það.
Ríkisstjórn refsaö
í þessum nýafetöðu kosningum
sýnir það sig að A-flokkamir, og þó
einkum Alþýðuflokkurinn, hafa
fengið góðan byr. Að vemlegu marki
em kjósendur með því að mótmæla
stefhu núverandi ríkisstjómar. Þetta
kemur berlega í ljós þegar landið er
skoðað í heild þar sem Alþýðuflokk-
urinn er alls staðar í sókn. Það er
ekki staðbundið þó svo aukningin
sé meiri á einum stað en öðrum.
Alþýðubandalagið er líka í sókn þó
í minna mæli sé. Það sýnir að kjós-
endum lfet betur á Alþýðuflokkinn
sem valkost til vinstri en Alþýðu-
bandalagið. Af því geta allaballar
dregið nokkum lærdóm.
Pólitískar leikaöferðir Jóns Baldvins og hans manna í flokknum hafa samt
sem áður haft mikil áhrif víða.
Kosningar í flokks-
pólitísku Ijósi
Nú er það svo að ríkisstjómin hef-
ur þrengt mjög kosti sveitarfélag-
anna og það hefur gert þeim erfitt
fyrir sem haft hafa meirihluta á
hverjum stað. Það gerir Reykjavik
mun minna til en öðrum sveitarfé-
lögum vegna þess hve stór eining
borgin er. Kjósendur em nú að refea
ríkisstjóminni fyrir þau vinnubrögð
og kjósa því víðast gegn ráðandi
meirihluta. í Reykjavík vom menn
að kjósa borgarstjóra en ekki borg-
arfulltrúa Sjálfetæðisflokksins enda
vita fæstir hverjir þeir em. Mönnum
finnst hins vegar Davíð Oddsson
hafa staðið sig vel í störfum og hafi
í fullu tré við ríkisvaldið þegar hon-
um býður svo við að horfa.
Þverrandi fylgi
Framsóknarflokkurinn fer illa út
úr þessum kosningum. Ábyrgir
menn innan flokksins taka undir það
að flokkurinn þurfi að fara í endur-
hæfingu.
Sýnilegt er að flokkurinn er á nið-
urleið og hlýtur að fara illa á næstu
misserum ef fram heldur sem horfir.
Hann missir fylgi í stórum stíl til
A-flokkanna. Framsóknarflokkur-
inn hefur ekki gert mikið til að
mæta breyttum tímum. Það er með
hann eins og með mörg kaupfélögin
í dag að hann bregst ekki við vand-
anum, hann bíður. Það fylgi sem
flokkurinn hafði í kringum þær
stofiianir sem hann hefur eignað
sér, eins og samvinnuhreyfinguna,
er að leysast upp. Á upplýsingaöld
eins og við nú lifum þrífast ekki
fjöldahreyfingar sem eru múlbundn-
ar á flokksklafa. Því er samvinnu-
hreyfingunni nauðsyn á að losa um
pólitísku hnútana og þar með gliðn-
ar það akkeri sem Framsóknarflokk-
urinn hefúr víða haft. Gegn þessari
þróun verður flokkurinn að beijast
ef hann á ekki að hrynja niður.
Hann þarfnast því endurhæfingar
sem í því felst að þora að losa um
þessi tengsl svo hvor aðili, flokkur
og Samband, geti lifað óháð hvort
öðru. Vera Framsóknarflokksins í
ríkisstjóm hefur auðvitað haft slæm
áhrif á fylgið. Spumingin er því sú
hvort flokkurinn þorir að fara í upp-
skurð eða bíður þess að innanmeinin
vaxi.
Að vekja menn til lífsins
Alþýðuflokkurinn er sigurvegari
Kjallarinn
Kári Arnórsson
skólastjóri
þessara kosninga. Formaður flokks-
ins vildi láta h'ta svo út að 100 fundir
hans á síðasta ári væm að bera ár-
angur. Fundaherferðin hefúr að
sönnu vakið alþýðuflokksmenn af
svefni eða orðið þess valdandi að
þeir hættu að skammast sín fyrir að
vera kratar eins og Biyndís orðaði
það í sjónvarpi. Þeir hafa fengið trú
á því að flokkurinn sé ekki dauður
og það hefur hleypt krafti í allt starf-
ið. Það hlýtur hins vegar að vekja
athygli að þar sem sigrar flokksins
em stærstir þar nýtur formaðurinn
minnstrar hylli. Þar er átt við Hafn-
arfjörð og Suðumes. Þar hefúr
öðrum frammámönnum flokksins
tekist að fá kjósendur til að leggja
á það trúnað að Alþýðuflokkurinn
sé fysilegur kostur. Með því að kjósa
hann sé ríkisstjóminni best refsað.
Ástand atvinnumála á þessu.svæði
á mestan þátt í breytingum á fylg-
inu. Þar er stefna ríkisstjómarflokk-
anna fordæmd. Hún hefúr enda orðið
þess valdandi að atvinnutækin em
seld burt af svæðinu. Hvergi munu
svör kjósenda við stefhu ríkisstjóm-
arinnar vera eins augljós og á þessu
svæði. Alþýðuflokksmenn á svæðinu
frá Kópavogi og allt tO enda Suður-
nesja vom ákveðnir í því að hefja
flokkinn til vegs og virðingar þrátt
fyrir að Jón Baldvin yrði formaður
og bolaði Kjartani burt. Því má segja
um Kjartan nú eins og meistarinn
sagði forðum: Hinir síðustu verða
fyrstir.
Pólitískar leikaðferðir Jóns Bald-
vins og hans manna í flokknum hafa
samt sem áður haft mikil áhrif víða.
í fyrsta lagi með því að telja kjark
í sitt fólk, í öðm lagi að sýna fram
á og fá fólk til að trúa að pólitík sé
eitthvað sem sé þess virði að berjast
fyrir, í þriðja lagi að breytingar í
valdastrúktúr séu nauðsynlegar og
eigi ekki að helgast af því að losna
við einhvem heldur að skipta um, í
fjórða lagi að flokksmálgögn svari
ekki kostnaði og séu tímaskekkja í
fjölmiðlaheimi nútímans.
A-flokkarnir vinni saman
Alþýðubandalagsmenn geta bæri-
lega unað við úrslit kosninganna.
Þar virðist ekki vera um sveiflu-
kennt fylgi að ræða og því má ætla
að það skili sér nokkuð vel í þing-
kosningum. Þeir þurfa hins vegar
að breyta ýmsu hjá sér í vinnubrögð-
um og komast frá þeirri togstreitu
sem virðist vera innan flokksins.
Síðustu daga dalaði fylgi þeirra í
Reykjavík vegna þess að maðurinn
í baráttusætinu fékk á sig blæ
ábyrgðarleysis. Atkvæðahlutfall
flokksins í borginni er þó allgott. Svo
virðist að þar sem samvinna A-flokk-
anna var góð fyrir hafi fylgi þeirra
vaxið. Það er vottur þess að kjósend-
ur óski samvinnu þeirra í næstu
framtíð. Þau skipti sem flokkunum
hefúr tekist að ná saman fyrir kosn-
ingar, eins og t.d. 1978, skilaði það
miklu. Nú er lag. Fyrst er að ná
saman í verkalýðshreyfingunni og
hætta að berast þar á banaspjótum
og síðan er að ná saman á Alþingi.
Nú reynir á hvort menn hafa þor til
að taka þær ákvarðanir sem til þarf
og breyta samkvæmt þeim. Þá fæst
mótvægi gegn Sjálfetæðfeflokknum
sem nú stendur á krossgötum frjás-
hyggjunnar.
Kári Amórsson.
„Nú er það svo að ríkisstjómin hefur
þrengt mjög kosti sveitarfélaganna og það
hefur gert þeim erfitt fyrir sem haft hafa
meirihluta á hverjum stað.“